Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 39
38 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 39 " piurgmnMiiliilí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HREINT ELDSNEYTI MENGUNARLAUST eldsneyti yrði mikill fengur fyrir mannkyn á tímum þegar heilu þjóðirnar eru svo til að kafna í mengun og gróðurhúsaáhrif vegna auk- innar mengunar hafa sín veðurfarslegu áhrif, sem sumir telja að gætu einfaldlega gert jörðina óbyggilega. Það er því mikið í húfi og framleiðendur ökutækja leggja æ meira kapp á að finna upp nægilega hagkvæma vél, sem gengur fyrir hreinu eldsneyti, orkugjafa, sem hefur ekki önnur áhrif en knýja farartækið áfram, mengar ekki andrúmsloftið. Um síðustu helgi fóru fram hérlendis umræður um til- raunir með vetni til að knýja strætisvagna frá þýzka fyr- irtækinu Daimler Benz og kanadíska fyrirtækinu Ball- ard. Samkomulag tókst um tilraunaverkefni, hag- kvæmnisathugun á rekstri tveggja til þriggja vetnis- strætisvagna hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og er fyr- irhugað að verkefnið hefjist eftir tvö ár. Vetni er fram- leitt hér í Aburðarverksmiðjunni í Gufunesi og er annað tveggja frumefna, sem myndar vatn. Það er því algjör- lega mengunarfrítt sem eldsneyti. Fleiri hreinir orkugjafar eru inni í myndinni en vetni. Helzti galli vetnis er hversu létt það er og rúmmálsfrekt. Annar orkugjafi er metanol, sem er vetni blandað koltví- sýringi og er fljótandi vökvi við eðlilegar kringumstæð- ur. Loks eru rafbílar, sem hafa verið að koma til al- mennrar notkunar í tilraunaskyni. Enn munu þó raf- geymar vera helzt til fyrirferðarmiklir, en þar má búast við mikilli tækniþróun á næstu árum, sem minnka raf- hlöðurnar. Það er ánægjulegt og að vissu leyti viðurkenning fyrir Islendinga að þessir tveir framleiðendur, Daimler Benz og Ballard, skuli óska eftir samvinnu við íslendinga um tilraunir með vetnisstrætisvagna. Vonandi er að þessar tilraunir takist vel og að innan tíðar verði unnt að nýta hreinni orkugjafa hérlendis en bensín og olíur. Þá yrði það og gífurleg framför ef unnt yrði að knýja allan skipaflota landsmanna með hreinum orkugjafa. Þar eru líkast til mestu tækifærin til að minnka útblástur meng- andi lofttegunda hér á landi. Nýir innlendir og hreinir orkugjafar eru afskaplega heillandi viðfangsefni vísinda- manna. Þeir verða áreiðanlega mjög eftirsóttir í framtíð- inni og leysa af hólmi eldri mengandi eldsneyti. INDVERJAR SPRENGJA VIÐBRÖGÐ umheimsins við þremur kjarnorkutil- raunum Indverja á mánudag hafa einkennst af undrun og reiði. Flest ríki heims hafa fordæmt spreng- ingar Indverja, lán hafa verið afturkölluð, þróunarað- stoð hætt og efnahagslegar refsiaðgerðir verið boðaðar. Þrátt fyrir það sprengdu Indverjar tvær kjarnorku- sprengjur til viðbótar í gær. Ekki síst hafa viðbrögð nágrannaríkjanna verið hörð og hafa Pakistanar ekki útilokað að þeir muni svara í sömu mynt innan tíðar. Það kemur í sjálfu sér fæstum á óvart að Indverjar búi yfir kjarnorkuvopnum. Lengi hef- ur verið vitað, að það væru ekki einungis opinberu kjarnorkuveldin fimm er réðu yfir slíkum vopnum eða að minnsta kosti þekkingu til að framleiða þau með skömm- um fyrirvara. Auk Indlands, sem