Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 19

Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 E líT Til leigu Verzlunarhúsnæði á götuhæð við Skólavörðu- stíg. Stærð 36 fm. Húsnæðið er laust strax. Langtímaleiga. Allar nánari uppl. í símum 896 4090 og 896 4013. Fiskverkun Til sölu eða leigu 270 fm fiskverkunarhús með kæli og frysti við Fiskislóð í Reykjavík. Upplýsingar í síma 553 6316 eftir kl. 19.00. Skrifstofuhúsnæði til leigu í Ármúlahverfi er til leigu rúmlega 300 fm skrif- stofuhúsnæði. Leigist í einu eðatvennu lagi. Upplýsingar í síma 568 1500 á skrifstofutíma. .j# FÉLAGSLÍF KROSSINN Sunnudagur: Almenn sam- koma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. I dag brennur hvítasunnueldur- inn. Mánudagur: Farið verður í dagsferð frá Krossinum í Hlíða- smára kl. 11.30. Mánudagur: Útsending á Omega kl. 21.30. Priðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Enn meira af orði Guðs. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. Kraftur, dýrð og enn meiri blessun. Bóka- og gjafavöruverslunin er opin alia virka daga frá kl. 14-18. Við erum að hefja söfnun á notuðum fötum og skóm. Tekið verður við sliku alla virka daga. Nefang okkar er krossinn@skima.ís OBAHÁ’Í OPIÐ HÚS Sunnudagskvöld kl. 20:30 Hilmar Axelsson: Þjófur á nóttu Hið undarlecja mál hins þúsund ara ríkis. Kaffl og veitmgar Álfabakka 12, 2. hœð sími 567 0344 www.itn.is/bahai SMÁAUGLÝSINGA Hörgshlfð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund f dag kl. 14.00. Dagsferðir: Mánudaginn 1. júní. Gengið frá Fossá í Hvalfirði að Reynivöll- um í Kjós. Gengið yfir Reyni- vallaháls eftir Prestási og Kirkju- stíg. Brottför frá BSI kl. 10.30. Sunnudaginn 7. júní. Fjallasyrp- an, gengið á Ármannsfell. Brottförfrá BSÍ kl. 10.30. Helgarferðir 5.-7. júní Skjaldbreiður—Hlöðufell— Úthlíð Ekið að Meyjarsæti og gengið að Skjaldbreið. Næsta dag er gengið að Hlöðufelli og á sunnu- degi er gengið um Brúarskörð niður í Úthlíð. Gist í skálum. Far- arstjóri verður Sylvía Kristjáns- dóttir. Básar. Ekið í Bása á föstudags- kvöldi. Gist I skála. Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógarfossi yfir Fimmvörðuháls í Þórsmörk. Gist I Fimmvörðu- skála. Jónsmessan 1998 19.—21. júní Jónsmessunæt- urganga yfir Fimmvörðuháls. Ein vinsælasta útivistarferðin. Gengið verður frá Skógum, yfir Fimmvörðuháls I Bása. Hægt að dvelja í Básum fram á sunnu- dag. 19.—21. júní Snæfellsnes um sólstöður. Boðið upp á sólstöðu- göngu á Snæfellsjökul og skðun- arferð á helstu staði undir jökli. Farið verður á Hellna, Sölva- hamra, Lóndranga o.fl. Fimmvörðuhálsferðir í júní 6.-7. júní, 12.—14. júní nætur- ganga, 20,—21. júní, 26.-28. júní. Heimasíða: centrum.is/utivist FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Spennandi hvítasunnuferðir: Hvftasunnudagur 31. maí kl. 10.30 Geitafell — Selvogs- heiði. Góð gönguferð um 5-6 klst. Verð. 1.300 kr. Fararstjóri: Bolli Kjartansson. Annar í hvítasunnu 1. júní kl. 10.30 Húshólmi — Krísuvík- urberg. Skemmtileg ganga að merkum minjum í Húshólma (Gömlu-Krísuvík) og um Krísu- víkurberg, eitt áhugaverðasta fuglabjarg Suðvesturlands. Um 5-6 klst. ganga. Verð 1.300 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Fararstjóri: Ólafur Sigurgeirsson. IMýtt: Dagsferð í Þórsmörk á annan í hvítasunnu kl. 08.00. Verð. 2.800 kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Heimkoma um kl. 18.00. Það þarf ekki að panta. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. íslenska Kristskirkjan Samkoma á annan í hvíta- sunnu á Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 20.00 í umsjón unga fólksins í kirkjunni. Vitnisburðir, einsöngur, lofgjörð og fyrirbæn- ir. Vöfflur með rjóma verða seldar með kaffinu eftir samkomuna. Allir velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Engin samkoma í kvöld vegna hvítasunnumóts á Löngumýri. fómhjálp Samhjálp um hvítasunnu Hvítasunnusdagur í Þríbúð- um: Dorkassamkoma í Þríbúð- um, Hverfisgötu 42, kl. 16.00. Dorkaskonur annast samkom- una með fjölbreyttum söng og vitnisburðum. Stjórnandi Asta Jónsdóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Annar í hvítasunnu í Fíladelfíu Samhjálparsamkoma í Fíladelfíu, Hátúni 2, kl. 11.00. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng. Samhjálparkórinn syngur. Sam- hjálparvinir segja frá reynslu sinrii. Skírnarathöfn. Ræðumað- ur Óli Ágústsson. Allir vel- komnir. Samkomunni í Fíladelfíu verð- ur útvarpað hjá RÚV, rás 1. Samhjálp. Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Kl. 20.00 Almenn samkoma. Predikun: Jón Þór Eyjólfsson. Beðið fyrir sjúkum. Föstudagur kl. 20.30: „Eldur unga fólksins." Bænastund miðvikudag kl. 20.00. Allir velkomnir. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Almenn samkoma, annan í hvíta- sunnu kl. 20.30. Ræðumaður er Karlhanz Eichhorn. Allir velkomnir. Konur athugið Missið ekki af síðasta Aglow fundinum fyrir sumarfrí, sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 2. júní kl. 20.00 í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58—60. Ræðukona fundarians er Katrín Söebech formaður Aglow Reykja- vík og er yfirskrift ræðunnar „Guð kaupir sér akur". Kaffi, söngur, hugvekja og fyrir- bænir. Allar konur eru hjartanlega vel- komnar. Stjórn Aglow í Reykjavík. Hverfisgata 105, s. 562 8866 Sunnudagskvöld kl. 17.00 Fjölskyldusamkoma og krakka- kirkja Gestapredikari Mike Pye frá Spirit Life í Flórida. Þriðjudagskvöld kl. 20.00 Biblíuskóli. Föstudagskvöld kl. 21.00 Gen-X kvöld. Trúboð í miðbænum kl. 23-4 að Grófinni 1. Smiðjuvegi 5, Kópáyogi. Samkoma á annan f hvfta- sunnu kl. 20:00. Lofgjörð, predikun orðsins og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. Heimasíða:www.islandia.is/~vegur Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Barna- blessun og niðurdýfingaskirn. Ræðum. Vörður L Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. >4 Annar f hvítasunnu: Útvarpsguðþjónusta kl. 11.00. Ræðum. Óli Ágústsson. Sam- hjálparkórinn syngur. Niðurdýf- ingarskírn að lokinni útsendingu. Allir hjartanlega velkomnir. Mið. kl. 18.30: Fjölskyldusamve- ra með léttum veitingum á vægu verði. Kl. 19.30. Fræðsla og bæn. Fös. kl. 20.30: Unglingasam- koma. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag íslands Miðlarnir og huglæknarnir Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Kristín Karlsdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir, María Sigurðardótt- ir, Skúli Lórentzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatima. Einnig býður Bjarni Kristjánsson upp á umbreyting- afundi fyrir hópa. Fræðslu-, fyrir- ** bæna og. sjálfstyrkingahópar sem Friðbjörg Óskarsdóttir ann- ast eru vikulega. Skrifstofan í Garðastræti 8 er opin frá kl. 9.00—15.00. Þar og í símum fé- lagsins, sem eru 551 8130 og 561 8130, eru veittar upplýsing- ar, teknar niður bókanir og tekið á móti fyrirbænum. SRFÍ. Stuðningur við ályktun Evrópuráðsins um ólögmætt og skaðlegt efni á Netinu Dæmi um gróft klám RÁÐHERRAR á ráðstefnu evr- ópskra ráðherra í Bonn í fyrra lögðu mikla áherslu á hlutverk einkaaðila í að verja hagsmuni neytenda og hafa siðferðislegar kröfur í heiðri. í því sambandi var lýst yfir eindregnum stuðningi við ályktun Evrópuráðsins frá því í febrúar í fyrra varðandi ólögmætt og skaðlegt efni á Netinu. Hérlendis hafa verið rannsökuð nokkur brot sem tengjast ólög- legri dreifmgu á klámi með tölv- um, einkum og sérflagi barnaklámi. Fyrir nokkrum miss- erum féll dómur í máli manns sem hafði orðið uppvís að því að sækja gróft klámefni á netið til geymslu í einkatölvu sinni, og nokkur fleiri dæmi eru kunn hérlendis um svip- að athæfi. í kjölfar þess að Rfldsútvarpið flutti fyrir fáeinum vikum frétt frá fréttaritara sínum í Sviss, byggða á fréttaskeyti frá AP-fréttastof- unni, um að bandaríska alríkislög- reglan hefði haft veður af íslensk- um notanda netsins sem hafði áhuga á barnaklámi, kannaði lög- reglan málið nánar. Fréttin reyndist vera röng að því leyti að FBI tengdist ekki málinu, en hins