Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 4

Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Uppsagnir á fæðingardeild Landspítalans standa áfram Mál ljósmæðra enn í biðstöðu NÆSTU mánaðamót taka uppsagnir um 40 ljósmæðra af um 110 ljós- mæðrum á Landspítalanum, gildi. Eru málin nú í biðstöðu, að sögn yf- irljósmóður spítalans. „Við höfum afráðið að segja starfi okkar lausu vegna óánægju með laun, við gerum kröfur um mann- sæmandi laun. Ljósmæður hafa ver- ið mjög hógværar í starfi í aldanna rás og unnið sitt starf þegjandi og hljóðalaust. En þjóðfélagsaðstæður hafa breyst miðað við það sem áður var og við viljum að laun okkar end- urspegli það að við erum með sex ára háskólanám að baki og berum gífur- lega ábyrgð,“ segir Björg Pálsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, fyrir hönd þeirra sem hafa sagt upp. Bókarkaffí í Austurstræti BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila Pennanum hf. að útbúa bók- arkaffi í versluninni við Austurstræti 18. Tillagan gerir ráð íyrir breyting- um á götuhlið á 1. og 2. hæð hússins og að bókarkaffið verði á annarri hæð. í Austurstræti 18 starfrækir Penn- inn nú Bókaverslun Sigfusar Ey- mundssonar. í húsinu voru um árabil skrifstofur Almenna bókafélagsins og á 2. hæð var lengi rekið kaffihúsið Tröð, sem margir minnast. „Ég minni á að þetta eru einstak- lingabundnar uppsagnir og við erum allar mjög leiðar yfir því að verða að fara þessa leið en þetta er margra ára óánægja sem er að koma upp á yfirborðið." Björg segir grunnkröfur þeiiTa vera að þær vilji að byrjunarlaun, sem eru nú um 120.000, verði 140.000. „Ef það er vilji til að halda þessum starfskrafti sem er þama og hefur menntað sig til þessara starfa þá ætti að verða við þessum kröf- um.“ Tuttugu dregið uppsagnir til baka Að sögn Guðrúnar Bjargar Sigur- björnsdóttur, yfirljósmóður Land- spítalans, sögðu upphaflega um um 60 Ijósmæður upp en 20 hafa dregið umsóknir sínar til baka á síðustu dögum. „Ég hef smám saman verið að kynna ljósmæðrum þann samning sem Ljósmæðrafélagið skrifaði undir 9. júlí. Sumar sætta sig við hann eða hafa dregið umsóknir sínar til baka af öðrum ástæðum.“ Aðspurð um hvernig stjórnendur Landspítalans hyggjast bregðast við ef uppsagnirnar taka gildi segir Guð- rún of snemmt að segja um það, ver- ið sé að vinna í þeim málum og allt sé í hálfgerðri biðstöðu núna. „Þær ljós- mæður sem hafa sagt starfí sínu lausu hafa enn tíu daga frest til að draga umsóknir sínar til baka og ég tel nú enga ástæðu til að vera með yfirlýsingar núna.“ Morgunblaðið/Kristinn MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á Korpúlfsstöðum. Börnum kennt á Korpúlfsstöðum? BORGARRÁÐ samþykkti í gær að fela byggingadeild borgar- verkfræðings í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur að kanna hvort unnt sé að innrétta vestustu álmu Korpúlfsstaða fyr- ir grunnskóla yngstu árganga barna í Staða- og Víkurhverfi. Hverfin byggjast hratt upp og því nauðsynlegt að huga strax að húsnæði fyrir skólastarf veturinn 1999-2000. títtektin á að liggja fyrir í september nk. ásamt grófri kostnaðaráætlun. Jafnframt verði borinn saman kostnaður við að hefja skólastarf í færan- legum kennslustofúm í hverfun- um. í greinargerð sem flutnings- maður, Sigrún Magnúsdóttir, lagði fram, segir orðrétt: Nauðsynlegt að glæða sögufrægt hús lífi „Korpúlfsstaðir eru sérstakt mannvirki sem hefur sett svip á umhverfi sitt frá byggingu þess 1929. Reykjavíkurborg hefur átt húsið í rúma hálfa öld. Miklar umræður hafa verið um nýtingu þess, en flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að glæða þetta sögufræga hús lífi að nýju og þar verði alhliða mennta- og menn- ingarstarfsemi. Með tilliti til velheppnaðra endurbóta á austustu álmu Korp- úlfsstaða fyrir starfsemi Golf- klúbbs Reykjavikur tel ég raun- hæft að láta kanna möguleika og kostnað við að heija skólastarf í vestustu álmu hússins. Þessar álmur eru að mörgu leyti hlið- stæðar byggingar með afar skemmtilegum innigörðum. Þá eru í kjallara í vesturhlutanum eldhús og matsalur frá fyrri tím- um, þegar Korpúlfsstaðir voru stærsta bóndabýli landsins. Fræðsluráð og Fræðslumiðstöð hafa það að leiðarljósi að tengja böm betur nánasta umhverfi sínu og menningu og saga Korp- úlfsstaða uppfyllir sannarlega þá þætti betur en flest hús í borg- inni. Þá geta endurbætur sem þess- ar