Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Alít samkeppnisráðs vegna kvörtunar Vínlands ehf. Mælst til að ÁTVR selji flöskubjór i stykkjatali SAMKEPPNISRÁÐ hefur sent frá sér álit vegna kvörtunar Vínlands ehf. yfir mismunandi sölumeðferð ÁTVR á bjór í flöskum og bjór í dósum. Kvörtunin snerist um að ÁTVR, sem hóf sölu á bjórdósum í stykkjatali í maí 1997, hefði ekki tekið upp sömu aðferðir með bjór í flösk- um. Þannig taldi Vínland ehf. samkeppnishæfi sína skerta því viðskiptavinum ÁTVR gæfist ekki kostur á að kaupa eina bjórflösku eins og hægt var með bjórdósir. Einnig vegna þess að Vínland hefði þurft að endurpakka hverri sendingu því þær hefðu ekki fengist afgreiddar í kippum frá framleiðanda. Það hefði haft í för með sér að varan yrði dýrari en ella. Fyrirhugaðri sölu á flöskubjór í stykkjatali seinkað Þá sagði í kvörtuninni að ÁTVR hefði tilkynnt í júlí 1997 að hafm yrði sala á flöskubjór í stykkjatali um áramótin 1997/1998. Síðan hefði borist önnur tilkynning í október 1997 og þar komið fram að sala á flöskubjór í stykkjatali hæfist ekki fyrr en 1. júlí 1998. Af hálfu ÁTVR var haldið fram að samkvæmt innkaupareglum verslunarinnar nr. 186/1997, lið 4.9, sé áskilið að smásölueining öls og bjórs á flöskum innihaldi a.m.k. 750 ml. Þá hafi verslun- arstjórar ÁTVR varað við hættu á að flöskur skemmdust þegar viðskiptavinir slitu flöskur úr pakkningum. Aðferðir ÁTVR í andstöðu við markmið samkeppnislaga í áliti samkeppnisráðs segir: „Það er mat samkeppnisráðs að með því að setja mismun- andi reglur um sölumeðferð ÁTVR á dósabjór og flöskubjór hafí innflytjendum og framleið- endum vörunnar verið mismunað. Markaðurinn fyrir bjór hvort heldur hann er í dósum eða flöskum er hinn sami. Þegar settar eru reglur um það að lágmarks- sölueining sé annars vegar sex flöskur af bjór en hins vegar aðeins ein dós má ætla að reglurn- ar beini eftirspurninni frekar að minni söluein- ingunni. Samkeppnisstaða þeiiTa sem aðeins selja bjór í flöskum í heildsölu er því lakari en þeirra sem selja bjór í dósum en það er í and- stöðu við markmið samkeppnislaga, sbr. 1. gr. þeirra." Auknar kröfur um að jafnræðis sé gætt vegna einkaréttar Og jafnframt segir: „ . . . ÁTVR [hefur] einkarétt á smásölu áfengis í órofnum umbúðum á Islandi. Fyrirtækið er því markaðsráðandi í skilningi samkeppnislaga. Sú staða ÁTVR gerir þær kröfur til forráðamanna fyrirtækisins að innkaupahættir þess og aðrir viðskiptahættir séu þannig að jafnræðis sé gætt gagnvart öllum áfengisbirgjum og þeir sæti ekki samkeppnis- hindrunum vegna ómálefnalegrar reglusetning- ar af hálfu stjórnenda. Með hliðsjón af þessari stöðu ÁTVR og með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan beinir samkeppnisráð þeim tilmælum til stjórnar ÁTVR, sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 205/1998, að hún beiti sér fyrir því að gildistöku ákvæðis 4.9 í reglum nr. 117/1998 verði flýtt eins og unnt er þannig að samkeppnisstaða framleiðenda/innflytjenda á markaðnum jafn- ist.