Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ TAKIÐ þið ykkur nú til í andlitinu og reynið að líta heiðarlega út rétt á meðan ég svindla ykkur inn fyrir, skúrkarnir ykkar. Kæra lagningu hringveg- ar um Möðrudalsöræfi ÞRJÁR kærur hafa borist umhverf- isráðherra vegna úrskurðar Skipu- lagsstofnunar um lagningu hring- vegar um Möðrudalsöræfí. Þeir sem kæra eru Náttúruvemdarsamtök Islands og tveir einstaklingar. Forsendur kæranna eru þær að lagning hringvegar úr Langadal að Ármótaseli, um svokallaða Háreks- staðaleið, feli í sér mikil umhverfís- spjöll. Kærumar bárast umhverfís- ráðherra um miðjan apríl og hefur hann samkvæmt lögum átta vikna frest til að svara þeim. I einni kærunni kemur fram að Vegagerð ríkisins hannaði á síðasta ári vegstæði frá Möðradal að Jökul- dal. Skömmu síðar var verkið boðið út og verktaki ákveðinn. Ekki hafði verið fengin lögbundin umsögn Skipulags rfldsins (nú Skipulags- stofnunar) og barst hún loks 3. október 1997. Þar var þess farið á leit við Vegagerðina að hún hugaði að fleiri kostum en hringvegi úr Langadal að Ármótaseli. Skipulags- stofnun kvað svo upp þann úrskurð 6. mars sl. þar sem núverandi vegur Telja vegalagn- ingu fela í sér umhverfísspjöll um Möðradalsöræfí og Háreks- staðaleið eru lagðar að jöfnu og lagt í hendur sveitarstjórnar Jökuldals, Jökulsárhlíðar og Hróarstungu að ákveða hvor leiðin verði valin. „Gífurleg náttúruspjöll" í kæru eins kærenda segir m.a. að Háreksstaðaleið feli í sér gífur- leg spjöll á náttúrunni. Landsvæðið frá Hellisheiði eystri, Smjörfjöll, Smjörvatnsheiði, heiðalönd milli Jökuldals og Vopnafjarðar, Háreks- staðaheiði/Tunguheiði og síðan heiðalönd allt að núverandi leið og byggðalínu, séu ósnortin víðerni án mannvirkja nema ef frá eru talin nokkur eyðibýli. í athugasemdum kæranda til um- hverfisráðherra segir að ekki sé sýnt fram á að núverandi leið sé vegtæknilega erfíðari eftir breyt- ingar sem mælt er með að gerðar verði, núverandi leið sé umhverfis- lega betri kostur og ekki dýrari framkvæmd, öryggi vegfarenda verði minna ef Háreksstaðaleið verði farin, Möðradalur fari úr góðu vegasambandi og 120 km leið frá Mývatni í Jökuldal verði úr tengsl- um við mannabyggð, ferðaþjónusta í Möðradal og á Sænautaseli verði að engu gerð við lagningu Háreks- staðaleiðar, hinn almenni ferðamað- ur tapi útsýni til svæðisins norð- austan Vatnajökuls, þjónusta við byggðalínu verði erfíðari vegna þess að vegslóðar liggi frá núver- andi leið að byggðalínu, núverandi leið sé snjóléttari og hæðarmunur leiðanna lítill. Þar segir einnig að rök Vega- gerðar fyrir Háreksstaðaleið séu þau að hún sé vegtæknilega betri og stytti auk þess leiðina frá Egilsstöð- um til Vopnafjarðar um u.þ.b. 20 km. Mestur hluti umferðar milli Héraðs og Vopnafjarðar sé hins vegar um Hellisheiði og hún sé 75 km styttri en um Möðrudalsöræfi. Samsung E-240 2 í pk. Kleinur 10 stk. Swiss Miss og 2 pk. kex Hversdagsís 11tr. 4 teg. MG-félagið 5 ára Viljum ná til fólks með sjúkdóminn Ólöf Steinunn Eysteinsdóttir MG-félag íslands er fímm ára um þessar mundir en það var stofnað hinn 29. maí árið 1993. Félagið er félag sjúklinga og að- standenda þeirra sem eru með sjúkdóminn Myast- henia gravis eða vöðva- slensfár. Olöf S. Eysteins- dóttir er formaður félags- ins. „Myasthenia gravis er svokallaður sjálfnæmi- sjúkdómur sem lýsir sér í óeðlilegri vöðvaþreytu og kraftleysi.