Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR GUNNAR STEFÁNSSON + Pétur Gunnar Stefánsson fæddist í Tumakoti í Vogum á Vatns- leysuströnd 25. mars 1910. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Stefán Ámason, kaupmaður, f. 8. júní 1887, í Mið- dalskoti í Laugar- dal, d. 14. jan. 1977, og Guðlaug Péturs- dóttir, f. 16. okt. 1886 í Tumakoti í Vogum, d. 22. maí 1962. Systkini Péturs Gunnars vom: Jakobina, látin, Björgvin Laufdal, látinn, Lauf- ey, látin, Árni, Guðrún, Fjóla, látin, Ingvar, látinn, Ágústa, Auður. Hinn 8. júní 1935 kvæntist Pétur Gunnar eftirlifandi eigin- konu sinni Guðrúnu Dagbjörtu Sveinbjömsdóttur, f. 23. mars 1912. Börn þeirra em: 1) Guð- laug Rakel, f. 16.10. 1934, bú- sett í Reykjavík, maður hennar er Guðjón Ágnar Egilsson, barn þeirra: Björk. 2) Guðbjöm Móses, f. 5.3. 1940, búsettur í ~ Kópavogi, kona hans er Þómnn - Pétursdóttir, dætur þeirra: Guðrún Hrönn og Dröfn. 3) Hafdís Rut, f. 21.11. 1943, búsett á Hvanneyri, maður hennar er Grétar Einarsson, synir þeirra: Einar, Pétur Rúnar, Oddur og Hilmar Steinn. 4) Sigurborg Dorótea, f. 24.12. 1946, bú- sett í Hafnarfirði, maður hennar var Þjóðólfur Lyngdal Þórðarson, f. 12.7. 1946, d. 8.12. 1968. Seinni maður henn- ar er Jón Holbergsson, börn þeirra: Pétur Gunnar Þjóðólfs- son, látinn, Rut, Sóley og Hol- berg. 5) Elsa Svandís, f. 11.2. 1951, búsett í titey í Laugardal, maður hennar er Skúli Hauks- son. Börn þeirra: Guðrún Bára, Þuríður Edda og Hjörtur. Barnabarnabörnin em ellefu talsins. Pétur Gunnar stundaði sjó- mennsku frá Reykjavík mestan hluta ævinnar, lauk vélstjóra- og skipstjóraprófi og var skip- stjóri á eigin bátum. titför Péturs Gunnars verður gerð frá Kirkju Óháða safnað- arins í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar ástvinur fellur frá koma, jafnhliða sárum söknuði, fram í hugann minningabrot frá liðnum ár- um. Svo er það einnig þegar ég kveð kæran tengdaföður minn, Pétur Gunnar Stefánsson, og langar mig að bregða hér upp örlítilli mynd af honum og lífshlaupi hans. En fyrst vil ég nefna að síðustu vikumar ^ dvali hann á Dvalarheimili aldraðra að Hrafnistu Reykjavík í frábærri umönnun starfsfólks á deild A3. Mér er á þessari stundu ofarlega í huga þegar við heimsóttum hann, einnig það aldraða fólk sem með honum dvaldi á deildinni. í mínum huga virtist það fólk í fljótu bragði allt bera þess merki að vera afreks- fólk. Ekki í þeim skilningi sem við í daglegu tali ræðum um fólk sem fær sýnilegar viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum og leikjum heldur fólk sem ber þess merki að hafa unnið hörðum höndum og í - mörgum tilvikum lagt fram allt sitt lífsstarf til að búa svo í haginn svo að afkomendur þeirra mættu búa við betri kjör og aðbúnað en það hafði búið við og þá einkum á sínum uppvaxtarárum. Þessi aldurshópur, sem gjaman er nefndur aldamóta- kynslóðin, upplifði og mótaði þá vakningu og bjartsýni sem var til þess að því tókst að umbreyta sam- félagi okkar til betri vegar, meira og á styttri tíma en nokkur kynslóð hefur áður gert. Pétur var greinilega bundinn þessum hugsjónum og framtíðar- sýn. Hann kom vel nestaður af and- legri atorku úr foreldrahúsum þar sem foreldrar hans stóðu að ýmiss konar framfaramálum á Gríms- staðaholtinu en þar ólst Pétur upp í ^ stórum systkinahópi. Hann varð eins og flestir unglingar á þeim ár- um að fara út á vinnumarkaðinn eins og það er kallað nú til dags og lengri skólaganga stóð ekki til boða utan að hann sótti námskeið og fékk vélstjóra- og skipstjóraréttindi. Á meðan tími gafst til á unglingsárum þótti hann afar