Morgunblaðið - 22.07.1998, Page 19

Morgunblaðið - 22.07.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 19 ekki að efa að safninu muni áskotn- ast fleiri listaverk, enn fleiri eftir að það verður fullgert. Nú er að móta stefnuskrá, reglugerð og lög, eink- um hvað varðar móttöku gjafa en hér marka öll gild söfn sér hreinar línur. Pað var upplifun af hárri gráðu að skoða Síldarminjasafnið, en þar gnæfír Róaldsbrakki yfír í umfangi, einfaldleika og stílfegurðar, endur- bygging hans hófst árið 1992 og lauk 1996. Þar áður var húsið sem úr sér gengið hrófatildur, er eins og beið eftir náðarhögginu, að vera jafnað við jörðu. En reis upp úr öskustó, og er líkast tignarlegum möndli og djásni framkvæmdanna og setur sterkan svip á umhverfið. Aðrar byggingar, misjafnlega langt á veg komnar, eru Bátaskemma, Bræðslan, Vélasalur, Asgeirs- skemma, Ibúðarhús og Veitingahús, svo þetta verður myndarleg þyrp- ing er allt verður komið upp og innra skipuiagi lokið. Hönnuðir end- urbóta Róaldsbrakka voru arkitekt- arnir Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon, en bygginga- meistarar Ágúst Stefánsson og Hjálmar Jóhannesson. Varðandi áframhaldandi uppbyggingu er stefnt að því að taka tvö safnhús í notkun árið 2003 og halda þannig upp á að 100 ár verða þá liðin síðan fyrstu reknetasíldinni var landað á Siglufirði, og hið eiginlega sfldaræv- intýri íslendinga hófst. Báta- skemma og bræðsluhús verða byggð á næstu árum þar sem mikil- vægum þáttum síldarútvegsins verða gerð skil. Frumkvöðull og driffjöður að þessu öllu telst myndlistarmaðurinn Órlygur Kristfinnsson, sem fékk fleiri til liðs með sér, stofnað var fé- lag áhugamanna um minjasafn, FÁUM, og er hann lífið og sálin í öllum framkvæmdunum. Auðsján- lega hefur sú menntunarlega undir- staða sem brimbrjóturinn fékk í MHI á sínum tíma komið að notum, en hún var ætluð til að gagnast nemendum á marga vísu. Hafði með byggingafræðileg lögmál frum- forma, huglæga niðurskiptingu og markað skipulag að gera, konstrúk- tíva mótun nefna menn það. Ekki er nokkur vafi á því að mörgum muni þykja fróðlegt að standa augliti til auglitis við þá lit- ríku fortíð sem hér er sett á svið, engu síður en að skoða sögu- og vís- indasöfn erlendis, en á þau er stöð- ugur straumur fólks á öllum aldri. Skiptir þá mannlegi þátturinn miklu, og að fólkinu sem sækir þau líði vel í hámenningarlegu umhverfi þar sem atvinnusagan er færð í sjónrænan búning. Að þetta atriði hafi engan veginn gleymst eru nokkrar gamlar kvikmyndir sem sýndar eru á skjá einnig til vitnis um, en þær eru stórfróðlegar. Að vísu af vanefnum gerðar og teknar þegar íslenzkir atvinnuljósmyndar- ar eiga í hlut, ljósmyndun og kvik- myndun sitthvað þótt af skyldum meiði sé. Þannig bar ein útlensk kvikmynd ótvírætt af fyrir fag- mannleg vinnubrögð. En ekki úti- lokað að með hátækni nútímans sé mögulegt að lagfæra þessar gömlu filmur, né að enn fleiri komi í leit- irnar og tengja megi marga búta í eina heild. Það sem manni varð helst star- sýnt á, skorðaður í efnishyggju nú- tímans, er hve einstaklega stinn, feit og falleg síldin sem afhausuð var í tunnumar virtist í bak og fyr- ir. Sem slík ígildi dýrustu eðal- málma í jörð, kappið við að ausa upp af þessum gjöfulu námum hafs- ins hins vegar svo yfirgengilegt að setti að manni hroll, því lífrænar auðlindir hafsins tæmast engu síður en þær í iðrum jarðar, svo sem menn voru ósköp eðlilega og fyrr en varði harkalega minntir á. Myndir af nokkrum málverkum þekktra málara sem tengjast sfldar- sögunni og þessum löngu liðnu ár- um efla sömuleiðis hina sjónrænu umgerð. Urðu mér tilefni til að hug- leiða af hverju listasöfnin hafi aldrei sett upp listsýningu sem á breiðum grundvelli hefur með sfldarævintýr- ið að gera. Ei heldur atvinnusögu þjóðarinnar með fley, fisk og sjó- menn í forgrunni. DANSKI stúlknakórinn Cantica. Stúlknakór frá Danmörku s heldur tónleika á Islandi DANSKI stúlknakórinn Cantica er væntanlegnr til íslands og heldur hér tónleika á filmm