gerði sína fyrstu kjarn- orkutilraun árið 1974, má nefna Pakistan og ísrael í því sambandi. Þá er vitað að í Norður-Kóreu og Suður-Af- ríku var á sínum tíma unnið að þróun kjarnavopna. Indverjar eru hins vegar hið fyrsta þessara ríkja sem kemur opinberlega fram sem kjarnorkuveldi. Indlands- stjórn virðist vera haldin þeirri trú að ríki verði ekki tekin alvarlega sem stórveldi án þess að búa yfír gjör- eyðingarvopnum. Það kann að hafa átt við á tímum kalda stríðsins en varla í dag. Meginþorri indversku þjóðarinnar virðist hins vegar styðja hina þjóðernissinn- uðu hindúastjórn í þessum efnum. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið alvarlegar. Þetta mun stórauka spennu í Suður-Asíu og ýta undir vopnakapphlaup í álfunni. Þá grefur þetta undan til- raunum síðustu áratuga til að hefta útbreiðslu kjarn- orkuvopna og gæti orðið fleiri ríkjum hvatning til að op- inbera vopnabúr sín eða afla slíkra vopna. HÁLF ÖLD FRÁ STOFNUN ÍSRAELSRÍKIS ÍSRAEL Á 20. ÖLD: 50 ÁRA ÁTAKASAGA Að Sex daga stríðinu loknu Að Sjálfstæðis- stríðinu loknu 1979: Sínaíeyðimörkinni skilað samkvæmt Camp David samkomulaginu / 1981: Gólanhæðir /y innlimaðar /*> hæðir Gaza- svæðið Israel Israel SVRLAND, MIÐJARÐARHAF Lt'BANON EGYPTALAND EGYPTALAND Nasaret JORDANIA, ISRAEL JORDANIA JORDANÍA SAUDI ARABÍA, SAUDI ARABÍA SAUDI ARABÍA, GAZA-SVÆÐIÐ Hertekin svæði Jerúsalem -" Verndarsvæði Breta, Frakka og Rússa -. Franskt landsvæði VESTURBAKKINN □ Svæði A: Undir palestínskri stjórn II Svæði B: ísrael fer með stjórn öryggismála en Palestínumenn með stjórn borgaralegra mála □ Svæði C: Undir ísraelskri stjórn Land araba Áætluð skipting Sameinuðu þjóðanna EGYPTA LAND 'SÝRLAND JORDANIA ð = Jerúsalem EGYPTALAND EGYPTALAND JÓRDANI/ Land gyöinga Ríki araba undir vernd Frakka [® (srael SAUDI ARABÍA Ríki araba - undir vernd Breta Breskt landsvæöi Heimildir: Israeli Foreign Ministry, Times Atlas of World History, The Dent Atlas of the Arab-lsraeli Conflict 1991 1967 1949 Brot úr aldalangri átakasögu Saga Israelsríkis, sem í dag nær yfír 50 ár, er ekki nema lítið brot úr langri sögu stans- lausra átaka gyðinga og ýmissa nágranna þeirra um landsyfirráð og trúfrelsi. Sigrún Birna Birnisdóttir stiklar hér á stóru um átök þessarar aldar. Reuters VOPNUM búinn ísraelskur hermaður fylgist með mótmælagöngu Palestínumanna á Gazasvæðinu í upphafi Intifada, uppreisnar Palestínumanna, árið 1987. SAGA gyðinga er samtvinn- uð sögu þess landsvæðis sem í dag er ýmist nefnt ísrael eða Palestína. Um aldaraðir hefur hins vegar önnur saga þeirra, saga útlegðar, gerst samtímis. I útlegð nutu einstök samfélög gyðinga velgengni og upphefðar. Saga útlegðarinnar var þó að miklu leyti mörkuð niðurlægingu, undirok- un og jafnvel útrýmingarherferðum enda ollu tengsl gyðinga við kristin- dóminn og tilhneiging þeirra til að halda sig utan meginstrauma oftar en ekki spennu á milli þeirra og íbúa þeirra samfélaga sem þeir bjuggu í. Öldum saman sætti þetta fólk sig við hlutskipti sitt, beið þess að Mess- ías kæmi og leiddi það heim. Svo fór þó að lokum að hugmyndin um skipulagt endurhvarf til ísraels fæddist í undirokun útlegðarinnar. Stefnurnar bættu hver aðra upp Gyðingar hafa notað orðið