Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ „Sálumessa breskra fiskimanna“ afhjúpuð á Patreksfírði MINNISVARÐI um sjósókn breskra sjómanna á íslandsmiðum og þá sem fórust við íslandsstrend- ur var afhjúpaður á Patreksfirði sl. laugardag. Minnisvarðinn heitir „Sálumessa breskra fiskimanna“ og er eftir Jón Sigurpálsson myndlist- armann á Isafirði. Minnisvarðinn er gefinn af íbúum og borgarstjórnum Aberdeen í Skotlandi og Grimsby og Hull í Englandi. Sjávarútvegsráðherra Breta Elliot Morley afhjúpaði minnisvarð- ann, en meðal annarra gesta sem viðstaddir voru afhjúpunina voru James McCulloch sendiheiTa Breta á íslandi, fulltrúar borgarstjórna Aberdeen, Grimsby og Hull og ætt- ingjar sjómanna sem drukknuðu við íslandsstrendur auk manna sem stunduðu sjó við ísland frá Grimbsy og Hull. Athöfnin hófst með stuttri helgi- stund í Patreksfjarðarkirkju. Að henni lokinni lögðu sjávarútvegs- ráðherra Breta og breski sendi- herrann blómsveiga að gröfum breskra sjómanna sem jarðsettir eru í kirkjugarðinum á Patreks- firði. Að því búnu var haldið að minnisvarðanum, þar sem hann var afhjúpaður af sjávarútvegsráðherra Breta. Hann hélt stutta ræðu þar sem hann lýsti ánægju sinni með minnismerkið, og hve vel það túlk- aði tengslin milli þjóðanna og ná- lægð sjómanna við náttúruöflin. Hann benti á að verkið legði áherslu á þá hörðu baráttu stáls og steins, sem á sér stað við skips- strand. Þar sem minnismerkið hef- ur krosslögun, undirstrikar það þá trú sem bærist í flestum og kemur kannski hvað sterkust fram þegar maðurinn lendir í lífsháska. James McCulloch, breski sendiherrann, las 23. Davíðssálm og sr. Hannes SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Breta, Elliot Morley, afhjúpar minnisvarðann um breska sjó- menn á Vatneyri á Patreksfirði sl. laugardag. Björnsson sóknarprestur blessaði minnisvarðann. Borgarfulltrúar frá Grimsby, Hull, Aberdeen og fleiri aðilar lögðu að því búnu blóm að minnismerk- inu. Það voru bæði íslenskir aðilar sem tengjast togaraútgerð Breta við íslandsmið og eins aðilar sem komu frá Bretlandi gagngert til að verða viðstaddir afhjúpunina. Að at- höfninni lokinni var haldið til kaffi- samsætis í Félagsheimili Patreks- fjarðar í boði Vesturbyggðar. Höf- undi verksins voru færðar þakkir fyrir góða og fallega hönnun, og gestgjöfunum voru færðar gjafir og þakkir fyiár hlýlegar móttökur og ánægjulega samverustund. Morgunblaðið/Finnur Pétursson L. IRONSIDE borgarfulltrúi frá Aberdeen, A. Bovill borgarfulltrúi frá Grimsby, J. Mulgrove borgarfulltrúi frá HuII, Jón Sigurpálsson mynd- listarmaður og höfundur minnisvarðans, Elliot Morley sjávarútvegs- ráðherra Breta, James Iron McCuIloch sendiherra Breta á Islandi og Viðar Helgason ba/jarstjóri Vesturbyggðar, við afhjúpun minnisvarð- ans sl. laugardag. Ný Hagkaupsverslun við Smáratorg í Kópavogi Sú stærsta á landinu Morgunblaðið/Arnaldur VIÐSKIPTAVINIR á fyrsta opnunardegi. HAGKAUPSVERSLUN var opnuð í gærmorgun við Smáratorg í Kópa- vogi. Hún er um 5.000 fermetrar á stærð og er stærsta verslun sinnar tegundar á landinu. Sigurður Reynaldsson er versl- unarstjóri