Morgunblaðið - 22.07.1998, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÚRRA, húrra, það er kominn nammidagnr.
Amma og mamma
eru enn að
nota sínar
AEG!
Ég treysti þeim
n
Lavamat W 80
•Tekur 5 kg
• Vindingarhraöi: 800/400 snúningar
• Ryöfrír belgur og tromla
»Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi nýjasta tækni
»"Fuzzy-Logic" enginn 1/2 takki
»"ÖKO" kerfi (sparar sápu)
»Öll þvottakerfi
• Ullarvagga
»Þvottahæfni "B" Þeytivinduafköst "C"
Verð 59.900,- stgr. J
^ V
Lógmúla 8 * Sími 533 2800
Örugg þjónusta í 75 ár
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrfmsson, Grundarfiröi. Heimahornið Stykkishólmi. Asubúö,
Búðardal. Vestfirðlr. Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafiröi. Noröurland: Kf. Steingrlmsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Hún„ Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagliröingabúö, Sauöárkróki. KEA
byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvfk. KEA Ólafsfiröi. KEA, Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Hjalti Sigurösson, Eskifiröi. Kf. Vopníiröinga, Vopnafirði. Verslunin
Vfk, Neskaupstað. Kl. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK. Höfn. KASK, Djúpavogi. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Rafmagnsverkstæði KR, Hvolsvelli. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Klakkur, Vlk
Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanea: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavfk,_________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
fLavamat W 101 (T
•TekurSkg
»Vindingarhraði: 1000/600 snúningar
»Ryðfrír belgur og tromla
»Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni. "Fuzzy-Logic"
enginn 1 /2 takki
> "ÖKO" kerfi (sparar sápu)
> Öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi
' Ullarvagga
• Þvottahæfni “B" Þeytivinduafköst “C"
Verð 69.900,- stgr. J
Lavamat 74600
• Rafeindastýrður forskriftarvalsrofi (vélin sem
hugsar)
• Sýnir í Ijósaborði gang forskriftar
• Hægt að seinka gangsetningu forskriftar allt að
19tímum
• Sýnir í Ijósaborði of mikla sápunotkun
• Sérstakurtakki fyrir kælingu og aukaskolun
• Tekur 5 kg
• Vindingarhraði: 1400,1000,800,600 og 400
snúningar
• Ryðfrír belgur og tromla
• Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni
"Fuzzy-Logic" enginn 1/2 takki
• "ÖKO” kerfi (sparar sápu)
• "UKS" kerfi, jafnar tau í tromlu fyrir vindingu
• Froðuskynjunarkerfi (bætir við aukaskolun)
• Öll þvottakerfi ásamt sérstöku þlettakerfi
• Ullarvagga
• Þvottahæfni "A" Þeytivinduafköst "B"
Verð 89.900,- stgrT]
Arlegir sumartónleikar í Reykholti
Fjölbreytt tón-
list sem er góð
fyrir hjartað
_
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
SUMARTÓNLEIKAR
í Reykholti verða
haldnir dagana 24,-
26. júlí. Var slík tónlistar-
hátíð haldin í fyrsta sinn í
fyrra og tókst svo vel til að
ákveðið var að gera hana
að árlegum listviðburði. Á
fyrstu tónleikunum, á
föstudagskvöldið, verður
m.a. frumflutt verk eftir
Hjálmar H. Ragnarsson,
sem tileinkað er hátíðinni.
Einnig verða flutt verk
eftir Jón Nordal og annað
verk eftir Hjálmar.
- Hvernig kom hug-
myndin um tónlistarhátíð-
ina til í upphafi?
„Þetta er gamall
draumur sem ég hef
gengið lengi með. Þegar
ég tók þátt í tónlistarhá-
tíðum á Spáni féll ég al-
veg fyrir þessu fyrirkomulagi.
Meðal flytjendanna myndast oft
mikil samheldni og stemmning,
en einnig eru áhorfendur ánægð-
ir. Það er eins og þeim fínnist
jafnvel meira spennandi að fara
út fyrir þéttbýlið og sækja tón-
leika í fallegu umhverfí. Alla
vega höfum við fengið betri
mætingu þarna heldur en oft í
bænum.“
- Er algengt að fólk gisti alla
helgina á staðnum og sæki jafn-
vel alla eða flestalla tónleikana?
„I fyiTa var talsvert um það.
Eg hef heyrt að margir hafa
áhuga á að endurtaka það, því að
fólk kemst í stuð og vill meira.
Einnig höfðu nokkrir bændur í
sveitinni orð á því að þeir hefðu
fengið fráhvarfseinkenni að há-
tíðinni lokinni. Það fannst mér
gaman að heyra.“
- Er þá talsvert um að sveit-
ungarnir sæki tónleikana?