Síon um Jerúsalem og þrá þjóðarinnar eftir heimalandi sínu allt frá eyðingu fyrsta musterisins. Skipulögð sam- tök síonista voru hins vegar fyrst stofnuð á 19. öld. Upphaf hugmynda- fræði þeirra má rekja til kenninga rabbínanna Judah Álkalai og Zevi Hirsch Kalischer um endurhvarf hinna trúuðu til Israels og hug- mynda Moses Hess um stofnun gyð- inglegs ríkis sem leysti trúarleg sam- félög gyðinga af hólmi. I kjölfar skipulegra ofsókna á hendur rússneskum gyðingum árið 1881 óx síonisma fiskur um hrygg og árið 1882 fóru 500 ungir síonistar þess á leit við Tyrkjasoldán að hann leyfði stofnun lítis ríkis gyðinga í hluta Palestínu. Beiðninni var hafnað en síonistar héldu áfram ótrauðir. Þeir hófu landnám í Palestínu á eigin vegum og nutu til þess styrkja nokk- urra af ríkustu mönnum Evrópu. Árið 1897 var Síonistahreyfingin formlega stofnuð en þrátt fyrir að sí- onistar ættu sér það sameiginlega markmið að snúa aftur til Síon voru þeir klofnir í afstöðu sinni til þess hvernig nálgast bæri það markmið. Á stofnfundi hreyfingarinnar urðu kenningar Theodors Herzl, sem birst höfðu í bókinni Der Judenstaat, ofan á. Samkvæmt þeim átti að heyja bar- áttuna fyrir „endurreisn gyðingarík- isins“ á pólitískum grundvelli og bíða með stórfelldan innflutning gyðinga þar til pólitísk áhrif þeirra á svæðinu væru tryggð. Aðrir, sérstaklega sósíalískir síon- istar, stuðluðu þó áfram að því að fólk tæki sig upp og flytti til Palest- ínu enda fór ímynd „hins nýja gyð- ings“ sem ynni líkamlega vinnu á eigin landi vel saman við sósíalíska hugmyndafræði. Það var ekki fyrr en Chaim Weizman, sem síðar varð fyrsti for- seti ísraelsríkis, hafði tekið við for- ystu hreyfingarinnar árið 1907 að ólíkar fylkingar síonista sameinuðust í „raunhæfum síonisma" þar sem sæst var á að stefnurnar væru ólíkar hliðar sama máls og bættu hver aðra upp. Hamingjuóskir araba Eftir að Bretar tóku við stjórn Pa- lestínu í lok fyrri heimsstyrjaldar birtu þeir svokallaða Balfour-yfirlýs- ingu þar sem segir m.a: „Ríkisstjórn hans hátignar horfir með velþóknun á stofnun þjóðarheimilis gyðinga- þjóðarinnar í Palestínu og mun gera hvað sem í valdi hennar stendur til að auðvelda framgang þess verkefn- is.“ Eins og gera mátti ráð fyrir fógnuðu gyðingar yfirlýsingunni mjög og í kjölfarið jókst innflutning- ur þeirra enn. Viðbrögð araba við Balfour-yfirlýsingunni voru hins veg- ar mismunandi. Nokkrir forystu- manna þeirra fógnuðu henni og sendu fulltrúa með hamingjuóskir til hátíðahalda Síonistahreyfingarinnar í London. Palestínuarabar óttuðust hins vegar að gyðingar myndu smám saman sölsa undir sig lönd þeirra og hófu skæruhemað gegn þeim. í kjölfarið fóra ár vopnaðra átaka og árangurslausra tilrauna breskra yfírvalda til að ná samkomulagi um framtíð svæðisins. Samningaviðræð- ur skiluðu hins vegar engum árangri og árið 1939 gripu Bretar til þess ráðs, til að friða araba, að setja höml- ur á innflutning gyðinga. Gyðingar bragðust ókvæða við og er ljóst varð að Bretar hugðust ekki aflétta þess- um hömlum hóf sjálfsvarnarhreyfing þeirra, Haganah, skærahernað gegn bresku valdhöfunum. Mælt með skiptingu landsins Þrátt fyrir að öll stjómartíð Breta í Palestínu einkenndist af átökum