Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 57
- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 5 7 ^ i ------------------------------------- j komst Ragnhildur að því að ég léti 1 vatnið renna of lengi, en ég, " Reykjavíkurfrúin, hafði ekki hug- mynd um hvað heitt vatn var dýrt í Eyjum. Ég fékk aldeilis skammir fyrir, en oft hefur mér orðið hugsað til þessa atviks eftir að ég fluttist til Bandaríkjanna. Við hlógum oft að þessu. Við Svenni erum þakklát fyr- ir að hafa átt stund með Ragnhildi 1994 á kaffihúsi í Reykjavík, og geta í hlegið og rifjað upp gamlar minn- { ingar. Þá hafði krabbameinið bæst i á erfiðleika elsku vinkonu okkar, en " bjartsýnis- og gleðiglampi skein úr hláturmildu augunum, sem fyllti okkur notalegri hlýju. Eins og Ragnhildur sagði þá: „Það er svo gott að við erum saman aftur og að sjá ykkur saman.“ í augnablik vor- um við börn aftur, frjáls og glöð í góðum minningum. Við kvöddumst með söknuði, en þó gleði, því við átt- jum yndislega vinkonu og væntum- þykju án skilyrða. Við áttum fortíð á saman og framtíð, von, trú og kær- " leika, sem aldrei brást. Við áttum vinkonu, Ragnhildi. Ég lýk þessum fátæklegu línum með djúpu þakklæti fyrir að hafa notið þess að eiga vináttu og traust yndislegi'ar vinkonu, sem gaf mér svo margt í lífsins darraðardansi. Engin orð fá sagt það sem í hjarta mér býr. Elsku vinkona, farðu í I guðsfriði, með söknuði ég kveð þig, { kveð þangað til við hittumst á ný. i Við Huldu, Guðrúnu og Svanhildi ' segi ég: Guð veri með ykkur og styrlti. Þið vitið hvar mig er að finna, elsku stelpumar mínar, ef eitthvað er. - Guð geymi þig, hjart- ans vinkona. Sveinjón og Helena Alberts. Nú strýkur hann barm þinn bb'tt og hijótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt á og svanur á bláan voginn. (Davíó Stefánsson) Ég vil flytja systur minni, sem borin er til grafar í dag, kveðjuorð. Ragnhildur, sem var elst okkar systkina, bar nafn móðurömmu okkar og var alnafna langa- langömmu okkar úr þeirri ætt. Hún fékk 1 vöggugjöf fegurð forfeðr- 1 anna, var sjálfstæð, tilfinningarík { og dul í lund, með ágæta kímnigáfu. i Við áttum ekki mikla samleið í líf- inu, enda var ég á barnsaldri þegar hún fór úr foreldrahúsum og stofn- aði eigin fjölskyldu. Ég átti svolítið ósagt, hélt að fengi notið sumarsins og ég beið þess að hún yrði styrkari. Það átti ekki svo að fara. Við náðum samt að lokum að hlæja saman og ræða gamla tíma. Nú hefur byrði lífsins verið létt af systur minni. '1 Ragnhildur er horfin inn í sólskinið, ( til endurfunda við foreldra okkar. ( Guð geymi þig, systir', og gefi dætr- um þínum styrk. Birna Salóme. Æskuvinkona mín Ragnhildur Björnsdóttir er látin. Við fráfall hennar rifjast upp ljúfar minningar frá æskuárunum. Við kynntumst í Melaskólanum og urðum mjög nán- « ar vinkonur. Ég var tíður gestur ( heima hjá Ragnhildi á Víðimelnum ( þar sem þær ólust upp hún og Anna systir hennar, sem oft var með okk- ur, og systkinin Birna og Björn, sem voru talsvert yngri en þær systur. Heimili þeirra var „bohemískt“ heimili þar sem ríkti mikil glaðværð og frjálslyndi. Hulda móðir þeirra rak saumastofu í kjallaranum og , fengu dætur hennar óspart að njóta t