Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 35
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 35 LISTIR Píanóið er líf mitt Bella Davidovitsj píanóleikari, sem fædd er í Aserbaidsjan, verður gestur Sinfóníu- y— - hljómsveitar Islands á tónleikum í Há- skólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarsson hafði tal af píanóleikaranum sem er nú á tónleikaferð um heiminn í tilefni af sjö- tugsafmæli sínu. Morgunblaðið/Þorkell BEETHOVEN ómar. Bella Davidovitsj í forgrunni. Gerrit Schuil og Sinfóníuhljómsveit íslands í bakgrunni. SUMIR halda upp á sjötugsafmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar, aðrir bjóða til veislu og enn aðrir eru að heiman. Síðan eru þeir til sem fara í tónleikaferð um heiminn. Bella Da- vidovitsj, aserskur píanóleikari með bandarískt ríkisfang, er ein þeirra. Hún er nú stödd hér á landi, í miðri ferð, og kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói í kvöld kl. 20. Blaðamaður stendur fyrir framan einleikaraherbergið í iðrum Há- skólabíós. Frá því berast tónar, Beethoven. Bella Davidovitsj nýtir greinilega allar stundir sem gefast til að liðka finguma enda segir sag- an að hún æfí alltaf eins og hún sé að fara að þreyta frumraun sína - eftir 48 ár í faginu. Blaðamaður staldrar við, hlýðir á leik listakonunnar um stund en knýr svo dyra. Hurðinni er lokið upp og við honum blasir smávaxin og hlý kona, sem tekur honum opn- um örmum. „Gjörðu svo vel,“ segir hún og vísar blaðamanni til sætis. Austrænn uppruninn leynir sér ekki, Davidovitsj er borinn og barn- fæddur Aseri. „Ég hef verið á ferð og flugi sem einleikari í 48 ár og gat ekki hugsað mér að halda upp á sjötugsafmælið með öðrum hætti en að fara í tón- leikaferð. Píanóið er líf mitt,“ segir Davidovitsj. Meðal áningarstaða hennar á afmælisárinu má nefna Þýskaland, Rússland, Malaysíu, Singapúr, Japan og Holland, þar sem hún verður á afmælisdaginn sjálfan, 16. júlí næstkomandi. í september vonast listakonan til að sækja heim fæðingarborg sína, Bakú í Aserbaidsjan, en þangað hefur hún ekki komið í rúma tvo áratugi. Píanóleikari í 65 ár Davidovitsj hóf píanónám fimm ára gömul í Bakú. Þótti hún snemma efnilegur nemandi og 18 ára gömul innritaðist hún í Tónlist- arháskólann í Moskvu. Meðan á námi stóð vann Davidovitsj til fjölda verðlauna, meðal annars fyrstu verðlauna í alþjóðlegri píanókeppni í Varsjá 1949. Þar með voru örlög hennar ráðin. Davidovitsj settist að í Moskvu, giftist og eignaðist soninn, Dmitríj Sitkovetskíj, sem í dag er eftirsótt- ur fiðluleikari og hljómsveitarstjóri. Hefur hann meðal annars leikið með Sinfóníuhljómsveit Islands og er væntanlegur á nýjan leik í febrú- ar á næsta ári. Mann sinn missti Davidovitsj eft- ir sjö ára hjónaband. Helgaði hún þá líf sitt alfarið syninum - og tón- listinni. „Fyrstu árin ferðaðist ég aðallega innan Sovétríkjanna og annarra ríkja austan járntjalds. Ár- ið 1958 kom ég fyrst fram á Vestur- löndum, í Finnlandi, og frá 1966 hef ég komið þar fram reglulega." Holland er í sérstöku uppáhaldi hjá Davidovitsj en þar efnir hún til tónleika á hverju ári. Þar verða líka afmælistónleikar hennar, tvennir, í sumar, eins og áður segir. Auk Da- vidovitsj koma fram sonur hennar og margir fleiri listamenn. Davidovitsj er í hópi þeirra lista- manna sem gerðu Sovétríkin sálugu að stórveldi í listum fyrr á öldinni. Auk þess að fara um víðan völl, spila og halda master class-nám- skeið, kenndi hún í hálfan annan áratug við Tónlistarháskólann í Moskvu. Segir hún sér hafa liðið vel eystra en árið 1978 ákvað hún engu að síður að söðla um - flytja til Bandaríkjanna. „Þetta var gert i sátt og samlyndi við allt og alla - hafði ekkert með kerfið að gera,“ segir Davidovitsj og baðar út öng- um, þegar spurt er hvers vegna hún hafi flutt. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt, skipta um um- hverfi.“ Þegar hér er komið sögu var hún orðin eftirsóttur einleikari á Vestur- löndum. Segir hún þá staðreynd hafa spilað inn í ákvörðunina. Da- vidovitsj settist að í New York og frumraun sína í Vesturheimi þreytti hún í Camegie Hall 1979. „Það var ógleymanleg stund. Stakkfullur sal- ur og viðtökumar yndislegar," segir hún og lætur hugann reika aftur í tímann. Líður vel vestra Davidovitsj lætur vel af vistinni vestra. Gott sé að búa í Bandaríkj- unum. Frá árinu 1983 hefur hún verið bandarískur ríkisborgari, sem hún segir hafa létt sér lífið, því fyrstu árin vestra var hún í sífelldum vandræðum með vegabréfsáritanir. Auk eigin tónhstariðkunar hefur Da- vidovitsj kennt við Juilliard í allmörg ár. Varð reyndar fyrsti Sovétborgar- inn til að hefja kennslu þar á bæ. Fjöldi nemenda hennar hefur þó aldrei verið mikill. Um þessar mund- ir era þeir tveir. „Vegna þess hve ég ferðast mikið hef ég aldrei getað haft marga nemendur í einu. Kennslunni vil ég þó helst ekki sleppa - hún gef- ur mér svo milrið." 48 ár era langur tími í krefjandi starfi, sem stöðugt er gagnrýni háð. Ætlar Davidovitsj ekki að fara að rifa seglin? „Nei, það hef ég ekki hugsað mér,“ segir hún án þess að hika, „í það minnsta ekki eins lengi og heilsan dugar. Það verður vondur dagur, ef til hans kemur, þegar ég neyðist til að loka píanóinu!" Davidovitsj mun flytja Píanó- konsert nr. 3 eftir Ludwig van Beet- hoven á tónleikunum í kvöld. Hin verkin tvö, sem flutt verða, era einnig eftir Beethoven, Egmont for- leikur og Sinfónía nr. 6 - Pastorale. Hljómsveitarstjóri verður Gerrit Schuil, sem hleypur í skarðið fyrir Norðmanninn Ole Christian Ruud, sem vera átti við stjórnvölinn en forfallaðist vegna veikinda. Tölvuborð Tölvuborð á hjólum. Grátt/svart. sí™, Áður: Jz 5.990,- Nú aðeinsfáHL „ ^ Sparíð1 1.000 kr! „Memphfs“ sófí 3 mann, Falleg munstur. rúllugardínur Kommóða 3 skúffur Lútaðar trérimlagardinur 3.900, Gallabuxur Áður: 1.290,- J Nú aðeins: 70x190 sm. Stækkanlegt b, Smáratorgi 1 Skeifunni 13 Norðurtanga 3 200Kópavogi 108Reykjavík 600Akureyri 510 7000 568 7499 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 565 5560 104 Reykjavík 588 7499 Hvítt með beykiköntum. Breidd 70 sm, lengd 113-193 sm. A Nú aðeins:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.