Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ELIN Magnúsdóttir listmálari leggur áherslu á lystisemdir Iífsins í verkum sínum. Maturinn og munúðin Morðið í sundlauginni ELÍN Magnúsdóttir listmálari sýnir um þessar mundir verk sín í Galleru Horninu, oh'umálverk og vatnslitaskissur. Elín nefnir sýninguna Leiðin að hjarta mannsins liggur ígegnum mag- ann! Aðspurð um lieiti sýningar- innar sagðist Elín alltaf hafa ákveðið þema fyrir hverja sýn- ingu, myndir hennar fjölluðu í þetta sinn um mat og munúð. Myndirnar á sýningunni tengjast að sögn Elínar þessu þema. Þetta væru létt ertótískar myndir. Til máltækisins sem hún notaði nú væri oft vitnað, ekki síst í þýskumælandi Iöndum. Eh'n býr nú í Asturríki ásamt þarlendum eiginmanni og tíu ára syni. Hún hefur átt heima í bænum Biirs í héraðinu Vorarl- berg undanfarin fjögur ár og hélt þar vinnustofusýningu ný- lega sem mæltist vel fyrir. Hún segir að opinn stíllinn hafí náð til fólks í bænum þótt það sé yf- irleitt ekki eins opið fyrir mynd- list og fslendingar. Það helsta sem lífíð hefur að bjóða Hún kvaðst ekki hafa breyst mikið. Myndirnar lýstu því helsta sem lífíð hefði að bjóða upp á eins og að borða og njóta ásta. Hún væri sammála listunn- endum sem komið hefðu á sýn- inguna á Horninu. Þeir hefðu BÆKUR T r il m á 1 HÉR ANDAR GUÐS BLÆR Saga sumarstarfs KFUK. Ritstjóri: Gyða Karlsdóttir. Útgefandi: Vindás- hlíð. Stærð: 208 blaðsíður, innbundin. ,VERTU trú“ eru einkunnarorð Hlíðarmeyja, stúlkna sem dvalið hafa í Vindáshlíð, sumarbúðum KFUK í Kjósinni. Markmið þess starfs hefur frá upphafi verið tví- þætt, „að gefa telpum og stúlkum kost á að dveljast við leik og gleði í friðsæld og fegurð íslenskrar nátt- úru, og boða þeim kristna trú í orði og verki (bls. 7).“ Hér andar Guðs blær er gefín út í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að sumarstarf hófst í Vindáshlíð. Saga þess og aðdragandi eru rakin í bókinni af 16 höfundum. Sumarstarfíð hófst með því að sveitastjórar KFUK í Reykjavík stóðu fyrir dagsferðum á fyrstu ár- um aldarinnar. Hugmyndir að reglulegu sumarbúðastarfí bárust hins vegar til landsins með æsku- lýðsleiðtoganum sr. Friðrik Frið- rikssyni, stofnanda félagsins. Árið talað um að hún hafí aðeins mildast í litameðferð, áferðin og krafturinn væru aftur á móti hinn sami, en meiri dýpt í mynd- unum. Myndirnar lýstu oft stemmn- ingu eftir miðnætti. Eftir matinn og vínið tæki munúðin við. Tón- listin hefði líka alltaf heillað hana, jafnt djass og Maria Callas. Finnst þér gott að sýna á Is- landi? „Mér finnst gott að sýna hér, fólk er opið fyrir myndunum mínum.“ Er málaralistin aðalstarf þitt? „Það er mér h'fsnauðsyn að mála, enda er ég málari í fullu starfí. Eg lauk námi frá Gerrit Rietvel Akademi'unni í Amster- dam 1987. Málaraferillinn hófst sama ár, en segja má að ég hafi byrjað að mála tveggja ára. Pabbi sagði oft: „Skósmiður ger- ir við skó og málari málar.“ Þessu hef ég farið eftir. Ég bíð ekki eftir andagiftinni heldur vinn sex daga vikunnar. Ég er ánægð með að nú hefur mér tek- ist að bijóta upp í listinni og fara aðrar leiðir, ótroðnar slóð- ir,“ sagði Elín að lokum. Sýning Elínar Magnúsdóttur í Galleríi Horninu er fimmtánda einkasýning hennar. Hún er op- in frá 13-18 og innangegnt er frá veitingahúsinu 11-23. Sýn- ingunni lýkur 24. þessa mánað- 1938 hófst skipulagt sumarstarf í Straumi við Straumsvík fyrir sunn- an Hafnarfjörð. Þá fengust tvö her- bergi lánuð á efri hæð hússins. Allt vatn varð að bera þangað upp og uppþvottavatn