“ Litla bókin um lífeyris- mál VERÐBRÉFAMARKAÐUR íslandsbanka (VÍB) hefur tek- ið saman bók um lífeyrismál og nefnist hún Litla bókin um lífeyrismál. Ritstjóri er Gunn- ar Baldvinsson, forstöðumað- ur ALVÍB. Upplýsingar um ný lög Bókin er 96 blaðsíður og í henni er að finna upplýsingar um ný lög um lífeyrismál sem ganga í gildi eftir mánuð. Þar eru einnig upplýsingar um hvaða nýjungar ÁLVIB, sem er Almennur lífeyrissjóður VIB, býður vegna nýju lag- anna, tryggingavernd, þjón- ustu við fyrirtæki og launa- greiðendur, ásamt ýmsum öðrum fróðleik. Bókinni verður dreift til sjóðfélaga og er auk þess fá- anleg í móttöku VIB á Kirkju- sandi. Skipulagsbreytingar Hagkaups Meginmark- miðið að skýra línur í rekstri JULIUS J. Jónsson, forstjóri Uitaveitu Suðurnesja, Petra Lind Einarsdóttir, gæða- og starfsmannastjóri Hitaveitu Suðurnesja, og Jakobína Ólafsdóttir, sölustjóri Hópvinnukerfa ehf. Hitaveita Suður- nesja tekur Gæða- vörð frá Hópvinnu- kerfum ehf. í notkun STÆRRI markaðshlutdeild og aukið verðmat Hagkaups, er á meðal þeirra langtímamarkmiða sem vænst er að skipulagsbreyt- ingin sem kynnt var í vikunni, skili fyrirtækinu í framtíðinni. Þetta kom fram í máh Oskars Magnús- sonar, forstjóra, í samtali við Morgunblaðið. Eins og greint hefur verið frá verða hverfisverslanir Hagkaups, sem eingöngu selja matvöru, fram- vegis reknai- undir nafninu Ný- kaup með svipaðri verðlagningu og þekkst hefur hjá Hagkaupi. Þær verslanir sem bjóða upp á bæði matvöru og sérvöru munu hins vegar áfram bera nafn Hagkaups þar sem vöruverð mun lækka nokkuð. Ráðnir hafa verið tveir nýjir framkvæmdastjórar sem sjá munu um rekstur hvorar verslunarkeðj- unnar fyrir sig. Innbyrðis samkeppni Óskar tekur undir það að breyt- ingin muni hugsanlega skila sér í stærri og breiðari markaðshópi, þar sem framvegis verði ólík mat- vöruverð í gangi á milli Hagkaups- verslana og Nýkaupsverslana en segir jafnframt að það sé ekki meginmarkmiðið með breytingun- um að höfða til fleiri neytenda, þótt auðvitað vonist menn til þess að fyrirtækið haldi áfram að stækka. Að sögn Óskars er meginmark- mið breytinganna að skýra línurn- ar í rekstri verslananna, sem hafa þróast í ólíkar áttir undanfarin ár. Baugur, sem hingað til hefur ann- ast innkaup fyrir allar Hagkaups- verslanirnar, mun áfram sinna því hlutverki, bæði fyrir Nýkaup og Hagkaup en að mati Óskars mun það ekki koma í veg fyrir að þær geti átt í fullri samkeppni sín á milli: „Framkvæmdastjórar versl- ananna munu hvor fyrir sig reka sjálfstæða markaðsstarfsemi og geta þannig hæglega verið með ólík tilboð í gangi á sama tíma“. Hagkaup nær upprunanum Óskar segir engan vafa leika á því að breytingamar geri það að verkum að Hagkaupsverslanirnar munu færast nær uppruna sínum og þeirri verðlagningu sem þekkt- ist í þeim stórmarkaði sem fyrir- tækið rak áður en fyrsta hverfis- verslunin var opnuð á Seltjarna- nesi árið 1986. Hvort fyrirtækið sé á nokkurn hátt að færa Hagkaups- verslanirnar nær Bónus verðum, sem hafa mælst talsvert lægri en verð Hagkaups í könnunum, svarar Óskar því til að verslanimar séu það ólíkar að samanburður á milli þessara aðila eigi að sínu mati ekki rétt á sér, þar sem vörugæði, vöru- úrval, þjónusta og aðbúnaður í verslunum Hagkaups og Bónus sé engan veginn sambærilegur. Nýkaup ódýrari en keppinautarnir Aðspurður um það fívort Hag- kaupsverðin haíl verið orðin of há í þeirri samkeppni sem rikir á mat- vöramarkaði, segir Óskar að hann telji ekki svo vera: „Nýkaupsversl- anirnar sem bjóða upp á svipuð verð og Hagkaup hefur gert fram til þessa, eru með lægra verð en þær verslanir sem era á sama verðmarkaði, svo sem Nóatún, 10- 11 og sumar búðir í