Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 76
! Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPINKERFIHF HEWLETT PACKAPD MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sluppu lítið meidd þegar jeppi fór fram af Grímsíjalli Fimm manna skíðagönguhópur fannst heill á húfí undir miðnættið TVEIR leiðangursmenn í leiðangri Raunvísindastofnunar í Grímsvötn á Vatnajökli sluppu lítið meiddir þegar jeppi sem þeir voru í fór fram af Grímsfjalli um hádegisbilið í gær, ■**en fjallið gnæfir nokkur hundruð metra yfir Grímsvötn þar sem hæst er. Seinnipartinn í gær barst einnig neyðarkall um gervihnött frá fimm manna hópi á gönguskíðum á jöklin- um, um tíu kílómetra fyrir norð- austan slysstaðinn á Grímsfjalli samkvæmt fyrstu staðarákvörðun gervihnattarins. Björgunarsveitar- menn héldu þegar á vettvang og fundust fimmmenningarnh- klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi heilir á húfí, en blautir og kaldir. Um mið- i—..nættið héldu björgunarsveitarmenn með fólkið áleiðis til Hafnar á Hornafirði og var gert ráð fyrir að þeir kæmu til byggða í morgunsár- ið. Strax og neyðarkallið barst á öðr- um tímanum í gærdag héldu björg- unarsveitir af stað á slysstað úr þremur áttum, frá Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og Sigöldu. Slæmt veður var á jöklinum, 8-9 vindstig, rigning og skyggni aðeins um 100 metrar. Vegna veðursins var ekki hægt að senda þyrlu á staðinn en flugvél Flugmálastjórnar sveimaði þar yfir með talstöðvar og endur- varpa og hélt uppi fjarskiptum. Björgunarsveitannenn frá Höfn voru fyrstir á staðinn og fundu bíl- mn í hlíðum fjallsins á níunda tíman- um. Mjög erfitt var um vik vegna slæms skyggnis og mikils vinds, en þegar komið var að bflnum reyndist fólkið vera í honum, með meðvitund og lítið meitt. Um er að ræða íslenska stúlku og bandarískan karlmann. I gærkvöldi lágu ekki fyrir upplýsingar um það hve langt jeppinn fór niður fjallið áður en hann stöðvaðist, en sam- kvæmt læknisskoðun reyndist stúlk- an handleggsbrotin og skrámuð og maðurinn kvartaði yfir eymslum í baki og öxlum. Höfðu björgunar- sveitarmenn orð á því að kraftaverk væri hve fólkið hefði sloppið vel. Fólkið fór um síðustu helgi upp á jökulinn ásamt þremur öðrum á veg- um Raunvísindastofnunar Háskól- ans, Landsvirkjunar og fleiri aðila til að setja upp á þriðja tug jarð- skjálftamæla á vesturhluta Vatna- jökuls. Um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni með tveimur er- lendum háskólum og var leiðangur- inn á einum snjóbfl og tveimur jepp- um. Það var annar jeppinn sem fór fram af brún Grímsfjalls. Annað neyðarkall Þegar björgunarsveitarmenn frá Höfn áttu um ellefu kílómetra eftir að Grímsfjalli barst neyðarkall frá fimm manna hópi Islendinga sem voru á gönguskíðum á jöklinum. Neyðarkallið barst um gervihnött og samkvæmt staðsetningarbúnaði sem hópurinn var með virtist hann vera um tíu kílómetra norðaustur af slysstaðnum á Grímsfjalli. Hluti björgunarmannahópsins hélt til leit- ar. Endurteknar staðarákvarðanir samkvæmt gemhnettinum bentu til að hópurinn væri nær Grímsfjalli og klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi fannst tjald fímmmenninganna 1,5 kflómetra norður af Grímsfjalli. Þá var björgunarsveitin frá Egilsstöð- um einnig um það bil að komast á staðinn. Reyndist fólkið blautt og kalt en allt heilt á húfi. Hélt það ásamt björgunarsveitarmönnum til byggða í nótt. Fimm menn á gönguskíðum endu út neyðarkall og voru þá jm 10 km NA af Grímsvötnum l DYn9h°kuii Snæfell Brúarjökull Bárðar- bunga /Köldu.: 1 kvhlar-,: ( lökull Grímsvötn VATNAJÖKULL JÖKul- heimar, Jeppinn fór fram af brún Grímsfjalls og stöðvaðist neðar í fjallshlíðinni Leiðangrar hjálparsveita héldu af stað frá Höfn, Egilsstöðum og Sigöldu Iðnó opið á ný IÐNÓ var opnað á ný í gærkvöld eftir miklar endurbætur. Miðað hefur verið við að færa þetta forn- fræga hús, sem samofið er sögu leiklistar á íslandi lengst af öld- inni, í upprunalegt form. Reka á fjölbreytta menningarstarfsemi í húsinu og var opnunarsýningin, Unglíngurinn í skóginum, í þeim anda - þar tvinnuðust saman leik- list, tónlist og bókmenntir. Byggist sýningin á ljóðum og textabrotum íeftir Halldór Laxness. Margt var um manninn við opn- unina en meðal gesta voru forseta- hjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, ásamt dætrum sínum og Björn Bjarnason menntamálaráðherra og kona hans, Rut Ingólfsdóttir. ' M ■ Fyrir framan/30 Morgunblaðið/Ásdís Hvolsvöiiur Bflvelta á Gunnars- holtsvegi ÞRÍTUGUR ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi efth' að bíll hans valt á Gunnars- holtsvegi á níunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli lenti maðurinn undir bflnum. Engir sjónarvottar voru að slysinu, en ökumaðurinn vh'ð- ist hafa misst bílinn út af í beygju á veginum. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á sjúkrahúsinu á Selfossi var maðurinn rannsakaður á sjúkrahúsinu. Rannsókn leiddi ekki í ljós önnur meiðsl en fót- brot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.