Morgunblaðið - 05.06.1998, Side 56

Morgunblaðið - 05.06.1998, Side 56
K 56 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ RU BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Aðalsafn Þingholtsstræti 2$a verður opið á laugardögum í júní og júlí frá kl. 13-15. Aðaisafn er steinsnar frá TjSminni og Laugaveginum og því upplagt að heimsækja það um leið ogskroppið erí bæinn. Safnið hefur upp á margt að bjóða fyrir alla aldurshópa. Verið velkomin. Starfsfólk Borgarbókasafns Þingholtsstræti 298. í DAG VELVAKAMK Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Athugasemd við grein VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Eg vil gera athugasemd við greinina „Boðin sömu laun og lækna- og hjúkrun- aiTÍtunim" sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugar- dag, 30. maí. Greinin er samantekt islenskra hjúki'- unai-fræðinga og eru þær að bera sig saman við læknaritara. Það væri fróð- legt að vita hvaðan þær fá þessai' tölur, 114 þús. í mánaðarlaun, vegna þess að á Borgarspítalanum hafa hjúkrunarritarar byi'junai'- laun 71.026 kr. og í efsta þrepi eru launin 87.427 kr. eftir 18 ára starf. Þessar tölur miðast við 100% starf. Þess ber að geta að flestar eru í hálfri til sjötiu og fímm prósent stöðu. Hjúkrunarritari. Þakkir fyrir góða þætti MIG langar að þakka Þresti Haraldssyni fyrir þættina Vikulokin á laug- ardögum. Þessir þættir eru búnir að vera í 3 ár og vil þakka stjórnanda fyrir þennan frábæra þátt. Einnig þakka ég fyrir þátt- inn Samfélagið í nærmynd sem er alla virka daga á Rás 1. Þessir þættir eru báðir frábærir. Sigríður Ásta. Áhugi á notuðum frímerkjum WILL Dunne, sem býr í Ástralíu, hefur mikinn áhuga á að komast í sam- band við fólk sem hefur áhuga á notuðum frímerkj- um. Heimilisfangið hjá honum er: Will Dunne, 6 Orona Crescent, Brentwood 6153, Perth, Australia. Tapað/fundið Fila-skór teknir í misgripum FILA-skór, hvítir nr. 36, voru teknir í misgripum í Árbæjarsundlaug á annan í hvitasunnu. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 566 8456 eða skili þeim til Árbæj arlaugar. Hálsmen týndist HÁLSMEN, sem er járn- stjarna í sveru bandi, týndist á fimmtudag í síð- ustu viku. Þeir sem hafa orðið varir við hálsmenið hafi samband í síma 554 3188. Gleraugu í óskilum GLERAUGU í hulstri merkt Titanium, með sól- hlíf, fundust í Lautasmára sl. laugardag. Upplýsingai' í síma 564 3745. Sólgleraugu og næla 1 óskilum SKILIN voru eftir tvenn sólgleraugu í Gróðrarstöð- inni Mörk og fundist hefur ein silfurbrjóstnæla. Upp- lýsingar í síma 581 4288. Þessi köttur er týndur ÞESSI köttur hvarf frá heimili sínu við Dalsel laugardaginn 30. maí um hádegisbil. Hann er svart- ur og hvítur með rauða hálsól og merki í eyra. Hann er mjög heimakær. Við óttumst að hann hafi lokast einhvers staðar inni. Við biðjumn fólk vinsam- lega að líta í kjallara og geymslur og láta vita í síma 557 3461. Svartur fress týndist í Hafnarfírði SVARTUR fress, með hvíta doppu undir hökunni og bleika ól, 5 mánaða, týndist úr Stuðlabergi 42, Hafnarfirði, 7. mai. Þeir sem hafa orðið varir við kisa hafi samband í síma 555 4089. Kettlingar Níu vikna kassavanii- kett- lingar fást gefms. Upplýs- ingar í síma 554-0902. Köttur fannst SVARTUR og hvitur högni fannst í miðbænum sl. laugardag. Eigendur geta haft samband í síma 552 3842. Simmi er týndur SÍAMSKÖTTUR, fress, hvítur og brúnsvartur hvarf frá Hrauntungu í Hafnarfirði fyrir rúmlega viku. Hann er ekki með ól en eyrnamerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 555 1636. Kettlingar fást gefins FIMM kettlingar fást gef- ins. Kassavanir og 9 vikna. Upplýsingar í síma 554 0798. SKAK llinsjón Margeir Pélurs.son Staðan kom upp á alþjóð- legu móti í Aberdeen í Skotlandi í vor í viðureign tveggja heimamanna. Jon- athan Rowson (2.485) hafði hvítt og átti leik gegn Jonathan Grant (2.275). 