Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kostnaður Landsbankans og dótturfélaga vegna laxveiðileyfa í Hrútafjarðará Rúmar 8,7 millj. á sjö árum KOSTNAÐUR Landsbanka ís- lands og dótturfélaga hans vegna kaupa á laxveiðileyfum af leigu- taka Hrútafjarðarár á árunum 1991 til 1997 var samtals um 8,7 milijónir króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Finns Ingólfsson- ar viðskiptaráðherra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingflokki jafnaðarmanna, en svarinu var dreift á AJþingi í gær. Landsbanki Islands og dótturfélög hans keyptu þannig laxveiðileyfí af leigutaka Hrútafjarðarár fyrir að meðaltali um 1,2 milljónir króna á ári hverju á fyrrgreindu tímabili. Lægstur var kostnaðurinn árið 1991 eða samtals 1.053.900 krónur Skólaslit í Trygginga- skólanum TRYGGINGASKÓLANUM var slitið fímmtudaginn 28. maí sl. með útskrift 39 nemenda. 997 prófskír- teini hafa verið gefin út frá stofnun skólans árið 1962. Samband íslenskra tryggingafé- laga starfrækir skólann sem rekinn er fyrir starfsfólk vátryggingafé- laga undir nafninu Tryggingaskóli SIT. Námi í skólanum er skipt í tvo meginþætti, annars vegar iangt og viðamikið grunnnám og hins vegar sémám. Sérnámið felur í sér nám- skeið um afmörkuð svið vátrygg- inga og er ætlað þeim sem hafa lokið grunnnáminu. Náminu lýkur með prófum. Þau Helga Jónsdóttir hjá Sjó- vá/Almennum hf. og Sigurður Ingi Viðarsson hjá Tryggingamiðstöð- inni hf. hlutu bókaverðlaun fyrir góðan prófárangur. en mestur var hann árið 1997 eða samtals 1.457.000 krónur. Ekki upplýsingar uni hverjir fóru Svar viðskiptaráðherra er byggt á þeim upplýsingum sem Lands- banki íslands hf. hefur undir hönd- um, en í því kemur fram að annar kostnaður bankans og dótturfélaga hans við veiðiferðir sé ekld sér- greindur í bókhaldi bankans. „Sam- kvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar virðist annar kostnaður við veiði- ferðir vera um 50% af kostnaði við veiðileyfi," segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að á kvittunum fyrir veiðileyfum komi ekki fram hvað er innifalið. „Al- menna reglan við kaup á veiðileyf- um í Hrútafjarðará er sú að afnot af veiðihúsi fyigi með en ekki fæði. I skjalasafni bankans eru ekki gögn um fjölda laxveiðileyfa, veiði- ferða eða stangardaga. Þar eiu ekki heldur upplýsingar um þá sem fóiu í þessar veiðiferðir, hvorki gesti né starfsmenn bankans," seg- ir ennfremur. Lýsing hf. keypti fyrir nær 3,3 milljónir í Hrútafjarðará í svarinu kemur auk þess fram að Landsbanki íslands hafi vegna fyrirspurnarinnar leitað til fyrir- tækja sem ekki eiu í meirihluta- eigu bankans og óskað eftir svör- um um það hver kostnaður þeirra væri vegna kaupa á laxveiðileyfum í Hrútafjarðará. Samkvæmt þeim upplýsingum sem bankinn fékk höfðu engin hlutdeildarfyrirtækja bankans keypt veiðileyfi í Hrúta- fjarðará að undanskildu fyrirtæk- inu Lýsingu hf. „Samkvæmt upp- lýsingunum voiu keypt laxveiði- leyfi í Hrútafjarðará á árunum 1993 til 1997 og var kostnaður við þau 494.550 krónur árið 1993, 621.900 krónur árið 1994 og 720.000 krónur fyrir hvert áranna 1995 til 1997. Annar kostnaður við veiðiferðir var 521.755 kr. samtals fyrir öll árin.