Morgunblaðið - 22.07.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 22.07.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 17 W 7 T-j 1 STUTT Ottast borg- arastríð í Tsjetsjníu ALEXANDER Lebed, fyrrver- andi hershöfðingi og nú ríkis- stjóri í Krasnojarsk í Síberíu, sagði í gær, að vegna vax- andi ólgu í Tsjetsjníu væri hætta á borgarastyrj- öld í landinu, sem myndi áreiðanlega teygja anga sína inn í ná- grannaríkin. Sagði hann, að Aslan Mask- hadov, forseti landsins, ætti í stríði við vopnaðar, íslamskar sveitii', sem studdar væru er- lendum ríkjum. Talsmaður Maskhadovs vísaði þessu á bug og sakaði rússneska fjölmiðla um að gera of mikið úr vanda- málum Tsjetsjena. Karabaschi bíður dóms DÓMSTÓLL í íran hefur kom- ist að niðurstöðu í máli Gholamhosseins Karbaschis, borgarstjóra í Teheran, en að sögn lögfræðings hans verður ekki greint frá niðurstöðunni fyrr en á morgun. Karbasehi er bandamaður Mohammads Khatamis, forseta landsins, og hefur setið í fangelsi. Dómstól- ar, sem íhaldsmenn eru í for- sæti fyrir, saka hann um spill- ingu og embættisafglöp. Alexander Lebed Slysfarir í Noregi MAÐUR og kona fundust látin í sjónum fyrir utan Skjervöy í Norður-Troms í gærmorgun en öðrum manni tókst að bjarga lifandi. Þriggja manna er sakn- að. Var allt fólkið á 12-14 feta löngum plastbát, sem hvolfdi en hann var ekki gerður til að bera svo marga. Fólkið hafði neytt áfengis. Sá, sem komst lífs af, segist hafa reynt að halda fólk- inu saman í sjónum en sumfr vildu freista þess að synda í land. Sjálfum tókst honum að koma bátnum aftur á réttan kjöl og komast um borð. Alls hefur 31 farist í sjóslysum í Noregi það sem af er ári. • • Ongþveitið kannað TUNG Chee-hwa, leiðtogi stjómvalda í Hong Kong, skipaði í gær Woo Kwok-hing dómai’a til að stýra rannsókn á öngþveitinu á Chek Lap Kok-flugvelli en hann var tekinn í notkun 6. þessa mánaðar. Þar hefur flest farið úrskeiðis, öll afgreiðsla og annað, og er tjónið nú þegar áætlað á bilinu 40 til 50 milijarðar ísl. ki-. Ennþá eru vöruflutningar um völlinn ekki nema helmingur þess, sem vera ætti. Astmalyf í töfluformi ASTMATAFLA, sem getur hugsanlega komið í stað úða- tækis hjá sumum sjúklingum, var kynnt í Bretlandi í gær. Heitir lyfið „Accolate" og er al- mennt ætlast til, að það sé not- að með úðatækinu en getur þó dugað eitt ef sjúkdómurinn er vægur. Er tekin ein tafla tvisvar á dag. í Bretland þjást um þrjár milljónir manna af astma, þar af 750.000 börn. Astandið á Papúa Nýju-Gineu borið saman við borgarastríðið í Rúanda Ibúar við ströndina þora ekki að snúa heim Vanimo, Aitape og Sissano á Papúa Nýju- Gíneu, Wellington, Adelaide. Reuters. BILL Skate, forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu, sagði í gær að staðfest tala látinna vegna flóð- bylgjunnar sem reið yfir norðvest- urhluta eyjunnar um helgina væri komin í tólf hundruð. Leitað hefur verið að eftirlifendum í fimm daga en sex þúsund manns er enn sakn- að og óttast starfsmenn hjálpar- stofnana að tala látinna hækki í allt að þrjú þúsund enda liggja margir helsærðir af sárum sínum eða veikindum tengdum flóðbylgj- unni. Nýsjálendingar gerðu sig í gær líklega til að senda bágstöddum á Papúa Nýju-Gíneu aðstoð en ástr- alskir hjálparstarfsmenn sem þeg- ar eni á svæðinu báru ástandið í gær saman við það sem þeir höfðu orðið vitni að í Rúanda á dögum borgarastríðsins fyrir fáeinum ár- um þar sem hundruð þúsunda manna týndu lífi í þjóðarmorðum. Margir hafast enn við í frum- skóginum inni í landi vegna þess að fólkið óttast að önnur flóðbylgja, jafn há og jafn öflug og sú fyrri, ríði yfir fyrrum heimili þeirra við ströndina. Sagði Tas Maketu, tals- maður Skates, í gær að ekki væri líklegt að þetta fólk sneri aftur til byggða, eða þess sem eftir væri af þeim, fyrr en einhverjum tækist að sannfæra það um að öllu væri óhætt. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem flóðbylgja skellur á Papúa Nýju-Gíneu. Skullu stærðar flóð- bylgjur á íbúum eyjunnar árin 1888 og 1935 svo eitthvað sé nefnt en ekki er talið að þessar flóð- bylgjur hafi valdið nándar nærri eins miklum skaða og þessi nýjasta. Aðrar aðstæður við íslandsstrendur Kyrrahafið er afar virkt eld- fjallasvæði líkt og Island og sjávar- botnar í nágrenni þess. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að svæðið í kringum Papúa Nýju-Gíneu og kannski ekki síður í nágrenni Japans væri afar virkt eldfjallasvæði og þannig væri t.d. orðið tsunaini komið úr japönsku en það er alþjóðlegt heiti yfir fyrir- bærið þegar risavaxnar flóðbylgjur fylgja í kjölfar jarðskjálfta á hafi úti. Reuters KONA sem lifði af flóðbylgjuna á Papúa Nýju-Gíneu skoðar rúst- ir heimilis síns í bænum Sissamo á norðvesturhluta eyjunnar. SVONA VARÐ FLOÐBYLGJAN TIL Flóðbylgjumar sem eru taldar hafa náð allt að tíu metra hæð, risu i kjölfar tveggja jarðskjálfta sem mætdust 7 og 5,7 á Richters-kvarða og áttu upptök sín annars vegar í fjöllum ofan við ströndina og hins vegar 19 kílómetra undan ströndinni. KORALHAF Hrikalegar flóðbylgjur, eða það sem Japanar kalla Tsunami, verða til þegar jarðskjálfti á hafi úti verður þar sem innsævi er grunnt. í kjölfar jarðskjálftans fellur sjávarbotninn skyndilega með þeim afleiðingum að sjór fyllir í svæðið með miklum hraða en rís síðan aftur sem flóðbylgja. Bylgjan getur ferðast burt frá upptökum jarðskjálftans sjálfs á allt að 690 kílómetra hraða á klukku- stund en þarf þó ekki endilega að sjást greinilega á yfirborði sjávarins. Þegar flóðbylgjan nálgast grynningar getur hún risið t meira en 27 metra hæð. Kl. 7.09 Annar jarðskjálfti skellur á á sömu dýpt en mmfSndT9 ^aháarmhylgjur Kiiometra unaan V ,ÁrA ströndinni og myndar risaháar flóðbylgjur. hraða sér til lands á allt að 700 kílómetra hraða á klukkustund. Heimild: Longman, Physical Geography in Diagrams ^ Kl. 6.49. Jarðskjálfti reiðyfirí fjöllum ofan við strönd Aitape, sem átti upptök sín um 32 km i yfirborði jarðar rúma 19 kflómetra inni ~r / landi, og mældist 7 á Richters-kvarða.---------1 Sagði Ragnar oft mikinn viðbún- að á þessum slóðum vegna tsunam- is en benti hins vegar á að flóð- bylgjur í líkingu við þær er riðu yf- ir Papúa Nýju-Gíneu væru afar ólíklegar í nágrenni Islands enda væri veigamikill munur á staðhátt- um. Hér við land ætti sér stað lá- rétt hreyfing jarðflekanna þegar jarðskjálfti yrði á hafi úti en á Kyrrahafssvæðinu hreyfast flek- arnir lóðrétt og því væri eins og Kyrrahafsflekinn skylli saman við meginlandsfleka og yki þannig mjög kraft bylgjunnar og þrýsti henni af stað. Ragnar sagði að þess þekktust engin dæmi hér við land að flóð- bylgja af þessu tagi fylgdi jarð- skjálfta á sjávarbotni en Evrópa hefur hins vegar ekki alveg farið varhluta af tsunami því árið 1755 