“ Olöf segir að MG sé afar sjaldgæfur sjúkdómur sem finnst hjá fólki á öllum aldri og komi yfirleitt íyrst fram á gelgjuskeiði eða á fullorð- insárum. - Hvemig eru sjúk- dómseinkennin? „Það er fremur erfítt að lýsa sjúkdómseinkennum og greina sjúkdóminn því einkennin eru afar breytileg frá degi til dags og frá manni tii manns. Þó er alvarlegt magnleysi í vöðvum algengt einkenni og MG sjúkdómurinn er sveiflukenndur sjálfnæmissjúkdómur þar sem taugaboðin ná ekki að virkja vöðvana. Honum fylgir óeðlileg vöðvaþreyta sem gerir að verkum að sjúklingm- á oft erfitt með að tala, tyggja og kyngja, hafa stjóm á augum og eða vöðvar í hand- leggum og fótum þreytast mjög fljótt. Mg sjúkdómnum geta fylgt fleiri einkenni. Þreyta eykst við áreynslu sem kann að virka þannig að sjúklingar virki frá- hrindandi eða undir áhrifum. Þeir sem hafa sjúkdóminn trúa því stundum ekki sjálfir að eitt- hvað sé að því inn á milli koma mjög góðir dagar. Eftir góða hvfld kenna sumir sér ekki meins. Að auki er enginn mælikvarði til þegar kemur að þreytu. Hvað er eðilegt að vera þreyttur?" Ólöf segir að hjá sér hafí ein- kennin verið margbreytileg. Hún gat á tímabili talað á daginn en ekki á kvöldin. „Skyndilega lok- uðust á mér augun, jafnvel þegar mig langaði virkilega til að horfa í kringum mig. Stundum varð ég gjörsamlega útkeyrð eftir mjög litla áreynslu og þurfti langan tíma til að jafna mig. Ég gekk með sjúkdóminn lengi án þess að fá neina greiningu. Læknar trúðu því einfaldlega ekki þegar ég sagðist til dæmis geta talað á daginn en ekki á kvöldin eða að ég sagði að fyrir- varalaust lokuðust á mér augn- lokin og ég gæti ekki opnað þau aftur í einhvem tíma.“ Ólöf segir misjafnt hvort fólk með MG sjúkdóminn geti stundað vinnu en bendir á að því fyrr sem fólk greinist með hann því betra sé að halda sjúkdómseinkennum í skefjum. - Hversu margir eru með MG sjúkdóminn hér á landi? „Það er erfitt að segja en ef miðað er við fjölda þeirra sem greinast með sjúkdóminn í nágrannalöndum okkar eins og t.d. Finnlandi má áætla að um fimmtíu manns kunni að vera með sjúkdóminn hér á landi.“ Þegar Ólöf er spurð hvort jafnt konur og karlar fái sjúkdóminn segir hún að tveir þriðju sem greinast fyrir fimmtugt séu konur en síðan snúist tölumar við þegar komið er yfir fimmtugt. „Þá era það tveir þriðju karlmenn sem fá sjúkdóminn." ► Ólöf Steinunn Eysteinsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1947. Hún greindist með MG-sjúkdóm- imi árið 1975. Ólöf hefur verið formaður MG- félags íslands allt frá stofn- un þess í maí árið 1993. Eiginmaður hennar er Tómas Helgason, flugstjóri hjá Land- helgisgæslunni, og eiga þau einn son. - Er hægt að meðhöndla sjúk- dóminn með lyfjatöku? „Já og einnig með uppskurði. Þá er fjarlægður hóstarkirtillinn. Einnig hefur verið tekið til þess ráðs að beita blóðvatnskiptum en blóðið er þá hreinsað af mótefti- um.“ Ólöf segir að margir geti lifað næstum eðlilegu lífi með sjúk- dómnum þó alltaf þurfi sjúklingar að taka lyf reglulega til að halda eðlilegum vöðvastyrk. Hún segir erfitt að vera með sjaldgæfan sjúkdóm hjá jafnfá- mennri þjóð og hér á landi. „Með stofnun þessa félags vildum við koma á framfæri upplýsingum um sjúkdóminn. Við gáfum út bækling sem Sigurður Thorlacius doktor í taugalæknisfræði aðstoð- aði okkur við. Þá höfum við einnig látið gera texta við mynd um MG sjúkdóminn. Nýlega gáfum við út lyfjakort í tilefni afmælisins. Þar er lyfjalisti sem Sigurður Thor- lacius gerði og stutt lýsing á sjúk- dómnum. Kortið er til að hafa í veski og getur komið að jgóðum notum í neyðartflvikum. A kort- inu er lyfjalisti yfir lyf sem MG sjúklingar eiga að forðast. Að hafa slíkt kort á sér veitir öryggi því fáir þekkja sjúkdóminn. Á neyðarstundu geta sjúklingar með MG átt erfitt með mál.“ Öll félagsstarfsemi segir Ólöf að beri þess vott hversu fáir fé- lagamir eru. „ Það háir okkur hvað við eram fá í fé- laginu og markmið okkar núna er að reyna að ná til fleira fólks sem er með sjúkdóm- inn. Hún bendir á að félagið sé í Öryrkjabandalaginu og félagsmenn taki þátt í nor- rænu samstarfí. Ólöf segir félagsmenn veita hver öðrum stuðning og reyna að fylgjast með öllum nýjungum sem koma fram á þessu sviði. „Því meira sem við vitum um sjúkdóm- inn því betur gengur okkur að lifa með honum.“ Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 16. maí klukkan 14.00 í kaffisal Örykja- bandalags Islands. Erfitt að greina MG sjúkdóminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.