liðtækur í íþróttum, þó einkum í fótbolta, og var einn af stofnendum Knattspymufélagsins Þróttar. Eftir að um tók að hægjast frá bindandi störfum hafði hann af- ar gaman af að fylgjast með fram- gangi leikja. Árið 1935 kvæntist hann eigin- konu sinni, Guðrúnu Dagbjörtu Sveinbjömsdóttur, ættaðri úr Gmndarfírði. Á þeim árum var efnahagsástand þjóðarinnar hvað bágbomast á þessari öld þannig að hinn almenni verkamaður varð að taka þá vinnu sem bauðst hvort sem það féll að fjölskylduaðstæðum eða ekki. Pétur stundaði fyrst bifreiða- akstur, en fór fljótlega til sjós. Hann varð brátt eftirsóttur sjómað- ur enda hamhleypa til verka. For- ystuhæfileikar hans komu fljótt í ljós og hann stefndi því að stærri verkefnum. Árið 1945 keypti hann bátinn Jökul í félagi með öðmm. Hóf síðan útgerð á eigin spýtur og stundaði hann sjóinn allt til ársins 1979 er sonur hans Guðbjöm tók við stjóminni. Alls gerði hann út fjóra báta. Ekki þarf að fjölyrða um að oft vora vökurnar langar, erfiðið mikið og síðast en ekki síst ábyrgð- in. Allt þetta fórst Pétri vel úr hendi og er mér tjáð af samferðamönnum hans að sérstakt orð hafí farið hversu vel útgerð hans hafi verið rekin. Má vera að honum hafi unn- ist enn betur þar sem hann vissi að umhyggja heimilis og barna var í öruggum höndum Guðrúnar konu hans sem sinnti því starfí af um- hyggju og alúð, jafnhliða sem hún vann ötullega að ýmiss konar líkn- armálum. Fyrstu búskaparár sín leigðu þau hjá foreldrum Péturs en síðar bjuggu þau í lítilli íbúð á Mýrargötu 7. Oft hlýtur að hafa verið þröngt setinn bekkurinn því með þeim í heimili dvöldu auk barna tengda- móðir hans og mágkona. Árið 1949 réðust þau hjónin ásamt fóður Pét- urs og tveimur systrum í það stór- virki að reisa sameiginlega íbúðar- blokk á Fálkagötu 9, en þar hafa Írjíérjtkjtír Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 |: | HOTEL LOFTLEIÐIR §§ ÍC«tAWPAI» MO~T«t» Glæsilbg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA þau síðan búið. Það framtak var á þeim tíma umfangsmikið og nutu sín þá vel dugnaður og hagsýni þeirra hjóna. Undirritaður átti því láni að fagna að starfa með Pétri eina sum- arvertíð og vinna undir hans stjórn. Um borð fór ekkert á milli mála hver það var sem bæði hafi þekk- ingu á hlutunum og stjómaði. Oft undraðist ég hversu vel hann þekkti alla staðhætti og mið hér á Faxaflóa og Reykjanessvæðinu. Það var engu líkara en hann sæi út frá tilteknum viðmiðunum á sjó og í landi greini- lega allar aðstæður varðandi veið- arnar. Svo virtist sem hann gæti þrætt nákvæmlega þær slóðir sem veiðivonin var mest, en þá vom að sjálfsögðu ekki til staðar nútíma leiðsögutæki. Sem yfirmaður var Pétur afskaplega dagfarsprúður maður en ekkert fór á milli mála hver hafði síðasta orðið ef honum fannst gengið á hlut sinn. Akveðni og réttlætistilfinning var honum í blóð borin. Á sjómannstíð Péturs lenti hann einu sinni í sjávarháska er bátur sem hann var háseti á fórst við Akranes. Þegar hann var við stjórn- völinn lenti hann aldrei í neinum ófömm enda þótt hann væri talinn með þeim sem fastast sóttu sjóinn. Það segir meira en mörg orð um út- sjónarsemi hans og fyrirhyggju. Alltaf var reynt að halda sig að verki án þess að taka óyfirvegaða áhættu. Hann virtist hafa einstaka hæfileika til að sjá fyrir veðrabrigði því iðulega hélt hann sig í landi þeg- ar flestir fóm á sjó og svo á hinn bóginn hélt hann í róður þegar það var talið óráðlegt. Oft þótti öðmm nóg um úthald hans og höfðu orð á því. Varð honum þá stundum að orði „þeir fiska sem róa“ og má segja að það hafi verið viðhorf hans til