Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar Clinton í vil í deilu um vitnaskyldu Hafnar beiðni um að áfrýjun fái flýtimeðferð HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna hafnaði í gær beiðni Kenneths St- airs saksóknara um að flýta af- greiðslu áfrýjunar vegna deilunn- ar um hvort Bruce Lindsey, lög- fræðilegur ráðgjafi Bills Clintons Bandaríkjaforseta, og tveir líf- verðir hans væru undanþegnir vitnaskyldu vegna rannsóknarinn- ar á ásökunum um að forsetinn hefði framið meinsæri. Akvörðun dómstólsins er áfall fyrir Starr og líklegt er að nokkurra mánaða bið verði á því að hæstiréttur úr- skurði endanlega í deilunni. Alríkisdómari í Washington hafði úrskurðað að Lindsey og líf- vörðunum bæri að bera vitni í málinu og lögfræðingar forsetans vildu að áfrýjunardómstóll fjallaði um áfrýjun málsins áður en það færi til hæstaréttar. Starr vildi hins vegar að hæstiréttur tæki málið strax fyrir á þeim forsendu að það væri brýnt hagsmunamál fyrir þjóðina að deilan yrði út- kljáð sem fyrst. Venja er að bandaríski áfrýjun- ardómstóllinn fjalli íyrst um áfrýj- unarmál og á þvi hafa aðeins verið örfáar undantekningar, sem vörð- uðu hagsmuni þjóðarinnar, svo sem verkfall námamanna, lögtak á eignum Irans vegna gíslamálsins á síðasta áratug og Watergate- málið sem varð Richard Nixon að falli. Þar sem áfrýjunardómstóll- inn þarf að fjalla um málið er nú ljóst að endanleg afgreiðsla þess tefst í marga mánuði. Snýst um „líf eða dauða“ Lögfræðingar Clintons segja að Lindsey sé undanþeginn vitna- skyldu þar sem lögmenn þurfi ekki að bera vitni um samtöl sín við skjólstæðinga sína. Starr sagði að tilraun Clintons til að hindra að lögfræðingur í þjónustu ríkisins bæri vitni í sakamála- rannsókn, sem beindist að forset- anum sjálfum, væri „einsdæmi“ í sögu Bandaríkjanna, að Waterga- te-málinu undanskildu. Lewis C. Merletti, yfirmaður lífvarða forsetans, hefur haldið því fram að verði lífvörðunum gert að bera vitni geti það stefnt lífi Bandaríkjaforseta í hættu, þar sem hann kunni að forðast líf- verðina ef vitnaskylda þeirra verður staðfest. Starr sagði þetta styðja þau rök að hæstiréttur tæki málið strax fyrir þar sem það snerist um „líf eða dauða“ að mati yfirmanns lífvarðanna. Saksóknarinn sagði að lífverð- irnir væru mikilvægustu vitnin í rannsókn hans á ásökunum þess efnis að Clinton hefði borið ljúg- vitni um samband sitt við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfs- stúlku í Hvíta húsinu, og fengið hana til að fremja meinsæri. Starr sagði að rannsóknin væri mjög alvarlegs eðlis og krefðist sérstakrar dómsmeðferðar. „Það er brýnt hagsmunamál fyrir þjóð- ina að þessi sakamálarannsókn á forseta Bandaríkjanna verði leidd til lykta sem íyrst - að ákærur verði birtar, hugsanlegar skýrsl- ur um málshöfðun til embættis- missis gefnar út og ákvarðanir um hvort lögsókn verður hafnað tilkynntar. Tafarlaus umfjöllun hæstaréttar myndi verða því mik- ilvæga markmiði að mjög miklu gagni.