Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 19 Seagram í við- ræðum um kaup á Polygram Holiywood. Reuters. VIÐRÆÐUR Seagram við Philips Electronics um kaup á Polygram tónlistararminum eru langt komnar að sögn heimildarmanna, sem telja að samningar geti náðst á nokkrum vikum. Ráðamenn Polygram og Seagram munu hafa setið á daglegum samn- ingafundum í rúma viku. Á sama tíma hefur keppinauturinn EMI Group lokið viðræðum við ónefndan bjóðanda, trúlega Seagram, án þess að fá tilboð. Forstjóri Polygram, Alain Levy, kannar jafnframt möguleika á því að stjómendur kaupi fyrirtækið. Levy hefur gert mikið átak til að auka tónlistar- og kvikmyndaumsvif Polygrams á síðustu sjö árum og varið til þess um 1,5 miUjörðum dollara. Það mun vera einsdæmi að tvö úr hópi helztu fyrirtækja í skemmtana- geiranum séu föl samtímis. Polygram og EMI ráða yfir tæpum þriðjungi tónhstarmarkaðar heims. Of hátt verð fyrir EMI Áhugi Seagrams á EMI mun hafa doftiað vegna þess að Edgar Bron- fman forstjóri taldi 9 milljarða doll- ara of hátt verð íyrir EMI. Marka- svirði fyrirtækisins er 7,6 milljarðar dollara. Markaðsvirði Polygrams er 9 milljarðar dollara. Polygram er arð- samara fyrirtæki en EMI. Unnið hefur verið að endurskipulagningu Polygrams í tvö ár og kostnaður hefur verið skorinn niður. Samningur við Polygram mundi samstundis gera Seagram-fyrirtæk- ið Universal Music Group að stærsta plötufyrirtæki heims. Um- svif þess á sviði bandarískrar tón- hstar hafa aukizt verulega á rúm- lega tveimur árum undir stjóm Doug Morris. Bandalag Bertelsmann- Kirch dauðadæmt? Brussel. Reuters. ESB mun hindra myndun stafræns greiðslusjónvarps þýzku fjömiðla- fyrirtækjanna Bertelsmann AG og Leo Kirch nema því aðeins að þau samþyklri verulegar tilslakanir að sögn talsmanns framkvæmda- stjómar sambandsins. Talsmaðurinn, Stefan Rating, sagði að fundur Karels Van Mierts samkeppnisstjóra, Leos Kirchs og fleiri fuhtrúa hefði ekki borið árang- ur. Hann sagði að fyrirtækin yrðu að bæta thboð sín „verulega“ til að eyða þeim ugg framkvæmdastjóm- arinnar að samvinna þeirra muni leiða til varanlegrar einokunar á þýzkum greiðslusjónvarpsmarkaði. Fjarskiptarisinn Deutsche Telekom tekur einnig þátt í samvinnunni. ,Án frekari breytinga, sem eyða áhyggjum okkar, eigum við ekki annars kost en að taka neikvæða ákvörðun þegar fresturinn rennur út 1. janúar,“ sagði hann. Margir, þar á meðal Bertels- mann, telja að bandalagið hafi sung- ið sitt síðasta. Bertelsmann og Kirch ráða nú þegar einu árangursríku greiðslu- sjónvarpsrás Þýzkalands, Premiere, þar sem Canal Plus í Frakklandi hefur dregið sig í hlé. Staða þeirra mundi batna ef við bættust stafrænt greiðslusjónvarp Kirchs, DFl, stórt Hollywood kvik- myndasafn hans og einkaleyfi á út- sendingum frá íþróttaatburðum. BMW hefur ekki gefizt upp MUnchen. Reuters. BÆVERSKA bifreiðafyrirtækið BMW AG ætlar ekki að gefast upp í baráttunni um yfirráð yfir Rolls Royce Motor Cars í Bret- landi að sögn talsmanns fyrir- tækisins. Um tíma virtist BMW hafa tryggt sér yfirráð yfir fyrirtæk- inu, en keppinauturinn Volkswagen AG gerði hærra til- boð. Talsmaðurinn svaraði neitandi þegar hann var spurður áhts á fyrirsögninni „Gefst BMW upp?