Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM „Kostur hvað við þekkjumst vel“ Systkinin Magga Stína og Sölvi í Quarashi sömdu sitt fyrsta lag saman fyrir skömmu en þau spila hvort í sínu lagi á Poppi í Reykjavík í kvöld. Rakel Þorbergsdóttir forvitnaðist um samstarfíð. MAGGA Stína kom klyfjuð inn á Gráa köttinn, dró upp plakat og spurði þjónustustúlkuna hvort hún mætti ekki hengja eitt slíkt á vegg- inn. Að því loknu settist hún niður og pantaði sér enskan morgunverð ásamt Sölva bróður sínum sem var nývaknaður. Sölvi og Magga Stína sömdu sitt fyrsta lag saman nú fyrir skömmu og verður lagið á breiðskífu Möggu Stínu sem kemur út í haust. Lagið heitir „Hard Core Attitude" og er samkvæmt Sölva diskólag og mjög ólíkt því sem Quarashi er að gera. „Ég ákvað að prófa eitthvað allt annað en ég er að gera venjulega. Ég vissi að ég gæti aldrei notað þetta í Quarashi og hringdi því í Möggu Stínu og spurði hvort hún gæti ekki notað það,“ sagði hinn örláti Sölvi brosandi og gaf systur sinni orðið. „Þetta er miklu meira popp þótt þetta sé hans stíll. Svona hart/mjúkt diskó. Það er allt annar stíll á þessu lagi heldur en hinum sem verða á plötunni. Ég held að það opni plötuna," sagði Magga Stína. Sjö ár, ólíkt tónlistaruppeldi og stfll aðskilur systkinin og því for- vitnilegt að vita hvernig samstarfið gekk. Sölvi: „Hún hlustar ekki á neitt sem ég segi.“ Magga Stína: „Nei, voða lítið. Mér finnst ég samt vera svolítið „dipló“. S: „Þetta var óþolandi. Ég verð bara að fá að segja það núna.“ MS: „Já, af því þig hefur alltaf langað til að segja það og vilt nota þetta tækifæri. Mér fannst við vinna þetta svolítið mikið saman.“ S: „Ég var með grunninn tilbú- inn þegar ég hafði samband við Möggu Stínu en svo samdi hún textann og melódíuna.“ MS: „Við vorum mjög fjót að vinna lagið og ég held að það hljóti að verða framhald á þessu sam- starfi." S: „Það er húmor í þessu lagi sem er ólíkt hinum lögunum á plöt- unni hennar sem era frekar alvar- leg.“ MS: „Finnst þér það? Kannski að vissu leyti.“ S: „Stelpur þurfa alltaf að búa til svo tifinningaþrangna tónlist." f kvöld er það stóra systir sem hitar upp fyrir litla bróður en ekki „Okkar sam- skipti eru flóknari en annarra í tónlistar- bransanum.“ Morgunblaðið/Ásdís SYSTKININ Sölvi og Magga Stfna hönd í hönd á góðri stundu. öfugt eins og þegar Sölvi hitaði upp fyrir Risaeðluna fyrir nokkram ár- um. MS: „Núna er ég nýliðinn og hann er tekin við í gömlu deild- inni.“ S: „Það verður meira að segja ein hljómsveit á milli svo það brjót- ist ekki út slagsmál.“(Það er aug- Ijóslega mikil samkeppni á milli systkinanna.) MS: „Hver hljómsveit fær hálf- tíma aflögu en ég á eftir að halda alvöra tónleika seinna.“ Magga Stína kemur fram í fyrsta sinn undir eigin nafni í kvöld og flytur lög af væntanlegri breið- skífu sinni. MS: „Þetta er öðravísi núna því í þetta sinn er þetta tónlistin mín en ekki tónlist allra í hljómsveitinni. Núna er ég einráð." S: „Hún sagði alltaf við mig í gamla daga að það væri svo flott að vinna saman, einhver „hippismi" sem mér finnst fáránlegur. Og svo núna finnst henni gott að vera ein- ráð!“ MS:v,Sölvi vinnur mikið einn.“ S: „Ég sem Quarashi lögin og út- set þau, sem er verkaskipting á milli okkar. Það hentar mér mjög vel. Að mínu mati hefur hið hefð- bundna hljómsveitarfyrirkomulag; gítar, bassi og trommur, beðið skipbrot." MS: „Ég held að maður verði frekari með áranum og vilji hafa meira að segja. Þannig var það hjá mér í Risaeðlunni. Þetta er eðlileg þróun.“ Sölvi og Magga Stína segjast ekki vera að stofna hljóm- sveit saman en þau séu óformlega í samstarfi. Fleirí lög eftir þau muni því líta dagsins ljós. „Ég held það sé kostur hvað við þekkjumst vel og ég rífst við hann um aðra hluti en tónlist," sagði Magga Stína. „Ég ber mikla virðingu fyrir Sölva sem tón- listarmanni. Maðurinn er guð!“ „Þetta er stóra systir mín og ég geri lítið af því að and- mæla henni. Okkar samskipti era flóknari en annarra í tónlistar- bransanum. Það hlýtur að eiga við um allar fjölskyldur sem vinna saman. Til dæmis Jackson fjöl- skyldan, Jerome hætti í Jackson Five og LaToya talar ekki við aðra í fjölskyldunni," sagði Sölvi og Magga Stína tók alvarleg undir. Frægð og frami í útlöndum er ekki sérstakt takmark hjá Sölva og Möggu Stínu, hvorki í sameiningu né sitt í hvora lagi. Að þeirra mati er aðalatriðið að geta lifað af tón- listinni og hafa gaman af. „Allt annað er aukaatriði. Ef þú vilt bara verða frægur þá dugar að ganga nakinn niður Laugaveginn," sagði Sölvi og Magga Stína tók kröftug- lega undir. „Ég get ekki enn lifað af tónlistinni og um þessar stundir er það mitt helsta markmið." sigldi ómönnuð út á haf.“ Hildur Friðriksdóttir veiðir sögur uppur Hannesi Hafstein í tilefni sjómannadags. f blaðinu á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.