þess, enda voru þær óvenjuvel ( klæddar. ( Þegar Ragnhildur var 13 ára fluttist fjölskylda hennar í Laugar- nesið. Ég minnist þess að það var mikið áfall fyrir mig því að á þeim tíma voru samgöngur stopular milli bæjarhluta. Ragnhildur var yndisleg mann- eskja með leiftrandi skopskyn og svo lífsglöð að flestir sem umgeng- ust hana sóttust eftir að vera í ná- ( vist hennar. Blessuð sé minning gamallar vin- | konu minnar. Ásthildur S. Rafnar. FRETTIR HRAFNHILDUR Garðarsdóttir á snyrtistofunni Caracter. Eigendaskipti á snyrtistofu NÝLEGA tók Hrafnhildur Garðars- dóttir snyrtifræðingur við rekstri snyrtistofunnar Caracter á Suður- landsbraut 4. Hún býður viðskiptavinum sinum upp á alla helstu þjónustu snyrti- fræðinga, s.s. andlitsböð, húð- hreinsanir, bakhreinsamir, litanir, vaxmeðferðir, hand- og fótsnyrt- ingar ásamt öllum gerðum af förð- unum. Ölium andlitsböðum fylgir plokkun og förðun. Hrafnhildur lauk prófi frá snyrtifræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti árið 1994. Áður en hún tók við rekstri snyrtistofunnar Caracter starfaði hún á snyrtistof- unni Guerlain við Óðinsgötu. Hún hefur tekið þátt í förðunarkeppnum á vegum tímaritsisn Hárs & fegurð- ar og ávallt verið í einu af þremur efstu sætunum og varð hún t.d. Is- landsmeistari snyrtifræðinema í samkvæmisförðun árið 1993. Niðurstöður rann- sókna á heilsu- fari aldraðra NIÐURSTÖÐUR RAI-rann- sókna, Raunverulegur aðbúnaður íbúa, á heilsugæslustöðvum og öldrunarstofnunum 1997, verða kynntar á ráðstefnu á Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 15. maí og hefst kl. 13. Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar niðurstöður um heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra á Islandi, bæði þeirra sem fá þjónustu heimahjúkrunar og þeirra sem vistast á stofnunum. Niðurstöðum- ar eru einnig bornar saman við er- lendar niðurstöður. Ráðstefnan hefst með setningu Hrafns Pálssonar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu kl. 13. Þá flytur Anna Birna Jensdótt- ir erindi sem nefnist RAI fyrir heimaþjónustu; Þórunn Ólafsdóttir segir frá skipulagi rannsóknaverk- efnis í heimaþjónustu; Marianna Haraldsdótth- kynnir niðurstöður frá fjórum heilsugæslustöðvum í Reykjavík; Fanney Friðbjörns- dóttir ræðir um reynslu hjúkrun- arfræðinga af vinnu með RÁI-mat- stæki fyrir heimahjúkrun. Hlíf Guðmundsdóttir segir frá saman- burði á niðurstöðum á milli ára frá öldrunarstofnunum; Pálmi V. Jónsson greinir frá alþjóðlegum samanburði á niðurstöðum frá öldrunarstofnunum og Ingibjörg Hjaltadóttir segir frá samanburði á RAI-niðurstöðum í heimaþjón- ustu og á öldrunarstofnunum 1997. Að lokinni framsögu verða pall- borðsumræður. Aðgangur er öllum heimill og er þátttökugjald 500 kr. Erindi um lokaverkefni nema í lyfjafræði NEMENDUR í lyfjafræði í Háskóla íslands flytja erindi um lokaverkefni sín í Haga, Hofsvallagötu 53, fóstu- daginn 15. maí og hefjast fyrirlestr- arnir kl. 8.30. Eftirtaldir nemendur munu flytja fyi’irlestur: Svavar Jóhannesson, Da- víð Ólafsson, Stefán Jóhannsson, Ebba Kristín Baldvinsdóttir, Skúli Skúlason, Anna Ingibjörg Gunnars- dóttir, Pétur Magnússon, Jóhanna Þyri Sveinsdóttir, Vilborg Guðjohn- sen og