niður, því að hvorki var rennandi vatn né vaskur þar uppi. Öllum svefndýnum varð að stafla saman á hverjum morgni svo að hægt væri að nota svefnsalinn sem borðsal á daginn. Starfið í Straumi lagðist af eftir fímm ár. Þá var farið í Skátafell við Akrafjall í tvö sumur og Botnsdal í tvö. A síðar nefnda staðnum var búið í tjöldum. Þó að engin aðstaða væri til sumar- búðahalds í Botnsdal líkaði staður- inn vel. En sumarið 1947 hófst sumar- búðastarf í Vindáshlíð. Árið eftir fengu KFUK konur keypt þar land undir starfsemina. Upphaf starfs- KVIKMYNPIR Laugarásbfó „SHADOW OF DOUBT“ ★% Leikstjóri: Randal Kleiser. Aðalhlut- verk: Melanie Griffith, Tom Beren- ger, Huey Lewis, Craig Shaffer. 1998. í SPENNUMYNDINNI „Shad- ow of Doubt“ leikur Melanie Griffíth ábúðamikinn lögfræðing sem er miðpunkturinn í ægilega merkilegu sakamáli í Los Angeles sem tengist þingmanni og hugsan- legum forseta Bandaríkjanna, nái hann kjöri einhverntímann í fram- tíðinni. Lögfræðingurinn, sem Griffíth leikur, er ákaflega snöfur- mannlegur. Hún lætur engan eiga neitt inni hjá sér og lætur ekki valdamennina vaða yfir sig en er sjálfsöryggið uppmálað, sterk og gallhörð í réttarsalnum. Þess vegna kemur það á óvart að Griffith skuli hafa verið valin í hlut- verkið því hún veldur því engan veginn. Hún á ákaflega erfitt með að sannfæra áhorfandann um að hún sé þessi harði nagli lögfræð- ingastéttarinnar. Öll framkoma ÁSTRALSKI frumbygginn og listamaðurinn Pulpuru Davies ber glerlistaverk sitt á höfðinu í tilefni af sýningu á verkum frumbyggja sem lialdin verður í Kuala Lumpur síðar á árinu. Glerlistamaðurinn Davies blæs ins, þróun og uppbygging staðarins er ítarlega rakið í bókinni. Góð lýs- ing er á náttúru Vindáshlíðar og góð grein gerð fyrir örnefnum í kaflanum „Náttúrufar og göngu- leiðir í Vindáshlíð og nágrenni". Síð- an er sagt frá þremur persónum sem höfðu mikla þýðingu fyrir upp- byggingu sumarstarfsins, þeim Guðlaugi Þorlákssyni, Sigurlaugu Svanlaugu Svanlaugsdóttur og Helgu Magnúsdóttur sem var for- maður stjórnar fyrstu 24 árin. Allít- arleg grein er gerð fýrir Dögginni, handskrifuðu blaði sumarstarfs KFUK og valdir kaflar, bæði gam- an og alvara, teknir úr því. Þeir gefa nokkra hugmynd um hvað Hlíðarmeyjar fengust við á hverjum tíma. Undir lokin eru fjórir stuttir minningarþættir Hlíðarmeyja sem segja frá dvöl sinni sem telpur í hennar virkar fölsk. Jafnvel fram- setningin er stirðbusaleg. Þó má hún eiga það að hún gerir hvað hún getur til þess að standa undir hlut- verkinu og tekst það næstum því þegar best lætur. Söguþráðurinn er fremur ótrú- verðugur einnig. Hrottalegt morð er framið á ungri dóttur ríkisbubba nokkurs þar sem hún liggur í sund- laug sinni og rapparafól er handtek- ið, sem síðast sást með henni. Griffith gerist lögfræðingur hans og kemst að því að allir sem að málinu koma eru kannski fullákafir í að sakfella hennar mann. Svo hún fer á stúfana og grefur upp ýmislegt sem þolir illa dagsljósið. Állt er það frek- ar augljóst sjónarspil og marflatt. Inní það fléttast mjög illa gamalt nauðgunarmál sem er frekar til þess fallið að draga úr spennu og trúverðugleika sögunnar en hitt. Tom Berenger fer með aðalkarl- hlutverkið en það er popparinn Hu- ey Lewis sem stelur senunni í hlut- verki aðstoðarmanns Griffith. Að öðru leyti er hér fátt um fína drætti. Spenna og trúverðugleiki er allt sem lagatryllir eins og þessi þarf á að halda og það vantar talsvert uppá þetta tvennt í „Shadow of Doubt“. sögur í glerið, sögur sem frumbyggjar