á húsinu einnig nýst síðar fyr- ir ýmsa menningar- og mennta- starfsemi svo sem bókasafn, tón- Iistar- og/eða fullorðinsfræðslu." Morgunblaðið/Halldór Kolbeins KISTAN borin frá kirkju. Líkmenn voru (f.v.): Hannes Júlíus Hafstein, Pétur Hafstein, Stefán Þórarinsson, Hálfdan Henrysson, Stefán Jón Hafstein, Jakob Hafstein, Hrafnkell Helgason og Haraldur Henrysson. Utför Hannesar Þ. Hafstein IJTFÖR Hannesar Þ. Hafstein, fyrmm forstjóra Slysavarnafé- lags íslands, fór fram frá Lang- holtskirkju í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Þar bám börn Hannesar, tengdabörn og ekkjan, Sigrún S. Hafstein, kist- una síðasta spölinn. Prestur var séra Pálmi Matthíasson. Erfidrykkja var í Fóstbræðra- heimilinu og myndaðist þar löng röð út á götu. Klukkan 20.30 í gærkvöldi var síðan táknræn at- höfn á ytri höfninni í Reykjavík, gegnt listaverkinu Sólfari. Þar sigldu björgunarbátar Slysa- vamafélagsins með Hannes Haf- stein í fararbroddi og kveikt var á handblysum. Hannes hóf störf hjá Slysa- vamafélaginu 1964 sem erind- reki og varð framkvæmdastjóri 1972. Forstjóri varð hann árið 1990. Morgunblaðið/Kristinn TÁKNRÆN athöfn var á ytri höfninni í gærkvöldi með þátttöku björgunarbáta SVFÍ. Bókanir í borgarráði vegna styrkja úr Húsverndunarsjóði Styrkur til Sigtúns 23 kann að skapa fordæmi FJÓRIR borgarráðsfulltrúar, Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskars- dóttir, Reykjavíkurlista, og Inga Jóna Þórðardóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, bókuðu athugasemdir á fundi borg- arráðs vegna úthlutunar úr Hús- verndarsjóði til eigenda hússins við Sigtún 23, en einn eigendanna er Margrét Hallgrímsdóttir borg- arminjavörður. Benda þau m.a. á í bókunum sín- um að styrkurinn kunni að skapa fordæmi gagnvart fjölmörgum öðr- um húsum í borginni. í yfirlýsingu borgarminjavarðar til borgarráðs kemur fram að hún er einn af fjór- um eigendum hússins og að styrk- urinn skiptist milli hinna eigend- anna en ekki til hennar. Orkar tvímælis í bókun þeirra Helga Hjörvar og Steinunnar V. Óskarsdóttur segir að þau sjái sig knúin til að gera at- hugsemd við úthlutunina, þar sem hún orki mjög tvímælis að þeirra mati. I fyrsta lagi sé einn af eig- endum hússins borgarminjavörður, sem tilnefndi fulltrúa sinn í þriggja manna nefnd, sem valdi úr um- sóknunum. Bent er á að færa megi fyrir því sterk rök að viðkomandi einstaklingur sé vanhæfur stöðu sinnar vegna. í öðru lagi sé húsið eitt af fjölmörgum húsum í Túnum, Hlíðum, Teigum, í Norðurmýri, á sunnanverðu Skólavörðuholti og suðurhluta vesturbæjar sem vissu- lega sé vert að varðveita. Endur- gerð á þakköntum hljóti að flokk- ast undir eðlilegan viðhaldskostnað og í ljósi takmarkaðs fjármagns Húsvemdunarsjóðs sé vafasamt að veita styrk til slíks viðhalds á hús- inu, þar sem ljóst sé að ekki verður hægt að koma til móts við fjöl- marga aðra húseigendur sem eru í sömu stöðu. I bókun Ingu Jónu Þórðardóttur og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar ÞRJÁR breytingar hafa verið gerðai- á embættum héraðsdómara á land- inu. Hervör Þorvaldsdóttir, dóms- stjóri á Vesturlandi, flyst í Héraðs- dóm Reykjavíkur, Finnur Torfi Hjörleifsson, héraðsdómari í Reykjanesi, flyst í Héraðsdóm Vest- urlands og Jónas Jóhannsson, dóms- stjóri í Héraðsdómi Vestfjarða, flyst í héraðsdóm Reykjaness. Eftir stendur laust embætti hér- aðsdómara á Vestfjörðum sem verð- ur auglýst á næstunni. kemur fram að við afgreiðslu borg- arráðs á úthlutun úr Húsverndar- sjóði hafi ekki komið fram að borg- arminjavörður væri eigandi að hluta að húsinu við Sigtún. Starfs- maður borgarminjavarðar starfaði í vinnuhópi sem gerði tillögu um úthlutun úr sjóðnum og því sé aðild borgarminjavarðar óeðlileg. Auk þess kunni 300 þús. króna styrkur að skapa fordæmi gagnvart hund- ruðum húsa í Reykjavík, þar sem aðstæður eru sambærilegar. ■ Yfirlýsing/36 Að sögn Sigurðar Tómasar Magnússonar, formanns dómstóla- ráðs, var þessi ákvörðun tekin 16. júlí síðastliðinn og munu breyting- arnar koma til framkvæmda hinn 1. september næstkomandi. Flutningarnir byggjast á nýrri heimild í dómstólalögum um að flytja megi héraðsdómara á milli umdæma án þess að auglýsa stöðuna. Dómar- arnir eru allir skipaðii- ævilangt í stöðurnar og eru fluttir samkvæmt eigin ósk. Þrír héraðsdómarar flytjast um set

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.