stöð- um. Kórinn starfar við Vor Frelsers Kirke í Horsens og flyt- ur sígilda og nýja kirkjulega tón- list. Kórinn hefur heimsótt flest Evrópulönd og haldið þar tón- leika, hann hefur sungið í danskt hljóðvarp og sjónvarp og söngur kórsins hefur verið gef- inn út á geisladiskum. Stjórn- andi kórsins frá stofnun hans ár- ið 1979 er Klaus Lyngbye, org- anisti við Vor Frelsers Kirke. Þekkt dönsk tónskáld hafa samið verk fyrir kórinn sem hann hefur frumflutt. Meðal verka sem kórinn flytur hér er Latnesk Maríubæn eftir Jón Nordal frá 1978. Hér á landi heldur kórinn tón- leika á fimm stöðum. Fimmtu- daginn 23. júlí kl. 16 í Hallgríms- kirkju í Reykjavík og daginn eft- ir í Skálholti kl. 15.30. Kórinn heldur siðan norður í land og syngur í Reykjahh'ðarkirkju við Mývatn laugardaginn 25. júlí kl. 21, í Akureyrarkirkju sunnudag kl. 17 og síðan í kirkjunni á Blönduósi, sem er vinabær Hor- sens, kl. 20 mánudaginn 27. júlí. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Landslag MYNDLIST Listasafn ASI, Ásmundarsal vid Freyj ugötu LJÓSMYNDIR NANNA BISP BÚCHERT Til 2. ágúst. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. NANNA Bisp Buchert er dansk- ur ljósmyndari sem bjó tuttugu fyrstu ár ævinnar hér á landi enda íslensk í móðurætt. Sýning hennar „Suð-suð-vestan“ er eins konar lof- gjörð um víðerni og sérenni ís- lenskrar náttúru, sem listakonan vill meina að hjálpi sér að þreyja þorrann í þéttbýlinu á meginland- inu. Myndirnar eru allar teknar á Snæfellsnesi, Reykjanesi og Skeið- arársandi á ánmum 1996-97 og draga fram eyðilegt víðrými þessa undarlega landslags með sínum svörtu öskusöndum og einmana fjöllum. Bisp Buchert tekst að gera tvennt í einu; miðla hlýjum tilfinn- ingum sínum gagnvart eyðimörk- inni og lýsa henni um leið með lát- leysi sem alltof sjaldan sést í sam- bærilegum verkum innlendra lands- lagsljósmyndara. Jafnvel þegar hún myndar hið hrikalega klakalandslag á Skeiðarársandi eftir hamfarimar 1996 verður sú undraveröld raun- vemlegri og nærtækari en í flest- um, öðram ljósmyndum. Hún reynir að forðast ofsögumar en halda sig frekar við dempaðari túlkun á undr- um þeim sem fyrir augu ber. Island er hvort sem er land sem ekki þarf að ýkja, svo ævintýralegt er það í raun. Utkoman er innileg og fáguð, laus við allan leikaraskap og aug- lýsingamennsku. Það er greinilegt að hér er á ferð listamaður sem tekst að miðla persónulegum skiln- ingi sínum á myndefni sem oftar en ekki reynist ofjarl minni spámönn- um. Halldór Björn Runólfsson. Blús- bræður snúa aftur KVIKMYIVDIR II á s k ó I a b f 6 BLÚSBRÆÐUR 2000 „THE BLUES BROTHERS 2000“ ★ 'k Leikstjóri: John Landis. Handrit: Landis og Dan Aykroyd. Tónlist: Paul Shafer. Aðalhlutverk: Dan Aykroyd, John Goodman, Joe Morton. KULTMYNDIN Blúsbræður með John heitnum Belushi og Dan Aykroyd var kúnstug kómedía síns tíma sem haft hefur nokkur áhrif á kvikmyndirnar; geimgrínið Menn í svörtu er nærtækt dæmi. í Blús- bræðrum var blúsinn hafinn til vegs og virðingar sem eins konar andóf gegn diskói og kántríi og hvað þetta nú heitir. Ein eftirminnilegasta sen- an úr myndinni er þegar hinir of- ursvölu blúsbræður lenda inni á sveitakrá og bjarga lífi sínu með því að spila titillagið úr vestraþáttunum „Rawhide". Ekkert er eftirminnilegt við framhaldið, Blúsbræður 2000, sem gerist átján árum síðar. Hún reynir að gera út á það sem var frumlegt og öðmvísi áður en á sér varla hljómgmnn lengur og verður furðulega slöpp samsuða af endur- teknum atriðum úr fyrri myndinni, barnalegum lögguleik er endar í ofsalegum löggubílaárekstri, sem virkaði betur fyrir tuttugu árum þegar aðalsportið var að klessu- keyra bíla, og söng- og dansatrið- um. Handrit þeirra Johns Landis, sem einnig leikstýrir myndinni, og Dans Aykroyds, er þannig ekki upp á marga fiska. Landis hefur átt erfiða daga sem leikstjóri í mörg undanfarin ár og stýrir myndinni af þeirri meðalmennsku sem hann er orðinn þekktur fyrir. Aykroyd endurtekur hlutverk sitt með hinni fullkomnu yfirvegun blúsarans en John Goodman virðist ekki finna sig sem arftaka Belus- his. Það sem upp úr stendur er auð- vitað tónlistin sem er frábær. Tón- listarmenn eins og Eric Clapton og B.B. King stíga á sviðið og „djamma“ með Blúsbræðmm og það er dúndurfjör í tónlistinni frá upphafi til enda. Það nægir þó ekki til þess að breiða yfir vankanta myndarinnar, sem sárlega vantar þá sál er fyrri myndin hefur og gerði hana að kultmynd. Arnaldur Indriðason. BÆKUR Ljoö SKJÓLSTEINN eftir Sigurlaug Elíasson. Prentun: Prentsmiðjan Grafík hf. Mál og menning, Reykjavfk 1998. 