26. Bxh6!! - gxh6 27. Hxf7+ - Kxf7 28. Dg6+ - Kf8 29. Dxh6+ - Kg8 30. He4 - Rf6 31. exf6 - Bxf6 32. Hg4+ og svartur gafst upp._ Minningarmótið um Freystein Þorbergsson hefst í kvöld kl. 20 í félags- heimili Skákfélags Hafnar- fjarðar, Dverg, Suðurgötu 2. Mótið er helgarmót. Á laugardag og sunnudag eru umferðir kl. 11 og 16.1 kvöld eru tefldar þrjár at- skákir, en fjórar kapp- skákir hina dagana. Verð- laun: 20 þús., 12 þús. og 8 þús. HVÍTUR leikur og vinnur Víkverji skrifar... Frétt Morgunblaðsins í gær þess efnis að knattspyrnumaðurinn Arnór Guðjohnsen væri á heimleið eftir 20 ár í atvinnumennsku erlendis var sérlega ánægjuleg. Þó Arnór verði 37 ára síðar á þessu ári og ferill hans sem leikmanns farinn að stytt- ast í annan endann, má telja fullvíst að hann eigi eftir að setja skemmti- legan svip á deildarkeppnina í leikj- um Valsliðsins. xxx að gerist ekki oft að bestu at- vinnumenn Islands komi heim og leiki hér áður en þeir leggja skóna á hilluna, eftir glæsilegan feril í útlandinu, en Víkverja er minnis- stætt þegar Karl Þórðarson kom heim á ný og lék með Skagamönnum með góðum árangri og Atli Eðvalds- son kom sömuleiðis heim og lék með Val og síðar KR, eftir mörg góð ár hjá erlendum félögum. X X X Arnór Guðjohnsen hefur þótt einn allra besti leikmaðurinn i sænsku deildarkeppninni siðustu ár- in. Hann hefur sannað að lengi lifir í gömlum glæðum. Víkverji man þeg- ar Arnór lék hér heima með Víking- um á sínum tíma, fór þá á kostum ungur að árum. Eiður Smári sonur hans kom síðan fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum með Val, hélt svo í atvinnumennsku en meiðsli hafa sett strik í reikning hans og Eiður er á mála hjá KR í sumar. Því er ljóst að knattspyrnuáhugamenn bíða spenntir, ekki síst eftir síðari leik KR og Vals, sem verður í tíundu umferð, mánudagskvöldið 20. júlí. Þá mætast þeir feðgar væntanlega í fyrsti skipti á vellinum. xxx Vert er að vekja athygli á frábær- um lestri Arnars Jónssonar leik- ara á Sjálfstæðu fólki Halldórs Lax- ness í þættinum Víðsjá á Rás 1 á sjötta tímanum hvern virkan dag. Gaman er að lesa bókina sjálfur en ekki verra að fá Bjart og aðrar per- sónur sögunnar leiklesnar á þann hátt sem Arnar býður upp á. xxx Annar liður í dagskrá Rásar 1, sem Víkverji missir helst aldrei af, er djassþáttur Lönu Kolbrúnar Eddudóttur, fimm fjórðu. Hann er ú dagskrá eftir fréttirnar kl. 16 á föstudögum, þegar Víkverji hefur reyndar sjaldnast tíma til að sitja við útvarpið, en annað tækifæri gefst; þátturinn er sem betur fer endurtek- inn strax eftir fréttir á miðnætti. Það er ekki heppilegasti hlustunartími sem hugsast getur, en mikið er leggjandi á sig fyrir góðan þátt. xxx að er annars umhugsunarefni, að mati Víkverja, hvort ekki sé ástæða til að fjölga djassþáttum í dagskrá Rásar 1. Og hvað með hinar útvarpsstöðvamar? Unnendur klass- ískrar tónlistar fá vænan skammt á Rás 1 og stjanað er við þá á þeirri góðu stöð Klassík FM, en er ekki full ástæða tíl að þjóna djassgjeggurum betur? xxx Ohætt er að mæla með kvik- myndahátíðinni Vorvindum, sem nú stendur yfir í Háskólabíói og Regnboganum. Myndirnar eru hver annarri betri og þær sem sýndar eru þessa vikuna - Dauði í Grenada í Há- skólabíói og Hin ljúfa eilífð í Rogn- boganum - eru báðar mjög góðar. Víkverja var bent á að aðdáendur myndarinnar Bréfberinn (II Postino) sem sýnd var hérlendis fyrir nokkrum árum, ættu ekki að láta Dauði í Grenada fram hjá sér fara. Hún sé svipaðs eðlis og sú frábæra mynd um Nóbelsskáldið Pablo Neruda. Það eitt fannst Víkverja nóg til að sjá myndina í Háskólabíói. xxx Einhverju sinni þegar kvikmynda- gerðarmenn í Hollywood bar á góma sagði Halldór heitinn Laxness eitthvað á þessa leið: Guð hjálpi aumingja mönnunum. Þeir halda að þetta sé list! Og benti á að enn þann dag í dag væri i raun verið að búa til sömu myndina í Hollywood og fyrir mörgum áratugum. Orð skáldsins rifjast óneitanlega upp þegar horft er á listagóðar myndir eins og þær sem þessa dagana eru í boði á Vor- vindum. Þá er sorglegt til þess að hugsa hve mikið rusl úr smiðju þeirra í Hollywood flæðir yfir heim- inn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.