í nýju versluninni. „Við opnuðum klukkan 10 og þá lék lúðrasveit fyrir gesti og viðskipta- vini. Veitingar eru í boði, andlits- málun fyrir yngri kynslóðina og svo ýmis tilboð og kynningar. Lokaund- irbúningur stóð fram á morgun, svona að hætti íslendinga, en þetta gekk allt upp á endanurn." Bflastæði full Sigurður segir bílastæðin hafa fyllst snemma morguns og stöðug- an straum hafa verið um verslun- ina. „Ég kalla það gott að sjá svona stórt bílastæði fyllast á fimmtu- dagsmorgni. Auðvitað er það um- hugsunarefni hvort bílastæðið sé nógu stórt. Það eru stæði fyrir um það bil 500 bíla hér á planinu fyrir framan og tvö- til þrjúhundruð stæði í bílahúsi undir versluninni. Við höfum svo möguleika á að fjölga stæðunum eitthvað í kringum húsið.“ Upp úr hádegi giskaði hann á að þegar hefðu á þriðja þúsund manns komið í verslunina. Sigurður segir fólk í nágrenninu hafa beðið opnun- arinnar með óþreyju svo líklega hafi það verið í meirihluta við- skiptavina á opnunardaginn. Heildsalar og verslunarmenn komi líka gjarnan til að kanna aðstæður þegar nýjar verslanir eru opnaðar. Við inngang verslunarinnar er krakkahorn, þjónustuborð og sölu- turn á vegum Hagkaups. Þar hafa líka aðstöðu Bæjarins beztu, útibú frá SPRON, framköllunarþjónusta, efnalaug og skósmiður. Sigurður hefur orð á því að sér finnist Bæjar- ins beztu sóma sér vel í þessu nýja umhverfi, „biðröðin í pylsurnar gef- ur svolitla miðbæjarstemmningu." Birgðir í búðinni Sigurður telur verslunar- og þjónustukjarnann við Smáratorg styrkjast enn frekar við opnun Hag- kaupsverslunarinnar. „Fólk kemur þangað sem vöruúrvalið er gott, 2/3 hlutar verslunarinnar eru undir sér- vöru og 1/3 undir matvöru. Ekkert kjötborð er í henni en forpakkaðar ferskar kjötvörur er samt sem áður á boðstólum." Sigurður segir úrval af raftækjum mjög gott og úrvalið eigi enn eftir að aukast í ýmsum sérdeildum. Það sem gerir þessa verslun einkum frábrugðna öðrum Hagkaupsverslunum er að allar birgðir eru inni í búðinni. „Efstu hillurnar eru undir birgðir svo áfyll- ing á að ganga hratt fyrir sig og hagræði er að því að sjá lagerinn með því að líta yfir verslunina." Staðsetningin við Smáratorg er að mati Sigurðar góð. „Það er full þörf fyrir þessa verslun hér. Upp- byggingin í Kópavoginum er t.d. mjög hröð og íbúum hefur fjölgað mikið upp á síðkastið. Staðsetning verslunarinnar er sérstaklega Sigurður Guðrún Reynaldsson Magnúsdóttir heppileg fyrir Hafnfirðinga, Kópa- vogsbúa og Breiðhyltinga.“ Viðskiptavinir ánægðir með staðsetningu Guðrúnu Magnúsdóttur líst vel á verslunina. „Þetta minnir dálítið á Miklagarð. Ég er sérstaklega ánægð með fatadeildina, úrvalið þar er mjög gott. Ég bý í Hafnarfírði svo staðsetningin hér í Smáranum er góð fyrir mig, maður á eftir að koma hingað aftur.