Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR c98 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 51 C ] I I ð j ð j I 1 .1 I j : i i í ÉG HRÖKK við og þessi gangur mála rifj- aðist upp þegar ég sá að sú borgarstjóm, sem nú er að skila af sér, er að fóma Geld- inganesinu undir haffi- arframkvæmdir, iðnað- ar- og framkvæmda- svæði. Þegar er byrjað að sprengja svöðusár inn í nesið fyrir þessari höfn. Og hver trúir því að á þessum fallega stað við Sundin geti orðið eftirsótt og um- hverfisvæn íbúðar- byggð innan um hafn- ar- og athafnastarf- semi? Að reyna að telja borgarbú- um trú um það fyrir kosningar er vanmat á kjósendum. Þetta snýst ekki einungis um að Reykjavíkur- borg þurfi á þessu góða byggingar- svæði að halda til að geta boðið íbúðarlóðir fyrir fólk sem þá borg- ar nauðsynlega skatta í borginni til að spila úr í þjónustu- starfsemi. Þeir sem þekkja til þama inni við Sundin vita um þessa gífurlega þungu hafstrauma sem liggja inn með ströndinni og flytja allt á aðfallinu inn um alla voga og strendur. Eftir að hafa látið fram fara rann- sóknir og kannanir á sjávarstraumum og líf- ríkinu í fjörunni neðan við Korpúlfsstaði og hina nýlegu íbúða- byggð var á sínum tíma, á 8. áratugnum, tekin sú framtíðará- kvörðun að þangað mætti ekki beina flutningaskipum og hafnar- framkvæmdum. í hæsta lagi væri óhætt að hafa vestan við Eiðið segl- báta og skemmtibáta. Því skipa- flutningum fylgja oh'ulekar og slys, og tankar og ohur fylgja óhjá- kvæmilega iðnaðarsvæðum og flutningum um höfnina. Því var sú langtímastefna sett að ohutankar skyldu ekki leyfðir þama innfrá heldur beint á uppfyllingar utan á Örfirisey og hefur haldið síðan. Ég held að þetta hafi verið mjög skyn- samleg og ígrunduð framtíðarsýn, sem hefur verið farsæl þar til nú að rokið er í slíkt stórslys. Ef ekki verður komið í veg fyrir Það sem einu sinni er búið að eyðileggja í skammsýni og farga, segir Elín Pálmadóttir, verður aldrei aftur hægt að gera gott og bjarga. þessa eyðileggingu á Geldinganesi mun að sjálfsögðu verða að fara með þungaflutninga yfir Eiðið og um þá byggð sem yrði innan um framkvæmdasvæðið. Mundi nokkur maður kæra sig um að búa við slíkt? Sú umferð yrði líka að fara í gegn- um íbúðarbyggðina í Borgarholtinu og Grafarvogssvæðinu og minnka gæði þess sem íbúðasvæðis. Svo og þá ósnertu fjöru fyrir innan Eiðið, sem ein er í borginni vai-ðveitt, íbú- um þeirra stóm hverfa tii ánægju og lífsfylhngar. Taugatitrings var að vísu farið að gæta nýlega vegna þess að hratt gengi á byggingarland Reykjavík- ur, svo og á hafnarsvæði. Kannski hefur verið hlaupið í þessa skyndiá- kvörðim að setja höfn í Geldinganes þess vegna. En það er liðið hjá. Það er hreinn óþarfi að gera nýja höfn á svo dýrmætum stað. Við Sundahöfn er enn nægt rými til stækkunar næstu 15 árin og við sameiningu sveitarfélaganna á Kjalamesi og Reykjavík opnast nægt hafnar- svæði til framtíðar þar. En því rek ég nú framtíðaráætlanimar og heildarsýn yfir framþróun í skipu- lags-, umhverfis- og útivistarmál- um, að það sem einu sinni er búið að eyðileggja í skammsýni og farga