og umræðum um framtíð landsins dró ekki til tíðinda fyrr en í lok síðari heimsstyrjaldar. Málstaður gyðinga naut þá mikillar samúðar auk þess sem Bretar vora ekki lengur í stakk búnir til að halda úti fjölmennu liði í Palestínu. Eftir árangurslausar við- ræður við Bandaríkjastjórn tilkynnti Ernest Bevin, utanríkisráðherra Breta, að hann ætlaði Sameinuðu þjóðunum (SÞ) að ákvarða um fram- tíð landsins. Hinn 29. nóvember árið 1947 sam- þykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tillögu þess efnis að Palest- ínu skyldi skipt í þrennt þannig að Jerúsalem yrði undir alþjóðlegri stjóm en hvor þjóð fengi það land þar sem byggð hennar væri mest. Með semingi gengu gyðingar að samþykkt- inni, sem gerði ráð íyrir að Bretar hyríú frá landinu eigi síðar en 15. maí árið 1948. Arababandalagið hafnaði henni hins vegar og hóf að hervæðast. Þar sem allt benti til þess að stríð brytist út við framkvæmd samþykkt- arinnar setti Bandaríkjastjóm fram nýja tillögu um alþjóðlega stjóm á svæðinu. Forysta gyðinga hafnaði þeirri hugmynd og ákvað í kjölfarið að koma á fót 13 manna framkvæmda- ráði og 37 manna þingi sem hefðu það að markmiði að taka við stjóm lands þeirra eftir að Bretar hyrfu á braut. Óskilgreind landamæri í upphafi árs 1948 hóíú Bretar brottkvaðningu herliðs síns þrátt fyrir að samkomulag hefði ekki náðst um framtíð landsins og þann 14. maí lýsti Ben-Gurion, nýskipaður forsæt- isráherra Israels, yfir stofnun hins nýja Israelsríkis. I samþykkt SÞ höfðu landamæri ríkjanna verið ótil- greind og var því haldið í sjálfstæðis- yfirlýsingunni þar sem gyðingar vildu halda opnum möguleika á inn- limun hertekinna svæða. Strax að kvöldi 14. maí réðust her- ir Egyptalands, Sýrlands, Jórdaníu og Líbanons inn í hið nýstofnaða ríki. Gyðingum tókst, þrátt fyrir vanefni, að halda velli í fyrstu atrennu, m.a. vegna innbyrðis deilna í her araba. Er vopnahléi var komið á rúmum mánuði síðar notuðu báðir aðilar tækifærið til að afla vopna og skipu- leggja sig. Bardagar hófust síðan að nýju jafnskjótt og vopnahléið rann út. Bardagar stóðu fram á árið 1949 er vopnahléssamningar, þar sem kveðið var á um að Gazasvæðið til- heyri Egyptalandi og Austur-Jer- úsalem Jórdaníu, voru undirritaðir. Ekki var þó um formlegt friðarsam- komulag að ræða þar sem arabar neituðu að viðurkenna formlega til- vist Ísraelsríkis. Samkvæmt upplýsingum Samein- uðu þjóðanna flýðu 770.000 Palest- ínumenn landið meðan á bardögum stóð enda höfðu leiðtogar Ara- babandalagsins verið sigurvissir í upphafi átakanna og hvatt þá til að flýja landið tímabundið. Að átökum loknum var einungis hluta þessa fólks leyft að snúa aftur. Enn er deilt um stöðu þess og það hversu stóran þátt ísraelar áttu í því að hrekja það úr landi. Uppbygging í skugga átaka Þrátt fyrir stríðsrekstur og þröng- Þáttur Is- lands við skiptingu Palestínu STOFNSÁTTMÁLI Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var undirritaður í San Francisco 26. júní árið 1945. 