Morgunblaðið - 31.05.1998, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 31.05.1998, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 E 9 Helgarvinna: KringUn Starfsfólk vantar í föst hlutastörf ! sérvöruverslun Hagkaups í Kringlunni. Leitað er að reglusömum og drífandi einstaklingum með ríkan vilja til að veita viðskiptavinum Hagkaups góða þjónustu. Vinnutími er 9-18 laugardaga og 13-17 sunnudaga, eða eftir samkomulagi. Vinsamlega hafið samband við Hörpu Guðmundsdóttur á staðnum eða f síma 568 9300. HiGKAUI' FLUGLEIÐAHÓTEL HF FlugleiðahótelM. reka 14Eddu hótelvíðs vegar um landið auk 5 heilsárshótela. Fyrirtækið varstofnað 1. janúar 1998 og hj á þ ví starfa um 300 manns. Flugleiðahótel hf. leita eftir hótelstjóra á eitt of heilsárshótelunum úti á landi. Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, röskur, duglegur og samviskusamur. Æskilegt er að umsækjendur kunni auk eins norður- landamáls, ensku og þýsku og hafi reynslu af ferðamálmn eða úr ferðageiranum. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fljótlega. FlugleiðahótelM. erreyklaust fyrirtæki. Umskóknum skal skila á Hótel Loftleiðir merktar starfsmannastjóra ísíðasta lagi föstudaginn S.júní. Eldri umsóknir óskast endumýjaðar. J. Hinriksson ehf. Poly-lce Járniðnaðarmenn Vegna mikilla verkefna og framkvæmda óskum við eftir framtíðarstarfsmönnum: • Vönum rafsuðumönnum í framleiðslu á Poly-lce toghlerum og við uppsetningu og breytingar á stálgrindarhúsi. • Vönum og sjálfstæðum rennismið á renni- verkstæði; vinna við blakkarsmíði o.fl. • Lagtæka aðstoðarmenn á verkstæði. • Fagmann sem er vanur ýmis konar verk- stæðisvinnu og framkvæmdum. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 588 6677 og á staðnum. J. Hinriksson ehf., Súðarvogi 4,104 Reykjavík, fax 568 9007. /W\KENNARAHÁSKÓLI ÍSIANDS Laust starf háskólakennara Laust ertil umsóknartímabundið starf aðjúnkts við Kennaraháskóla íslands til tveggja ára. Um er að ræða fullt starf en hlutastarf kemur einnig til greina. Meginverkefni aðjúnktsins er kennsla í sagn- fræði (íslandssögu og erlendri sögu). Starfið skiptist milli kennslu annars vegar og rann- sókna og stjórnunar hins vegar sem kveðið verður nánar á um í ráðningarsamningi. Umsækjendurskulu hafa lokið meistaraprófi hið minnsta eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. og stefnt er að ráðningu í starfið frá 1. ágúst 1998. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og Kennarafélags Kennaraháskóla íslands. Ekki er um að ræða sérstök umsóknar- eyðublöð en umsóknum skal skila á skrifstofu Kennaraháskóla íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veita Loftur Guttormsson prófessorog Helgi Skúli Kjartansson dósent í síma 563 3800. Fjániiálaumsjón Eitt stærsta fyrirtæki landsins óskar að ráða viðskiptafræðing í fjárreidudeild. Helstu viðfangsefni fjármálstjóra: Almenn fjárvarsla, eftirlit og um- sjón með viðskiptareikningum, almennt rekstrareftirlit og gerð greiðsluáætlana. Gerð er krafa um: Viðskiptafræðimenntun, þekkingu og áhuga á sviði tölvumála, frum- kvæði og skarpa hugsun. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar veitir Drífa Sigurðardóttir. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Viðskiptafræðingur" fyrir 10. júní n.k. o. Rótt þekking á róttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki HAGVANGUR RADNINGARÞJÓNUSTA Coopers & Lybrand Hagvangur hf. Skeifan 19 108 Reykjavík Sbtií 5813666 Bréfsími 568 8618 Netfang radningar@coopers.is Veffang http://www.coopers.is VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Námsráðgjafi Við Verkmenntaskólann á Akureyri er laus til umsóknarVbstaða námsráðgjafa frá 1. ágúst 1998. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir, ásamt grein- argerð um fyrri störf, berist Verkmenntaskólan- um á Akureyri, Eyrarlandsholti, 600 Akureyri, fyrir 10. júní 1998. Ekki er þörf á sérstökum eyðublöðum. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið námi í námsráðgjöf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 461 1710. Skólameistari. M KÓPAVOGSBÆR Leikskólakennarar Lausar eru stöður leikskólakennara í eftirtöldum leikskólum: Fögrubrekku, sími 554 2560. Fagrabrekka erfjögurra deilda leikskóli,tvær deildir eru fyrir 3—5 ára börn og tvær litlar deildir fyrir 2—3 ára börn. í Fögrubrekku er unnið uppbyggilegt starf með tjáningu og hreyfingu í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á frjálsa leikinn í vali og hópavinnu. Mjög gott leikrými er úti og inni. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir. Kópasteinn, sími 564 1565. Kópasteinn erfjögurra deilda leikskóli sem stendur í álfabyggðinni við Kópavogskirkju og Listasafnið. Lögð er sérstök áhersla á tónlist og hreyfingu. Einnig óskast leikskólasérkennari, leikskóla- kennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun vegna sérkennslu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Heiða B. Rún- arsdóttir. Einnig gefur leikskólafulltrúi, Sesselja Hauksdóttir, upplýsingar um stöðurnar í síma 554 1988. Starfsmannastjóri. »11 ■ i nTlrrfri IMrjlJj t LANDSPÍTALINN ...í þágu mannúðar og vísinda... Forstöðumaður tækni- deildar tölvudeildar Ríkisspítala Forstöðumaður hefur umsjón með uppbygg- ingu tölvuumhverfis á Ríkisspítölum. í því felst uppsetning og rekstur vélbúnaðar, áætlana- gerð og rekstrarlegt eftirlit. Leitað er að tölvunarfræðingi/verkfræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun. Áhersla er lögð á að viðkomandi hafi góða stjórnunar- og samskiptahæfileika og hafi metnað til þess að ná árangri í starfi. Upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Björns- dóttir í síma 560 2360. Umsóknir sendist starfsmannastjóra Ríkisspítala, Þverholti 18, 105 Reykjavík, fyrir 16. júní nk. ------------------------------------------ Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarféiags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannaheldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. / Aðalbókari Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Tangi hf. á Vopnafirði auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Helstu verkefni adalbókara eru: • Færsla fjárhags- og viðskiptabókhalds Tanga hf. og dótturfyrirtækja. • Afstemmingar og frágangur bókhalds fyrir uppgjör. • Uppgjör á virðisaukaskatti. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi kröfur: • Hafa haldgóða menntun á sviði viðskipta. • Hafa marktæka reynslu af bókhaldsstörfum. • Vera samviskusamir, nákvæmir og tölu- glöggir. • Hafa haldgóða tölvuþekkingu. • Vera reglusamir og áreiðanlegir. Launakjör eru samkomulagsatriði og aðstoðað er við útvegun húsnæðis á staðnum. Umsækj- endur skulu senda skriflegar umsóknir merktar: „Aðalbókari" til Tanga hf., Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafirði eða í myndsíma 473 1513. Umsóknarfrestur er til 8. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Magnús Kristjánsson fjármálastjóri í síma 473 1143.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.