Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR UNNUR LEA SIGURÐARDÓTTIR + Unnur Lea Sig- urðardóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 9. ágúst 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 30. maí síðastliðinn. Unnur Lea var dóttir hjón- anna Sigurðar Helgasonar, f. 11.12. 1888, d. 24.7. 1935 (foreldrar Helgi Jónsson og Guðríður Sigurðardóttir) og Elínborgar Guðnýj- ar Ólafsdóttur, f. Lea ólst upp í Vest- mannaeyjum ásamt systkinum sínum en tvö systkini hennar létust ung, þau Helgi og Sigríður. Önnur systkini hennar eru Oddný Ólafía, f. 15. ágfúst 1916, Pétur, f. 30. júlf 1921, og Helgi, f. ll.júní 1925. Hinn 31. desember 1941 giftist Unnur Lea Helga Bergvins- syni, skipstjóra og út- gerðarmanni, f. 26.8. 1918, d. 16.5. 1989. 8.11. 1893, d. 15.12. 1944 (for- eldrar Ólafur Magnússon og Oddný Björnsdóttir), og var hún þriðja barn þeirra hjóna. Unnur Látin er tengdamóðir mín, Unnur Lea Sigurðardóttir. Lea, eins og hún var ávallt kölluð, hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða, þannig að fráfall hennar kom ekki á óvart. Það var aðdáunarvert, hvað hún tók veikindunum með miklu æðruleysi og fram á síðasta dag hélt hún þeirri reisn og þeim léttleika sem einkenndi hana alla tíð. Þegar Lea var 13 ára gömul missti hún föður sinn, þegar hann hrapaði í Miðkletti þar sem hann Foreldrar hans voru Bergvin Jó- hannsson, f. 21.6. 1881, og Rósa Magnúsdóttir, f. 1.8. 1882. Börn Unnar Leu og Heiga eru: 1) Viktor var við fuglaveiðar. Þetta varð henni mjög þungbært og tók hún hátíðlegt loforð af bömum sínum að fara aldrei í klettaklifur. Þessi miss- ir hefur vafalaust mótað líf hennar verulega enda var hún vakin og sof- in yfir velferð bama sinna og barna- bama. Lea var fylgin sér og þrátt fyrir hjartagalla æfði hún og keppti í handknattleik og sló í engu af. Lea giftist 31. desember 1941 Helga Bergvinssyni, skipstjóra og útgerð- Berg, f. 21.7. 1942, kvæntur Stef- aníu Þorsteinsdóttur, böm þeirra Þorsteinn, f. 31.3. 1963, Helgi Berg, f. 16.3. 1967, og Gunnar Berg, f. 27.7. 1976. 2) Sigríður Elínborg, f. 19.9. 1943, bamsfaðir Ólafur Gránz, börn þeirra Lea Helga, f. 30.5. 1964, og íris Berg, f. 19.10. 1967. 3) Rósa, f. 14.10. 1945, gift Páli H. Kristjánssyni, f. 7.9. 1942, börn þeirra Bjarnveig, fædd 16. júní 1965, Unnur Lea, f. 27.7. 1966, Viktor Stefán, f. 20.6. 1972, og Örn Egill, f. 1.3. 1976. 4) Sigrún Birna, f. 11.10. 1952, barnsfaðir Bergvin Fannar Jónsson, börn þeirra Kristín Berg, f. 24.12. 1975, og Helgi, f. 18.9. 1977. 5) Sólrún, f. 5.11. 1960, gift Oddi K. Thoraren- sen, böm þeirra Oddur Carl, f. 8.10. 1987, Birkir Helgi, f. 28.8. 1989, og Lea Margrét, f. 21.3. 1995. Barnabamabörn em 12. Utför Unnar Leu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16. armanni, og hófu þau búskap að Ási í Vestmannaeyjum, þar sem þeim fæddist fyrsta bamið. Síðan fluttu þau að Sunnuhlíð til þeirra sæmdar- hjóna Viktoríu Jónsdóttur og Hall- dórs Eyjólfssonar. Til þeirra hjóna þekkti Lea vel, enda velgerðarmenn hennar á yngri ámm. Þegar ég fyrst kynntist þeim hjónum, Leu og Helga, sá ég strax að þar fóm glæsileg og stórbrotin hjón. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og snyrtilegt og hefði sæmt hvaða þjóðhöfingja sem var. Lea hafði einstak lag á því að raða í kringum sig fallegum hlutum og var vel til þess vandað þegar valinn var húsbúnaður til heimilishaldsins og þegar til veislu var boðað. Lea hafði gaman af ferðalögum, lestri góðra bóka og þá skemmdi það ekki fyrir ef góður söngur og dans var annars vegar, enda var það henni mikil uppörvun að taka þátt í stai-fí eldri borgara og var þar stiginn dans, gjarnan meira af vilja en mætti. Samband Leu við systkini sín var alla tíð einstaklega gott og þó að á engan sé hallað verður þar aldrei nógsamlega þakkað Pétri, bróður hennar, sem leit til hennar daglega enda var Lea hin síðari ár í næstu íbúð við hann og er það ekki síst honum að þakka hversu lengi Lea gat búið útaf fyrir sig. Þá áttu þær systur, Lóa og Lea, ánægjulegar stundir á Hraunbúðum. Nú þegar leiðir skilja leitar hug- urinn til baka og þá er margs að minnast og ekki síst að þakka fyrir. Við kveðjum öll ástríka móður, tengdamóður og ömmu, þrautum hennar er lokið, hún hefur haldið til nýrra heimkynna og þar hafa tekið á móti henni ástvinir sem farið hafa á undan. Minningin um þig, Lea mín, mun ylja okkur sem eftir lifa og gera okkur það léttbærara að vera án þín. Veit henni, drottinn, þína eílifu hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa henni. Hún