Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 56
K 56 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ RU BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Aðalsafn Þingholtsstræti 2$a verður opið á laugardögum í júní og júlí frá kl. 13-15. Aðaisafn er steinsnar frá TjSminni og Laugaveginum og því upplagt að heimsækja það um leið ogskroppið erí bæinn. Safnið hefur upp á margt að bjóða fyrir alla aldurshópa. Verið velkomin. Starfsfólk Borgarbókasafns Þingholtsstræti 298. í DAG VELVAKAMK Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Athugasemd við grein VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Eg vil gera athugasemd við greinina „Boðin sömu laun og lækna- og hjúkrun- aiTÍtunim" sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugar- dag, 30. maí. Greinin er samantekt islenskra hjúki'- unai-fræðinga og eru þær að bera sig saman við læknaritara. Það væri fróð- legt að vita hvaðan þær fá þessai' tölur, 114 þús. í mánaðarlaun, vegna þess að á Borgarspítalanum hafa hjúkrunarritarar byi'junai'- laun 71.026 kr. og í efsta þrepi eru launin 87.427 kr. eftir 18 ára starf. Þessar tölur miðast við 100% starf. Þess ber að geta að flestar eru í hálfri til sjötiu og fímm prósent stöðu. Hjúkrunarritari. Þakkir fyrir góða þætti MIG langar að þakka Þresti Haraldssyni fyrir þættina Vikulokin á laug- ardögum. Þessir þættir eru búnir að vera í 3 ár og vil þakka stjórnanda fyrir þennan frábæra þátt. Einnig þakka ég fyrir þátt- inn Samfélagið í nærmynd sem er alla virka daga á Rás 1. Þessir þættir eru báðir frábærir. Sigríður Ásta. Áhugi á notuðum frímerkjum WILL Dunne, sem býr í Ástralíu, hefur mikinn áhuga á að komast í sam- band við fólk sem hefur áhuga á notuðum frímerkj- um. Heimilisfangið hjá honum er: Will Dunne, 6 Orona Crescent, Brentwood 6153, Perth, Australia. Tapað/fundið Fila-skór teknir í misgripum FILA-skór, hvítir nr. 36, voru teknir í misgripum í Árbæjarsundlaug á annan í hvitasunnu. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 566 8456 eða skili þeim til Árbæj arlaugar. Hálsmen týndist HÁLSMEN, sem er járn- stjarna í sveru bandi, týndist á fimmtudag í síð- ustu viku. Þeir sem hafa orðið varir við hálsmenið hafi samband í síma 554 3188. Gleraugu í óskilum GLERAUGU í hulstri merkt Titanium, með sól- hlíf, fundust í Lautasmára sl. laugardag. Upplýsingai' í síma 564 3745. Sólgleraugu og næla 1 óskilum SKILIN voru eftir tvenn sólgleraugu í Gróðrarstöð- inni Mörk og fundist hefur ein silfurbrjóstnæla. Upp- lýsingar í síma 581 4288. Þessi köttur er týndur ÞESSI köttur hvarf frá heimili sínu við Dalsel laugardaginn 30. maí um hádegisbil. Hann er svart- ur og hvítur með rauða hálsól og merki í eyra. Hann er mjög heimakær. Við óttumst að hann hafi lokast einhvers staðar inni. Við biðjumn fólk vinsam- lega að líta í kjallara og geymslur og láta vita í síma 557 3461. Svartur fress týndist í Hafnarfírði SVARTUR fress, með hvíta doppu undir hökunni og bleika ól, 5 mánaða, týndist úr Stuðlabergi 42, Hafnarfirði, 7. mai. Þeir sem hafa orðið varir við kisa hafi samband í síma 555 4089. Kettlingar Níu vikna kassavanii- kett- lingar fást gefms. Upplýs- ingar í síma 554-0902. Köttur fannst SVARTUR og hvitur högni fannst í miðbænum sl. laugardag. Eigendur geta haft samband í síma 552 3842. Simmi er týndur SÍAMSKÖTTUR, fress, hvítur og brúnsvartur hvarf frá Hrauntungu í Hafnarfirði fyrir rúmlega viku. Hann er ekki með ól en eyrnamerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 555 1636. Kettlingar fást gefins FIMM kettlingar fást gef- ins. Kassavanir og 9 vikna. Upplýsingar í síma 554 0798. SKAK llinsjón Margeir Pélurs.son Staðan kom upp á alþjóð- legu móti í Aberdeen í Skotlandi í vor í viðureign tveggja heimamanna. Jon- athan Rowson (2.485) hafði hvítt og átti leik gegn Jonathan Grant (2.275). 