verður aldi-ei aftur hægt að gera gott og bjarga. Eina vonin um að hægt verði að forða þessu stórslysi í skipulagsmálum og uppbyggingu borgarinnar sem höfn í Geldinga- nesi yrði er að koma þeim frá stjómun borgarinnar sem að því standa. Þetta verður því að gera nú, því þrátt fyrir mótmæli og athuga- semdir er nú þegar verið að sprengja sár inn í nesið. Höfundur er rithöfundur og blaða- maður. Að farga eða bjarga! Elín Pálmadóttir Eldri borgarar eiga sam- leið með Alþýðuflokki ER litið er til baka yfir það kjörtímabil er senn er lokið getur AI- þýðuflokkurinn í Hafn- arfirði Mtið með stolti til þeirra framkvæmda er Mtið hafa dagsins ljós í málefnum aldr- aðra. Aukning hefur orðið á ýmsum sviðum í mál- efnum aldraðra, öldraðum gefinn kost- ur á kvöld- og helgar- þjónustu í heimiMs- hjálp. Aukið innMt til sjúkra aldraðra og þeirra sem eru að koma af sjúkra- húsi. Húsnæðismál aldraðra bætt, íbúðir fyrir aldraða með tilheyrandi sam- eiginlegri þjónustu hafa risið á HjaUa- braut 33 og Sólvangs- vegi 1-3. Framboð í fé- lags- og tómstunda- starfi hefur verið aukið til muna, nú síðast með opnun stórglæsilegs húsnæðis á Reykjavík- urvegi 50 fyrir Félag aldraðra í Hafnarfirði, sem reyndar er fyrir alla eldri borgara í Hafnarfirði. Alþýðuflokkurinn lýkur þeim verkefnum sem hann lofar, hann lætur verkin tala. Jón Kr. Óskarsson X við A er að mati Jóns Kr. Oskars- sonar trygging fyrir eldri borgara í Hafnarfirði. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði stefnir enn til meiri verka á sviði öldrunarmála. Hann vill stuðla að stækkun Sólvangs, sérstaklega skal hugað að þjónustumiðstöð fyr- ir aldraða með dagvist þar. Stuðla skal að stækkun hjúkrunardeilda á Hrafnistu í Hafnarfirði. Stefna skal að því að fasteignagjöld aldraðra í Hafnarfirði verði þau lægstu er þekkjast á landinu. Alþýðuflokkur- inn í Hafnarfirði vill efla starf og uppbyggingu eldri borgara, við viljum efla enn frekar heimiMsþjón- ustu og heimahjúkrun og stuðla að því að aldraðir geti sem lengst búið á eigin vegum. Alþýðuflokkurinn vill að sköpuð verði aðstaða fyrir sambýli aldraðra, hlúð að tóm- stundastaifi aldraðra og aðstaða þeirra til líkamsræktar efld enn frekar. Ymislegt fleira er hægt að minn- ast á, það hlýtur t.d. að vera stefna jafnaðarmanna að hin fáránlega stefna ríkisvaldsins í skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna sé færð til sanngjamari vegar. Eldri borgarar í Hafnarfirði, minnumst þess að Alþýðuflokknum er treystandi fyrir málefnum ykk- ar. X-A er trygging fyrir betra mannlífi eldri borgara í Hafnar- firði. Höfundur skipar 15. sæti á A-lista í Hafnarfirði. Barnaskór Brúðarmeyjarskór^ í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919. Gormabindivélar. Vírgormar. Plastgormar. Kápuglærur og karton Otto B. Arnar ehf. Ármiila 29, Reykjavík, sími 588 4699, fex 588 4696 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 Fjölniargir möguleikar TM - HÚSGÖGN W SíSumúla 30 -Sími 568 6822 íþróttaálfurinn fagnar tvítugsafmæli Samvinnuferða-Landsýnar á Benidorm 20. - 27. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.