Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl „Kosið“ á Netinu ÞEIM, sem heimsækja Kosn- ingavef Morgunblaðsins, gefst nú kostur á að láta í ljós skoðun sína á framboðslistunum, sem eru í framboði í þeirra sveitarfé- lagi, með því að „kjósa“ á Net- inu. Netkosningin fer fram með því að fyrst er valið sveitarfélag- ið, þar sem viðkomandi vill kjósa, og síðan framboðslistinn, í ramma vinstra megin á sveitar- félagssíðunni. Súlurit sýnir jafn- óðum hvemig „atkvæði“ netnot- enda hafa fallið. Hver og einn getur kosið eins oft og hann vill, en aðeins síðasta atkvæðið gildir. Þetta er að sjálfsögðu ein- göngu til gamans gert. Komast má inn á Kosningavef- inn frá Fréttavef Morgunblaðs- ins eða með því að slá inn slóðina httpy/www.mbl.is/kosningar/. HOLLENSKUR karlmaður var í gærmorgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa í desem- ber síðastíiðnum smyglað E-töflum, amfetamíni og kókaíni til landsins frá Amsterdam. Maðurinn, Anthonius Gerardus Verborg, sem er 38 ára gamall, var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 11. desember síðastliðinn þegar hann kom þangað með flugi frá Amster- dam og við leit á honum fundust samtals 901 E-tafla, 376,4 grömm af amfetamíni og 85,1 gramm af kóka- íni. Við rannsókn málsins og meðferð þess viðurkenndi maðurinn að hann hefði flutt fíkniefnin til landsins, en þau kvaðst hann hafa fengið í hendur 10. desember sl. hjá manni í Amster- dam og fengið greidd 10.000 hollensk gyllini í þóknun fyrir að flytja efnin til landsins. Við komuna hingað til lands hefði hann átt að hringja til Hollands og fá nánari upplýsingar og fyrirmæli um hvað hann ætti að gera við efnin, en hann kvaðst hafa gert ráð fyrir að selja ætti efnin hér á landi. Þáttur sinn hefði hins vegar einvörðungu falist í því að flytja efn- in til landsins. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Hollendingurinn hafi viðurkennt að sér hafi verið það Ijóst að selja ætti efnin hér á landi til íjölda manna gegn verulegu gjaldi, en hins vegar hafi hann ekki vitað hversu hátt markaðsgjald efnanna væri hérlendis. Fyrir dómi kvaðst hann ekki vita hvað gera hefði átt við efnin, en sig hefði grunað að þau væru ætluð til dreifingar hér á landi. Við rannsókn málsins sagði maður- inn að sér hefði verið ljóst um hvaða efni væri að ræða, en við meðferð þess kvaðst hann hafa vitað um fjölda E-taflnanna og amfetamínið, en talið að kókaínið væri amfetamín. Dæmdur í Sviss fyrir fíkniefnasmygl í dómsniðurstöðu segir að Hollendingurinn hafi í meginatriðum játað sakargiftir og fyrir liggi að hann tók að sér að flytja efnin til landsins gegn gjaldi. Fyllilega þyki sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærð- ur fyrir. Fram kemur að hinn 14. mars 1996 hafi maðurinn verið dæmdur í Sviss til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfelldan innflutning og dreifingu hættulegra fíkniefna. Við refsingu mannsins leit dómurinn til þess mikla magns hættulegra fíkniefna er hann flutti til landsins í ágóðaskyni svo og þess að hann hefur áður gerst sekur um stór- felldan innflutning og dreifingu hættulegra fíkniefiia. Þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 5 ár og 6 mánuði, að frádregnu gæslu- varðhaldi hans frá og með 12. desem- ber 1997, samtals 151 dag. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksókn- aralaun í ríkissjóð, 60 þúsund krónur, og réttargæslu- og málsvamarlaun skipaðs verjanda síns, Brynjars Ní- elssonar. Ragnheiður Harðardóttir saksókn- ari flutti málið fyrir hönd ákæru- valdsins, en dóminn kvað upp Ingi- björg Benediktsdóttir héraðsdómari. Morgunblaðið/Ásdís Borgin í betri búning ÞETTA er sá árstími þegar borgin breytir um svip og klæð- ist betri búningnum. Borgarbú- ar ráðast í vorhreingerningu í görðum sínum, borgarstarfs- menn dytta að, þrífa, gróður- setja og fegra umhverfið hvað best þeir geta. Þessir starfs- menn frá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar voru að gróðursetja tré við gatnamót Hringbrautar og Suðurgötu í gær þegar ijósmyndara