26. Bxh6!! - gxh6 27. Hxf7+ - Kxf7 28. Dg6+ - Kf8 29. Dxh6+ - Kg8 30. He4 - Rf6 31. exf6 - Bxf6 32. Hg4+ og svartur gafst upp._ Minningarmótið um Freystein Þorbergsson hefst í kvöld kl. 20 í félags- heimili Skákfélags Hafnar- fjarðar, Dverg, Suðurgötu 2. Mótið er helgarmót. Á laugardag og sunnudag eru umferðir kl. 11 og 16.1 kvöld eru tefldar þrjár at- skákir, en fjórar kapp- skákir hina dagana. Verð- laun: 20 þús., 12 þús. og 8 þús. HVÍTUR leikur og vinnur Víkverji skrifar... Frétt Morgunblaðsins í gær þess efnis að knattspyrnumaðurinn Arnór Guðjohnsen væri á heimleið eftir 20 ár í atvinnumennsku erlendis var sérlega ánægjuleg. Þó Arnór verði 37 ára síðar á þessu ári og ferill hans sem leikmanns farinn að stytt- ast í annan endann, má telja fullvíst að hann eigi eftir að setja skemmti- legan svip á deildarkeppnina í leikj- um Valsliðsins. xxx að gerist ekki oft að bestu at- vinnumenn Islands komi heim og leiki hér áður en þeir leggja skóna á hilluna, eftir glæsilegan feril í útlandinu, en Víkverja er minnis- stætt þegar Karl Þórðarson kom heim á ný og lék með Skagamönnum með góðum árangri og Atli Eðvalds- son kom sömuleiðis heim og lék með Val og síðar KR, eftir mörg góð ár hjá erlendum félögum. X X X Arnór Guðjohnsen hefur þótt einn allra besti leikmaðurinn i sænsku deildarkeppninni siðustu ár- in. Hann hefur sannað að lengi lifir í gömlum glæðum. Víkverji man þeg- ar Arnór lék hér heima með Víking- um á sínum tíma, fór þá á kostum ungur að árum. Eiður Smári sonur hans kom síðan fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum með Val, hélt svo í atvinnumennsku en meiðsli hafa sett strik í reikning hans og Eiður er á mála hjá KR í sumar. Því er ljóst að knattspyrnuáhugamenn bíða spenntir, ekki síst eftir síðari leik KR og Vals, sem verður í tíundu umferð, mánudagskvöldið 20. júlí. Þá mætast þeir feðgar væntanlega í fyrsti skipti á vellinum. xxx Vert er að vekja athygli á frábær- um lestri Arnars Jónssonar leik- ara á Sjálfstæðu fólki Halldórs Lax- ness í þættinum Víðsjá á Rás 1 á sjötta tímanum hvern virkan dag. Gaman er að lesa bókina sjálfur en ekki verra að fá Bjart og aðrar per- sónur sögunnar leiklesnar á þann hátt sem Arnar býður upp á. xxx Annar liður í dagskrá Rásar 1, sem Víkverji missir helst aldrei af, er djassþáttur Lönu Kolbrúnar Eddudóttur, fimm fjórðu. Hann er ú dagskrá eftir fréttirnar kl. 16 á föstudögum, þegar Víkverji hefur reyndar sjaldnast tíma til að sitja við útvarpið, en annað tækifæri gefst; þátturinn er sem betur fer endurtek- inn strax eftir fréttir á miðnætti. Það er ekki heppilegasti hlustunartími sem hugsast getur, en mikið er leggjandi á sig fyrir góðan þátt. xxx að er annars umhugsunarefni, að mati Víkverja, hvort ekki sé ástæða til að fjölga djassþáttum í dagskrá Rásar 1. Og hvað með hinar útvarpsstöðvamar? Unnendur klass- ískrar tónlistar fá vænan skammt á Rás 1 og stjanað er við þá á þeirri góðu stöð Klassík FM, en er ekki full ástæða tíl að þjóna djassgjeggurum betur? xxx Ohætt er að mæla með kvik- myndahátíðinni Vorvindum, sem nú stendur yfir í Háskólabíói og Regnboganum. Myndirnar eru hver annarri betri og þær sem sýndar eru þessa vikuna - Dauði í Grenada í Há- skólabíói og Hin ljúfa eilífð í Rogn- boganum - eru báðar mjög góðar. Víkverja var bent á að aðdáendur myndarinnar Bréfberinn (II Postino) sem sýnd var hérlendis fyrir nokkrum árum, ættu ekki að láta Dauði í Grenada fram hjá sér fara. Hún sé svipaðs eðlis og sú frábæra mynd um Nóbelsskáldið Pablo Neruda. Það eitt fannst Víkverja nóg til að sjá myndina í Háskólabíói. xxx Einhverju sinni þegar kvikmynda- gerðarmenn í Hollywood bar á góma sagði Halldór heitinn Laxness eitthvað á þessa leið: Guð hjálpi aumingja mönnunum. Þeir halda að þetta sé list! Og benti á að enn þann dag í dag væri i raun verið að búa til sömu myndina í Hollywood og fyrir mörgum áratugum. Orð skáldsins rifjast óneitanlega upp þegar horft er á listagóðar myndir eins og þær sem þessa dagana eru í boði á Vor- vindum. Þá er sorglegt til þess að hugsa hve mikið rusl úr smiðju þeirra í Hollywood flæðir yfir heim- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.