Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 67
' MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 67 S Astir og örlög teiknara Að eltast við Amy (Chasing Amy)________ I) r a in a Framleiðandi: Scott Mosier. Leik- stjóri: Kevin Smith. Handritshöfund- ur: Kevin Smith. Kvikmyndataka: Da- vid Klein. Tónlist: David Pirner. Að- alhlutverk: Ben Affleck, Joey Lauren Adams, Jason Lee, Dwight Ewell, Ja- son Mewes, Kevin Smith. 105 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. AÐ ELTAST við Ajtiv er þriðja myndin í New Jersey þrenningu leik- stjórans Kevin Smith. Myndin gerist í heimi teikni- myndahöfunda og vitnai- töluvert í þann kúltúr en þótt maður viti ekkert um teiknimynda- blöð eyðileggur það ekki ánægjuna af myndinni. Sagan fjallar um Holden McNeil (Ben Affleck) sem ásamt félaga sínum Banky (Jason Lee) gefur út nokkuð vinsælt teiknimyndablað, á einni teiknimyndasöguráðstefnu kynnist hann Alyssu Jones og verður strax mjög hrifinn af henni. Hann gerir sér vonii- um að hún beri einnig hlýhug til hans, en sér til mikillar skelfingar kemst hann að því að Alyssa er meira gefín fyrir sitt eigið kyn en karl- menn. Kevin Smith sýnir með þessari mynd gífurleg þroskamerid sem handritshöfundur og kvikmynda- gerðarmaður. Fyrstu myndirnar hans voru afar skemmtilegar gaman- myndir, sem könnuðu lítið sálarlíf persóna sinna, en í þessari mynd eru persónurnar settar undir smásjána. Þar felst styrkur myndarinnar, per- sónurnar er svo raunverulegar og vel leiknar að það er eins og þær skrifi sig sjálfar og penni Smiths komi hvergi við sögu. Affleck og Ad- ams eru frábær í erfiðum hlutverk- um en þau láta þetta líta út sem sjálfsagðan hlut. Jason Lee er stór- kostlegur í hlutverki grínistans í myndinni og leikur stórt hlutverk í að mynda spennu á milli Afflecks og Adams. Tæknilega er myndin prýði- lega unnin og tónlist David Pirner er vel nýtt. Smith kemur fram í hlut- verki Silent Bobs, en þeir sem hafa séð „Clerks" og „Mallrats“ ættu að kannast við hinn fámála og frakka- klædda Bob sem tekur aðeins einu sinni til máls í hverri kvikmynd. Fá- bær mynd fyrir unnendur góðra mynda og einnig fyrir þá sem halda að ástarmyndir séu allai- eins. Ottó Geir Borg Stúdentamyndir PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ Laugavcgi 24 • 101 Reykjavík Sími 552 0624 FÓLK í FRÉTTUM FYRSTA hljómleikaplata Johns Fogerty er væntanleg ásamt myndbandi. Gamall draumur að rætast ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá bandariska rokkaranum John Fogerty, sem hér á árum áður var potturinn og pannan í stórsveitinni Creedence Clearwater Rivival. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá gerði kappinn sér lítið fyrir og vann Grammy-verðlaunin fyrir bestu rokkplötu ársins, „Blue Moon Swamp“ og 9. júni næstkomandi kemur út hljómleikaplata, þai- sem Fogerty tekur mörg af sínum þekkt- ustu lögum, bæði frá Creedence- tímabilinu og einnig nýrri lög. „Mig hefur dreymt um það í þrjá- tíu ár að gera svona hljómleika- plötu,“ sagði Fogerty í viðtali við tímaritið Billboard af þessu tilefni. „Ekki síst með gömlu sígUdu lögun- um