“ í blaðinu Bild. Bild hafði sagt að BMW teldi litlar líkur á því að fyrirtækinu mundi takast að taka við stjóm brezka fyrirtækisins. Turner veitist enn að Murdoch Atlanta. Reuters. ANNAÐ árið í röð hefur þingi frammámanna á sviði kapalsjón- varps lokið með því að fundar- menn hafa klappað Ted Turner lof í lófa þegar hann hefur veitzt að erkióvini sínum, Rupert Mur- doch. Spjallþáttastjóri CNN, Larry King, hóf hálftíma spuminga- þátt með því að spyrja Tumer, varaforstjóra Time Wamer, hvort nokkuð væri að frétta af Murdoch. „Konan fór frá honum,“ sagði Tumer. Tumer hélt áfram persónu- legum árásum á Murdoch með því að staðhæfa að hann hefði aldrei gefið peninga nema til að „hafa áhrif á ríkisstjómir og efla eigin hagsmuni". Tumer hefur sem kunnugt er tilkynnt að hann æth að gefa Sameinuðu þjóðun- um einn milljarð dollara á næstu 10 ámm. Hann neitaði því að hann ætl- aði að setjast í helgan stein. Sumitomo leggur til hliðar Tdkýó. Reuters. SUMITOMO fyrirtækið hefur lagt til hliðar 19,8 mihjarða jena, eða 150 milljónir dollara, vegna kostnaðar í framtíðinni í sam- bandi við koparhneykslið, sem þegar hefur kostað fyrirtækið 2,6 milljarða dollara. Sumitomo skýrði frá miklu tapi á koparviðskiptum í júní 1996 og kenndi um óleyfilegum samningum aðalkoparsala fyrir- tækisins, Yasuo Hamanaka. VIÐSKIPTI Tölvukjör verða in tern etverslun Fjárfesting- arkostir og lífeyris- sparnaður MIÐSTÖÐ símenntunar á Suðumesjum stendur fyrir námstefnu um fjárfestinga- kosti á verðbréfamarkaði og skipulag lífeyrisspamaðar. Námstefnan er haldin í sam- vinnu við Kaupþing hf. og fer fram í Fjölbrautaskóla Suður- nesja kl. 18 til 20 dagana 26. th 28. þessa mánaðar. Markmið fyrsta dags nám- stefnunnar er að kenna fóhd að lesa úr og skilja fjármála- síðu Morgunblaðsins. Náms- efnið er: Skuldabréf og hluta- bréf, verðbréfamarkaðurinn, kennitölur og greining árs- skýrslna. Annan daginn er fjahað um hvað eigi að kaupa og hvemig eigi að byggja upp eignasöfn og síðasta daginn er fjallað um skipulagningu líf- eyrissparnaðar. NÝHERJI hf. hefur ákveðið að breyta heimilistölvuverslun sinni, Tölvukjöram, í intemetverslun þar sem fólki gefst kostur á að kaupa ódýran tölvubúnað. Á morgun hefst sex daga rýmingarsala í versluninni í Faxafeni og rekstri hennar verður hætt í kjölfarið. Með breytingum á Tölvukjöram vill Nýherji sem fyrirtæki í upplýs- ingatækni nýta nýjustu tækni sér og viðskiptavinum sínum til fram- dráttar og hægðarauka, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Rekstrarform sem þetta er þekkt víða erlendis og öðlast sífellt stærri hlutdeild í verslun með tölvubúnað í heiminum. Stórverslun Elko í Kópavogi hef- ur frá upphafi boðið sama vöraúrval í tölvubúnaði fyrir heimihsmarkað- inn og verslunin Tölvukjör, meðal annars Trast tölvur og prentara frá Canon. Nýherji bendir viðskiptavin- um Tölvukjara og öðra tölvuáhuga- fólki á Elko sem annast mun smá- sölu á höfuðborgarsvæðinu á þess- um tölvubúnaði og bjóða hann á hagstæðu verði að því er fram kem- ur. Nýherji mun sem fyrr annast viðhaldsþj ónustuna. Breyttar áherslur „Miklar breytingar hafa orðið á síðustu mánuðum á heimihstölvu- markaði hérlendis og stór rekstrar- eining svo sem Elko komið til sög- unnar, er gert hafa rekstur minni smásölueininga erfiðan og á það þátt í ákvörðun Nýherja. Það er stefna Nýherja að stunda arðbæran rekstur og hefur fyrirtækið undan- farin tvö ár hætt margvíslegum rekstri sem fyrirtækið telur ekki arðbæran eða fellur ekki að öðram rekstri þess. Nýherji hefur í æ ríkara mæh sinnt þjónustu, ráðgjöf og sölu til fyrirtækja og er þessi ákvörðun enn frekar til marks um þá stefnu. Enn- fremur hefur áhersla á heildsölu í rekstri Nýheija aukist til muna,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækis- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.