vegar hafði staðarlögregla í New Hampshire haft samskipti gegn- um netið við íslending sem var áhugasamur um slíkt efni. „Bandaríski lögreglumaðurinn sem vitnað var til hafði nefnt ís- land í röð annarra ríkja til að sýna fram á að allur heimurinn væri undirlagður af þessari starfsemi. Við könnum kom í ljós að málið var meira en árs gamalt og of gamalt til að hægt væri að rekja það hjá netþjónustunum að upp- runanum,“ segir Smári Sigm-ðs- son aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild embættis ríkislög- reglustjóra. FBI ræðst gegn barnaklámi í nóvember í fyri-a ávarpaði Stephen R. Wiley, yfirmaður þeirrar deildar bandarísku alríkis- lögreglunnar sem rannsakar of- beldisglæpi og alvarleg brot, und- irnefnd dómsmálanefndar full- trúadeildar bandaríska þingsins, sem fjallar um glæpi. í máli hans kom fram að rannsóknir FBI hafa leitt í Ijós að barnaníðingar leita eftir samskiptum við börn á spjall- rásum Netsins, enda eigi börn kost á því að ræða málin tímunum saman án vitundar eða samþykkis forráðamanna. Barnið viti ekki hvort „viðmælandinn" sé fjórtán ára eða fertugur. „FBI hefur rannsakað ríflega 70 mál sem tengjast barnaníðing- um sem hafa farið á milli ríkja til fundar við leynilögreglumenn sem þóst hafa verið börn eða ungling- ar, í þeim tilgangi að koma á ólög- mætu kynferðislegu sambandi,“ sagði Wiley. Hann nefndi tvö dæmi í því sambandi, annars veg- ar mál barnaníðings, kvænts þriggja barna föður, sem var handtekinn 1 nóvember 1995, eftir að hafa ferðast frá Minneapolis í Minnesota-fylki til Tampa í Flórída, með það í huga að eiga mök við stúlku sem hann hafði rætt við á spjallrásum Netsins og hélt að væri 13 ára gömul. „Fórn- arlambið" í þessu tilviki var á veg- um FBI og handtók manninn, sem hlaut dóm fyrir brot sitt. Þá var annar maður handtekinn á almenningsbókasafni í Springfí- eld í Virginíu eftir að hafa farið yf- ir fylkismörk í þeim tilgangi að eiga mök við ólögráða einstakling, 12 ára gamla stúlku. Þegar gögn í tölvu mannsins voru skoðuð, kom í ljós að hann hafði þóst vera 16 ára gamall þegar hann ræddi við fólk gegnum Netið, þar á meðal nokkr- ar aðrar stúlkur, 12 til 15 ára gamlar, sem hann hafði reynt að fá til lags við sig. Alríkislögreglan bandaríska, hefur að sögn Wiley, ráðist gegn útbreiðslu barnakláms á Netinu og hjá netþjónustum, og þeim barnaníðingum sem freisti þess að komast í samband við ólögi'áða einstaklinga í kynferðislegum til- gangi. Þeirri baráttu verði haldið áfram með fullum þunga. Níðingar tengjast á Netinu „FBI og aðrar löggæslustofnan- ir verða að halda áfram að þróa nýjungar á sviði rannsóknarað- ferða í því skyni að glíma við glæpi sem framdir eru í netheim- um, ásamt því að búa til traustar lagalegar forsendur í því skyni að styrkja slíkar rannsóknir og máls- höfðanir þeim tengdar," sagði hann. í Evrópu telja lögreglumenn að sá angi Netsins sem hér um ræðir, hafi valdið aukinni starfsemi á sviði barnavændis og styrkt tengsl barnaníðinga á svæðinu. Nokkrum sinnum á undanfórnum misserum hafa evrópsk lögreglu- lið tekið höndum saman í því skyni að vinna bug á slíku hátterni, og er ein árangursríkasta þeirra að- gerð sem kallaðist Operation St- arburst og beindist gegn bama- níðingum sem notfærðu sér Netið. I kjölfar átaksins var hópur manna handtekinn og sakfelldur vegna þessa, menn sem tengdust flestir lauslega í gegnum Netið. Árið 1996 var sett á stofn í Englandi Eftirlitsstofnun Netsins, eða Intemet Watch Foundation, og hóf hún að starfrækja símalín- ur í desember það ár, til að veita viðtöku ábendingum um ólöglegt efni á Netinu, þar á meðal barnaklám. Fyrstu sex mánuðina fékk stofnunin 374 ábendingar, þar af 257 í tengslum við barnaklám. Þorri þeirra átti rætur að rekja til Bandaríkjanna. PCI lún og fugueíhi m Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Finnolme sánaklefarnir koma í 27 stöðluðum stærðum eða smíðaðir eftir þínum óskum. Minna mál umboðið, s. 557 4244

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.