vinnunnar bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Eftir að um tók að hægjast og Pétur gat farið að vera meira heima við kom glöggt í Ijós hvað hann hafði mikið yndi af að umgangast yngstu kynslóðina. Bömin hændust sérstaklega að „afa“ sem með sínu rólega fasi laðaði þau til sín. Hann var ávallt tilbúinn að draga upp spil og ég held að flest barnabörnin hafí fengið góða þjálfun í skáklistinni hjá honum. Hjá þeim hjónum var ávallt gestkvæmt og oft mynduðust sterk vinabönd sem héldust alla ævi. Ávallt voru þau tilbúin að rétta þeim hjálparhönd sem af einhverj- um ástæðum þurftu aðstoðar við. Þegar alvarleg veikindi bar að höndum vom engin takmörk fyrir umhyggju þeirra og hjálpsemi. Genginn er góður drengur sem lokið hefur farsælli lífsgöngu og skilur eftir ljúfar minningar. Hon- um eru færðar alúðarþakkir fyrir umhyggju og alúð sem hann sýndi fjölskyldu sinni og samferðafólki. Blessuð sé minning Péturs Gunnars Stefánssonar. Grétar Einarsson. Mig langar að minnast tengda- föður míns, Péturs Gunnars Stef- ánssonar, í örfáum orðum. Ég var aðeins 19 ára, er ég flutti inn á heimilið á Fálkagötunni, en þá stundaði Pétur ennþá sjóinn. Um svipað leyti og hann hætti á sjónum fluttum við Elsa með böm okkar austur í titey. Það var ekki líkt Pétri að sitja auðum höndum og hjá okkur vom alltaf næg verkefni. Þau em ófá handtökin, sem hann hefur unnið hjá okkur, hvort sem var að greiða net, mála eða dytta að. Það var sama hvað var, ekkert óx hon- um í augum. Mér er sérstaklega minnisstætt rétt eftir að við fluttum austur, og við Pétur vomm að leggja vatn í úti- húsin. Því fylgdi mikill handmokst- ur. Seiglan og hugurinn var svo mikill að ég, sem þó var 40 ámm yngri, mátti hafa mig allan við að halda í við hann. Eins þegar Pétur bauðst til að múra með mér íbúðar- húsið. Hann sagði það ekki vera mikið mál. Eftir dagstund í eintómu basli við múrverkið kom í ljós að hann hafði jú fylgst með mági sín- um múra en aldrei snert á því sjálf- ur fyrr. En við lærðum af mistökun- um og lukum við húsið. Pétur þekkti ekki uppgjöf. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því, sem við vorum að gera, og sér- staklega fylgdist hann vel með veið- inni. Pétur var mikill bamakarl og var ekki einungis kallaður afi af sínum bamabörnum heldur líka af öðrum börnum, sem kynntust honum. Fyr- ir okkar börn var ómetanlegt að al- ast upp við það, að hafa ömmu og afa svo oft hjá okkur í Útey. Og alltaf hafði ég jafn gaman af því, þegar afi var glettast við ömmu. Þá kom þessi sérstaki stríðnisglampi í augu hans. Pétur var ekki einungis tengda- faðir minn heldur líka góður vinur. Blessuð sé minning Péturs Gunn- ars Stefánssonar. Skúli Hauksson. Elsku afí. Það verður skrítið að koma á Fálkó og þú ert ekki til staðar. Fastir liðir í Reykjavíkur- ferðum voru að koma við hjá ykkur ömmu, þar vom vöfflur og ýmislegt annað góðgæti á borðum. Þú kenndir okkur svo margt, m.a. að spila á spil, tefla og dýfa kringlu í kaffið. Fyrsti bíllinn sem við fengum að keyra var bíllinn þinn á túninu heima í Útey. Okkur er það alltaf minnsistætt þegar þið amma rennduð í hlaðið heima í sveitinni með fullan bfl af ýmsu góðgæti, þá hýrnaði yfir öllu heim- ilisfólkinu og ekki síst tíkinni Kátu, sem vék ekki frá afa þann tíma sem hann dvaldi hjá okkur, enda var hann vís með að lauma einhverju að henni. Afi sat aldrei auðum höndum og við lærðum mikið á því að vinna með honum úti við, og á meðan var amma vís með að baka pönnukökur. Við systkinin höfum öll búið um tíma á loftinu hjá ömmu og afa og eitt okkar býr þar nú. Nú hefur leiðir