Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 11

Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX HVERASVÆÐIÐ hverfur hægf, og sígandi undir vatn en merkilegt kann að vera að fylgast með þróun örvera á hverasvæðinu við nýjar aðstæður. Þegar Morgunblaðsmenn voru þama í fyrradag var þessi hluti hverasvæðisins orðinn eyja. Njrja Hágöngulónið verður engin smásmíði Yatn ámóta og öll byggð Reykjavíkur MIÐLUNARLÓNIÐ við Syðri-Há- göngur norðan Vatnajökuls sem myndast nú hægt og sígandi vegna stfflu á Köldukvísl verður engin smásmíði þegar það hefur náð fullri stærð í lok september í haust. Lónið verður þá ámóta stórt og Mývatn eða öll byggð Reykjavíkur. Land Reykjavíkur er 114 km2 að stærð en byggðin er á 35 km2 og þegar borgarlandið verður full- byggt samkvæmt aðalskipulagi verður byggðin á 44 km2 lands. Það ætti því að vera auðvelt fyrir þorra landsmanna að gera sér grein fyrir því hve nýja hálendisvatnið eða Há- göngulónið er gríðarlega stórt. Hágöngulónið verður um 10 m djúpt þar sem það er dýpst en stærstur hluti landsins sem fer und- ir vatn er sandur og melar og spilda af hrauni en einnig sérstakt hvera- svæði sem menn hafa gefið nafnið Fögruhverir. Hverasvæðið er í óvenjulega mikilli hæð eða um 800 m yfir sjávarmáli, lítt rannsakað, en hverasérfræðingar telja að undir því búi meiri orka en sjálft miðlun- arlónið getur nokkurn tíma skapað. Það kann að vera ástæða til margs- konar rannsókna á hverasvæðinu í framtíðinni, bæði undir vatni með tilliti til örverurannsókna og einnig þegai- fjarar undan Fögruhverum árlega þegar lónið er tæmt. Eins og siglt væri á úthafinu Blaðamenn Morgunblaðsins sigldu á Zodiac-gúmmíbát yfir vatn- ið í fyrradag í norðanstrekkingi og það var eins og siglt væri á úthaf- inu, slik var aldan í snörpum vindin- um, en vélarafl súkkunnar lét ekki deigan síga og vatnið sem var 4 km2 fyrir nokkrum dögum var orðið 16 ferkílómetrar eða komið í tæplega hálft áætlað flatarmál. Sjálft hvera- svæðið átti aðeins fáeina daga ólif- aða að sinni á þurru og við notuðum síðasta tækifærið til að sjóða okkur egg í potti í einum leirhvernum, minni mátti nú ekki nýtingin vera. Ein og ein leirsletta gaf inn í pott- inn en okkur sem borðuðum eggin bar saman um að önnur eins hænsnaegg hefðum við aldrei feng- ið. Skammt frá blakti íslenski fán- inn í hálfa stöng, mótmæli náttúru- fræðings gegn því að sérstætt hverasvæði skyldi látið fara undir vatn. En á sama tíma og dalirnir fyllt- ust vatni til þess að miðla orkuver- um velferðarsamfélagsins þá var fá- tæklegt að líta um gljúfur Köldu- kvíslar. Það vatnsmagn svalaði lítt ímynd Köldukvíslar. En þannig er það, ekki er bæði hægt að halda og sleppa og víst er að Hágöngulónið mun luma á miklu magni vatns og leiðir tíminn í ljós hvort ísinn sem standa mun eftir þegar lónið verður tæmt árlega nær að bráðna yfir sumarið áður en vatnssöfnun hefst aftur. ' I FORGRUNNI eru hverirnir sem hverfa í vatn í vikunni. Vinstra megin er íslenski fáninn sem flaggað var í hálfa stöng í mótmælaskyni en hægra megin í nýja flæðarmálinu er bátur Morgunblaðsmanna. EGGIN soðin í leirhvernum að viðstöddum fréttamönnum og kvikmyndatökumönnum. Breyttur afgreiðslutími veitinga- húsa ræddur í borgarráði Leyft að hafa opið allan sól- arhringinn SAMÞYKKT var á fundi borgar- ráðs í gær til síðari umræðu að heimila veitingastöðum í borg- inni að hafa opið allan sólar- hringinn. Breytingin er háð stað- festingu dómsmálaráðuneytisins og því þarf að viðhafa um hana tvær umræður í borgarráði. í 29. grein lögreglusamþykkt- ar Reykjavíkur segir að heimilt sé að hafa veitingastaði opna frá klukkan 6 að morgni til 3 að nóttu og að borgarráði sé heimilt að fenginni umsögn lögreglu- stjóra að heimila annan af- greiðslutíma „á greiðasölustað sem aðallega er ætlaður íyrir ferðamenn á flugvelli eða um- ferðarmiðstöð", segir í lögreglu- samþykktinni. í greinargerð með tillögu í borgarráði kemur fram að hér sé einungis um að ræða ákvæði um afgreiðslutíma veitingastaða sem sé óháð leyfi til vínveitinga sem aðrar reglur gildi um. I umsögn lögreglustjórans í Reykjavík seg- ir að þrátt fyrir að nokkrir erfið- leikar verði tengdir eftirliti legg- ist embættið ekki gegn þessari breytingu sé hún tímabundin og reynslutíminn metinn. Stefnubreytingu fagnað Fulltrúar meirihluta og minni- hluta í borgarráði lögðu fram bók- anir vegna þessarar samþykktar. í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins er fagnað stefnu- breytingu sem orðið hafi hjá full- trúum Reykjavíkurlistans. „Þar með hafa þeir fallið frá þeirri stefnu sinni sem fólst í að leyfa einungis hluta veitingahúsa að lengja opnunartíma sinn og jafn- framt að skattleggja þær heimild- ir sérstaklega." Borgarráðsfulltrúar Reykja- víkurlistans óskuðu bókað: „Það er okkur sönn ánægja að fella úr gildi hömlur á frelsi borgaranna sem settar voru á í meirihlutatíð sjálfstæðismanna í borgar- stjórn.“ Þessari bókun svöruðu sjálf- stæðismenn þannig: „Ótrúlegur misskilningur einkennir bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkur- listans þar sem löggjafarvaldið ákvað opnunartíma á sínum tíma en ekki borgarstjóm Reykjavík- ur.“ í framhaldi af þessu óskuðu borgarráðsfulltrúar Reykjavík- urlistans bókað: „Misskilnings gætir í bókun sjálfstæðismanna því að opnunartími veitingahúsa var ákvarðaður í reglugerð og meirihluta borgarstjómar á hverjum tíma kleift að gera til- lögu um breytingu á lögreglu- samþykkt, sem þá hefði knúið á dómsmálaráðuneytið að gera breytingar á reglugerð."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.