keðjunni Þín verslun". Óskar segist ekki hafa kostnað- inn við skipulagsbreytingarnar á reiðum höndum en þar sé um að ræða talsverðar upphæðir sem for- svarsmenn fyrirtækisins vænta að skili sér til lengri tíma litið bæði í stærri markaðshlutdeild og sölu- hagnaði auk þess sem vonast er til að nýja fyrirkomulagið laði frekar að fjárfesta þegar að því kemur að fyrirtækið fari á markað. HITAVEITA Suðurnesja hefur tekið í notkun Gæðahandbókar- kerfí frá Hópvinnukerfum hf. I frétt frá Hópvinnukerfum segir að Hitaveita Suðurnesja hafí verið í gæðastarfí frá því 1993. Unnið sé eftir aðferðuin altækrar gæðastjórnunar (TQM) þar sem mest áhersla sé lögð á umbætur, úrbætur og liðsvinnu. „Hjá Hitaveitu Suð- urnesja hefur verið farin sú leið að nota tiltekna þætti úr ISO 9000 staðlaröðinni og þá sérstaklega þætti er lúta að verklagsreglum, ábyrgðar- skiptingu og skipulagðri skjöl- un gagna. Fyrirtækið hefur það ekki sem aðalmarkmið að fá vottun á gæðakerfið heldur að nota kerfið til þess að auka skil- virkni reksturs fyrirtækisins. Hins vegar er einfalt í Ijósi þeirrar vinnu sem unnin hefur verið að sækja um vottun og vonandi fá hana. Við skoðun á þeim hugbúnaði sem í boði er á íslenskum markaði til tölvuvæð- ingar gæðakerfa kom í ljós að hugbúnaðarkerfið Gæðavörður, sem byggir á Lotus Notes frá Hópvinnukerfum ehf. hentaði fyrirtækinu einkar vel. Gæðavörður er fyrsta ís- lenska hugbúnaðarkerfíð þess- arar gerðar og kom á markað- inn um 1993. Hugbúnaðarkerfið hefur verið í örri þróun frá 1993 og inniheldur í dag mjög þróað ritunar-, samþykktar- og útgáfuferli. Kerfíð er notað af fyrirtækjum hér á landi og er- lendis til þess að halda utan um þúsundir skjala. Ekkert kerfi er jafn útbreitt hérlendis. Kerfíð er í notkun hjá mörgum fyrir- tækjum og stofnunum, t.d. Kassagerð Reykjavíkur, ÍSAGA, Iðntæknistofnun ís- lands, Landspítalanum, Blóð- bankanum og verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Is- lands svo nokkur séu nefnd. Hópvinnukerfi ehf. býður jafn- framt lausnir fyrir minni fyrir- tæki, nokkurs konar einfaldaða útgáfu Gæðavarðarins," segir í fréttatilkynningu frá Hópvinnu- kerfum ehf. Hagkaup-Bónus Alit sam- keppnisráðs ekki birt SAMKEPPNISRÁÐ hefur afgi-eitt beiðni Hagkaups um álit á því hvort hugsanlegar breytingar á eignar- haldi Hagkaups og Bónuss brjóti í bága við samkeppnislög. Ráðið hef- ur þó orðið við ósk lögmanns fyrir- tækjanna um að birta ekki niður- stöðu sína opinberlega fyrst um sinn. Viðræður standa yfir um kaup hóps fjárfesta með aðiid Bón- usverslananna á veralegum hlut í Hagkaupi og tengdum fyi'irtækjum. Af því tilefni var leitað^ eftir áliti Samkeppnisstofnunar. I fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld var sagt að það hefði orðið niðurstaða sam- keppnisráðs að leggjast ekki gegn þessum möguleika enda hefðu fé- lögin verið í nánu samstarfi sl. 6 ár. Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar vildi ekki staðfesta þetta í gær, sagði að samþykkt hafi verið að verða við ósk lögmanns fyi'- irtækjanna um að bíða með að birta niðurstöðu ráðsins. Hagkaup keypti 50% hlut í Bónus á árinu 1992 og voru því eignatengsl komin á milli fyrirtækjanna fyrir gildistöku samkeppnislaganna árið 1993. Saman reka verslanakeðjurn- ar innkaupafyrirtæki og dreifingar- miðstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.