9. nóvember árið 1946 samþykkti allsherjarþing stofnunarinnar að- ildarumsókn Islands og tíu dög- um síðar skrifaði Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Islands hjá stofnuninni, undir yfirlýsingu þess efnis að Island gengi að sátt- mála SÞ. Er fjallað var um málefni Pa- lestínu á allsherjarþingi SÞ árið 1947 komu fram mjög skiptar skoðanir. Sljórnmálanefnd skip- aði þá fulltrúa þriggja ríkja í nefnd sem hafði það að markmiði að finna lausn sem flestir gætu sætt sig við. Island, Tæland og Ástralía áttu sæti í nefndinni og var Thor Thors framsögumaður hennar. Forystumenn gyðinga hafa löngum haldið þætti íslendinga í þessu máli á lofti og í sjálfsævi- sögu Abba Eban, fulltrúa gyð- inga við umræðurnar og síðar ut- anríkisráðherra fsraels, er borið mikið lof á framgöngu og fram- söguræðu Thors Thors í umQöll- un um þetta mál. an kost hófust ísraelar strax handa við uppbyggingu ríkisins og fjórum áram eftir stofnun þess höfðu þeir m.a. staðið fyrir viðamiklum inn- flutningi gyðinga frá Jemen, írak og fran. Árið 1956 tóku þeir þátt í hernað- araðgerðum Breta og Bandaríkja- manna vegna deilna við Egypta um aðgengi að Súezskurðinum og árið 1967 náðu þeir Vesturbakkanum að meðtalinni Austur-Jerúsalem, Gaza- svæðinu, Sínaíeyðimörkinni og Gólanhæðunum á sitt vald í Sex daga stríðinu. Á Yom Kippur, helgasta degi gyð- inga, árið 1973 réðust síðan herir Eg- yptalands og Sýi-lands inn í Sinaí- eyðimörkina og Gólanhæðir. Árásin komu yfírvöldum í ísrael í opna skjöldu og þrátt fyrir að her þeirra tækist að hrekja hana á þremur vik- um var það þjóðinni mikið áfall að komast að því að varnarlið hennar hefði sofið á verðinum. Þrátt fyrir að niðurstaða rannsóknarnefndar væri sú að ábyrgðin lægi hjá yfirmönnum Reuters STRIÐSHRJÁÐIR gyðingar frá Evrópu koma til Palestínu nokkrum dögum fyrir stofnun Ísraelsríkis þann 14. maí árið 1948. heraflans en ekki ríkisstjórninni varð þetta til þess að Golda Meir forsætis- ráðheraa sagði af sér enda öllum ljóst að tílvist ríkisins væri undir sterkum herafla komin. Ovelkomnir flóttamenn Þrátt fyrir að Israel væri skil- greint sem gyðinglegt ríki nutu arabar, sem enn bjuggu í landinu, allra réttinda ríkisborgara frá upp- hafi. Þúsundir palestínski-a flótta- manna búa hins vegar við réttinda- leysi og bág kjör í nágrannalörrdun- um og allt frá því að Israel náði Vest- urbakkann og Gazasvæðinu á sitt vald, í Sex daga stríðinu, hafa Palest- ínumenn þar búið við réttindaleysi hernuminnar þjóðar. Árið 1958 stofnuðu níu Palestínu- menn, með Yasser Arafat í broddi fylkingar, Fatah-hreyfinguna og hófu þar með vopnaða baráttu fyrir frelsun Palestínu. I fyrstu nutu frels- ishreyfingar Palestínumanna stuðn- ings arabaríkjanna en er fram liðu stundir tók vopnavæðing palest- ínskra flóttamanna að ógna valda- jafnvæginu í nágrannaríkjunum. Þetta leiddi til blóðugra átaka í Jórdaníu árið 1970 og til fjöldamorða í Líbanon rúmum áratug síðar. Stríðsrekstur Palestínumanna frá Líbanon varð einnig til þess að Isra- elar réðust inn í landið árið 1978 og aftur árið 1982. Af vopnuðum tilræðum Palestínu- manna gegn ísraelum vöktu tilræði við ísraelska þátttakendur á ólymp- íuleikunum í Munchen árið 1972 og rán flugvélar Air France árið 1976 einna mesta athygli. Intifada, skipulögð uppreisn Pa- lestínumanna á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu, hófst síðan árið 1987. Hún hefur á síðari árum beint aug- um umheimsins að málstað