Morgun blaðsins bar að. Islenskt frí- merki falsað ÍSLENSKT frímerki frá 1882, yfir- prentað á árunum 1902-1903, sem til stóð að bjóða upp á frímerkjauppboði í Málmey í Svíþjóð nýlega, reyndist vera falsað. Búið var að ákveða að byrjunarverð á frímerkinu yrði 75 þúsund sænskar krónur, um 750 þús- und ÍSK. Frímerkið er fíntakkað 6 aura, með svartri yfirprentun, f gildi 02-03. Það kom úr dánarbúi hér á landi en var keypt árið 1952 í Kjobenhavns Frimærke Klub, að því er fram kem- ur í dagblaðinu Jyllands Posten, sem gi'eindi frá þessu. í fréttinni segir að þetta hafi verið eina eintakið í heiminum og vakti það því mikla eftirvæntingu meðal frí- merkjasafnara þegar tilkynnt var að það yrði boðið upp hjá Postiljonens- frímerkjauppboðinu í Málmey. Af ör- yggisástæðum lét fyrirtækið gera rannsókn á frímerkinu og niðurstöð- urnar voru þær að yfirprentunin væri fölsuð og var frímerkið dregið til baka. Jón Aðalsteinn Jónsson, sem skrif- ar um frímerki í Morgunblaðið, segir að vissulega sé hér um mikil tíðindi að ræða í frímerkjaheiminum þar sem þetta frímerki hefur verið skráð á verðlistum sem eina þekkta eintak- ið. Jón Aðalsteinn segir að merkið hafi upphaflega átt að vera gróftakk- að með rauðri yfirprentun, I gildi, og Listaháskóli innan seilingar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun tillögu menntamálaráðherra um stofnun Listaháskóla íslands. Innan tíðar tekur til starfa stjórn skólans skip- uð tveimur fulltrúum menntamála- ráðherra og þremur fulltrúum Fé- lags um listaháskóla sem kjörnir voru á aðalfundi félagsins í gær- kvöldi. Listaháskóli íslands á að taka til náms sem nú er stundað í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, Leiklistar- skóla íslands og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Meðal fyrstu verkefna stjórnarinnar verður að ráða rektor til skólans og ganga frá skipulagi hans svo starfsemi geti hafist en skólinn verður til húsa í svonefndu SS-húsi 1 Laugarnesi. Bráðabirgðastjórn skólans skipuð fulltrúum menntamálaráðherra, Reykjavíkurborgar og Félags um listaháskóla hefur undanfarna mán- uði unnið tillögur að rekstrarfyrir- komulagi skólans. Reykjavíkurborg mun ekki eiga fulltrúa í stjórn skól- ans. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, segir það undir stjórn- endum skólans komið hvenær hægt verði að útskrifa fyrstu nemendur í listnámi með háskólagráðu, fagleg- ar forsendur séu þegar fyrir hendi hjá ráðuneytinu til að viðurkenna listnám á háskólastigi. Hann sagðist síðdegis í gær mundu skýra frá því hverjir fulltrúar sínir yrðu í tilvon- andi stjórn þegar Félag um listahá- skóla hefði kosið sína fulltrúa. ÍSLENSKA frímerkið sem rannsóknir leiddu í ljós að var með falsaðri yfirprentun. einnig sé þekkt gróftakkað með svartri yfirprentun. Fíntakkaða merkið með svartri yfirprentun, sem var talið það eina sinnar tegundar, er hins vegar falsað, samkvæmt rann- sóknum. María Ell- ingsen í bandarískri kvikmynd MARÍA EHingsen Ieikkona mun leika í bandarísku kvikmyndinni „Virtuoso“ eftir Alexander Bur- avsky. Myndin sem tekin verður upp í Eistlandi gerist á stríðsárun- um og fjallar um Ameríkana sem fer til Evrópu. María mun leika „vondu þýsku konuna“, og sagði hún í viðtali við Morgunblaðið að þegar framleiðendur sáu prufuna sem hún gerði hafi þeim þótt hún sem fædd í hlutverkið. María hefúr umboðsmenn í New York og Los Angeles, en hlutverkið fékk hún í gegnum þriðja umboðs- manninn sem er í London. Hann hefúr nýverið tekið við Maríu, og er þetta annað hlutverkið sem hann býður henni í sama mánuðinum. Kosningar 19 9 8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is ► Veiðistofn þorsksins fer nú stækkandi, en nýliðun er enn óhagstæð. Stefnt er að rannsóknum á út- breiðslu túnfisks og mikill samdráttur hefur orðið í útflutningi sjávarafurða. Myndaeögur 'Í3VAnhy£i\í Þrautlr 4 SÍDUR rWCmfn IÞRDfflR Titov búinn að semja við Framara Þórður sá besti í Belgíu Jansen hefði verið sagt upp asleuR ð í dag € SfellB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.