Morgunblaðið - 22.07.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 22.07.1998, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Miklar breytingar á Vesturlandi með Hvalfj ar ðargöngum VESTLENDINGAR hafa ríka ástæðu til þess að fagna merkum áfanga nú þegar Hval- fjarðargöngin hafa ver- ið opnuð fyrir umferð. Við það færist byggðin í landinu saman og Vest- urland mun blasa við þeim höfuðborgarbúum sem vilja sækja dreif- býhð heim. Með göng- um undir Hvalfjörðinn verða miklar breytingar í samgöngumálum þjóð- arinnar. Ekki bara fýrir Vestlendinga heldur landsmenn alla beint og óbeint. Hvalfjarðar- göngin eru tákn nýrra tíma. Tákn um miklar framfarir á sviði verk- legra framkvæmda. Hvalfjarðar- göngin eru ekki síður vísbending um það traust sem erlendir lánveit- endur sem fjármagna framkvæmd- irnar bera til stjómvalda og þess efnahagsumhverfis sem um þessar mundir ríkir á íslandi. Starf frumkvöðla Undirbúningur og framkvæmdir við Hvalfjarðargöngin áttu sér lang- an aðdraganda. Slíkt og þvflíkt verk verður ekki sett af stað nema til komi hópur bjartsýnismanna og álíka stór hópur efasemdarmanna sem í sameiningu komast að niður- stöðu og ná málum fram okkur öll- um til heilla og hagsbóta. Þannig verða framfarir. Ég vona að á eng- an sé hallað þó að ég segi að þar hafi mest mætt í upphafi á stjóm- endum íslenska jámblendifélagsins hf. á Grundartanga og Sements- verksmiðjunnar á Akranesi. En nið- urstaða náðist í fjármögnun og und- irbúningur framkvæmda gat hafist eftir atbeina stjórnvalda sem tryggðu framgang málsins eftir vasklega framgöngu forsvarsmanna Spalar hf. sem standa íyrir þessu merkilega framtaki sem bygging og rekstur Hvalfjarðarganga er. Áhrif á atvinnulífið Flutningar innanlands era af- gerandi hluti í nær allri atvinnu- starfsemi og eru veru- legur þáttur í útgjöld- um heimila á lands- byggðinni. Það er stað- reynd að á höfuðborg- arsvæðinu er stærsti neytendamarkaðurinn á Islandi. Hann skapar Vestlendingum mikla möguleika til við- skipta. Og þar er aðal inn- og útflutningshöfn landsins. Nær allir að- drættir neysluvarnings jafnt sem hráefna og iðnaðarframleiðslu eru því háðir flutningum um vegina til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hvalfjarðargöngin munu því auð- velda og gera hagkvæmari flutn- inga milli höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands. Samkeppnisstaða fyrirtækja á Vesturlandi mun því geta batnað með göngunum ef vel verður að málum staðið og flutn- Hvalfjarðargöngin eru tákn nýrra tíma, segir Sturla Böðvarsson, og með þeim verða miklar breytingar í samgöngu- málum þjóðarinnar. ingar skipulagðir með hliðsjón af hóflegri gjaldtöku fyrir umferð um göngin. Hvalfjarðargöngin munu því hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið á Vesturlandi og skapa nýja mögu- leika til uppbyggingar og fram- fara. Auknir möguleikar í ferðaþjónustu Ferðaþjónustan er og hefur verið veralegur þáttur í atvinnulífi á Vesturlandi. Hægt og fast hefur ferðaþjónustan verið byggð upp. Á Akranesi, í Borgarnesi, í Borgar- fjarðardölum, á Snæfellsnesi og í Dalasýslu hefur ferðaþjónustan ver- ið aukin og er gildur þáttur í at- Sturla Böðvarsson vinnusköpun í öllu kjördæminu. Ferðamenn sækja í náttúrufegurð, friðsælt umhverfi, þekkta sögustaði og njóta um leið ágætrar þjónustu á svæðinu. Gildir það jafnt um gist- ingu, veitingaþjónustu, verslun, siglingai- sem jöklaferðir. Með göngunum opnast tvímælalaust nýir möguleikar. Stuttar ferðir um göng- in til Akraness eða Borgamess, í Skorradal með útsýnisferð fyrir Hvalfjörð í bakaleiðinni eða um Uxahryggi til Þingvalla gæti orðið vinsæll helgarbíltúr fjölskyldunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumarhúsa- svæðin