Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Lögreglu- menn fræðast um fíkniefni LÖGREGLUSKÓLI ríkisins, embætti ríkislögreglustjóra og fíkniefnadeild lögreglunnar í - Reykjavík stóðu fyrir námskeiði á Akureyri í síðustu viku undir yfirskriftinni Fræðsludagur um fíkniefni. Námskeiðið sóttu lög- reglumenn af Norðurlandi. Eiríkur JHreinn Helgason, að- stoðaryfirlögregluþjónn Lög- regluskólans, sagði í samtali við Morgunblaðið að markmiðið með námskeiðinu væri að gera hinn almenna lögreglumann hæfari til að takast á við og leysa öll venju- bundin fíkniefnabrot. „Námskeið sem haldið var fyrir lögreglu- menn í Reykjavík árið 1996 skil- aði undraverðum árangri og það varð til þess að við fórum af stað með þetta námskeið um landið. Og við erum mjög sáttir við áhuga manna fyrir þessu og það er aðalatriðið." Virkari barátta Námskeiðið byggist bæði á fræðslu og verklegum æfíngum og sagði Eiríkur Hreinn að þetta væri Iiður í að gera menn virka í baráttunni við fíkniefnin. „Þetta er jafnframt í beinum tengslum við markmið stjórnvalda, að uppræta fíkniefnin, og er verk- efni sem við tökum fullan þátt í.“_ I verklega þættinum var farið yfir leit að fíkninefnum í bflum, hvernig þekkja á fíkniefni, hand- tökur og fleira. Morgunblaðið/Kristján Á námskeiðinu var sett á svið handtaka á fíkniefnaneytendum. Til- kynnt var að „þekktir“ fíkniefnaneytendur væru á ferð um bæinn á bfl og voru lögreglumenn sendir á eftir þeim. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina og gerð leit í bfl þeirra. Eiríkur Hreinn Helgason brá sér í hlutverk fíkniefnaneytandans, sem Birgir Örn Hreinsson, lögreglumaður á Sauðárkróki, hefur hér fært í járn. Þorsteinn Hraundal, lögreglumaður í Reykjavík, var í hlutverki hins fíkniefnaneytandans og Björn Snorrason, lögreglumaður á Akureyri, sá um að handjárna hann. Vöm- og þjónustusýning í íþróttahöllinni á Akureyri 15.-17. maí 1998 aðilar kynna vöru sína og þjónustu, allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki landsins. Fjölbreytt dagskrá alla dagana. Sýnishorn úr dagskrá: Fstudagur 15. maí Opið 17.00-22.00 Kl. 16.00 Blásarasveit Tónlistarskólans. Kl. 18.00 Finnur Ingólfsson ráðherra setur sýninguna. Kl. 18.30 Tískusýning. Myndlistarsamkeppni barna og unglinga, danssýning, jazz o.flo. Laugardagur ló.maí Opið 10.00-18.00 KI. 11.00 Tónlistaratrði. Kl. 12.00 Skralli trúður mætir á svæðið. Kl. 15.00 Tískusýning. Kl. 16.00 NO NAME andlit ársins kynnt. Sunnudagur 17. maí Opið 10.00-17.00 Kl. 11.00 Skralli trúður mætir á svæðið. Kl. 14.00 „Blokkó“ tónlistaratriði. Kl. 15.00 Tískusýning. Kl. 16.00 Úrslit úr myndlistarsamkcppni og verðlaunaafhending. Óvænt verðlaun fyrir börnin og margt flcira. Vcrð kr. 400. Frítt fýrir börn í fylgd með fullorðnum. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar, Akureyri ©1 Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar Atvinnumálaskrifstofa Akureyrarliæjar Verkalýðsfélagið Eining Tap á síðasta ári TÆPLEGA fjögurra milljóna króna tap varð af rekstri Verkalýðs- félagsins Einingar á liðnu ári, en tekjur félagsins jukust þó milli ára. Sjúkrasjóður Einingar var rekin með rúmlega þrjú hundruð þúsund króna hagnaði á síðasta ári. Aðal- fundur Einingar var haldinn nýlega en þar komu þessar upplýsingar fram. Alls voru greiddar bætur, þ.e. dagpeningar, endurgreiðsla vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranudds og krabbameinsskoðunar auk ýmissa styrkja úr sjóðum félagsins að upp- hæð tæpar 28 milljónir króna. Síð- asta rekstrarár var dýrt, m.a. vegna samninga, atkvæðagreiðsla, þinga og fleiri starfsmanna en áður hafa verið í félaginu. Fræðslusjóður kostaði eða styrkti fjölmarga félagsmenn til að sækja námskeið og þá gaf sjóðurinn öllum 10. bekkingum á Eyjafjarðar- svæðinu bækling um réttindi og skyldur launamanna, „Vegabréf á vinnumarkað.