mínum,“ bætti hann við og undir það tekur stjórnaiformaður Wamer Bros. hljómplötuíyrirtækisins, Russ Thyret: „Mig hefui- lengi langað tU að heyra Fogerty taka gömlu lögin sín á hljómleikum, þótt ég sé einlægur að- dáandi „Blue Moon Swamp“ plötunn- ar og margi-a annaiTa af nýrri sóló- plötum hans,“ segir Thyi’et. Hljómleikaplatan ber heitið „Premonition" eftir nýju lagi á plöt- unni, en af gömlum Creedence-lögum sem þai- getur að heyra eru meðal annars „Proud Mary, Bad Moon Ris- ing, Green River, Who’ll Stop The Rain, Ti-avelin Band og Down On The Corner“ svo að nokkur séu nefnd, en öll nutu þessi lög mikilla vinsælda á sínum tíma, sem og mörg fleiri sem verða á þessari nýju hljóm- leikaplötu rokkai’ans síunga, Johns Fogerty. Nr. | vor lag Flytjandi 1. i (1) Teardrop Massive Attack 2. i (2) The Beat Goes On All Seeing 3. i (6) Aroa Feat. Subteranean Ariella 4. : (4) Along Comes Mary Bloodhound Gang 5. : (3) Its Tricky Jason Nevins&Run DMC 6. : (9) #1 Muri&Multifunktionals 7. i (7) If You Where Here Kent 8. ; (5) All 1 Need Air 9. i (-) Rockefeller Skank Falboy Slim 10. i (10) Sleep on the Leftside Cornershop 11.i (16) Slipped Disc Luke Vibert 12.! (22) if You Cant Soy No Lenny Krovitz 13.: (19) NoWay Freak Power 14.: (-) Second Round K.O. Conibus ís.; (-) Oh la la Wiseguys 16.; (8) Policeman Sknnk Audioweb 17.; (-) Ghetto Superstar Old Dirty Bostord 18. í (11) Fiug 666 Botnleöja 19. i 07) On Her Majestys Secret Whistie BRA 20.; (-) Blow'em Out Hal9000 21.: (24) Money Charly Baltimoore 22.: (30) Breed Senser 23.1(15) EyOh KRSone, Mad Lion&Shaggy 24.1(23) Music Mokes You Loose Control Les Rhythm Digitales 25. i (26) Turn it Up Busta Rymes 26.; (18) Losing Hand Lhooq 27.; (14) Push It Garbage 28.: (-) Airbng Radiohead 29. i (13) Meet Her at the Love Parode Da Hool 30.: (12) This is Hardcore Pulp Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit í'jn; \J www.mbl.is/fasteignir Ert ÞÚ MEÐ FÆÐUÓÞOL? Loksins er komin matreiðslubók fyrir þig Eldað undir jökli er matreiðslubók fyrir fólk með fæðuóþol, candida sveppasýkingu eða fólk sem einfaldlega vill góðan, heilsusamleg- an og hollan mat. „Loksins er komin á markaðinn bók sem veitir fólki eins og mér, sem er með fæðuóþol, tækifæri til að borða spennandi og bragðgóða rétti.“ - ANNA KATRÍN OTTESEN sjúkraþjálfari. Uminæli: „Frábært að finna loks bók með fæði sem kitlar bragðlaukana, þó ekki sé í því sykur, hvítt hveiti, mjólkurvörur eða ger. Algerir sælkeraréttir og þó er heilbrigði haft í fyrir- rúmi. Matreiðslubók sem hefur lengi vantað á markaðinn." - HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON læknir. Höfundarnir kynna bókina í Hagkaup, Kringlunni á morgun, föstudaginn 15. maí, frá kl. 15-18. LEIÐARLJOS Sími 8961240 Tölvupóstur leidar@centrum.is Hljómsveitin 8-villt mai Grétar Örvars og Bjarni Ara •maí Karma 1. maí 24. Stuðbanda- lagið mai Eyjóifur Kristjánsson og Ingi Gunnar Bestu tó nlistarmenn i rnir — lifandi tónlist öll kvöld j/AFFl , REY KJAVIK HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM í kvöld Hljómsveitin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.