skilið en minning þín mun ávallt búa í huga okkar. Þú, sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ógnar svarta eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll þín sólarljóð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Þín barnaböm, Edda, Bára og Hjörtur. Elsku afi. Okkur langar að þakka fyrir þann tíma sem við bræðurnir vorum með þér. Þú átt- ir ávallt sælgæti, þú fórst með okkur í bíltúra niður á höfn og sýndir okkur bátinn þinn, neta- skýlið og allt það sem þar var. Þú kenndir okkur öllum að tefla og spila á spil, varst duglegur að tefla við okkur þegar við hittumst og ert líklega ábyrgur fyrir því að Einar og Pétur urðu skákmeistar- ar í barnaskóla. Það var alltaf auð- sótt að fá að leika sér í bílnum þín- um þegar þið amma voruð upp á Hvanneyri og skreppa í Hvítár- vallaskála að kaupa nammi. Það er einnig minnisstætt að fyrir tæp- lega tíu árum þá settist þú á skell- inöðruna okkar bræðra og tókst góðan hring á henni. Guð blessi minningu þína. Einar, Pétur Rúnar, Oddur og Hilmar Steinn. Elsku langafi minn, nú ert þú farinn til guðs, þó ég skilji það ekki alveg þá veit ég að þú ert hjá guði og englunum. Minningar mínar um þig eru margar og skemmtilegar þótt ég sé bara tæplega 4 ára. Ég ólst upp í stigaganginum á Fálkagötu á móti ykkur ömmu og það var gott að geta farið yfir til ykkar og amma gaf okkur (mér og þér) alltaf eitthvað gott sem var uppí skáp. Ég, þú og Elín göntuðumst oft saman með púðana í stofunni og eftir að þú fórst á Hrafnistu (spítalann) var það fastur liður að heimsækja þig reglulega, elsku afi minn, og er ég þakklát fyrir það í dag. Þótt minningarnar séu marg- ar man ég þær kannski ekki allar í framtíðinni, en mamma og pabbi munu hjálpa mér að gleyma þeim ekki. Það verður skrýtið að koma ekki oftar upp á Hrafnistu til þín, en síðustu minningar okkar þaðan voru yndislegar. Þú varst orðinn svo hress og sast frammi í dag- stofu, ég kom með snakk handa okkur og við borðuðum í kapp og buðum svo öllum í dagstofunni líka. Einnig þegar þú baðst mömmu að lyfta mér upp í rúm til þín og þú tókst derhúfuna af mér og settir á þig, alveg eins og þú gerðir svo oft meðan þú varst hress í sófanum á Fálkagötunni. Elsku langamma mín, ég bið guð að vera með þér. Þú fórst helst á hverjum degi til langafa og stjanað- ir við hann. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þín langafastelpa Hafdís Rún. ÁGÚST VILHELM ODDSSON + Ágúst Vilhelm Oddsson fæddist í Arsól á Akranesi 3. apríl 1945. Hann lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 12. maí. Elsku Gústi. Ég vil með fáum orðum kveðja þig og þakka þér góð og ánægjuleg kynni í gegnum árin. Ég kynntist Gústa, Ellu og Ragnari í gegnum ung- lingastarf hestamannafélagsins Sörla. Þar voru þau hjón í forsvari og lögðu á sig ómælda vinnu í þágu annarra. Er það mjög minnisstætt hve ótrúlegur áhugi og metnaður einkenndi þeirra starf. Minningarnar hrannast upp er ég sit hér og hugsa um liðna tíð. Allir þeir skemmtilegu reiðtúrar, grillveislur, böll og keppnir sem þið Ella skipulögðuð fyrir okkur krakkana eru þó efst í huga mínum. Þetta voru ógleyman- legar stundir, þökk sé þér og þínum Gústi minn. Ég minnist þess einnig er ég missti ljúfan ástvin, hve þú og Ella reyndust mér vel. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mina, því nú er komin nótt. Um ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll böm þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson). Elsku Ella mín og Ragnar, Guð styrki ykkur í sorginni. Fjóla Björk Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.