Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 10
I r 10 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998__________________________________________________ _______MORGUNBLAÐIB FRÉTTIR Árni Sigfússon oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í Reykjavík Ákveður að hætta af- skiptum af stjórnmálum Árni Sigfússon hefur ákveðið að hætta sem oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna og gerir tillögu um að Inga Jóna Þórðardóttir taki við því hlutverki. ARNI Sigfússon borgarstjóra- efni Sjálfstæðisflokksins í nýliðnum borgarstjórnar- kosningum í Reykjavík hefur ákveðið að víkja sem oddviti borg- arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins og mun gera það að tillögu sinni á fyrsta fundi borgarstjómar- flokksins í dag að Inga Jóna Þórð- ardóttir taki við því hlutverki. „Fyrir borgarstjórnarkosning- amar lýsti ég yfír að ég væri reiðu- búinn að leggja pólitíska framtíð mína að veði í kosningunum. Eg stend við þau orð mín. Sem efsti maður á lista sjálfstæðismanna hef ég því ákveðið að gefa öðrum tæki- færi til að leiða starf borgarstjórn- arflokksins á kjörtímabilinu. Eg tel mikilvægt að öflugt starf í stjórnar- andstöðu geti hafíst strax og að það geti verið sem samfelldast frá upp- hafí. Það hvetur mig til að ganga í þessar breytingar strax. Akvörðun sem þessi hlýtur að taka mið af mismunandi aðstæðum og stíl manna. Aðstæðurnar eru kunnar og þetta er minn stíll. Ég legg því til að Inga Jóna Þórðardóttir, 3. maður á lista sjálfstæðismanna, taki að sér forystuhlutverkið. Hún hefur í samtali við mig lýst sig reiðubúna til þess,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið í gær. Sækist ekki eftir oddvitahlutverkinu Hann sagði að að vandlega at- huguðu máli teldi hann að af mörg- um frambærilegum einstaklingum á listanum hefðu tveir þeirra þá reynslu sem hann teldi þurfa til að leiða starf hópsins frá upphafi kjör- tímabilsins. „Auk Ingu Jónu er það Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem hlaut afgerandi kosningu í 2. sæti listans í prófkjöri flokksins í nóv- ember síðastliðnum. Vilhjálmur leggur eins og ég áherslu á einingu um þetta val og styður það. Hann er forystumaður Sambands ís- lenski’a sveitarfélaga og sækist Morgunblaðið/Golli Árni Sigfússon ekki eftir oddvitahlutverkinu í borgarstjórn. Ég tel að maður með hans eiginleika og miklu reynslu af borgarmálum og sveitarstjórnar- málum eigi fullt erindi á Alþingi. Ég hef hvatt hann til þess og mun styðja hann eindregið til sætis á þingi ef hann býður sig fram,“ sagði Ami ennfremur. Hann sagðist áfram myndu starfa sem kjörinn borgarfulltrúi fyrst um sinn og styðja sitt fólk með ráðum og dáð eftir fremsta megni. Hann hafi þó lýst því yfir að hann muni hverfa úr borgarfull- trúahlutverkinu síðar á kjörtímabil- inu, en tímasetning í þeim efnum hafi ekki verið ákveðin og muni fara eftir aðstæðum. „I borgar- stjórnarflokknum er margt um gott fólk sem með aukinni reynslu af borgarmálum mun eflast enn frek- ar á næstu árum. Þar er því efnivið- urinn í sigurlicí að fjórum árum liðnum," sagði Arni. Aðspurður játar hann því að hann sé með þessari ákvörðun að hætta í pólitík. Hann hafi lýst því yfir að hann hafi ekki hug á því að setjast á Alþingi og þessi ákvörðun þýði að hann sé að hverfa úr eldlín- unni. Hann verði hins vegar alltaf sjálfstæðismaður og stuðningsmað- ur sjálfstæðisstefnunnar. Verkefnin framundan óráðin Árni segir verkefni sín í framtíð- inni alls óráðin, en hann muni