Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 54
*54 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR + Valgerður Sig- urðardóttir fæddist á Kálfhóli, Skeiðum, Arn., 29. júlí 1940. Hún lést á Landspítalanum 7. maf síðastliðinn. For.: Sigurður Guð- laugsson, múrari, f. 26. apríl 1914 í Mundakoti, Eyrar- bakka, Ám., d. 10 okt. 1984 í Rvík, og Guðmunda Gests- dóttir, húsmóðir, f. 24. aprfl 1918 á Kálfhóli, Skeiðahr., Árn. Systkini: 1) Kristín, f. 19.3. 1943, eiginmaður hennar er Jó- hann Helgason og eiga þau þrjá syni. 2) Þuríður, f. 14.5. 1950, eiginmaður hennar er Jóhannes Ólafsson. 3) Eygló, f. 9.4. 1955, d. 2.9. 1955. 4) Rafn, f. 20.7. 1958, sambýliskona hans er Björg Kristjánsdóttir og hann á tvö börn. Hinn 19. október 1958 giftist Valgerður Kristjáni Pálmari Jó- hannssyni. Foreldrar hans vom Jóhann Pálsson, pípulagninga- meistari, og Guðrún Elíasdóttir, húsmóðir. Valgerð- ur og Krislján áttu saman tvö börn. Þau eru: Jóliann, byggingatækni- fræðingur, f. 9. ágúst 1958, og Guð- munda Birna, sjúkraliði, f. 10. nóvember 1959, eig- inmaður hennar er Indriði Arnórsson, byggingaverkfræð- ingur, f. 21. ágúst 1951, og eiga þau þijú börn, Maríu, f. 9. febrúar 1982, Pál, f. 25. febrúar 1984, og Jón Pétur, f. 15. júní 1987. Valgerður lauk sjúkraliða- prófi frá Landakotsspítala 1971. Hún starfaði á Landakoti 1971-1974 og á gjörgæsludeild Borgarspítalans frá 1974-1996. Valgerður var trúnaðarmaður á gjörgæsludeild 1978-1987. Varafulitrúi í starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar 1986- 1988. Utfór Valgerðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, - það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Birna og Þuríður. Og þegar hann, sem elskar svo heitt, indælan stað mér á himni’ hefur veitt, svo að hans ásjónu ég augum fæ leitt, - það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér. Blessaði frelsari, brosið frá þér, það verður dásamleg dýrð handa mér. (Chas. Gabriel.) Elsku mamma mín og systir, við trúum því að þú sért nú komin á hlýjan og góðan stað þar sem þér líður vel og þrautum þínum sé lok- ið. Þar er fríður fiokkur sem fagnar heimkomu þinni. Fyrir nákvæm- lega tveimur árum, 7. maí, fékkstu slæmar fréttir, að þú værir með krabbamein. Þar með hófst barátta *sem við héldum öll að þú myndir vinna vegna þess að þú varst svo dugleg og hress og leist alltaf svo vel út. Þú prjónaðir peysur á barna- börnin, saumaðir út margar myndir og um þig eigum við yndislegar minningar, sem við geymum og eiga eftir að ylja okkur um hjarta- rætur. Hafðu þökk fyrir allt og allt, við kveðjum þig með söknuði og einlæg von okkar er að þér líði nú vel. Við Valgerður kynntumst fyrir rúmum 10 árum. Starfsvettvangur okkar var gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur þar sem oft er stutt milli lífs og dauða. Þegar unn- ið er náið saman í baráttunni fyrir lífi og heilsu þjappar það starfsfólki meira saman en annars. Einkalíf blandast vinnunni, þ.e. við erum oft komin inn á gafl hvert hjá öðru. Við viljum auðvitað veita hvert öðru stuðning þegar þess er þörf og það er gott að vita af og finna stuðning samstarfsfólksins sem þú eyðir góð- um hluta lífsins með í leik og starfi. Já, þannig kynntumst við Vala. Það var gott að vinna með henni því hún vann verk sitt af alúð og samviskusemi. Þegar hún hafði fundið út að við vorum frænkur fundum við að blóð er þykkara en vatn og vinátta okkar styrktist enn frekar. Mitt í veikindum hennar sát- um við saman við eldhúsborðið heima hjá henni og rifjuðum upp minningar af deildinni, aðallega þó þessar skemmtilegu því oft gerist margt skondið á stórum vinnustað. Mikið