“ Eining veitti m.a. kvennadeild FSA, Menntasmiðju Verk Sig- urveigar kynnt SAMLAGIÐ, félag myndlistar- og listiðnaðarfólks, kynnir verk Sigur- veigar Sigurðardóttur í húsnæði sínu á Kaupvangsstræti 12 á Akur- eyri dagana 15. til 21. maí næst- komandi. Sigurveig fæddist á Dal- vík 1934 en hún mun útskrifast úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri nú í vor. Hún sýnir nokk- ur olíumálverk sem unnin eru í skólanum og önnur máluð á Italíu á árunum 1977-’79, en hún var búsett í Rómarborg og sótti tíma í málun þar. Samlagið er opið alla daga frá kl. 14 til 18. AKSJON Fimmtudagur 14. maí ftlYlin 21:00 ►Níubíó MTHll Launráð (Scam) Glæsikvendið Maggie Rohrer lifir á því að táldraga og fé- fletta einmana karlpening á fínni hótelum Miamiborgar. En dag einn hittir hún ofjarl sinn og þá kárnar gamanið. Aðal- hlutverk: Christopher Walken og Lorraine Bracco. 1994. kvenna, Styrktarfélagi ki-abba- meinssjúkra barna, Landssambandi eldri borgara, Mæðrastyrksnefnd og Neytendasamtökunum styrki. Um þrjú hundmð manns tóku þátt í starfsmenntunarnámskeiðum á vegum félagsins á liðnu ári. Alls eru aðalfélagar í Einingu 3.964 tals- ins og aukafélagar 731 eða samtals 4.695. Skipulagsbreyting Félaginu var deildarskipt í nóv- ember síðastliðnum en þá voru stofnaðar fískvinnsludeild, opinber deild, ferðaþjónustudeild, tækja- flutninga- og byggingadeild og al- menn deild. Þá eru innan félagsins svæðisráð, sem komu í stað svæðis- deild og eru þau í Ólafsfirði, á Dal- vik, í Hrísey og Gi-ýtubakkahreppi. 1 stjórn félagsins eru Björn Snæ- björnsson formaður, Matthildur Sigurjónsdóttir varaformaður, Geir Guðmundsson ritari og Hilmir Helgason gjaldkeri, en auk þeirra sitja í aðalstjórn formenn deilda og svæðisráða. Skólastj órastaða Hrafnagilsskóla Bergljót V. Jónsdóttir ráðin EyjaQarðarsveit. HREPPSNEFND Eyjafjarð- arsveitar ákvað á fundi í gær að ráða Bergljótu V. Jónsdótt- ur skólastjóra að Hrafnagils- skóla. Níu umsóknir bámst um stöðuna og hafði skólanefnd úr- skurðað Önnu Guðmundsdótt- ur, Bergljótu V. Jónsdóttur og Einar Olafsson hæf í stöðuna. Á fundi hreppsnefndar fór fram leynileg kosning og hlaut Bergljót fjögur atkvæði, Einar tvö og Anna eitt. Bergljót V. Jónsdóttir er fædd árið 1952 á Álfdal, Ingjaldssandi í Önundarfírði. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1971 og hefur stundað kennslu í 18 ár við Grunnskóla Bolungarvíkur en síðastliðin fjögur ár hefur hún verið skólastjóri Grunn- skólans í Súðavík. Eiginmaður hennar er Ásgeir Guðjón Kri- stjánsson skipstjóri og eiga þau þrjú uppkomin börn. Morgunblaðið/Kristján Söfnuðu dósum ÞESSAR duglegu stúlkur á Akureyri söfnuðu dósum og flöskum með því að ganga í hús og voru margir fúsir að leggja þeim lið, en ágóðann af söfnuninni, 1.253 krónur, af- hentu þær Rauða krossinum á Akureyri. Þær heita Karen Sif Jónsdóttir, Eyrún Inga Jó- hannsdóttir, Brynja Finnsdótt- ir og Vala Margrét Jólianns- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.