Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D 124. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Blóðsúthellinga í Kína minnst Albanir vara við stríði í Kosovo Pristina. Reuters. ÞÚSUNDIR manna komu saman í Hong Kong í gær til að minnast þess að níu ár eru liðin frá því mótmæli námsmanna á Torgi hins himneska friðar í Peking voru bæld niður með hervaldi. Kínverskir útlagar, þingmenn og mannréttindahreyfmgar í Bandaríkjunum minntust einnig blóðsúthellingamia og kröfðust þess að Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, hætti við fyrirhugaða ferð sína til Kína síðar í mánuðin- um. Þetta verður fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til landsins frá blóðbaðinu í Peking 1989. ■ Fórnarlamba minnst/24 PASKAL Milo, utanríkisráðherra Albaníu, varaði við því í gær að Kosovo væri „á barmi allsherjar- stríðs" og skoraði á þjóðir heims að gn'pa strax til aðgerða til að binda enda á „þjóðernishreinsanir" Serba í héraðinu. „Albanska stjórnin hefur skorað á Atlantshafsbandalagið, Öi’yggis- og samvinnustofnun Evrópu og Sameinuðu þjóðirnar að finna sem allra fyrst lausn sem miðar að því að stöðva þjóðernishreinsanirnar í Kosovo,“ sagði Milo. Utanríkisráð- heirann gagnrýndi ennfremur leið- toga Vesturlanda fyrir að hafa ekki tekið nógu hart á Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, og knúið hann til að binda enda á blóðsúthell- ingarnar. Leiðtogar albanska meirihlutans í Kosovo frestuðu í gær fundi með fulltrúum serbneskra stjórnvalda, sem átti að fara fram í dag, vegna átaka í héraðinu síðustu daga. Þrír menn féllu í átökum í gær og sögðu heimildarmenn innan serb- neska hersins að einn þeirra hefði fallið þegar „hryðjuverkamenn“ gerðu tilraun til að fara yfir landa- mæri Albaníu inn í Kosovo. Serbar eru sagðir hafa haldið áfram stór- skotaliðsárásum sínum í fyrrinótt. Þjóðverjar hvetja til aðgerða Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að ekki væri hægt að leyfa Slobodan Milos- evic Júgóslavíuforseta að halda áfram á þessari braut, Atlantshafs- bandalagið yrði að gera viðeigandi ráðstafanir sem fyrst. Þykir nú lík- legt að Tengslahópurinn svokallaði hittist 12. júní næstkomandi til að ræða vaxandi spennu í Kosovo. Albanar sögðu í gær að um ellefu þúsund flóttamenn hefðu síðan um helgina flúið yfir landamæri Júgó- slavíu til Albaníu vegna ofbeldisins í Kosovo. Þýsk stjórnvöld hvöttu til þess að þegar yrði reynt að stöðva fólksflóttann og sagði Klaus Kinkel að Þýskaland hýsti nú þegar 140.000 flóttamenn frá Albaníu og gæti ekki tekið við fleirum. Að- spurður taldi Kinkel að tími væri til kominn að Atlantshafsbandalagið sendi herlið á vettvang til að vernda landamæri Kosovo og Albaníu. Yfirvöld hefja rannsókn á orsök lestarslyssins í Þýskalandi Hugsanlegt að brotið hjól hafi valdið slysinu Eschede. Reuters. Reuters HELMUT Kohl, kauslari Þýskalands, gengur að slysstaðnum í bænum Eschede þar sem hraðlest ók á 200 km hraða á vegarbrú. Leiðréttið framtölin! BORÍS Fjodorov, nýr skatt- stjóri Rússlands, tilkynnti í gær að skattframtöl 1.000 kunnra manna yrðu tekin til sérstakrar athugunar. Sagði hann að með því að taka mál auðuga fólksins fóstum tökum væri vonandi unnt að koma því inn hjá landsmönnum að allir yrðu að gjalda keisaranum það sem keisarans væri. Eitt mesta meinið í rússnesk- um ríkisfjármálum er að skatt- heimtan er í molum og Fjodorov skoraði á skattgreið- endur að leiðrétta framtöl sín fyrir síðustu ár vegna þess að von væri á nýjum lögum þar sem skattsvikarar yrðu ekki teknir neinum vettlingatökum. ■ Viljum markað/25 Kjarnorkutilraunirnar Fimmveldin samþykkja aðgerðir Genf. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRAR fimm- veldanna samþykktu í gær að grípa til aðgerða sem fyrst til að afstýra því að kjarnorkutilraunir Indverja og Pakistana leiddu til vígbúnaðar- kapphlaups í Suður-Asíu. Utanríkisráðherrar fimmveld- anna, Bandaríkjanna, Kína, Rúss- lands, Bretlands og Frakklands, samþykktu þetta á skyndifundi í Genf. Ráðherrarnir fordæmdu kjarnorkutilraunirnar og lofuðu að vinna saman að því að afstýra víg- búnaðarkapphlaupi og fá Indverja og Pakistana til að leysa deilur sínar í samningaviðræðum. ÞÝSKA samgönguráðuneytið sagði í gær að hugsanlegt væri að hjól hefði brotnað af lestarvagni og valdið lest- arslysinu í bænum Eschede í Þýska- landi, sem kostaði að minnsta kosti 93 lífíð í fyrradag. Embættismenn í Neðra-Saxlandi sögðu að fundist hefðu skemmdir á brautarteinum tæplega sex km frá slysstaðnum og dagblað í Bonn skýrði frá þyí að einn vagnanna kynni að hafa farið þar af sporinu áður en lestin ók á 200 km hraða á vegarbrú. Björgunarsveitirnar höfðu í gær fundið 93 lík á slysstaðnum og not- uðu þrjá öfluga krana til að lyfta brúnni af vögnum ICE-hraðlestar- innar. Búist var við að fleiri lík fynd- ust í tveimur vögnum sem voru enn undir brúnni, en nánast útilokað er að fleiri finnist á lífi. „Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á alla sem fór- ust,“ sagði þýski embættismaðurinn Klaus Rathert. „Ekki er hægt að útiloka að hjól hafi brotnað af fremsta vagni lestar- innar og það hafi orðið til þess að lest- in fór út af teinunum," sagði talsmað- ur þýska samgönguráðuneytisins. Talsmenn þýsku járnbrautanna sögðu þó að ekki væri enn vitað hvað olli slysinu. Þeir tilkynntu að há- markshraði ICE-hraðlestanna yrði minnkaður úr 200 km á klukkustund í 160 km meðan öryggi þeirra yrði rannsakað til hlítar. 60 elstu lestirn- ar yi'ðu teknar úr notkun og rann- sakaðar. ICE-lestirnar hafa verið stolt þýsku járnbrautanna og flutt 133 milljónir farþega án alvarlegra slysa frá árinu 1991. „Fram hafa komið margar tilgátur um orsök slyssins," sagði Johannes Ludewig, stjórnai'formaður þýsku járnbrautanna. „Við getum ekki úti- lokað neitt. Við getum ekki útilokað að komið hafi upp vandamál í hjóla- búnaðinum." Skemmdir á brautarteinum Embættismenn í Neðra-Saxlandi sögðu að fundist hefðu skemmdir á brautarteinunum fimm til sex km frá brúnni. Þeir staðfestu að hluta frétt í dagblaðinu Rheinischer Merkur, sem sagði að rannsóknarmenn hefðu fundið vísbendingar um að einn vagnanna þrettán hefði farið út af teinunum um sex km frá brúnni. Blaðið sagði að fundist hefðu brot úr lestinni og för á brautarteinunum sem bentu til þess að hún hefði farið þar af sporinu. 28 lögregluþjónai- og 16 landa- mæraverðir hafa verið skipaðir í sér- staka nefnd til að rannsaka slysið. Búist er við að fyrstu niðurstöður nefndarinnar verði kynntar efth' tvo til þrjá daga. Þýskir embættismenn sögðu að útilokað væri að bifreið, sem fór í gegnum brúarhandriðið og niður á teinana, hefði valdið slysinu eins og talið var í fyrstu. Lestarstjórinn, sem komst lífs af, hefði sagt að engar hindranir hefðu verið á teinunum. Kohl skoðar slysstaðinn Helmut Kohl kanslai'i skoðaði slysstaðinn í gær, þakkaði björgun- arsveitunum og vottaði fjölskyldum fórnai'lambanna samúð sína. Gerhard Schröder, forsætisráð- herra Neðra-Saxlands og kanslara- efni þýskra jafnaðarmanna í kosn- ingunum í september, fór einnig á staðinn og sagði að björgunarsveit- irnar hefðu unnið „ofurmannleg af- rek“. Tugir ættingja farþega í lestinni biðu efth' fréttum af afdrifum þeirra í íþróttahúsi í Eschede og um 50 prestar og sálfræðingar veittu þeim áfallahjálp. 58 voru enn á sjúkrahúsi vegna slyssins og þar af slösuðust 43 alvar- lega. Susanne Kleinbrahms, ein þeirra sem komust lífs af, lýsti hryll- ingi slyssins á sjúkrahúsi í Hannover. „Það heyrðist einhvers konar ski’uðningur og síðan hvellur... Eg tókst á loft og lenti á einhverju. Fólk og sæti feyktust út um allt og gler- rúða skall á mér. Eg lá ofan á ein- hverjum. Það var ringulreið og allt á tjá og tundri. Vagninn vai- á hvolfi.“ ■ Rannsókn hafin/25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.