máluðu upphaflega á kletta og steina. Ekki fylgdi sögunni hvort sýna ætti verkin á höfði eða hvort þeim yrði stillt upp að hefðbundnum hætti. Vindáshlíð. Bókin endar á mynda- syrpu um verklegar framkvæmdir, skrá yfir stjórnir sumarstarfsins frá upphafi og listi yfír mikilvæg ártöl í sögu sumarstarfs KFUK. Þetta starf hefði aldrei orðið að veruleika nema af því að margir voru fúsir til að leggja á sig ómælda vinnu og fórnir til að hrinda í fram- kvæmd hugmyndum sem þeim fannst oft að væri þeim ofviða. Mað- ur fyllist undrun yfir því hvað fólk lagði á sig í sjálfboðavinnu fyrr á ár- um til þess að ungar stúlkur fengju gott veganesti fyrir lífið. Andi frum- herjanna orkar sterkt á lesandann og hrífur hann með sér. Hér andar Guðs blær er rituð sem hvatning nýjum kynslóðum til að halda áfram starfi þeirra sem hafa haldið sumar- starfinu í Vindáshlíð gangandi. Maður kynnist mörgum konum sem voru vissulega trúar þessu starfi og eyddu með gleði sumarfríum og frí- stundum fyrir sumarbúðastarfið í Vindáshlíð, jafnvel í áratugi. Útlit bókarinnar er vandað í alla staði. Margar myndir prýða hana og segja söguna á sinn hátt. Hún er myndarlegur minnisvarði um merkilega sögu. Kjartan Jónsson Reitir Evu Benjamíns- dóttur EVA Benjamínsdóttir mynd- listarmaður opnar einkasýn- ingu í nýju húsnæði Bílaleig- unnar Geysis, Dugguvogi 10, Reykjavík, föstudaginn 15. maí kl. 17. Sýningin er nokkurs konar forsýning að listahátíð í Reykjavík. Þetta er níunda einkasýning Evu á íslandi, síð- an hún lauk myndlistamámi vorið 1984. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verkin sem Eva sýnir að þessu sinni eru flest unnin á þessu og sl. ári. „Þau bera yfir- heitið Reitir og eiga að túlka þá ýmsu reiti sem fólk er statt á í lífinu, bæði tilfinningalega og landfræðilega. Þessi sýning markar tímamót á myndlistar- ferli Evu, þar sem aldamótin eru höfð til hliðsjónar og litirn- ir í verkunum birtast í fersku formi til framtíðar," segir í kynningu. Málverkin eru flest unnin með akríl og vínil á birki, kros- svið og MDF. Sýningin er opin alla daga frá kl. 12-18 og stendur til 31. maí. Brottfarar- tónleikar Hjörleifs Jónssonar BROTTFARARTÓNLEIKAR Hjörleifs Jónssonar trommu- leikara fara fram fóstu- daginn 15. maí kl. 20 í sal tónlistar- skóla FÍH að Rauða- gerði 27. Hjörleifur hóf nám hjá tónlistar- skóla Mos- fellsbæjar 9 ára að aldri undir handleiðslu Reynis Sigurðs- sonar og Birgis D. Sveinsson- ar. Hann hefur stundað nám á tveimur deildum í tónlistar- skóla FÍH síðan 1994 og hefur auk djassnámsins lokið 7. stigi á klassískt slagverk undir um- sjón Steef van Oosturhout. Meðleikarar Hjörleifs á tón- leikunum eru þeir Gunnar Hrafnsson bassa, Karl 01- geirsson píanó, Jóel Pálsson saxófón, Snorri Sigurðarson trompet og Andrés Þór Gunn- laugsson gítar auk þess sem stórsveit Tónlistarskólans kemur fram undir stjórn Ed- wards Frederiksen. Leikin verða lög eftir ýmsa höfunda s.s. John Zorn, Jacques Prevert, Pat Methini, Kenny Garret og Hjörleif sjálfan. Nýjar plötur • KLARINETT PÍANÓ.Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klar- inettuleikai-i og Kristinn Örn Kiistinsson píanóleikari leika verk eftir Schumann, Lutos- lawski, Hopnegger, Stravin- sky og Hindemith á nýút- kominni geislaplötu. Utgefandi er Jón Aðalsteinn Þorgeirsson og Menningar- sjóður FIH styrkti útgáfuna. Dreifíngu annast Japis. Verð 1.999 kr. ar. Saga Vind- áshlíðar Arnaldur Indriðason Reuters List er höfuðprýði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.