án efa láta að sér kveða í verkefnum sem verði til hagsbóta fyrir lands- menn. Þetta sé ákvörðun hans í framhaldi af því að það markmið að vinna borgina aftur hafi ekki náðst. Hann hafi að nægu að hverfa og þurfi að gera það upp við sig að hvaða verkefnum hann vilji starfa. Til dæmis hafi hann verið í mjög miklum tengslum við rekstur í sam- bandi við starf sitt hjá Stjórnunar- félaginu og hann hafi verið við stjórnun verkefna hjá borginni, auk þess að hafa verið í trúnaðarstörf- um fyrir Félag íslenskra bifreiða- eigenda. Hann segir aðspurður að það hefði verið óráð að draga ákvörðun um það að hann léti af oddvitahlut- verkinu. Sagan sýndi að slíkt leiddi ekki til farsællar niðurstöðu. „Það er mikilvægt að nýr oddviti fái tækifæri strax til þess að móta starfið, það verði sem samfelldast og um hann sé full eining," sagði Árni. Hann segist sannfærður um að full samstaða verði í borgarstjórn- arflokknum um þessa niðurstöðu. Hann hafi rætt hana við frambjóð- endur og lagt áherslu á að um hana náist full eining, enda sé það mjög mikilvægt. Viðburðaríkur tími sé framundan í borgarmálunum. Margt sé óráðið til dæmis hvað varði framtíð R-listans og tækifæri sjálfstæðismanna til að setja mark sitt á málefni borgarbúa verði mörg á næstu misserum. „Ég er þannig gerður pólitíkus að ég mun alltaf verða virkur," seg- ir hann aðspurður hvort það sé eft- irsjá að því að hverfa úr pólitík. „Ég hef í tólf ár verið í borgarmál- um sem borgarfulltrúi. Fyrir þann tíma var ég að berjast um forystu í Heimdalli og SUS og þó ég hafi haft sigur þar, þá hefur þetta verið ákveðin baráttusaga, þó fæstir kannski átti sig á því. Ég hef verið að sækja á brattann og í tveim til- vikum haft betur, þó við höfum ekki náð því núna. Ég sé mig starfa í bakvarðasveit sjálfstæðismanna og sinna því, en ég verð ekki í fram- varðasveitinni," sagði Árni Sigfús- son ennfremur. Hollvinir þýskrar menningar semja við Goethe-stofnun Þýska bókasafnið verður áfram starfrækt í Reykjavík FRAMHALDSSTOFNFUNDUR Hollvinafélags þýska menningar- setursins í Reykjavík, (Förderver- ein Deutsches Kulturzentrum Reykjavík) var haldinn 26. maí síð- astliðinn. Að stofnun félagins standa Félag þýskukennara og þýskudeild Háskóla Islands. Mark- mið félagsins er tvíþætt: Annars vegar að standa að rekstri þýsks menningarseturs og hins vegar að kynna og auka áhuga og skilning á menningu þýskumælandi þjóða. Félagið mun starfa með öðrum fé- lögum, samtökum og stofnunum sem miðla menningu þýskumæl- andi þjóða. „Sá mikli áhugi á menningu Þýskalands og annaira þýskumæl- andi þjóða sem fram kom þegar til- kynnt var um lokun Goethe-stofn- unar varð stofnendum félagsins mikil hvatning til að reyna að tryggja að íslendingar hefðu áfram aðgang að þýskri menningarmið- stöð. Fjöldi íslendinga hefur stundað nám og störf í þýskumæl- andi löndum og löng hefð er fyrir margvíslegum viðskipta- og menn- ingartengslum við þýska málsvæð- ið,“ segir í fréttatilkynningu. „Stjóm félagsins hefur undan- farna daga átt í samningaviðræð- um við fulltrúa Goethe-stofnunar í Munchen um margháttaðan stuðn- ing við rekstur setursins. Þær samningaviðræður eru nú á loka- stigi og ljóst er að þýska bókasafn- ið sem Goethe-stofnun hefur starf- rækt mun áfram starfa í Reykja- vík. Meðal annars er samið við Goethe-stofnun í Munchen um að stofnunin tryggi hér eftir sem hingað til endurnýjun bókakosts, tímarita og ýmissa annan-a gagna, svo sem myndbanda og tölvutæks efnis. Þá er einnig samið um þátt- töku