“ Hrefna Jónsdóttir var ekki búin að skoða alla búðina en var ánægð með það sem hún hafði séð. „Úrval- ið í snyrtivörudeildinni er t.d. fínt. Annars er ég að flytja norður svo Hrefna Bjarni Jónsdóttir Nikulásson þetta verður ekki beinlínis í leiðinni fyrir mig. En ég er úr Kópavogin- um og Kópavogsbúar sækja ábyggi- lega hingað." Bjami Nikulásson segist ekki átta sig á því hvemig þetta geti allt borið sig. „Elko og Rúmfatalager- inn eru hér við hliðina og að hluta til eru þetta sömu vörur sem verslan- imar bjóða, maður spyr sig hvort þetta geti gengið til lengdar. Þetta er ansi stór verslun, minnir helst á verslunarmiðstöðvar erlendis. Ég er úr Hafnarfirðinum svo þessi verslun liggur ágætlega við fyrir mig og aðkoman hér er góð. Hins vegar er ekki allur munur á því að keyra í Smárann eða í Kringluna. Y eðurklúbburinn á Dalvík spáir „Enn á eftir að skjálfa“ VEÐURKLÚBBURINN á Dalbæ á Dalvík spáði síðast fyr- ir jarðskjálftum og hafa þeir spádómar nú ræst með kröftug- um skjálftakippum síðustu daga á Hengilssvæðinu og við Herðubreiðarlindir. I nýrri spá frá klúbbnum segja þeir að enn eigi eftir að skjálfa. Spámenn á Dalvík telja að júnímánuður verði ágætur, heldur kalt og þurrt, en veðrið batni eftir því sem líður á mán- uðinn og góðviðrisdagar verði inn á milli. Útlit fyrir sprettu segja þeir ekki slæmt. Þeir spá góðviðri norðanlands á þjóðhá- tíðardaginn, þó hitatölur verði ekki himinháar. „Á Jónsmess- unni 24. júní, þegar nýtt tungl kviknar í NNÁ, teljum við að sumarið komi, með hlýindum, rigningu og sól og öllu sem því fylgir," segir í nýjustu spá veð- urklúbbsins. Næturskíði á Jónsmessu FYRIRTÆKIÐ Snjófell á Arn- arstapa ráðgerir að opna skíða- lyftu sína á Snæfellsjökli næt- urlangt um helgar í sumar og verður fyrst opnað 19. og 20. júní nk. Áð sögn Tryggva Kon- ráðssonar, eins eiganda fyrir- tækisins, er þessi hugmynd til komin vegna fjölda áskorana skíðamanna. Á nóttunni er besta skíðafærið þar sem snjó- bráð er í lágmarki og snjótroð- arar ná vel að vinna úr snjón- um. Ágæt aðsókn hefur verið að svæðinu en þó segir Tryggvi að fólk sé enn að uppgötva að hægt sé að skíða þrátt fyrir snjóleysið. Hann gerir ráð fyiir að svæðið verði opið til loka júlímánaðar. Lyfta Snjófells var sett upp í febrúar sl. og er hún 470 m. Hálendisvegir opnaðir fyrr en áður VEGIR um hálendið eru að opnast. Nú er fært í Eldgjá úr Skaftártungum og í Land- mannalaugar frá Sigöldu. Einnig er orðið fært til Hvera- valla að norðan og einnig um Hólssand milli Grimsstaða á Fjöllum og Oxarfjarðar. Uxahryggir eru færir fyrir jeppa og áætlað er að Kaldidal- ur opnist fyrir jeppa í dag. Vegir um hálendið eru opnað- ir mun fyrr nú en í meðalári. Vegurinn í Landmannalaugar opnast í meðalári 3. júlí og hefur fram til þessa ekki verið opnað- ur fyrr en 20. júní. Kjalvegur hefur verið opnaður í fyrsta lagi 20. júní en 2. júlí í meðalári. Uxahryggir opnast í meðalári 26. júní og Kaldidalur 5. júlí. Sameiginlegt vinstra framboð Málefnavinnu að ljúka MÁLEFNAHÓPAR, sem vinna að undirbúningi sameiginlegs framboðs stjórnarandstöðu- flokkanna eru að ljúka störfum í þessari viku, að sögn Margrétar Frímannsdóttur, formanns Al- þýðubandalagsins. Einn hópur hefur þegar lokið störfum en Margrét sagði að niðurstöður hópanna verði teknar fyrir á miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins um miðjan júní og gerð- ar opinberar um það leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.