Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Fundargerð stjórnarfundar Þróunarfélagsins í apríl 1993 Heimiluð sala á hlut 1 STJÓRN Þróunarfélags íslands ræddi á fundi sínum í apríl 1993 um gengi íslensku krónunnar og það misvægi sem væri á eignum og skuldum félagsins í erlendri mynt. Var ákveðið að reyna að jafna misvægið með sölu á hlutabréfum og voru hlutabréfín í Kögun þar á meðal. Gunnlaugur M. Sigmundsson, sem þá var framkvæmdastjóri fé- lagsins, sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær að á þessum fundi hefði verið rætt um gengismál og það misvægi sem væri á skuldum félagsins í eignum og skuldum í er- lendri mynt. „Formaðurinn lagði ríka áherslu á að beitt yrði öllum tiltækum ráðum til að ná sem fyrst jöfnuði í þessum efnum og koma þannig í veg fyrir hugsanleg áföll ef til gengisfalls kæmi. Var þetta samþykkt. Misvægið sé jafnað með Kögun sölu á hlutabréfum," segir meðal annars í fundargerðinni. Á þessum fundi var farið yfír gögn um eignarhlut Þróunarfélags- ins í öðrum félögum og lagðar fram tillögur um sölu á hlutabéfum í nokkrum þeirra. „Á fundinum var bókað að ganga í mjög ákveðna uppstokkun á hlutabréfum félags- ins með það fyrir augum að losa fé og ná fram söluhagnaði," sagði Gunnlaugur. I fundargerðinni er eftirfarandi bókað um málið: „Samþykkt var að selja hlutabréf félagsins í eftirtöld- um félögum ef tilskilið gengi fáist fyrir bréfin,“ og eru síðan talin upp hlutafélögin Hlaðbær-Colas, GKS-Bíró, Kögun og Marel. Gengi bréfa Kögunar skyldi vera 3,8 til 4. Einungis tókst að ná viðunandi gengi á hlut Þróunarfélagsins í Kögun. 20% þolenda heimilisof- beldis eru nýbúakonur NEFND sem skipuð var af dóms- málaráðherra til að huga að for- vömum og hjálparúrræðum fyrir þolendur og gerendur heimilisof- beldis telur að sérstakra aðgerða sé þörf í málefnum nýbúa en allt að 20% kvenna sem leita í Kvennaat- hvarfíð eru nýbúakonur. Nefndin var ein þriggja nefnda sem hófu störf í kjölfar þess að dómsmálaráðherra mælti fyrir skýrslu um orsakir og afleiðingar heimilisofbeldis í mars 1997. í við- tölum nefndarinnar við fuUtrúa Kvennaathvarfsins og Kvennaráð- gjafarinnar var lýst yfir áhyggjum af stöðu nýbúakvenna hér á landi. Kom fram að allt að 20% kvenna sem leita í Kvennaathvarfið eru ný- búakonur og að hlutfall þeirra sem leita til Kvennaráðgjafarinnar er einnig mjög hátt. Fræðsla og túlkaþjónusta fyrir nýbúa verði aukin Nefndin telur mikilvægt að á námskeiðum sem haldin eru fyrir nýbúa, til að auðvelda þeim aðlög- un að íslensku samfélagi, verði sérstaklega vikið að heimilisof- beldi, orsökum þess og afleiðing- um og hjálparúrræði rækilega kynnt. Hún leggur einnig áherslu á mikilvægi íslenskukennslu fyrir nýbúa og aukna túlkaþjónustu, með hliðsjón af því að konur sem verði fyrir ofbeldi geti leitað sér hjálpar án þess að þurfa að reiða sig á aðra fjölskyldumeðlimi til að túlka. Þá ítrekar nefndin mikil- vægi þess að konur sem leita á slysa- og bráðamóttöku fái notið aðstoðar túlka. Nefndin leggur einnig til að fé- lagsmálaráðuneytið minni sveitar- félög á að gæta sérstaklega að vel- ferð nýbúa og að kynna þá þjón- ustu sem þeim stendur til boða. ^ Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson HVÍTÖND sást um helgina í Sandgerðistjörn. Hvítönd í Sandgerði HVÍTANDARKOLLA sást um síðustu helgi á Sandgerðistjörn. Þetta er í tíunda sinn sem þessi tegund fínnst hérlendis en yfir- leitt hefur hún sést á Úlfljóts- vatni og Mývatni. Hvitendur verpa í norður- og austurhluta Skandinaviu, í Norð- ur-Rússlandi og Síberíu. Á vet- urna sjást þær aðallega kringum Norðursjó. Karlfuglamir eru mjög auðgreindir, þeir eru mjög