Goethe-stofnunar í ýmiskonar menningarviðburðum og um marg- víslega aðstoð við þýskukennslu á íslandi, m.a. endur- og símenntun íslenskra þýskukennara. Stefnt er að því að í framtíðinni verði unnt að ljúka viðurkenndum prófum Goethe-stofnunar hérlendis." Þýska menningarsetrið verður til húsa á Lindargötu 46 og verður opnað formlega í haust. í fyrstu stjórn félagsins eru: dr. Oddný G. Sverrisdóttir formaður, Bernd Hammerschmidt, Danfríður K. Skarphéðinsdóttir, Margrét Böðvarsdóttir og dr. Peter WeiJ3. Stjórn félagsins mun á næstu dög- um auglýsa ftir starfsfólki til að annast verkefni setursins. Holl- vinafélagið er öllum opið og unnt er að gerast stofnfélagi út þetta ár. STYTTA af Goethe og Schiller fyrir framan leikhúsið í Weimar, en Weimar er menningarborg Evrópu árið 1999. Einokunarverslunin og siðaskiptin í nýju ljósi sagnfræðirannsókna Aftaka Jóns Arasonar forð- aði bændum frá ánauð AFTAKA Jóns Arasonar, einokun- arverslunin og önnur styrking danska ríkisvaldsins á Islandi forð- aði hugsanlega bændum undan kvaðaánauð svipaðri þein-i sem komst á í Austur-Evrópu. Þetta kemur fram í grein Árna Daníels Júlíussonar sagnfræðings í nýút- kominni Sögu, tímariti Sögufélags- ins. Árni Daníel segir að um 1500 hafi íslenska yfirstéttin hafið sókn til þess að auka hlut sinn í framleiðsl- unni, en hann hafði minnkað mjög í kjölfar svarta dauða. „Einn mikil- vægasti hluti þess var að binda bændur við höfuðbólin og fram- leiðsluna með kvöðum, til dæmis með vinnu á fískibátum og dagslátt- um á höfuðbólum," segir Arni Daní- el í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var áberandi á fyrri hluta 16. aldar en eftir siðaskiptin 1550 fór að bera á því að danska stjórnin tæki upp hanskann fyrir íslenska bændur gegn íslensku yfirstéttinni. Að líkindum hefur það stöðvað þessa þróun í átt til kvaða sem var byrjuð á fyrri hluta 16. aldar. Það er óvíst að þessi þróun hefði stöðvast ef danska stjórnin hefði ekki komið inn með sterkt mið- stjórnarvald." Bændurnir hálfgerðir þrælar Árni Daníel segir að Jón Arason hafi verið fulltrúi gömlu íslensku yfírstéttarinnar sem reyndi að inn- leiða kvaðirnar. „Hefði hann fengið aðýeika lausum hala hefði þróunin á íslandi sennilega orðið svipuð og á Austur-Evrópu þar sem höfðingj- ar gerðu góss sín að sjálfstæðum smáríkjum þar sem bændur voru mjög bundnir höfuðbólinu, undir mjög miklum aga og í raun hálf- gerðir þrælar. Þar hvarf allt mið- stjórnarvald, til dæmis leystist pólska ríkið hreinlega upp.“ Fram kemur í grein Ama að eft- irspurn eftir korni frá vaxandi borgum Vestur-Evrópu hafi valdið aukinni kúgun bænda í Austur- Evrópu. Nægt landiými var til kornræktarinnar en skortur á vinnuafli og landeigendur brugðust við með því að leggja kvaðir og ánauð á bændurna. Arni segir að ástandið hefði getað orðið svipuð á íslandi í tengslum við eftirspurn eftir íslenskum fiski, hefði danska miðstjórnai’valdið ekki stöðvað þró- unina. Kvaðirnar sem komust á upp úr 1500 voru með tímanum að mestu afnumdar á Norður- og Austur- landi, en héldu velli á Suður- og Vesturlandi og voru þar mjög íþyngjandi. „Það er áberandi að þegar bændasamfélagið fer að vaxa aftur, sérstaklega á 19. öld, þá er fjölgun íbúa og nýbýla mestur þar sem engar kvaðir eru,“ segir Árni. Söguskoðun þjóðernissinnaðra íslenskra sagnfræðinga á fyrri hluta aldarinnar var sú að aftaka Jóns Arasonar og einokunarversl- unin hefði verið hluti af kúgun Dana á íslensku þjóðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.