Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARÍTAS RÓSA JÓHANNSDÓTTIR, lést laugardaginn 9. maí. Jarðarförin fer fram frá Stærri-Árskógskirkju laugardaginn 16. maí kl. 13.30. Örn Sigurðsson, Ómar E. Friðriksson, Björg Jakobsdóttir, Örn V. Arnarson, Áshildur Sísý Malmquist og barnabörn. t Bróðir minn, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON klæðskeri, Eskihlíð 12, verður jarðsettur frá Litlu kapellunni í Fossvogi föstudaginn 15. maí kl. 13.30. Victoría G. Blöndal. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður Sigtúni 25, sem andaðist á Hrafnistu fimmtudaginn 7. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 15. maí kl. 15.00. Ragnar Halldórsson, Halldóra Karlsdóttir, Jón H. Halldórsson, Örn Halldórsson, Hjördís Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN PÁLSSON frá Víðidalsá, Hafnarbraut 23, Hólmavík, sem lést þriðjudaginn 5. maí, verður jarðsung- inn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Sigurlaug Stefánsdóttir, Ari Stefánsson, Sigurveig Helgadóttir, Friðgeir Friðgeirsson, Sigríður Halla Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, afi og langafi, INDRIÐI B. HALLDÓRSSON, Hrafnistu Reykjavík, áður Reynimel 82, sem lést miðvikudaginn 6. maí, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 15. maí kl. 13.30. Sigrún Þóra Indriðadóttir, Svavar Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS PÁLSSONAR, Fagurgerði 1, Selfossi. Þökkum starfsfólki Ljósheima og Sjúkrahúss Suðurlands góða umönnun. Ragnheiður Pálsdóttir, Þorfinnur Valdimarsson, Margrét Lúðvígsdóttir, Bjarni Valdimarsson, Kristín Valdímarsdóttir, Hörður Guðmundsson, Valdimar Valdimarsson, Guðrún Halldórsdóttir, Ragnhildur Valdimarsdóttir, Kári Jónasson, Páll Valdimarsson, Björk Pálsdóttir og barnabörn. RAGNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR + Ragnhildur Björns- dóttir fæddist í Reykjavík 6. júlí 1947 og ólst upp í Laugar- neshverfi og Vestur- bænum. Hún lést á Landspítalanum 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hulda M. Gunnarsdóttir og Björn M. Björnsson, bæði látin. Systkini Ragnhildar eru Anna S. Björnsdóttir, f. 30. nóv. 1948, Birna S. Björnsdóttir, f. 12. jan. 1955, og Björn S. Björnsson, f. 31. maí 1957. Ragnhildur giftist Gunnari Inga Gunnarssyni og átti með honum þijár dætur. Þær eru: Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Altan sólarhringinn. Hulda M., f. 2. okt. 1966, Guðrún K., f. 16. feb. 1972, í sam- búð með Ingólfi A. Magnússyni; og Svan- hvít Á., f. 4. nóv. 1974, í sambúð með Konráði Þór Snorra- syni. Ragnhildur og Gunnar skildu. Ragnhildur lauk prófi sem hjúkrunar- fræðingur úr Hjúkr- unarskóla Islands 1968. Hún starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur bæði í Svíþjóð og á Islandi. _ Útför Ragnhildar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Til Ragnhildar systur minnar, í ást og blíðu. Þegar við vorum litlar sagði hún sögur og ég hlustaði. Það voru ekki venjulegar sögur. Það voru ævintýri. Með mjólk á flösku og brauð í poka leiddi hún lítið bam að garðinum með grenitijám og morgunfrúm Fór sjaldan inn í garðinn en sat á bekknum iyrir framan eða breiddi teppi á grasið og lagðist út af kominútíheim með ævintýrablik í augum og töfragarðs að vitja Las á legsteinana og reiknaði út árin sem fólkið fékk úthlutað Skoðaði blómin í garðinum og reyndi að skilja afhverjufólk kom til að eiga þar heima Enn hvíla þeir sömu hlið við hlið eins og forðum og enn vaxa þar blóm Ennþá er veggurinn hvitur Eg sest á bekkinn fyrir framan finn ilminn í vitum mínum og veit að ekkert hefur breyst og töfragarðurinn mun bíða mín með blómin og sögumar Múrinnerhvítur eins og vonin og dúfumar innan veggja garðsins Ailtfellursaman í heild sinni lífið fyrir utan heldur utan um lífið fyrir innan og h'tii stúlka með mjólk á flösku og brauð í poka leiðir h'tið bam í garðinn Anna S. Björnsdóttir. 3 Erfídrykkjur 3 Eins og h'tið bam sem þekkir ekki neitt fer ég með opin augun út í óvissuna. Tek opnum örmum á móti öllu sem fyrir ber, með bros á vör og blóm í hjarta. Það er gott að vera h'till og saklaus og vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. (1.6.) Ragnhildur er búin að losa fjötrana sem héldu henni. Hún er búin að taka flugið og er á leiðinni til nýrra heimkynna. Þessi fallega kona, með gleðina í augunum og þennan smitandi hlátur, sem mun fylgja minningunni um hana. Ragn- hildur hafði sérstaka útgeislun, út- geislun sem þeir ógnvænlegu sjúk- dómar sem hún barðist við náðu ekki að afmá. Það er eins og að út- geislunin hafi breitt dúnmjúka sæng yfir Ragnhildi, þannig að ekki sæist í sársaukann. Ragnhildur eignaðist 3 fallegar dætur, sem eiga stórt hólf í hjarta- skápnum mínum. Frænkur sem ég er stolt af að eiga. Hulda Margrét, sú elsta, eina manneskjan sem hef- ur gert mig afbrýðisama - ég hélt að hún myndi taka stóra bróður minn frá mér. Guðrún Katrín, næstelsta, skemmtilega, duglega frænkan sem ég passaði svo mikið þegar hún var lítil í Svíþjóð. Svanhildur Ásta, yngsta, gleðigjafinn, prakkarinn og ljúflingurinn, sver sig svo sannan- lega í fjölskylduna. Þrjár svona stúlkur eru enginn smáfjársjóður til að skilja eftir sig. Eg kveð Ragn- hildi með sorg og gleði. Sorg yfir ótímabærum dauða og gleði yfir að sársaukinn er búinn. Eg mun fylgjast með frænkun- um. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Það höfðu varla liðið nema nokkr- ir dagar frá því að Ragnhildur flutti á Bugðulækinn, þar til allir sætu strákarnir úr Laugarnesskólanum voru mættir fyrir framan húsið hennar, þar sátu þeir á grindverk- inu og flautuðu, þeir klifruðu upp á svalimar og eltu hana síðan hvert sem hún fór. Við hinar féllum í skuggann en fengum allra náðar- samlegast að ganga aftarlega í hópnum, því hún bjó í næsta húsi eða við sögðumst þekkja hana vel og vissum hvenær hún kæmi út. Seinna varð hún mágkona mín. Hún var ung þegar hún eignaðist fyrstu dóttur sína, var enn í námi. Samt gat hún klárað námið og varð hjúkr- unarkona (upp á gamla mátann). Ungu hjónin fluttu til Svíþjóðar og þar fæddust seinni tvær dætum- ar. Yngsta dóttirin var ekki nema nokkura ára þegar Ragnhildur veiktist og þá byrjaði að halla und- an fæti hjá henni. Við hin skildum ekki frekar en hún sjálf hvað var að gerast, við fengum engar skýringar og vorum full af for- dómum gagnvart veikindum hennar. Henni leið misvel næstu tvo áratug- ina og af því að ekki var nóg á hana með þessu lagt veiktist hún líka af krabbameini. Það dró hana til dauða, aðeins fimmtuga að aldri. Hún gaf mér þrjár glæsilegar frænkur sem mér þykir vænt um. Nú þurfa þær að taka fallegustu perlumar af bandi minninganna og geyma vel. Huldu Margréti, Guð- rúnu Katrínu og Svanhildi Astu, frænkum mínum, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hjördís G. Thors. Þegar ég skrifa þessar fátæklegu línur til ástkærrar vinkonu minnar Ragnhildar er mæðradagurinn. Verður mér þá hugsað til þess, hvað hún unni dætrum sínum innilega. Þær voru hennar lífsins ljós. Hjarta mitt er hjá þeim svo ungum, að sjá mömmu hverfa af sjónarsviðinu, en Ragnhildur verður alltaf hjá okkur. í gegnum erfiða ævi gaf hún óend- anlega af sjálfri sér. Dillandi hlátur hennar, fallega brosið og prúð- mannlegt fas. Við áttum margar góðar stundir saman, allt frá því að láta okkur dreyma þegar við vomm að klippa út úr leikarablöðum. Tán- ingsárin, Brigitte Bardot-kjólamir, Poodle-pilsin og háu hælamir. Þeg- ar dætur okkar Hulda og Jóhanna fæddust, þá lék lífið við okkur. En elskuleg vinkona mín átti harða lífs- baráttu framundan, sem ekki allir skildu. Þegar Ragnhildur kom aftur til Islands, eftir nokkurra ára veru í Svíþjóð, hafði lasleiki herjað á hana og íyrirsjáanlegt að þau Gunnar Ingi næðu ekki að ljúka lífshlaupinu saman. En Ragnhildur gafst aldrei upp og alltaf voru dætumar Hulda, Guðrún og Svanhildur leiðarljósið. Hún gaf endalaust af sjálfri sér því eigingimi átti hún ekki til. Þrátt fyrir alla erfiðleikana og lasleika áttum við margar góðar stundir, er mér t.d. sérlega minnisstætt sumar- ið okkar í Vestmannaeyjum. Ragn- hildur hafði tekið starf og féll í minn hlut t.d. að vaska upp. Einn dag HALLGRIMUR EYFELLS GUÐNASON + Hallgrímur Eyfells Guðna- son fæddist 16. febrúar 1935. Hann lést í Reykjavík 21. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 29. apríl. Við vinnufélagamir vorum harmi slegnir þegar þau skilaboð bárust okkur að morgni 22. apríl að Hall- grímur hefði látist á leið heim frá vinnu sinni daginn áður. Þar sannað- ist að enginn veit hvenær kallið kem- ur. Plótnnt>A3iu ^ahSskom v/ FossvogskirkjwgaíA Sími: 554 0500 Hallgrímur hafði unnið hjá Húsa- smiðjunni í yfir tuttugu ár og nú síð- ustu árin við smíðar hjá glugga- og hurðadeild Húsasmiðjunnar í Kópa- vogi. Hallgrímur var góður smiður, bæði vandvirkur og nákvæmur og hafa verk hans ávallt borið þess glöggt vitni. Hann var maður sem vann störf sín í einrúmi en var jafn- framt góður vinnufélagi og alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálpar- hönd og liðsinna öðrum ef einhver þurfti aðstoð. Svo ósérhlífinn var hann að stundum þótti okkur nóg um. Við kveðjum að leiðarlokum vin og góðan samstarfsmann. Hann skilur eftir skarð í hóp okkar félaganna í Kópavogi en eftir lifir minningin. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu hans vottum við samúð okkar. F.h. samstarfsmanna, Ólafur Þór Júlíusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.