hvítir með svart kringum augað og svartar rákir hér og þar á skrokknum. Náskyldustu tegund- imar em toppönd og gulönd. Húsaleiga Félagsbú- staða hf. og greiðsla húsaleigubóta Fjölskyldu- stærð og tekjur að leiðarljósi MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt með þremur atkvæðum tillögu félagsmálaráðs um húsa- leigu hjá Félagsbústöðum hf. og tillögu um greiðslu húsaleigubóta. Gert er ráð íyrir að við ákvörðun á leigu verði fjölskyldustærð og tekj- ur hafðar að leiðarljósi. Jafnframt er gert ráð íyrir að leigutökum sem ekki njóta húsaleigubóta vegna of hárra tekna verði boðin endumýjun á leigusamningi gegn greiðslu reiknaðrar leigu. I tillögu framkvæmdastjóra Fé- lagsbústaða hf. um húsaleigu í fé- lagslegum leiguíbúðum er gert ráð fyrir að tekið verði mið af viðmið- unarreglum Húsnæðisstofnunar í reglugerð um leigu félagslegra íbúða og Byggingasjóðs verka- manna, þar sem þak er sett á leigu eða 4,43% á ári af stofnverði íbúð- ar. Jafnframt verður við ákvörðun á leigu haft að leiðarljósi að hækka ekki leigu, miðað við gild- andi leigusamning, hjá fjölskyld- um eða einstaklingum, sem búa í hæfilega stóru húsnæði með tekj- ur innan ákveðinna marka, að teknu tilliti til skatts. Breytingar á leigu koma sem fyrr til með að miðast við vísitölu húsnæðiskostn- aðar. I tillögu um húsaleigubætur er gert ráð fyrir að leigutökum, sem búa í of stóru húsnæði miðað við fjölskyldustærð, verði boðið annað og hentugra húsnæði. Þar til hent- ugt húsnæði er fundið helst húsa- leigan óbreytt. Hafiii leigutaki boði um annað húsnæði mun leigutaka gefast 6 mánaða frestur þar til leiga hans hækkar. Leigutökum með hærri tekjur en þær sem húsaleigubætur ná til mun verða boðin endumýjun á leigusamningi en gegn greiðslu reiknaðrar leigu. I I » í I Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, um samninginn við Kögun Markmiðið að tryggja dreifða eignaraðild Hugmyndin var að laða til samstarfs fjölda smárra hugbii naðarfy rirtækj a JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi utanríkisráðherra og nú sendiherra í Washington, segir að markmiðið með samningi utanrík- isráðuneytisins og Kögunar hf. frá 1989 um rekstur og viðhald nýs ratsjárkerfis fyrir ratsjárstöðvar vamarliðsins hér á landi hafi verið að tryggja dreifða eignaraðild og tryggja Islendingum forræði yfir verkefninu. Hugmyndin var að laða til samstarfs að verkefninu fjölda smárra hugbúnaðarfyrir- tækja sem einnig settu það að skil- yrði að tryggt væri að það væri enginn ráðandi aðili sem síðan gæti beitt þessu öfluga fyrirtæki til samkeppni við þau. „Þótt nokkur tími sé liðinn frá því þessi samningur var gerður og þrátt fyrir að ég hafi nú ekki gögn við höndina þá er þetta mál mér af- ar minnisstætt vegna þess að þar var fyrst og fremst verið að marka pólitíska stefnu. Aðalatriðið er að fórsendan er milliríkjasamningur milli íslenskra og bandarískra stjómvalda. í annan stað var verk- efnið þess eðlis að það varð ekki leyst á venjulegum samkeppnis- markaði. f raun og vem var um það að ræða að veita einkaleyfi af ríkisins hálfu á grundvelli milli- ríkjasamnings og þess vegna hefði út af fyrir sig í því tilviki verið eðli- legt að þetta hefði verið ríkisfyrir- tæki. Ef ég man rétt þá var samn- ingsaðilinn, þ.e.a.s. Bandaríkja- menn, ekki beinlínis hrifinn af þeirri lausn og sjálfur er ég nú ekki mikill ríkisrekstrarhugsjónamað- ur,“ segir Jón Baldvin. Tryggt að enginn einn aðili yrði ráðandi „En það em þessar sérstöku að- stæður sem valda því að þessi stefna var mótuð, að þama þyrfti að tryggja dreifða eignaraðild og eftirlit af hálfu stjómvalda. Það vom út af fyrir sig aðrar ástæður fyrir