hvíli í þínum friði. (Forn bæn.) Páll H. Krisljánsson. Ó, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hjjómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr.) A afmælisdaginn minn, hinn 30. maí sl., lést ástkær amma mín í Vestmannaeyjum. Hún var svo ótrúlega stór hluti af mínu lífí; frá- bær vinur og stórkostleg fyrir- mynd. Ég vildi óska að ég líktist henni meira. Pú færð að sofa er vorsins vörmu hendur vagga í gælni og rælni stráum ungum og jjósgrænn stararsprotinn talar tungum við tjamarvatnið blátt, en drottins sól, á degi mikils friðar, hún dregur örþunn slæðutjöld til hhðar: ó hafið ekki hátt, og hratt og kyrrlátt yfir undirlendi og allt til miðra hh'ða skugga vefur af htlu skýi. Hljóður hreyfir \nð hárlokkum þínum góður blær. Þú sefúr. (Guðmundur Böðvarsson.) Með hjartans þökk fyrir sam- fylgdina. Þín nafna, Lea Helga. ATVINNUAUGLÝSINGA Heilsugæslulæknar Tvær stööur heilsugæslulækna við heilsu- gæslusvið Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Keflavík, eru lausar til umsóknar og veitast sem fyrst. Umsækjendur skulu hafa viðurkenningu sem sérfræðingar í heimilislækningum. Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 15. júní nk. á sérstökum eyðublöðum, sem látin eru í té á skrifstofu Heilbrigðisstofnunarinnar, Mánagötu 9, Keflavík, og á skrifstofu landlækn- is. Stöðin er greind sem dreifbýli. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 422 0580 og yfirlæknir sviðsins í síma 422 0500. Keflavík, 31. maí 1998, framkvæmdastjóri. Hárgreiðslusveinar/ meistarar óskast í bæ í suður-Noregi, þarf að geta unnið sjálfstætt. Húsnæði er fyrir hendi. Upplýsingar í síma: 370 24240, Henni eða Mona, Salong Hárfagre, Postbox 1728, Torvgt. 5, 4800 Arndal, Noregi. Tónlistarkennarar Eftirtalin störf eru laustil umsóknarviðTónlist- arskóla Njarðvíkur: Staða píanókennara og undirleikara, hluta- starf. Staða blokkflautukennara, hlutastarf. Staða slagverkskennara, hlutastarf. Upplýsingar um stöðurnar veitir Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri í síma 421 2903 eða 421 3995. Umsóknir sem tilgreina aldur, menntun og fyrri störf sendast Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík fyrir 15. júní. Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknistil afleysinga ótíma- bundið við heilsugæslusvið Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, Keflavík, er laustil umsóknar og veitist sem fyrst. Umsækjendurskulu hafa viðurkenningu sem sérfræðingar í heimilislækningum. Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 15. júní nk. á sérstökum eyðublöðum, sem látin eru í té á skrifstofu Heilbrigðisstofnunarinnar, Mánagötu 9, Keflavík og á skrifstofu landlækn- is. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 422 0580 og yfirlæknir sviðsins í síma 422 0500. Keflavík 31. maí 1998, f ramkvæmd ast jó ri Húsgagnasmíða- nemar Vegna mikilla verkefna óskum við eftir hús- gagnasmíðanemum á samning. Umsóknir sendist til afgreiðsu Mbl. fyrir 11. júní, merktar: „GK-hurðir — 4951". HURÐIR Hvaleyrarbraut 39, Hafnarfirði. Bakari — kökugerðarmeistari Óskum eftir að ráða duglega og reglusama bakara og kökugerðarmeistara til starfa. Góð laun og vinnuaðstaða. Óskum einnig eftir aðstoðarfólki í sal. Upplýsingar gefur Óttar Sveinsson, framleiðslu- stjóri, í síma 533 3000 næstu daga. SJÚKRAHÚS REYKJ AVÍ K U R Hjúkrunarfræðinga bráðvantar í störf 1. júlí 1998 Stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar á öllum deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur þann 1. júlí nk. Nánari upplýsingar veita hjúkrunar- framkvaerndastjórar og hjúkrunardeilda- stjórar í síma 525 lOOO. Launakjör sam- kvæmt kjarasamningi vid Félag íslenskra hjúkrunarfrædinga. Samherji hf. auglýsir eftirfólki til starfa í verksmiðju Strýtu á Akureyri. Um vaktavinnu er að ræða. Áhugasamir hafi samband í síma 462 1466. Sveitarstjóri Sveitarstjóri óskast til starfa hjá Öxarfjarðar- hreppi nú þegar. Reynsla af sveitarstjórnarmál um æskileg. Krefjandi og skemmtilegt starf fyrir framsækna manneskju. Góð laun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar veitir Rúnar Þórarinsson oddviti í síma: vs. 465 2319, hs. 465 2225 eða 465 2226. Kjötiðnaðarmenn Fjallalamb hf., Kópaskeri vantar kjötiðnaðar- mann með meistararéttindi. Starfið felst í víð- tækri verkstjórn og starfi í kjötvinnslu með ýmsa framtíðarmöguleika þar sem áhersla er lögð á vinnslu úr lambakjöti. Upplýsingar í síma 465 2140 og boðtæki 842 4263. Fjallalamb hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.