eyðilagðist Lissabon í Portúgal næstum af völdum flóðbylgju. Undirbúningur Búlgaríu fyrir aðild að Evrópusambandinu Róttækar og óvinsælar umbætur framundan Soflu. Reuters. BULGARIA er á beinni braut í átt að aðild að Evrópusambandinu (ESB), en róttækar og óvinsælar umbætur eru nauðsynlegar til að af henni geti orðið. Þetta sögðu for- sætisráðherrar Spánar og Búlgaríu í gær. „Efnahagslegar og félagslegar umbætur [búlgörsku] ríkisstjórnar- innar, sem jafnast satt að segja á við byltingu, eiga skilið stuðning og hvatningu Evrópusambandsríkj- anna,“ sagði José Maria Aznar, for- sætisráðhen-a Spánar, á frétta- mannafundi í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, þar sem hann er í opin- berri heimsókn. Aznar hældi stjórninni, sem Ivan Kostov fer fyrir, fyrir það afrek að takast að ná stjóm á efnahagsmál- um landsins eftir að jaðraði við al- gert hrun í upphafi síðasta árs, en hann varaði við því að Búlgarar gerðu sér vonir um að geta fengið inngöngu í einu vetfangi. „Búlgaría er greinilega á leiðinni inn í ESB, en löng leið er eftir að því rnarki," sagði Aznar. Stjórn Kostovs, sem er sam- steypustjórn miðju- og hægriflokka, tók við völdum í ársbyrjun 1997, eft- ir að uppreisnarástand velti fyrri ríkisstjórn úr sessi, en hún var skipuð iyrrver- andi kommúnist- um. Nýja stjórn- in hefur gert ESB og NATO- aðild að helztu forgangsstefnu- málum sínum. Hún gerir sitt bezta til að uppfylla skilyrði Evrópusam- bandsins, en hinn þröngt skorni stakkur ríkisfjármálanna stendur umbótum að mörgu leyti fyrir þiif- um. Kostov fullyrðir að Búlgaría verði reiðubúin 2001 Búlgaría var, eins og Rúmeníu og nokkrum öðrum ríkjum sem áður tilheyrðu Austurblokkinni, ekki boðið í hóp þeirra ríkja, sem hafa fengið fyrirheit um að fá inngöngu í „fyrstu lotu“ stækkunar sambands- ins til austurs. Kostov hefur ekki dregið neina dul á vonbrigði Búlgara yfir þessu. Hann sagði á ráðstefnu Mið og Austur-Evr- ópuríkja í júní að Búlgaría hefði ekki efni á að bíða aðildar í fullan áratug - sem er sá frestur sem fulltrúum ESB þykir raunhæfur - og fullyrti að Búlgaría gæti verið tilbúin til inngöngu árið 2001. Kostov sagði í gær að hann gerði sér grein fyrir að það tæki sinn tíma að bæta upp þann tíma sem tapazt hefði í undirbúningi fyrir aðild í tíð fyrri ríkisstjórna, en hans stjóm væri staðráðin í að láta einskis ófreistað til að ná settu marki. Evrópudómstóllinn s Urskurðað um heiti viskýs Lundúnum. Reuters. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN úr- skurðaði í síðustu viku að ekki mætti selja drykk undir nafninu viský ef áfengisinnihald hans er undir því lágmarki sem skozkir viskýframleiðendur þurfa að virða, sem er 40%. Urskurðurinn fylgdi í kjölfar málsóknar samtaka skozkra viskýframleiðenda gegn frönsku fyrirtæki, La Martiniquaise, sem framleiðir drykk undir heitinu „Gold River", sem er 30% að áfengisstyrkleika. Samtökin sögðu að fyrirtækið hefði brotið ESB-lög með því að prenta á merkimiða „Gold Ri- ver“-flaskna, að þær innihéldu „blandaðan viský-vínanda“ (Blended Whisky Spirit), þó að innihaldið væri að styrkleika undir því láginarki sem gildir um viský. Talsmaður skozkra viskýfram- leiðenda sagði að úrskurðurinn skapaði mikilvægt fordæmi, en Frakkland er þriðji stærsti út- flutningsmarkaður viskýs í heim- inum. EVROPA^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.