Palest- ínumanna og aukið þrýsting á ísra- ela um að ganga til samninga við þá um framtíðarskipan svæðisins. Rofar til í samskiptum við nágrannarikin Straumhvörf urðu í ísraelskum stjórnmálum árið 1977 er Menachem Begin leiddi Likud- bandalagið í fyrsta sinn til sigurs í kosningum og batt þar með enda á 29 ára stjórnartíð Verkamanna- flokksins. Begin gekk til samninga- viðræðna við Anwar Sadat, forseta Egyptalands, og árið 1979 var frið- arsamningur, þar sem m.a. var kveðið á um að ísraelar skiluðu Eg- yptum Sínaíeyðimörkinni, undirrit- aður. Var það fyrsti fullgildi friðar- samningur Israela og nágranna þeirra. Sú ákvörðun Begins og stjórnar hans að hefja uppbyggingu land- nemabyggða gyðinga á Vesturbakk- anum flækti hins vegar mjög stöðu Vesturbakkans og er enn þann dag í dag steinn í götu þeirra sem leita friðsamlegrar lausnar á deilu ísra- ela og Palestínumanna. Aftur rofaði til í samskiptum ísra- ela og nágranna þeirra er Yitzhak Rabin og stjórn hans gengu til frið- arviðræðna við Sýrlendinga, Líbani, Jórdani og Palestínumenn árið 1991. Viðræðurnar leiddu til undirritunar friðarsamkomulags Israels og Jórdaníu árið 1994 auk þess sem samningur Israela og Palestínu- • manna um friðarferli, í þremur áfóngum, vakti vonir um að varan- legur friður gæti náðst. Tími friðarferlisins reyndist hins vegar stuttur. Rabin var skotinn til bana af öfgasinnuðum ísraela árið 1995. Við það virtist traust ísraelsks almennings bresta og þar með grundvöllur friðarferlisins. Benjamin Netanyahu, formaður Likud-bandalagsins, var kosinn for- sætisráðherra árið 1996. Hann hélt því fram að áframhaldandi hryðju- verk gegn ísraelskum borgurum væru brot á því samkomulagi sem gert hefði verið en stóð þó, í upphafi stjórnartíðar sinnar, við skuldbind- ingar fyrri stjórnar. Svo fór þó í upp- < hafi síðasta árs að aðgerðir stjórnar hans og áframhaldandi hryðjuverk öfgasinnaðra Palestínumanna sigldu friðarferlinu í strand. ítrekaðar til- raunir til málamiðlunar og gífurlegur þrýstingur erlendis frá hafa enn eng- an árangur borið. Bjartsýni þrátt fyrir allt Ísraelsríki hefur frá upphafi búið við ytri ógn sem oft hefur virst skæð- ari en nú. Það ætti því e.t.v. ekki að koma á óvart að nokkurrar bjartsýni gæti þar í blaðaskrifum um framtíð friðarferlisins. Bjartsýnismenn benda á að þrátt fyrir kulda í samskiptum við Egypta og Jórdaníu, taftr í samningaviðræð- um við Sýrlendinga, Líbani og Palest- ínumenn og að landinu standi stöðug ógn af Irökum og Irönum séu deiluað- ilar komnir óraveg frá þeim tíma er arabaríkin neituðu öll sem eitt að við- urkenna tilvistarrétt Israelsríkis. Einnig benda þeir á að Palestínu- menn hafi sýnt það og sannað að þeir muni ekki láta bugast og að því muni Israelar neyðast til að setjast aftur að samningaborði með þeim fyrr eða síð- ar. Mikið hefur farið fyrir umræðum um brotlendingu friðarferlisins á V þessum tímamótum. Heima fyrir fer þó enn meira fyrir umræðum um sambúðarörðugleika ólíkra hópa Israela enda ógn&r ekkert þjóð, sem í hálfa öld hefur .staðið saman gegn ytri óvini, meira eh innbyrðis klofn- ingur. Reuters, Israel at 50, Jerusalem ^ Post, The Economist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.