“ Lewinsky fær nýja lögfræðinga Monica Lewinsky hefur rekið helsta lögfræðing sinn, William Ginsburg, sem hafði verið gagn- rýndur fyrir framgöngu sína í máli hennar. Ginsburg hafði birt opið bréf þar sem hann gaf til kynna að Lewinsky hefði átt í kynferðislegu sambandi við Clinton þótt hún hefði neitað því í eiðsvömum vitn- isburði. „Vegna harðneskjulegrar óvirðingar þinnar við stjórnar- skrárbundin réttindi kann þér að hafa tekist að afhjúpa kynferðis- legt samband tveggja fullorðinna einstaklinga," skrifaði hann. Ginsburg hefur sérhæft sig í skaðabótamálum vegna lækna- mistaka og í stað hans hefur Lewinsky ráðið tvo lögfræðinga, Plato Cacheris og Jacob Stein, sem hafa sérhæft sig í sakamálum. Á meðal þeirra sem Cacheris hef- ur varið eru Aldrich Ames, sem af- plánar nú lífstíðarfangelsisdóm fyrir njósnir, og Fawn Hall, ritari í Hvíta húsinu sem tengdist Iran- kontrahneykslinu á síðasta áratug. Stein var sérskipaður saksókn- ari í máli Edwards Meese, æðsta lögfræðilega ráðgjafa Ronalds Reagans, á síðasta áratug. Stein hreinsaði þá Meese af áburði um spillingu. Eþíópía og Eritrea Vel tekið í friðar- tillögur Addis Ababa. Reuters. EÞÍÓPÍA hefur samþykkt með fyrirvara bandarísk/rúandíska áætlun um vopnahlé í átökum Eþíópíumanna og Eritrea er geis- að hafa í tæpan mánuð við landa- mæri ríkjanna. Susan Rice, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti á fréttamannafundi í gær að Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu hefði tekið vel í tillögumar og sagt að ef stjórn sín teldi þær viðunandi myndu yfirvöld ganga að þeim. Samkvæmt tillögunum verða hersveitir Eþíópíu kallaðar á brott frá landamærabænum Badme til þeirra staða sem þeir höfðu á valdi sínu fyrir 6. maí, er átökin bratust út. Eritrear hafa viðurkennt að hersveitir þeirra hafi lagt til atlögu þann dag, en fullyrða að þær hafi einungis verið að taka aftur land sem Eþíópía hafi lagt undir sig hálfu ári áður. Hörð átök geisuðu í gær og gerðu Eþíópíumenn sprengjuárás á tvö þorp í Eritreu, auk þess sem hersveitir ríkjanna skiptust á skot- um. Engar fregnir bárast af mann- falli. Borg'arstj órinn í Teheran kemur fyrir rett á sunnudag Lagalegt og pólitískt þrætu- epli í Iran Teheran. Reutere. RÉTTARHÖLDIN yfir borgar- stjóranum í Teheran, Gholam- hossein Karbaschi, sem sakaður er um spillingu, virðast ætla að verða pólitískt og lagalegt þrætuepli íhaldssinna og frjálslyndra Irana. Karbaschi er einn mikilvægasti stuðningsmaður Mohammads Khatamis, forseta landsins og um- bótasinna. Iranskir embættismenn hafa lýst því yfir að réttarhöldin, sem hefjast eiga á sunnudag, verði haldin fyrir opnum tjöldum til þess að almenningur geti fylgst með. Mál Karbaschis olli harkalegum deilum milli stjómar Khatamis og dómsmálayfirvalda, þar sem íhaldssinnar hafa tögl og hagldir, í apríl sl., er Karbaschi var hnepptur í varðhald í tólf daga. Hann var lát- inn laus eftir hávær mótmæli frjálslyndra, sem sögðu handtök- una og spillingarákæramar þátt í pólitískum ofsóknum andstæðinga sinna. Vinsæll borgarstjóri Opinber stuðningur Karbaschis og ýmissa annarra skipti sköpum fyrir Khatami og leiddi til stórsig- urs hans í forsetakosningum fyrir rúmu ári, en þá studdi íhaldssöm klerkastétt landsins andstæðinga hans. Karbasehi er vinsæll borgar- stjóri vegna metnaðarfullra áætl- ana sinna um að breyta Teheran í nútímalega stórborg, en íhalds- sinnar