Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 19
Seagram í við-
ræðum um kaup
á Polygram
Holiywood. Reuters.
VIÐRÆÐUR Seagram við Philips
Electronics um kaup á Polygram
tónlistararminum eru langt komnar
að sögn heimildarmanna, sem telja
að samningar geti náðst á nokkrum
vikum.
Ráðamenn Polygram og Seagram
munu hafa setið á daglegum samn-
ingafundum í rúma viku. Á sama
tíma hefur keppinauturinn EMI
Group lokið viðræðum við ónefndan
bjóðanda, trúlega Seagram, án þess
að fá tilboð.
Forstjóri Polygram, Alain Levy,
kannar jafnframt möguleika á því
að stjómendur kaupi fyrirtækið.
Levy hefur gert mikið átak til að
auka tónlistar- og kvikmyndaumsvif
Polygrams á síðustu sjö árum og
varið til þess um 1,5 miUjörðum
dollara.
Það mun vera einsdæmi að tvö úr
hópi helztu fyrirtækja í skemmtana-
geiranum séu föl samtímis.
Polygram og EMI ráða yfir tæpum
þriðjungi tónhstarmarkaðar heims.
Of hátt verð fyrir EMI
Áhugi Seagrams á EMI mun hafa
doftiað vegna þess að Edgar Bron-
fman forstjóri taldi 9 milljarða doll-
ara of hátt verð íyrir EMI. Marka-
svirði fyrirtækisins er 7,6 milljarðar
dollara.
Markaðsvirði Polygrams er 9
milljarðar dollara. Polygram er arð-
samara fyrirtæki en EMI. Unnið
hefur verið að endurskipulagningu
Polygrams í tvö ár og kostnaður
hefur verið skorinn niður.
Samningur við Polygram mundi
samstundis gera Seagram-fyrirtæk-
ið Universal Music Group að
stærsta plötufyrirtæki heims. Um-
svif þess á sviði bandarískrar tón-
hstar hafa aukizt verulega á rúm-
lega tveimur árum undir stjóm
Doug Morris.
Bandalag
Bertelsmann-
Kirch dauðadæmt?
Brussel. Reuters.
ESB mun hindra myndun stafræns
greiðslusjónvarps þýzku fjömiðla-
fyrirtækjanna Bertelsmann AG og
Leo Kirch nema því aðeins að þau
samþyklri verulegar tilslakanir að
sögn talsmanns framkvæmda-
stjómar sambandsins.
Talsmaðurinn, Stefan Rating,
sagði að fundur Karels Van Mierts
samkeppnisstjóra, Leos Kirchs og
fleiri fuhtrúa hefði ekki borið árang-
ur.
Hann sagði að fyrirtækin yrðu að
bæta thboð sín „verulega“ til að
eyða þeim ugg framkvæmdastjóm-
arinnar að samvinna þeirra muni
leiða til varanlegrar einokunar á
þýzkum greiðslusjónvarpsmarkaði.
Fjarskiptarisinn Deutsche Telekom
tekur einnig þátt í samvinnunni.
,Án frekari breytinga, sem eyða
áhyggjum okkar, eigum við ekki
annars kost en að taka neikvæða
ákvörðun þegar fresturinn rennur
út 1. janúar,“ sagði hann.
Margir, þar á meðal Bertels-
mann, telja að bandalagið hafi sung-
ið sitt síðasta.
Bertelsmann og Kirch ráða nú
þegar einu árangursríku greiðslu-
sjónvarpsrás Þýzkalands, Premiere,
þar sem Canal Plus í Frakklandi
hefur dregið sig í hlé.
Staða þeirra mundi batna ef við
bættust stafrænt greiðslusjónvarp
Kirchs, DFl, stórt Hollywood kvik-
myndasafn hans og einkaleyfi á út-
sendingum frá íþróttaatburðum.
BMW hefur
ekki gefizt
upp
MUnchen. Reuters.
BÆVERSKA bifreiðafyrirtækið
BMW AG ætlar ekki að gefast
upp í baráttunni um yfirráð yfir
Rolls Royce Motor Cars í Bret-
landi að sögn talsmanns fyrir-
tækisins.
Um tíma virtist BMW hafa
tryggt sér yfirráð yfir fyrirtæk-
inu, en keppinauturinn
Volkswagen AG gerði hærra til-
boð.
Talsmaðurinn svaraði neitandi
þegar hann var spurður áhts á
fyrirsögninni „Gefst BMW
upp?“ í blaðinu Bild.
Bild hafði sagt að BMW teldi
litlar líkur á því að fyrirtækinu
mundi takast að taka við stjóm
brezka fyrirtækisins.
Turner
veitist enn að
Murdoch
Atlanta. Reuters.
