Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
N etanyahu
sakaður um
laumuspil
Jerúsalem. Reuters.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, mun í dag eiga
fund með Madeileine Albright, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, og
munu þau ræða leiðir til að koma
friðarumleitunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs á skrið á ný. Netanyahu
sætir nú gífurlegum þrýstingi,
bæði af hálfu Bandaríkjanna, sem
vilja að Israelar afhendi Palestínu-
mönnum 13% lands til viðbótar á
Vesturbakkanum, og einnig af
hálfu harðlínusinnaðra ráðherra í
stjóm sinni, sem vilja alls ekki láta
eftir meira en 9% lands.
Ariel Sharon, ráðherra uppbygg-
ingarmála, sakar Netanyahu um að
hafa haldið leyndum íyrir ráðherr-
um fyrirætlunum um að Israelar
láti 13% lands af hendi, en ísraelsk-
ir fjölmiðlar greindu frá því á
mánudag að á fundum Netanyahus
með Dennis Ross, sendifulltrúa
Bandaríkjastjórnar, hefðu verið
lögð drög að málamiðlun. Fæli hún
í sér að 10% yrði skilað til Palest-
ínumanna en 3% yrðu J vörslu“
Bandaríkjamanna um ótilgreindan
tíma, en á endanum afhent Palest-
ínumönnum.
Fréttaskýrendur segja að Net-
anyahu eigi enga möguleika á að
afhenda Palestínumönnum meira
land á Vesturbakkanum án sam-
þykkis Sharons, en á mánudag
sagði Sharon að ef skilað yrði
meira en 9% til viðbótar yrði ör-
yggi ísraels ógnað.
Fulltrúar Flokks trúaðra, sem á
aðild að ríkisstjóm Netanyahus,
tóku undh- orð Sharons og hótuðu
að fella stjómina ef af frekara
landaafsali yrði. Fréttamaður ísra-
elska blaðsins Ha’aretz sagði í gær
að ef Netanyahu þyrfti að velja á
milli þess að bjóða Bandaríkja-
mönnum birginn og að reita Sharon
og trúarsinna til reiði „þá tekur
hann yfirleitt þann kostinn að bjóða
Bandaríkjamönnum birginn".
Saksóknari rann-
saki mál Herman
JANET Reno, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, fór í fyrradag fram
á að skipaður yrði sérlegur saksókn-
ari til að rannsaka ásakanir um að
Alexis Herman, atvinnumálaráð-
herra í bandarísku ríkisstjóminni,
hefði átt þátt í að miðla mútum og
ólöglegum greiðslum í kosningasjóð
þegar hún vann sem aðstoðarmaður
Bills Clintons forseta í Hvíta húsinu.
Embættismenn í dómsmálaráðu-
neytinu í Washington sögðu að
ákvörðun þessi hefði verið niður-
staða nákvæmrar athugunar, en
endurspeglaði engan veginn að eitt-
hvað væri hæft í ásökununum á
hendur Heiman, heldur hin ströngu
ákvæði laganna um óháða saksókn-
ara. Samkvæmt þeim væri dóms-
málaráðherra skylt að óska eftir
skipun óháðs saksóknara jafnvel
þótt engin sönnunargögn um glæp
hefðu komið fram.
Herman sagðist mjög undrandi á
ákvörðuninni og sagðist ekki myndu
víkja úr embætti eða að láta þessi
lögfræðilegu vandamál sín hindra
sig í starfi.
Reuters
Mannréttinda-
frömuður skotinn
Ankara. Reuters.
MESUT Yilmaz, forsætisráð-
herra Tyrklands, fordæmdi í gær
skotárás á einn fremsta baráttu-
mann fyrir auknum mannréttind-
um í Tyrklandi sem átti sér stað í
gærmorgun. Akin Birdal, leið-
togp mannréttindasamtaka í
Tyrklandi, særðist lífshættulega í
árásinni en árásármennirnir, sem
voru tveir, skutu hann sex sinn-
um í brjóst og fætur á skrifstofu
hans í Ankara-borg og komust
undan. Birdal er þungt haldinn
en enginn hefur enn sem komið
er lýst ábyrgð vegna verknaðar-
ins á hendur sér.
Birdal hefur lengi gagnrýnt
stjórnvöld í landinu harðlega fyr-
ir mannréttindabrot og sérstak-
lega hefur hann beint spjótum
sínum að framferði þeirra gagn-
vart kúrdíska minnihlutanum.