hlógum við en hjá Völu var jú alltaf stutt í brosið og hláturinn. Síðan varð þögn og við horfðum báðar út um gluggann. Já, svona hafði þetta verið meðan lífið gekk sinn vanagang. Vala starfaði ekki bara þar sem baráttan fór fram - nei, hún háði sína eigin baráttu, fékk viðvörun lángt um aldur fram. Við áttum líka stundir þar sem stóru málin voru rædd - líðan hennar, lífið og dauð- inn. Lífið hafði verið henni gott. Hún átti góða fjölskyldu, tvö böm og barnaböm en umfram allt elsku- legan eiginmann, hann Palla. Hún sagðist aldrei hafa getað fengið neinn annan eins og hann Palla sinn og lagði þunga áherslu á hvert orð. Vala bjó honum fallegt heimili sem bar húsmóðurinni gott vitni. Þau vom mjög samhent hjón í hvívetna. Oft kom Vala fallega brún og sælleg í vinnuna þegar þau Palli höfðu ver- ið að koma úr ferðalagi en þau nutu þess að ferðast og skoða heiminn. Að sjálfsögðu fengum við okkar „rapport" úr mörgum þessara ferða. I baráttu sinni við þennan sjúk- dóm þar sem allt virðist æða stjórn- laust áfram sýndi Vala og sannaði sinn innri mann. Hún tókst rólega en ákveðið á við þetta erfiða verk- efni og sýndi mér mikið traust og vináttu með því að deila líðan sinni og tilfinningum með mér. I einni heimsókninni upp á spítala var Vala búin að koma sér vel fyrir í hæg- indastól og var að lesa blöðin. Hún leit upp og vegna þess hve vel hún þekkti vinkonu sína bauð hún mér afnot af rúminu sínu. Ég hafði kom- ið með nokkur saumablöð og skipt- umst við á blöðum. Það var ekki mikið sagt og skömmu síðar sofnaði Vala góða stund. Þegar hún vaknaði leit hún á mig og sagði: Mikið var þetta góð heimsókn - og við brost- um til hvor annarrar. Það var gott að vera með Völu og vinátta hennar var einstök. Hún lá af og til á kven- lækningadeild Landspítalans í veik- indum sínum. Starfsfólk þessarar deildar kann að hjúkra af alúð, mildi og virðingu fyrir þeim sjúka. Vala var mjög ánægð með þetta góða fólk sem létti henni baráttuna eftir megni og leyfði henni að halda reisn sinni til síðustu stundar. Þó að nú sé kveðjustund mun minningin um góða vinkonu, samstarfsfélaga og frænku lifa. Ég bið góðan Guð að hugga og styðja Palla, Jóhann og Birnu, syst- ur Völu og aldraða móður í þeirra miklu sorg. Takk fyrir vaktina, elsku Vala. Þín vinkona, Elísabet Haraldsdóttir. Kveðja til ömmu. Elsku amma mín, ég á alltaf eftir að sakna þín mikið, þú hefur alltaf verið mér góð og þannig mun ég minnast þín, ég á margar góðar minningar tengdar þér, ég hef ákveðið að minnast þín með þessum orðum. Ég gróðursetti fræ og upp óx blóm. Blómið óx og óx, það stóðst storma og vinda. Ár eitt veiktist blómið ólæknandi sjúkdómi ég reyndi allt sem ég gat, skipti um MARKUS JÓNSSON + Markús Jónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, fæddist í Vestmannaeyjum 3. aprfl 1920. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 27. aprfl síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 5. maí. Ég hafði nýlega ráðist til starfa sem hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja er ég kynntist fóstursyni Markúsar, m^Gísla. Mér eru minnisstæðar við- tökurnar á Bröttugötunni og kynni mín af þeim hjónum, Mark- úsi og Bíbí. Ég minnist fyrsta jólaboðsins með fjölskyldunni og frábærrar gestrisni þeirra. Hjartahlýju þeirra og greiðvikni mun ég aldrei gleyma. Alltaf voru þau boðin og búin. Markús var af- ^^kaplega traustur maður og heil- steyptur. Hann hafði gaman af að segja frá og hafði margt að miðla okkur yngra fólkinu. Hann var hjálpsamur og úrræðagóður. Það var ekki í kot vísað að leita til hans. A stundum er mannlegur máttur fær ei við ráðið var gott að eiga hann að