ANNAÐ árið í röð hefur þingi
frammámanna á sviði kapalsjón-
varps lokið með því að fundar-
menn hafa klappað Ted Turner
lof í lófa þegar hann hefur veitzt
að erkióvini sínum, Rupert Mur-
doch.
Spjallþáttastjóri CNN, Larry
King, hóf hálftíma spuminga-
þátt með því að spyrja Tumer,
varaforstjóra Time Wamer,
hvort nokkuð væri að frétta af
Murdoch.
„Konan fór frá honum,“ sagði
Tumer.
Tumer hélt áfram persónu-
legum árásum á Murdoch með
því að staðhæfa að hann hefði
aldrei gefið peninga nema til að
„hafa áhrif á ríkisstjómir og efla
eigin hagsmuni". Tumer hefur
sem kunnugt er tilkynnt að hann
æth að gefa Sameinuðu þjóðun-
um einn milljarð dollara á næstu
10 ámm.
Hann neitaði því að hann ætl-
aði að setjast í helgan stein.
Sumitomo
leggur til
hliðar
Tdkýó. Reuters.
SUMITOMO fyrirtækið hefur
lagt til hliðar 19,8 mihjarða jena,
eða 150 milljónir dollara, vegna
kostnaðar í framtíðinni í sam-
bandi við koparhneykslið, sem
þegar hefur kostað fyrirtækið
2,6 milljarða dollara.
Sumitomo skýrði frá miklu
tapi á koparviðskiptum í júní
1996 og kenndi um óleyfilegum
samningum aðalkoparsala fyrir-
tækisins, Yasuo Hamanaka.
VIÐSKIPTI
Tölvukjör verða
in tern etverslun
Fjárfesting-
arkostir og
lífeyris-
sparnaður
MIÐSTÖÐ símenntunar á
Suðumesjum stendur fyrir
námstefnu um fjárfestinga-
kosti á verðbréfamarkaði og
skipulag lífeyrisspamaðar.
Námstefnan er haldin í sam-
vinnu við Kaupþing hf. og fer
fram í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja kl. 18 til 20 dagana 26.
th 28. þessa mánaðar.
Markmið fyrsta dags nám-
stefnunnar er að kenna fóhd
að lesa úr og skilja fjármála-
síðu Morgunblaðsins. Náms-
efnið er: Skuldabréf og hluta-
bréf, verðbréfamarkaðurinn,
kennitölur og greining árs-
skýrslna. Annan daginn er
fjahað um hvað eigi að kaupa
og hvemig eigi að byggja upp
eignasöfn og síðasta daginn er
fjallað um skipulagningu líf-
eyrissparnaðar.
NÝHERJI hf. hefur ákveðið að
breyta heimilistölvuverslun sinni,
Tölvukjöram, í intemetverslun þar
sem fólki gefst kostur á að kaupa
ódýran tölvubúnað. Á morgun hefst
sex daga rýmingarsala í versluninni
í Faxafeni og rekstri hennar verður
hætt í kjölfarið.
Með breytingum á Tölvukjöram
vill Nýherji sem fyrirtæki í upplýs-
ingatækni nýta nýjustu tækni sér
og viðskiptavinum sínum til fram-
dráttar og hægðarauka, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Rekstrarform sem þetta er þekkt
víða erlendis og öðlast sífellt stærri
hlutdeild í verslun með tölvubúnað í
heiminum.
Stórverslun Elko í Kópavogi hef-
ur frá upphafi boðið sama vöraúrval
í tölvubúnaði fyrir heimihsmarkað-
inn og verslunin Tölvukjör, meðal
annars Trast tölvur og prentara frá
Canon. Nýherji bendir viðskiptavin-
um Tölvukjara og öðra tölvuáhuga-
fólki á Elko sem annast mun smá-
sölu á höfuðborgarsvæðinu á þess-
um tölvubúnaði og bjóða hann á
hagstæðu verði að því er fram kem-
ur. Nýherji mun sem fyrr annast
viðhaldsþj ónustuna.
Breyttar áherslur
„Miklar breytingar hafa orðið á
síðustu mánuðum á heimihstölvu-
markaði hérlendis og stór rekstrar-
eining svo sem Elko komið til sög-
unnar, er gert hafa rekstur minni
smásölueininga erfiðan og á það
þátt í ákvörðun Nýherja. Það er
stefna Nýherja að stunda arðbæran
rekstur og hefur fyrirtækið undan-
farin tvö ár hætt margvíslegum
rekstri sem fyrirtækið telur ekki
arðbæran eða fellur ekki að öðram
rekstri þess.
Nýherji hefur í æ ríkara mæh
sinnt þjónustu, ráðgjöf og sölu til
fyrirtækja og er þessi ákvörðun enn
frekar til marks um þá stefnu. Enn-
fremur hefur áhersla á heildsölu í
rekstri Nýheija aukist til muna,“
segir í fréttatilkynningu fyrirtækis-
ins.