“ Stækkun NATO sam- þykkt á Alþingi Alþýðu- bandalag sat hjá ALÞINGI samþykkti á fundi sínum í gær tillögu til þingsályktunar um að ríldsstjóminni verði heimilt að staðfesta fyrir Islands hönd þrjá viðbótarsamninga við Norður-Atl- antshafssamninginn, þ.e. aðild lýð- veldisins Póllands, lýðveldisins Tékklands og lýðveldisins Ung- verjalands. Tillagan var samþykkt með 38 atkvæðum gegn einu, en það var Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, sem greiddi atkvæði gegn tillög- unni. Aðrir þingmenn Alþýðubanda- lags og óháðra, sem þátt tóku í at- kvæðagreiðslunni, sátu hjá auk Kristínar Halldórsdóttur, þing- manns Kvennalista. Auk þess afgi’eiddi Aiþingi tvær þingsályktunartillögur á fundum sínum í gær og átján lagafrumvörp. Meðal þeirra frumvarpa sem sam- þykkt voru má nefna frumvarp til laga um almannatryggingar, frum- vai’p til laga um búnaðarlög og frumvarp til laga um þjóðfána. ------------------ Gantast í þinginu LÉTT var yfir þingmönnum á næstsíðasta degi Alþingis í gær. A myndinni eru skælbrosandi þau Asta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, þingflokki jafnaðar- manna, og Sjálfstæðisfiokksþing- mennirnir Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og fyr- ir framan þau Sigríður Anna Þórðardóttir þingflokksformaður og Vilhjálmur Egilsson. Morgunblaðið/RAX 152. skólaslit Menntaskólans í Reykjavík Nýstúdentar leiti þess sem er fallegt og gott Morgunblaðið/Jim Smart NÝSTÚDENTAR Menntaskólans í Reykjavík við útskriftarathöfnina. MENNTASKÓLANUM í Reykja- vík var slitið í 152. sinn í gær. Að þessu sinni brautskráðust 217 nýstúdentar. Þar af útskrif- uðust 72 nemendur úr mála- deildum, 49 úr eðlisfræðideild- um og 96 úr náttúrufræðideild- um. Dúx stúdentsárgangsins varð Árdís Elíasdóttir úr eðlisfræði- deild I. Hún útskrifaðist með ágætiseinkunnina 9,52. Semidúx varð Ása Iðunn Róbertsdóttir úr náttúrufræðideild I. Hún út- skrifaðist með ágætiseinkunnina 9,21. Aðrir sem hlutu ágætisein- kunn á stúdentsprófí voru Álf- heiður Hafsteinsdóttir, eðlis- fræðideild II, sem útskrifaðist með 9,18, Signý Sif Sigurðar- dóttir, náttúrufræðideild II, sem útskrifaðist með 9,17 og Svan- hildur Þorsteinsdóttir nýmála- deild sem útskrifaðist með 9,02. Alls hlutu 89 nýstúdentanna I. einkunn, 89 II. einkunn og 34 III. einkunn. Hæstu einkunn neðri bekkinga hlaut Jóel Karl Friðriksson 5.X, 9,77 og varð hann þvi dux scholae. Nýstúdentar eiga kost á meira frelsi en nokkru sinni fyrr Ragnheiður Torfadóttir rekt- or óskaði í ávarpi sínu nýstúd- entum velfarnaðar og sagði að nú þegar þeir svifu fagnandi út í sumarið væri það undir þeim sjálfum komið hvernig vega- nesti Menntaskólans nýttist þeim í leit að þekkingu og þroska, og í leit að sannleikan- um. „í þeirri leit sem gerir ykk- ur að menntuðum mönnum." Rektor benti nýstúdentum á að þeirra er valið nú að námi loknu: „Þið eigið völ á fjöl- breyttara námi og þið njótið meira frelsis en nokkur önnur kynslóð Islendinga, og þið ættuð að nota frelsið til að leita þess, sem er fallegt og gott.