Nýverið var Birdal reyndar sak-
aður um það í tyrkneskum íjöl-
miðlum að vera handbendi
Abdullah Ocalan, leiðtoga
kúrdískra skæruliða, og sögðu
aðstandendur Birdals umfjöllun
fjölmiðla orsök árásarinnar.
Telja þeir að markmið hennar
hafi verið að sýna hveijum þeim
sem gagnrýndi ríkjandi skipulag
í Tyrklandi að þaggað yrði niður
í þeim með góðu eða illu.
Danska þjóðaratkvæðagreiðslan um Amsterdam-sáttmálann
Vaxandi and-
staða í mið- og
borgaraflokkum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
NU ER nóg komið varðandi sam-
runa Evrópu. Pað er kjaminn í boð-
skap Ekstra Bladet, sem eitt hinna
fjörutíu dönsku dagblaða leggst
gegn Amsterdam-sáttmálanum,
sem Danir kjósa um 28. maí. Sam-
starf milli jafnrétthárra þjóða, en
ekki yfirþjóðlegt vald nema á af-
mörkuðum sviðum eins og viðskipt-
um og umhverfismálum er inntakið
í andófi, sem komið er inn á miðju
danskra stjómmála, þar sem stuðn-
ingsmenn Evrópusambandsins,
ESB, hafa hingað til verið einráðir.
Samtökin „Evrópa þjóðanna" eru
að sögn Frank Dahlgaards, þing-
manns íhaldsflokksins, tilraun til að
vekja fólk til meðvitundar um að
pólitískt samband verði að ríki, en
því sé almenningur á móti.
Alls nota flokkar og samtök hlið-
holl sáttmálanum um 15 milijónir
danskra króna til að reka áróður fyr-
ir málstað sínum, meðan hinir nei-
kvæðu hafa aðeins 3,2 milljónir til
umráða. Fyrirtækið Danfoss hafur í
auglýsingum hvatt fólk til að segja já
og fleiri fyrirtæki blanda sér í barátt-
una en áður.
Pað spurðist út í síðustu viku að
Ekstra Bladet hyggðist mæla með
því að Amsterdam-sáttmálinn yrði
felldur og í gær lét blaðið málið til sín
taka í fyrsta skipti. „Endimörkunum
er náð - Ekstra Bladet segir NEI“
var forsíðuyfirskriftin. Blaðið gæti
ekki lengur horft upp á að verið væri
að svipta þjóðríkið hlutverki sínu og
hreyfinguna í átt að æ sterkara rílga-
sambandi yrði að stöðva.
í viðtali við danska útvarpið í gær
sagði Sven Ove Gade ritstjóri blaðs-
ins að blaðið hefði mælt með Ma-
astricht-sáttmálanum 1992 og und-
anþágunum sem Danir fengu frá
þeim sáttmála síðar sama ár, ekki
síst með tilliti til Austur-Evrópu.
Stækkun ESB hefði þó ekki verið
sett á oddinn og nú yrði að koma
milliríkjasamstarfi aftur að, en úr
því hefði dregið og yfirþjóðlegt vald
orðið æ fyrirferðarmeira.
Milliríkjasamstarf - ekki yfir-
ríkjasamstarf
„Við viljum halda Evrópusam-
starfinu áfram, en á grundvelli Maas-
tricht-sáttmálans," segir Frank Da-
hlgaard í samtali við Morgunblaðið.
„Við þurfum ekki Amsterdam-sátt-
málann til að taka Austur- og Mið-
Evrópulöndin inn. Stækkun er þeg-
ar hafin á grundvelli núgildandi
sáttmála. Eg held reyndar að
stækkun á grundvelli Maastricht sé
auðveldari, því það eru þá færri
skilyrði, sem nýju löndin þurfa að
uppfylla og stækkunin gæti gengið
hraðar fyrir sig.“ Dahlgaard segist
hins vegar vona að dönsk höfnun
gæti flýtt fyrir ríkjaráðstefnunni,
sem þarf að halda til að aðlaga ESB
að stækkun úr 15 í 26 lönd.
„Við erum ekld á móti stækkun,
en við erum á móti þróun í átt að
pólitísku sambandi. Við viljum tak-
marka hið yfirþjóðlega samstarf við
svið eins og umhverfi og verslun, en
halda okkur við milliríkjastarf á
sviðum eins og vinnumarkaðsmál-
um, sköttum, landamæravörslu og
félagslegum þáttum", segir Dahl-
gaard, sem segist sannfærður um
að það sé ekki vilji meirihluta Evr-
ópu að einstök lönd láti af hendi
vald, sem bundið sé þjóðríkjunum.