Þorgeir Helgi Sigurðsson. SSNV mótmælir málsmeðferð Alþingis AUKAÁRSÞING Sambands sveit- arfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, haldið á Blönduósi 6. maí 1998, mótmælir harðlega málsmeð- ferð Alþingis að undanförnu um umfjöllum um frumvarp til sveitar- stjómarlaga. „Þar hefur nauðsynleg lagabreyt- ing verið tafin með deilum um yfir- ráðarétt og skipulagsmál á miðhá- lendi Islands og fullyrðingum nokk- urra þingmanna um að óhæfa sé að fela sveitarstjórnum stjómsýslu á hálendin ásamt misvísandi tillögum um aðrar leiðir. Undir slíkum ávirð- ingum geta sveitarstjómarmenn ekki setið, og benda á að þeim sé treyst fyrir stjórnsýslu í byggð og sé því ekki síður treystandi fyrir stjórnsýslu í óbyggðum. Nálægð sveitarstjómarmanna í þeim sveitarfélögum sem liggja að hálendinu mun tryggja þá yfirsýn sem nauðsynleg er til að fjallað verði um stjómsýslu á hálendinu af skilningi og þörfum landsins og virðingu fyrir náttúm þess, í eðli- legu samstarfi við Skipulagsstofnun ríkisins og viðkomandi ráðuneyti. Með eflingu sveitarstjórnarstigs- ins er sífellt verið að auka vald og áhrif sveitarstjórna á flestum svið- um og hefur það meðal annars gerst fyrir tilstuðlan Alþingis sem hefur lögfest mörg ný verkefni þeim til handa. Aukaársþing SSNV gerir þá kröfu til hins háa Alþingis að það fjalli málefnalega um sveitarstjórn- arlöggjöfina í heild og tryggi fram- gang frumvarpsins fyrir þinglok í vor,“ segir í ályktuninni. Hagskælingar hittast ÁRGANGUR 1972 úr Hagaskóla á 10 ára útskriftarafmæli í ár og ætl- ar að hittast í Þjóðleikhúskjallaran- um laugardaginn 16. maí kl. 20. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtiatriði, segir í fréttatil- kynningu. I tilefni af 40 ára afmæli skólans eru gamlir hagskælingar eindregið hvattir til að mæta þegar húsið verður opnað fyrir almenning kl. 23. + Hjartans þakkir til allra þeira sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, bróð- ur, afa og langafa, HÓLMSTEINS S. JÓHANNESSONAR, Þorleifsstöðum, Skagafirði. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem önnuðust hann í erfiðum veikindum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Sjúkra- húsinu á Sauðárkróki. Guð blessi ykkur öll. Gunnfríður Björnsdóttir, Inga B. Hólmsteinsdóttir, Guðmundur Matthíasson, Margrét B. Hólmsteinsdóttir, Óskar Halldórsson, Sigríður B. Hólmsteinsdóttir, Halldór H. Halldórsson, Þorleifur B. Hólmsteinsson, Jónína L. Stefánsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, YNGVA ARNAR AXELSSONAR frá Ási. Margrét Nikulásdóttir, Smári Steingrímsson, Claire Crocott, Þorvaldur Yngvason, Elfnborg Sigvaldadóttir, Axel J. Yngvason, Birna Snorradóttir, Kristinn S. Yngvason, Auður G. Yngvadóttir, Helgi H. Schiöth, Ásgeir Yngvason, Hildur Óladóttir, afabörn og langafabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför GÍSLA MAGNÚSSONAR, Brekku. Kristín Bass, Erlingur Einarsson, Jórunn Magnúsdóttir, LEGSTEINAR t Marmari íslenskframleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Bláerýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 LEQSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. S.HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.