“ Að venju var fjöldi afmælis- stúdenta viðstaddur skólaslitin og voru skólanum færðar marg- ar og veglegar gjafír. Til minn- ingar um skólasystur sína, Stef- aníu Guðnadóttur, veittu 55 ára stúdentar sérstök viðurkenning- ar- og hvatningarverðlaun að upphæð 380.000. þúsund krónur til stúlku úr hópi nýstúdenta sem skarað hefur fram úr í námi og félagslífi. Þau hlaut dúx stúd- entsárgangsins Árdís Elíasdótt- ir. Forseti borgarstjórnar á síðasta borg- arstjórnarfundi kjörtímabilsins Sérstætt tíma- bil á marga lund FORSETI borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, fór nokkrum orðum um kjörtímabilið, sem nú er að líða, á síðasta fundi borgarstjórnar í gær en borgarstjórn skipuð nýjum full- trúum situr sinn fyrsta fund fimmtudaginn 18. júní næstkom- andi. Einnig þakkaði hún þeim borgarfulltrúum, sem nú hverfa úr borgarstjórn, samstarfið. Guðrún sagði kjörtímabilið sér- stætt á marga vegu, í fyrsta skipti hefðu konur verið í meirihluta borg- arfulltrúa. Þá hefði kona setið í fyrsta sinn í stóii borgarstjóra allt kjörtímabilið en áður hefði Auður Auðuns verið borgarstjóri í tæpt ár. Forseti gat þess einnig að nýverið hefðu verið samþykktar breytingar á fundarsköpum borgarstjórnar og væri sú helst að möguleiki gæfist framvegis til andsvara sem gæfí tækifæri til mun markvissari og líf- legri skoðanaskipta. Sagði hún það jafnframt kalia á mikla ái-vekni og nákvæmni af hálfu forseta borgar- stjórnar. Umræðan oft einkennileg Guðrún Ágústsdóttir sagði fjóra borgarfulitrúa nú hverfa af vett- vangi og þakkaði þeim farsæl störf í þágu borgarbúa og samstarfið í borgarstjórn. Það eru þau Guðrún Ögmundsdóttir borgarfulltrúi R- lista og borgarfulltrúar sjálfstæðis- manna, þau Guðrún Zoéga, Hilmar Guðlaugsson og Gunnar Jóhann Birgisson. Guðrún Ögmundsdóttir sagði ekki hægt að kveðja án þess að líta til baka og sagði hún að lagður hefði verið grundvöllur að frekara þróun- arstarfí með ýmsum breytingum í félagsmálunum. Hilmar Guðlaugs- son sagði samstarfið hafa verið gott en hann kvaðst hafa hafið afskipti af borgarmálum árið 1970. Hilmar sagðist koma til með að sakna margs úr starfinu og það yrðu við- brigði að hætta. Gunnar Jóhann Birgisson þakk- aði samstarfið við borgarfulltrúa, bæði úr hópi sjálfstæðismanna og af R-lista. Hann sagði menn vinna sameiginlega að lausn ýmissa úr- lausnarefna hvar í flokki sem þeir stæðu. Sagði hann mörg stór mál þannig hafa náðst í gegn með sam- vinnu. Hann sagði umræðu í borg- arstjórn oft einkennilega, borgar- stjórn væri iðulega upptekin af því að ræða um mál sem búið væri að afgreiða annars staðar í borgar- kerfinu. Umræðan væri því oft lík- ust leiksýningu, umræða sett á svið sem skilaði litlum árangri. Mætti að nokkru leyti kenna samþykktum borgarstjórnar um málið en þeim hefði verið breytt nokkuð til batn- aðar. Taldi hann hægt að breyta þeim enn meira til að tryggja að borgarstjórn yrði í framtíðinni öfl- ugi’i umræðuvettvangur og stæði betur undir því hlutverki að marka á hverjum tíma stefnuna í mikil- vægustu málaflokkum borgarinn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.