og þótt hann segði ekki margt þegar orð dugðu ekki var þögn hans hughreystandi. Markús og Bíbí fluttu árið 1987 frá Vestmannaeyjum og bjuggu sér fallegt heimili á Háaleitis- braut í Reykjavík. Leiðir okkar Gísla lágu ekki lengur saman, en fjölskylduböndin héldust góð og alltaf var gott að koma til þeirra. Syni mínum Asmundi var Markús alveg sérstakur og margar eru orðnar ferðirnar í fótboltanum sem hann dvaldi á Háaleitisbraut- inni. Markús var sérstaklega barngóður og skilningsríkur gagnvart börnum. Því fengum við hjónin enn betur að kynnast er við heimsóttum Bíbí og Markús með sonum okkar Bjarti og El- vari. Og alltaf voru móttökurnar yndislegar. Markús átti við veik- indi að stríða seinni árin, sem reyndust honum afar erfið á stundum, en umburðarlyndið var mikið og æðruleysið. Fyrir stuttu heimsótti ég hann á Hrafnistu og hafði ég þá ekki séð hann um tíma. Ég hitti fyrir sama öðling- inn; þótt líkamleg færni væri hon- um erfið var andinn samur og gamla góða og glettna blikið í augunum. Ég er þakklát fyrir kynni mín af Markúsi. Lífið er innihaldsríkara eftir. Ég og fjölskylda mín kveðjum Markús heitinn Jónsson með virð- ingu og þakklæti. Megi góður guð vera með þér, elsku Bíbí, og allri þinni fjölskyldu og styrkja ykkur í sorginni. Elín B. Hartmannsdóttir. mold og gaf því strauma og styrk í von um það blómstraði á ný, en blómið fölnaði, felldi lauf eftir lauf. Morgun einn er ég vaknaði leit það svo illa út að ég vissi að næst þegar ég liti á það yrði það dáið. Hver veit nema ég gróðursetji annað fræ. María. Kveðja til ömmu. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ drottinn minn (Pétm' Þórarinsson.) Elsku amma, við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því að þú sért farin frá okkur, því við bjuggum alltaf svolítið langt frá þér, þú fyrir sunnan en við fyrir norðan. Én allar þær stundir sem við áttum saman og allar peysurnar sem þú prjónaðir á okkur eru núna okkar dýrgripir, það er erfitt að kveðja svona unga ömmu sem átti eftir að fylgjast með uppvexti okkar í leik og stai'fi. Við biðjum guð að taka vel á móti þér, við munum sakna þín sárt. Páll og Jón Pétur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir Mðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) I dag kveðjum við kæra vinkonu og samstarfskonu sem látin er langt um aldur fram. Á vinnustað sem okkar skiptir samvinna og nálægð öllu. Tengsl milli starfsfólks verða mjög náin og við tökum hvert þátt í gleði og sorg- um annars. Við erum sem ein stór fjölskylda. En nú er höggvið stórt skarð í okkar fjölskyldu. Hún Vala okkar er dáin. Valgerður lauk sjúkraliðanámi frá Landakoti 1971 og kom til starfa á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1974 og átti þar farsælan starfsferil alla tíð. Margs er að minnast á liðnum ár- um. Það sem einkenndi Völu var hversu samviskusöm og ljúf hún ávallt var, bæði gagnvart sam- starfsfólki sínu og sjúklingum. Ekki var heldur langt í hláturinn og já- kvæðið. Margar gleðistundirnar átt- um við saman, í vinnunni, að gleðj- ast yfir bata og framförum sjúk- linga og fyrir utan vinnu á gleði- stundum. Þannig geymum við minninguna um góðan, traustan og skemmtileg- an vinnufélaga. Valgerður mun ávallt skipa stóran sess í hugum okkar. Við sendum ykkur Palli, Bima og Jói okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, og megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Samstarfsfólk á gjörgæsludeild SHR Sé oss öllum sumargjöf Jesú kraftur, frelsi, friður, fógnum geislum stafi niður lífsins sól á lönd og höf. Eins og sólin sjónum manna sumar ennþá færir nýtt, Jesú, náðarsólin sanna sálum vorum