39 bls. HIÐ smáa og hversdagslega er umfjöllunarefni Sigurlaugs Elías- sonar í nýrri ljóðabók hans, Skjól- steinn\ til að vera nákvæmari gæt- um við kannski sagt hið stóra í hinu smáa og hið einstaka í hinu hvers- dagslega. Ljóðin era hljóð og hæg, virðast frekar halda aftur af sér en hitt, en í þessari yfirvegun og í þessu lítillæti birtist sindrandi heimur sem er kunnuglegur en ekki öllum nálægur, sýnilegur. Ef til vill mætti kalla þessa bók smámunasafn í höfuðið á einu ljóði hennar. í ljóð- inu segir höfundur frá uppáhalds- safninu sínu sem er eitt lítið hús í litlu þorpi fyrir austan: „Sá sem vill skoða það,“ segir meðal annars i ljóðinu sem mætti kalla prósaljóð ef vildi, „fær lykilinn heima hjá safn- verðinum, hann býr í litlu húsi fyrir miðjum boga fjörunnar og stendur hvort eð er sína einkavakt við hliðið, fylgist með bryggjunni og trillun- Smámunasafn um. Hann var sjómaður áður en varð að hætta vegna þokuhræðslu. En hjá honum fæst lykill- inn og svo getur maður lagt einn af stað (með stækkunargler í vasan- um) stíginn gegnum puntræktina inn gömlu túnin, því hér er mönn- um treyst.“ Einmitt þannig gæti maður nálgast þessa bók. Með tilliti til forms mætti skipta ljóðunum í tvennt; í fyrri hluta bók- arinnar era breið frá- sagnarljóð sem ef til vill mætti kalla prósaljóð en í seinni hlutanum era ljóð í knapp- ara formi. Flest ljóðin lýsa söknuði eftir liðn- um tíma, liðnum augnablikum eða hinu horfna, því sem hefur brostið og því sem er að liðast í sundur und- ir fargi tímans. Þessi fortíðarþrá endurspeglast á vissan hátt í átök- um milli rósemi sveitarinnar/strjál- býlisins og borgarinnar í ljóðinu Brimljóð; „Hérna þar sem byggðin endar í mýranum reyni ég að sofna í blokkarhellinum mínum. Eftir að ég komst upp á lag með að nota brimhljóðaspólur er það ekki svo ýkja erfitt. Ég er ekld alinn upp á sjávarbakka en fremur skammt frá sjó og vanastur þungum súgnum, sumar, vetur,“ segir í upphafi Ijóðsins. Hæðnistónninn í ljóðinu Minnismerki hafnar- bræðra lýsir líka þess- um söknuði: Ábakkanum sem þeir hlupu upp með hákarlana er komið lítið orkuver fyrir ferðamenn; Lýsissjálfsali. Kannski er hægt að segja að for- gengileildnn sé meginumfjöllunarefni bókarinnar, einhvem veginn virðist sem tíminn vinni á öllu, lífið er eins Sigurlaugur Elíasson og sígaretta sem brennur upp og eft- ir stendur bara þunnt „öskulag". Líf- ið í sveitinni er sérstaklega við- kvæmt, óvarið fyrir ágangi tímans, nútímans; sjóvamargarðamir gera þó sitt gagn fyrir h'til þorp: „Það er ótrúlegt öryggi í öflugum sjóvamar- garði fyrir bæ eins og þennan sem byggst hefur á blásjávarkambi." En maður hefur það á tilfinningunni að það þurfi að reisa fleiri múra til að vemda þessa smáheima landsins, það þarf að varðveita og minnast; grafa upp „stundarbrot í minninu,“ eins og segir í formálaljóði bókarinnar. Þrátt fyrh- ágang tímans er engin ástæða til að hlaupa í skjól strax: Lágþokuganga: Eitthvert hvitamyrkur yfir þaðan sem ekkert spyrst frásagnarvert milli kennileita eins og sópi af þúfnaklasa, melrima og eftir allt saman er þó flest með felldu og ástæðulaust að leggjast undir skjólstein strax. Glíman við tímann er meginaflgjafi Ijóða Sigurlaugs. Stiklað er á steinum í „ferðasafni hugans" og leitað að ein- hverju sem léði lífinu töfra. Ljóðin eru um leið full af rósemd og lífi þótt ögranin mætti stundum vera meiri. Þröstur Helgason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.