því líka. Þetta verkefni varðar rekstur og viðhald hugbúnaðar á hátæknisviði og við settum okkur þau markmið að við vildum tryggja Islendingum forræði yfir þessu verkefni. Við vildum tryggja að þekkingin flyttist inn í landið og höfðum reyndar háar hugmyndir um að hún gæti orðið að útflutn- ingsvöm. Og í raun og veru vakti það fyrir okkur að tryggja þessum fjölmörgu litlu hugbúnaðarfyrir- tækjum, sem þá vom orðin til og vom afar þýðingarmikill vaxtar- broddur, en áttu í miklum erfið- leikum, aðild að þessari þekkingu og bakhjarl í henni. Þess vegna vom viðræður við talsmenn Þróun- arfélagsins um það að þeir seldu sinn hlut, þ.e.a.s. raunvemlega meirihlutaeign ríkisins, í áfóngum og byðu fulltrúum hugbúnaðarfyr- irtækjanna aðild, á þeim forsend- um að það væri tryggt að enginn einn aðili yrði ráðandi. Það var reyndar bæði af þessum ástæðum og af tillitssemi við samningsaðila þar sem um öryggismál er að ræða. I ljósi þessa var samningur- inn síðan gerður og hann kveður jú á um eftirlit af hálfu vamarmála- deildar utanríkisráðuneytisins, þ.e.a.s. það á að tilkynna reglulega um hluthafaeignina og tilkynna taf- arlaust ef einhver einn aðili hefur eignast meira en 5%.“ Pólitísk stefna sem ríkið hefur ótal úrræði til að framfylgja Um þær vangaveltur sem nú eru uppi um hvers vegna orðalag samningstextans hafi ekki verið skýrara hvað þetta atriði varðar segir Jón Baldvin: „Satt að segja minnir mig að lögfræðingar hafi sagt sem svo: „Það er ekkert hægt að binda það í einhver lög eða samningstexta, þetta er pólitísk stefna og ríkið hefur ótal úrræði til þess að framfylgja henni. Þessi til- kynningaskylda dugar því að ríkið getur auðvitað á grundvelli þess forræðis sem það hefur yfir málinu knúið fram að sú stefna nái fram að ganga.“ Mér var nú ofarlega í huga á þeim tíma að þá hefðum við þurft að taka á málefnum Aðalverktaka og sú leið var valin að knýja það fram að ríkið eignaðist meirihluta og þar af leiðandi forræði yfir fé- laginu. Það var ekki gert í skjóli einhvers lagatexta, heldur einfald- lega með samningaviðræðum þar sem samningsaðilinn féllst á það, enda vofði alltaf yfir sú hótun að ella yrðu þeir einfaldlega sviptir þessu einkaleyfi sem er auðvitað auðsuppsprettan sjálf. Þannig að k ég deili ekkert um þá túlkun að samningurinn bindur þetta ekki I allt niður, en það breytir ekki því ^ að þetta er sú stefna sem var mót- uð og enginn vafi í mínum huga að ríkið hefur öll úrræði til að fram- fylgja þeirri stefnu ef menn vilja. Það er síðan spuming hvort til- efni hafi verið til strax í minni tíð, þ.e.a.s. á árunum 1994-95, að bregðast á einhvem máta við þró- uninni. Þama þyrfti ég nú helst að | geta litið á gögn sem ég ekki hef K við höndina, en ég verð sem sé að í viðurkenna það að athygli mín var P ekkert sérstaklega vakin á því að þróunin væri önnur en mótuð hafði verið í upphafí, fyrr en á árinu ‘95. Þá var hins vegar komið að kosn- ingum og reyndar minnist ég þess að eitthvað var þessu hreyft í kosn- ingabaráttunni og þá í gagnrýnis- skyni á Gunnlaug Sigmundsson, en aðallega í fjölmiðlum vestur á ■ fjörðum. Það var tilefni til að líta á | málið en ég komst fljótlega að k þeirri niðurstöðu að það væri órétt- ™ lætanlegt að taka á þessu máli í því umhverfi, þetta ætti ekki að vera nein kosningabomba, enda verðum við að muna það að þetta er ekki bara hátæknilegt mál og ekki bara samningamál heldur líka öryggisj mál. En í mínum huga var að á þessu máli þyrfti að taka með fag- L legum hætti og í ljósi grundvallar- » atriða að loknum kosningum en p það kom jú ekki í minn hlut að ^ fylgja því eftir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.