„Já, en annars virtist fólk
koma mjög víða að. Okkur þótti
gaman að sjá hve hópurinn var
stór og blandaður sem sótti hátíð-
ina. Töluvert var um útlendinga,
enda eru þeir fljótir að „renna á
lyktina“ þegar tónleikar eru ann-
ars vegar.“
- Fljótari en Islendingar?
„Já, ég held það, enda eru þeir
vanari svona uppákomum í sinni
menningu. í listaflóru okkar er
tiltölulega nýtt að halda tónlistar-
hátíð úti á landi. Til dæmis eru
sumartónleikamir í Skálholti
meira tónleikaröð en ekki listahá-
tíð í þessum sama skilningi.“
- Þið eruð þá ekki ísamkeppni
við þá tónleika?
„Nei, enda held ég ekki að
samkeppni sé til á
þessu sviði, því að eitt
hvetur annað. Þegar
fólk kemst upp á lagið
með að njóta þess að
fara á svona listvið-
burði sækist það eftir
að komast á fleiri, enda er þetta
sérstök upplifun."
- Er eithvert árlegt þema á
hátíðinni?
„Við höfum lagt áherslu á að
kynna norræna og baltneska tón-
list og tónlistarmenn og á hverju
ári er eitt Norðurlandanna í aðal-
hlutverki. í fyrra var það Noreg-
ur og í ár Danmörk.“
- Hvað er helst á efnisskránni?
„Hún er mjög fjölbreytt. Ef ég
á að lýsa tónlistinni, finnst mér
hún vera falleg, fjölbreytt og að-
gengileg, en fyrst og fremst góð
fyrir hjartað. Eg hef valið efnis-
skrána þannig, að bæði flytjendur
og áheyrendur geti notið hennar
►Steinunn Birna Ragnarsdóttir
fæddist í Reykjavík 1958. Hún
stundaði nám við Tónlistarskól-
ann í Reykavík frá 11 ára aldri.
Þaðan lauk hún einleikaraprófí
1981. Hún lauk meistaragráðu
frá New England Conservatory
of Music í Boston árið 1987 und-
ir handleiðslu Leonard Shure.
Hún starfaði um tima á Spáni
sem einleikari, einnig með
kammerhópum og kom fram á
ýmsum alþjóðlegum tónleikum
þar í landi. Hún hefur komið
fram á fjölmörgum tónleikum
hérlendis og hlotið viðurkenn-
ingar fyrir leik sinn. Hún starfar
við tónlistarflutning og er stofn-
andi og stjórnandi Reykholtshá-
tíðar, tónlistarhátíðar sem hald-
in er síðustu helgina í júlí ár
hvert.
Steinunn Birna á eina dóttur,
Brynhildi Björnsdóttur, og dótt-
urson, Ragnar Loga.
mjög vel og þá hvort sem er
þroskaðir tónlistarunnendur eða
þeir sem eru ósjóaðri. Við fáum
hingað mikla „divu“ frá Konung-
legu óperunni í Kaupmannahöfn,
Ninu Pavlovsky, sem er sópran-
söngkona. Á laugardaginn kl.
14.30 syngur hún og Finninn Ri-
sto Lauriala leikur með á píanó.
Dagskráin er geysilega skemmti-
leg, því hún flytur bæði dönsk
sönglög og yndislegar óperuaríur.
Hún er spennandi söngkona og ég
hlakka mikið til að heyra í henni.
Um kvöldið er dagskráin blönduð
og skemmtileg, þar sem meðal
annars eru tangóar eftir Piazzolla,
píanókvartett eftir Beethoven og
fíðlusónata eftir Cesar Franck. Á
lokatónleikunum verð-
ur píanótríó eftir Gri-
eg og stóri píanókvin-
tettinn eftir
Schumann, þar sem
Risto Lauriala verður
í aðalhlutverki.“
- Ef fólk á leið um á þessum
tíma getur það keypt miða við
innganginn?
„Já, en einnig er hægt að panta
miða hjá Heimskringlu í Reyk-
holti, en forsala fer fram hjá Máli
og menningu í Reykjavík."
- Hvað er svo framundan hjá
þér?
„Eg fer beint í upptökur á
geisladiski ásamt litháenskum
fiðluleikara, sem er gestur hátíð-
arinnar. Einnig er framundan
tónlistarhátíð í Frakklandi og svo
er ég að æfa píanókonsert Jór-
unnar Viðar, sem verður flutt
með Sinfóníuhljómsveit íslands á
næsta ári.“
Mikil „diva“,
Nina Pavlov-
sky, syngur á
hátíðinni