telja fyrirætlanir hans ógn við tilvist torgverslana, sem marg- ar era í eigu stuðningsmanna þeirra, og ýta undir vestræna menningu. Fréttaskýrendur segja að Kar- baschi njóti nú orðið stuðnings margra sem áður gagnrýndu hann, þar eð margir Iranar líti á mál- flutninginn gegn honum sem nýj- ustu tilraun andstæðinga Khatamis forseta til að koma í veg fyrir að hann komi í framkvæmd umbótum er miða að því að auka félagslegt og pólitískt frelsi. Rétturinn neitar því að ástæður málshöfðunarinnar hafi nokkuð með pólitík að gera. Þetta sé ein- faldlega nýjasta málið af mörgum, sem höfðuð hafa verið gegn hátt- settum samstarfsmönnum borgar- stjórans, en margir þeirra hafa verið dæmdir til hýðingar eða fangelsisvistar fyrir ámóta sakir og bomar era á Karbaschi nú. Kíktu á míg, stundu m kem /irr o ni/sí T Níu ár frá árásinni á Torgi hins himneska friðar Reuters HERMENN sem stóðu vörð á Torgi hins himneska friðar í gær löguðu húfur sinar allir sem einn. Fórnarlamba var minnst í Hong Kong KÍNVERSKIR lögreglumenn höfðu mikinn viðbúnað í höfuðborg- inni Peking í gær, en þá voru m'u ár liðin frá því að mótmæli náms- manna á Torgi hins himneska friðar vora bæld niður með hervaldi. Létu mörg hundrað lífið er herinn réðst til atlögu þann 4. júní 1989. Eklri kom til mótmæla á torginu í gær, en lögreglumenn létu hins vegar til skarar skríða gegn manni í hjólastól og drógu hann æpandi á brott. Maðurinn í hafði reyndar ekki verið á ferð í pólitískum tilgangi, en hafði í frammi mótmæli við meintum misgjörðum embættis- manna gegn sér. Flestir þeirra, sem komu á torgið í gær, voru ferðamenn, og í mesta lagi vopnað- ir myndavélum. Það var í Hong Kong sem fram fóra í gær fyrstu almennu mótmæli sem haldin hafa verið í Kína gegn atburðunum fyrir níu áram. Lýð- ræðissinnar komu saman í Viktor- íugarði og lögðu þar blómsveiga til minningar um fómarlömbin. Komu mörg þúsund manns saman á úti- fundi í garðinum í gærkvöldi, þrátt fyrir úrhellis rigningu. Um 50 þús- und manns komu þar saman af þessu tilefni í fyrra, nokkra áður en Bretar afsöluðu sér völdum í Hong Kong og létu Kínverjum þau eftir. Mannréttindasamtök í Hong Kong greindu frá því að Zhao Zi- yang, fyrrverandi leiðtoga komm- únistaflokksins, sé gætt af lög- reglu, en hann hefur verið í hálf- gerðu stofufangelsi frá því hann varð að segja af sér. Gerðist það í kjölfar þeirrar ákvörðunar kín- verskra yfirvalda, undir stjórn Dengs Xiaopings, að lýsa yfir hem- aðarástandi í Peking og senda her- lið og skriðdreka gegn mótmæl- endum. Zhao hafði verið sakaður um að hafa tekið málstað námsmannaleið- toganna er fóru fyrir mótmælunum á torginu. Bao Tong, sem er fyrr- verandi ráðgjafi Zhaos, hefur ný- lega endurheimt pólitíska stöðu sína, eftir að hafa setið í fangelsi í sjö ár. Hann hefur að undanförau sett fram kröfur um pólitískar um- bætur í landinu, og segir íyrst og fremst þörf á að draga úr völdum kommúnistaflokksins. „Rótin að því sem gerðist 4. júní 1989 liggur í vandamálum innan kínverska stjórnkerfisins," sagði hann í viðtali við Reuters á mið- vikudag. „Þetta var stjómkerfi sem fólk átti erfitt með að hafa stjórn á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.