Morgunblaðið - 22.07.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 13 LANDIÐ MEÐAL sýningaratriða á mótinu var þetta íslenska par sem var uppá- búið að fornum sið og daman ríðandi í söðli. Morgunblaðið/Aðalheiður FULLTRÚAR hverrar þátttökuþjóðar undir fánaborg. Aljóðlegt hestaíþróttamót unglinga á Hellu Fulltrúar ellefu þjóða á æskulýðsmóti Hella - Þriðja æskulýðsmóti ung- linga í hestaíþróttum lauk á Gadd- staðaflötum á Hellu á sunnudag en það hefur ekki áður verið haldið á ís- landi. Að mótinu stóð FEIF, alþjóða- samband eigenda íslenskra hesta. Sjötíu og tveir unglingar frá ellefu löndum dvöldu á Hellu í eina viku við æfingar og keppni í blíðskaparveðri. Að sögn Rósmarie Þorleifsdóttur, formanns. æskulýðsnefndar Lands- sambands hestamanna, hafa áður verið haldin æskulýðsmót unglinga, árið 1995 í Lúxemborg og 1996 í Seljord í Noregi. Nú sé komin hefð á að halda mótin annað hvert ár, til skiptis við heimsleikana. Það hafi verið að frumkvæði L.H. að halda mótið í ár hér á landi í beinu fram- haldi af Landsmóti hestamanna sem er nýlokið. Þátttakendur komu að þessu sinni frá ellefu löndum, allt frá einum þátttakanda frá Kanada upp í ellefu frá Þýskalandi og ís- landi. Auk þess komu keppendur frá Austurríki, Belgíu, Danmörku, Bretlandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Sviss. Með hópnum komu fimm erlendir dómarar og þrír leiðbein- endur, liðsstjórar, starfsfólk og að- standendur unglinganna, auk ís- lenska starfsfólksins, þannig að íbú- um á Hellu fjölgaði vel á annað hundraðið þessa vikuna. Á mánudag mættu keppendur til leiks og drógu um hesta, en næstu þrjá daga fór fram kennsla hjá þjálfurum, ásamt afþreyingu ýmiss konar. Haldið var þjóðakvöld, farið í skoðunarferð í Þórsmörk og á Njáluslóðir, grillað og dansað. Á fóstudag var mótið formlega sett og keppni hafin. Um kvöldið fengu gestirnir að sjá úrvalsgæðinga fara á kostum undir stjórn íslenskra meistaraknapa auk fleiri atriða. Á laugardag var keppni fram haldið en úrslit mótsins réðust eftir hádegi á sunnudag. Að loknum verðlauna- afhendingum var mótinu slitið með virðulegri lokaathöfn. Keppt á lánshestum „Það sem er svo sérstakt við þetta mót, er að þátttakendur voru auðvitað ekki að keppa á sínum hestum, þannig að það var töluverð vinna hjá okkur að útvega lánshesta og reiðtygi handa öllum erlendu keppendunum, en þeir íslensku voru að sjálfsögðu með sína hesta í keppninni. Sunnlenskir og borg- firskir hestamenn brugðust vel við og gerðu þetta mögulegt með því að lána hross sín og reiðtygi. Þetta er búin að vera sérlega ánægjuleg vika, þar sem hlutirnir hafa gengið vel, en langflestir hafa verið hér í sjálfboðavinnu. Krakkarnir eru hæstánægðir og veðrið hefur leikið við okkur,“ sagði Rósmarie að lok- um. FRÁ setningarathöfn mótsins, keppendur riðu inn á völlinn á eftir fánabera. Nýr golfskáli við Grænanes Norðfirði - Golfklúbbur Norðfjarð- ar stendur fyrir framkvæmdum við byggingu nýs golfskála við golfvöll- inn á bökkum Norðfjarðarár, við Grænanes. Nýi golfskálinn er 108 fm límtrés- hús og er reiknað með að fram- kvæmdum að utan ljúki í sumar. Dundað verður við innivinnu í vet- ur, eins og klúbbfélagar orða það. Meðlimir í Golfklúbbi Norðfjarð- ar eru um 60 og starfsemin er blómleg. Garðveisla á Egilsstöðum Morgunblaðið/Ragnheiður VEISLUSTAÐURINN Café Nielsen. Hulda Víðisdóttir syngur á svölum uppi. ÞRÁTT fyrir kuldann, sem verið hefur á Egilsstöðum í sumar, er hægt að prúðbúast og njóta lífsins úti við. Egilsstöðum - Það var annað sumarið í röð sem félagar úr Myndlistarfélagi Fljótsdalshér- aðs og Garðyrkjufélagi Fljóts- dalshéraðs efndu til garðveislu á verönd Café Nielsen á Egilsstöð- um sl. laugardag. Dagurinn heilsaði að vísu með hryssingskulda og trekki, enda ekki enn komið sumar á Héraði þótt komið sé langt fram í júlí. En Héraðsbúar kalla nú ekki allt ömmu sína, klæddust sínu fínasta pússi og settu meira að segja upp sumarhattana og fjölmenntu. Innandyra var boðið upp á mynd- listarsýningu sem ber heitið Blóm er líf II, og eru verkin öll eftir meðlimi Myndlistarfélags- ins, tileinkuð öllu áhugafólki um garðyrkju. Mun hún standa út júlímánuð. Utandyra voru hins vegar boðnar til sölu plöntur úr görðum félaga úr Garðyrkjufélaginu, og hafa eflaust margir einmitt fund- ið þar plöntuna sem þá vantaði í eitt hornið í garðinum. Þá var boðið upp á skemnit idagskrá og var mættur hópur hæfileikafólks af Héraði til að skemmta með söng, hljóðfæraslætti og ljóða- lestri. í lokin var síðan dregið í happdrætti sem félögin stóðu að sameiginlega og voru vinningar myndverk eftir félaga í Myndlist- arfélaginu og plöntur í garðinn. Þess má geta að fráfarandi bæjarstjóri Ilelgi Halldórsson dró í því happdrætti og var það hans síðasta embættisverk sem slíkur. Morgunblaðið/Ágúst NÝI golfskálinn á bökkum Norðljarðarár. Dráttarbeisli Eigum fyrirliggjandi á lager dráttarbeisli frá Bosal á flestar gerðir bifreiða. Vönduð vara á góðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.