skíni blítt. (Björn Halldórsson frá Garði.) Þessar ljóðlínur standa í afmælis- dagabók minni við 29.7. og þar skrifaði hún æskuvinkona mín nafn- ið sitt fyrir tæpum 40 árum. Vala sem hún jafnan var kölluð stendur mér enn skýrt í minni frá okkar fyrstu kynnum með ljósu náttúru- krullurnar sínar, brosandi og hald- andi um hönd litlu systur sinnar. Þótt hún ætti heimili á vestur Bakk- anum, sem svo var kallað í þá daga, en mitt heimili nær austast á Bakk- anum. Þá áttu amma hennar og afi heima í Mið-Mundakoti og þar átti hún margar góðar stundir og vorum við þá nánast á sama hlaðinu. Það er af mörgu að taka úr minn- ingunni frá samverustundum frá æsku- og unglingsárunum á Eyrar- bakka nú á ótímabærri kveðju- stund. Við vorum oft búnar að tala um hvað við hefðum átt góð æsku- og unglingsár full af atorku, frjáls- ræði og öryggi sem við kunnum að meta (svo sannarlega). Við þurftum oft ekki annað en að fletta góðum og gömlum albúmum hvor hjá annarri og rifja upp hvar og hvenær og af hvaða tilefni þessi og hin myndin var tekin og sátum oftar en ekki tregafullar og dreymandi eða tók- um bakfóll af hlátri þegar rifjað var upp frá t.d. sundnámskeiði á Laug- arvatni o.fl. o.fl. Þá liðu tímarnir fljótt frá okkur í heimsóknum hvorrar til annarrar. Við flytjumst flestar úr þessum stóra vinkvennahópi til Reykjavíkur og stofnum heimili um 1958, gengn- ar í hjónaband og búnar að eignast frumburði okkar. Þá tekur alvara lífsins við, móðurhlutverkið í háveg- um haft og allt heimilishald líka. Heimsóknir á milli tíðar, bera sam- an bækur okkar um allt milli himins og jarðar. Skipst á kökuuppskrift- um fyrir barnaafmælin og fleiri tækifæri, s.s. merkisdaga í lífi okkar og makanna. Við gleymdum þvi ekki, hvað okkur fannst gaman að dansa, það lærðu unglingarnir í gamla Fjölni á Eyrarbakka af eldra fólkinu, en þá var lítið um kynslóða- bil á ungmennafélagssamkomum, 17. júní eða gamlárskvöldum og fengu unglingamir að vera með for- eldrum, vinum og vandamönnum. I Reykjavík héldum við dansgleð- inni við með því að fara á ýmsar uppákomur og árshátíðir ásamt eig- inmönnum. Þegar Vala og Palli voru flutt af Kleppsveginum og í Kópavoginn, þá var ráðist í að byggja sumarbústað í Eilífsdal, þar sem þau dvöldu um helgar og í frí- um. Vala var þá búin að drífa sig í sjúkraliðanám og vann við það af dugnaði og ósérhlífni eins og allt sem hún tók að sér hvort sem var vinnan eða að hlúa að fjölskyldu sinni og búa henni hlýtt og fallegt heimili. Það verður ekki upptalið allt sem hún komst yfir að gera og framkvæma. Henni féll aldrei verk úr hendi, prjóna, sauma og ótalin eru öll þau listaverk sem prýða heimili þeirra hjóna, svo ekki sé minnst á útsaum á nær hverjum vegg, og varð mér oft á orði að hún gæti veggfóðrað alla íbúðina með handverki sínu, sem hún hló bara að. Sumarbústaðaferðimar sem við nutum með þeim voru ávallt lífleg- ar, og voru þau þá ýmist að ryðja burt urð og grjóti með handafli og tyrfa í staðinn góðan blett framan við veröndina. Bústaðurinn stendur á undurfögrum stað upp á hamrin- um. Eitt sinn vorum við Vala í eina viku síðsumars fyrir nokkrum árum með tvær yngstu dætur minar og kunnu þær vel að meta göngut- úrana og að klöngrast um svæðið. Setið var við kertajós á kvöldin, við sungum og lásum saman fyrir þær og okkur. Stundum rifjuðum við upp að það hefði verið gott að hafa síma svona til öryggis því ekki voru aðrar mannaferðir að sjá í nærliggj- andi bústöðum, enda minntumst við þess hve það gladdi okkur að sjá ljósin á bílum eiginmannanna þegar þeir renndu í hlað. Eins og áður er sagt var hún vin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.