Áhangendur Amsterdam-sátt-
málans hafna því að samningurinn
stefni þróun Evrópu í átt að sam-
bandsríki, eins og andstæðingar
sáttmálans halda fram. Dahlgaard
bendir hins vegar á að ESB hafi
þegar mörg einkenni ríkis, þar sem
meðal annars sé stefnt að einum
ytri landamærum, einni mynt og
fáninn sé þegar til. „Ég tek undir
með Bretum, sem segja að dýrið
sem veifi skottinu og gelti eins og
hundur sé hundur. Maður þarf að
vera bæði blindur og heymalaus til
að gera sér ekki grein fyrir þessari
þróun. Fólk getur vel séð hvert
ESB stefnir og sú stefna nýtur ekki
almenns stuðnings."
Schengen ætti að vera
milliríkjasamstarf
Samkvæmt Amsterdam-sáttmál-
anum verður Schengen-samkomu-
lagið, sem hingað til hefur verið
sjálfstætt samkomulag, tekið inn í
sáttmálann. Dahlgaard segist ekki
vera á móti Schengen heldur því að
gera það yfirþjóðlegt, eins og það
verði með Amsterdam-sáttmálan-
um.
Og hann er heldur ekki trúaður á
að Danmörk einangrist utan
Schengen. „Ef sáttmálinn verður
felldur finnst mér mjög trúlegt að
hin Norðurlöndin finni lausn á þeim
vanda, sem þá skapast. Bretland og
írland hafa ekki hugsað sér að taka
þá í Schengensamstarfinu og leggja
niður landamæravörslu og það get-
um við líka gert.“
Kabbah
ver Cook
AHMAD Tejan Kabbah, forseti
Sierra Leone, kom bresku rík-
isstjóminni í gær til vamar er
hann fullyrti
að hann hefði
ekki þegið
hernaðarað-
stoð Breta til
að komast til
valda að nýju.
Þá hefur
Robin Cook,
utanríkisráð-
herra Bret-
lands, ítrekað vísað því á bug
að stjórn Verkamannaflokksins
hafi veitt Kabbah aðstoð, síðast
í fyrirspumartíma í breska
þinginu í gær. Birti breska
stjómin í gær bréf frá Kabbah,
máli sínu til stuðnings, þar sem
hann segist hafa afskrifað
möguleikann á hemaðaraðstoð
frá Bretum.
Robin Cokk
22 skornir
á háls
HEITTRÚAÐIR alsírskir
skæruliðar em grunaðir um að
hafa skorið 22 íbúa lítils þorps
á háls í fyrrinótt. Vom morðin
framin í mesta olíuframleiðslu-
héraði Alsírs en engar nánari
upplýsingar hafa verið gefnar
um fórnarlömbin.
Of snemmt fyr-
ir kvenforseta
BORÍS Jeltsín Rússlandsfor-
seti lýsti því yfir í gær að Rúss-
ar væm ekki enn reiðubúnir að
kjósa konu sem forseta lands-
ins. Þetta kom fram í viðtali
sem forsetinn veitti á Netinu í
gær og var svar við spurningu
um hvort dóttir hans, Tatjana,
kynni að feta í fótspor hans.
Fotbolti vin-
sælli en þjóð-
aratvæði
MUN líklegra er að danskir
sjónvarpsáhorfendur muni
fylgjast með fótboltaleik Dana
og Svía hinn 28. maí nk. en
talningu þjóðaratkvæða-
greiðslu um Amsterdam-sátt-
mála Evrópusambandsins, sem
fram fer sama dag. Þetta er
niðurstaða skoðanakönnunar
Gallup.
Níu slösuðust
á Narita-velli
NÍU manns slösuðust er þeir
yfirgáfu bandaríska farþega-
flugvél í skyndingu á Narita-
flugvelli í Japan í gær. Talið var
að kviknað hefði í Boeing 747-
vél United Airlines-flugfélags-
ins en sú reyndist ekki raunin.
Minnihluta-
stjórn í Sachs-
en-Anhalt
JAFNAÐARMENN, SPD, í
Sachsen-Anhalt í Þýskalandi
tilkynntu í gær að flokkurinn
myndi standa einn að minni-
hlutastjórn eftir að viðræður
við Kristilega demókrata fóru
út um þúfur. Mun SPD njóta
stuðnings arftakaflokks komm-
únistaflokksins, sem áðurfyrr
fór með öll völd í austur-þýzka
Alþýðulýðveldinu. Leiðtogar
SPD í Bonn höfðu lýst sig and-
víga slíku samstarfi af ótta við
að það kunni að skaða flokkinn
er kemur að Sambandsþings-
kosningunum í september.