Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 7

Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 7 Hákarl í Baðstofu HRÆ af 8-9 metra löngum hákarli hefur rekið á fjöru í Baðstofu, vestan við gatið þekkta á Dyrhóla- ey. Ófært er í Baðstofu nema á hjólabát og það var einmitt Gísli D. Reynisson, skipstjóri á hjóla- skipinu Fengsæl, sem fann hræið í lok síðustu viku þegar hann var þar með ferðafólk, en Baðstofan er fastur viðkomustaður í ævintýra- ferðum að Dyrhólaey. Hákarlinn er flæktur í netadræsu og hefur það líklega orðið honum að ald- urtila. -------------- Nýir prestar á Kirkju- bæjarklaustri og Breiðabólsstað Bryndís Malla og Onundur kjörin NYIR prestar hafa verið kjörnir í Kirkjubæjarklaustursprestakalli og Breiðabólsstaðarprestakalli, séra Bryndís Malla Elídóttir í því fyrr- nefnda og séra Önundur Björnsson í því síðarnefnda. Séra Sváfnir Sveinbjamarson, prófastur í Rangái-vallaprófasts- dæmi, stýrði kjöri í Kirkjubæjar- klaustursprestakalli sem fram fór síðastliðinn fostudag. Par greiddu 14 kjörmenn af 16 atkvæði og hlaut séra Bryndís Malla 12. Annar um- sækjandi var séra Þórey Guðmunds- dóttir og fékk hún eitt atkvæði og einn seðill var auður. Séra Gunnar Björnsson hafði dregið umsókn sína til baka. Fráfarandi prestur á Kirkjubæjarklaustri er séra Sigur- jón Einarsson og mun hann þjóna út september. Séra Sigurjón Einarsson, prófast- ur í Skaftafellsprófastsdæmi, stýrði fundi kjörmanna í Breiðabólsstaðar- prestakalli á miðvikudag í síðustu viku. Kjörinn var séra Önundur Björnsson með 12 atkvæðum af 21 eða 58%. Séra Hannes Björnsson fékk 5 atkvæði og guðfræðingamir Kristín Þórunn Tómasdóttir og Sig- urður Grétar Sigurðsson tvö atkvæði hvort. Guðbjörg Jóhannesdóttir dró umsókn sína til baka. Fráfarandi prestur á Breiðabólsstað er séra Sváfnir Sveinbjarnarson og þjónar hann embættinu út ágúst. -----♦-♦-♦---- 18 sóttu um stöðu bæjarstjóra Grindavíkur Grindavík. Morgunblaðið. ALLS bárast 18 umsóknir um starf bæjarstjóra í Grindavík. Að sögn Hallgríms Bogasonar, forseta bæjar- stjórnar og formanns bæjarráðs, verður ráðið í starfíð hið fyrsta. Umsækjendurnir eru: Árni Hjör- leifsson, Hafnarfirði, Ásgeir Bene- diktsson, Grindavík, Björn Sigur- björnsson, Sauðárkróki, Drífa Sig- fúsdóttir, Keflavík, Einar Njálsson, Húsavík, Guðbergur Þorvaldsson, Reykjavík, Hilmar Baldursson, Reykjavík, Hilmar Sigurðsson, Hafnarfirði, Jón Emil Halldórsson, Grindavík, Jón Ingi Jónsson, Sel- fossi, Jón Gunnar Stefánsson, Grindavík, Kjartan Fr. Adólfsson, Grindavík, Marteinn Valdimarsson, Búðai’dal, Níels A. Guðmundsson, Reykjavík, Ólafur Haraldsson, Kópavogi, Sigurður Enoksson, Grindavík, Sigurður Gústavsson, Reykjavík og Viðar Austmann Jó- hannsson, Reykjavík. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson irvika í Algarve ásamt vmsmökkun é gjæsile^um herragaröi Haustið er uppskerutíminn í vínræktarhéruðum í Portúgal og þar má gæða sér á hinum bestu eðalvínum. Bændur í Alentejo-héraðinu norðan við k Algarve þykja góðir víngerðarmenn og í haust býður Úrval-Útsýn í fyrsta / sinn dagsferðir frá Albufeira í vínsmökkun í Alentejo. á mann m.v. 2 í íbúð á Club Albufeira Dagskrá og ferðatilögun: Lagt af stað frá hótelum í Albufeira fyrir hádegi og komið til Evora um hádegisbil. Þar fær fólk lausan tíma til að skoða sig um en í Evora eru ýmsar minjar, t.d. frá tímum Rómverja. Frá Evora er haldið á herragarðinn Herade do Esporao. Bornar eru fram léttar veitingar og bragðað á vínframleiðslu herragarðseigenda, rauðvíni og hvítvíni - að sjálfsögðu getur hver smakkað að vild. Eftir vínsmökkun gefst fólki kostur á að kaup vín við vægu verði. Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt. Vikuferðir: 30.sept, 7. okt, 14. okt. og 21. okt Innifalið: Bcint leieuflug til f aró, akstur á hótel i Alhufeira og gisting i viku, vínsmökkunarferö, flugvallarskatlar og íslensk fararstjórn. MiSS>& ékW af Min^anði hau8tet^«n>«^ ffíz Uafiö sfi'ax samliaiul. " “ ^ n r 1 . n n íWnR M" í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.