í Borgarfirði verða enn verðmætari, ekki síst þar sem jarð- hitinn er til staðar og góð þjónusta við sumarhúsaeigendur. Þá er víst að vel skipulagðar ferðir á söguslóð- ir verða seljanlegri og eftirsóttari. Má þar nefna „Söguhringinn“ frá Reykjavík í Reykholt, til fæðingar- staðar Leifs Eiríkssonar á Eiríks- stöðum í Haukadal og úr Búðardal með Eyjaferðum um Breiðafjörð í Stykkishólm með viðkomu á Helga- felli á leið suður. Jöklaferðir hafa notið vaxandi vinsælda, ekki síst sem liður í styttri ferðum í tengsl- um við ráðstefnur. Með göngunum styttist leiðin til ferða á Langjökul og ekki síður á Snæfellsjökul með hringferð um Nesið. Auðvitað mætti nefna aðra staði og aðrar leiðir en hér verður staðar numið. Það verður verkefni þeirra sem sinna ferðaþjónustunni að nýta sér nýja möguleika. Næstu verkefni Uppbygging þjóðvegakerfisins er á mælikvarða okkar fámennu þjóð- ar risavaxið verkefni. Um allt land blasa við verkefni sem þarf að sinna á vegum ríkisins á öðram sviðum svo sem í mennta-, menningar- og heilbrigðismálum. Það er álit mitt að áfram verði að halda við úrbætur á vegakerfinu og hefur verið sam- þykkt ný vegaáætlun og lagðar meginlínur með langtímaáætlun. í dag ræða menn svokallað góðæri. Sem betur fer hefur tekist að snúa vöm okkar í sókn m.a. með endur- skipulagningu og úrbótum í hinum opinbera rekstri. Margir óttast að boginn verði spenntur um of með framkvæmdum og uppi era kröfur um frestun íramkvæmda á vegum rfldsins. Það er mitt álit að við eig- um að halda ótrauð áfram við að bæta vegakerfið, það er öllum til hagsbóta og á að vera fullkomið for- gangsverkefni. Höfundur er alþingismaður. Dapurlegur hugarheimur Gísla Gunnarssonar GÍSLI Gunnarsson hefur sent frá sér grein sem birtist í Morgun- blaðinu fimmtudaginn 16. júlí sl. undir fyrir- sögninni „Þegar mátt- arstólpar reynast vera kalkvistir". I greininni er Gísli að ræða nýliðna atburði í Alþýðubanda- laginu frá sínum sjón- arhóli og nafngreinir þar ýmsa fyrrverandi eða enn þá verandi fé- laga sína í Alþýðu- bandalaginu. Gísli kem- ur með sínar útskýring- ar á því hvers vegna menn hafi bragðist við atburðum undangenginna daga og vikna í Alþýðubandalaginu með þeim hætti sem raun ber vitni og tengir það fyrri tíð eða sögu Al- þýðubandalagsins. Það er hroðaleg byrði að bera í gegnum lífíð, segir Steingrímur J. Sigfússon, að ætla sam- ferðamönnunum engar ærlegar hvatir. Fátt kom mér á óvart í umfjöllun Gísla, það kunnugur er ég hans við- horfum frá umræðum liðinna ára í Alþýðubandalaginu. Eitthvað sat þó eftir við hraðlestur greinarinnar í gærmorgun sem leitaði á hugann. Það var samt ekki fyrr en ég sat með kaffibolla úti á svölum í góð- viðri rétt íyrir hádegi og horfði á blómstrandi sýrenu úti í garðinum að laust niður í huga mér hvað það var. Ég sótti blaðið og las yfir grein- ina á nýjan leik og nú vandlega. Og mikil ósköp, þetta var rétt munað. Aldrei, ekki í einu einasta tilviki, hvarflar það að Gísla Gunnarssyni í áðurnefndri blaðagrein, að ein- hverjir bregðist við eins og þeir gera af virðingarverð- um hvötum. Það að menn bregðist við sam- kvæmt sannfæringu sinni í stjúrnmálum, láti samvisku sína ráða og hlýði rödd hennar. Það að menn geti ein- faldlega komist að ólík- um niðurstöðum á heið- arlegum forsendum, meti málefni og póli- tíska vígstöðu ólíkt, kemur hvergi fyrir í nefndri grein. Gísli er hins vegar duglegur við að ætla mönnum aðra og misjafnari eðliseig- inleika Gísli Gunnarsson er reyndar ekki einn um það þessa dagana að eiga erfitt með að horfast í augu við það að menn kjósi að fylgja sannfæringu sinni í stjórnmálum og kosta því til sem því er samfara. Ég hef þó í ótal samtölum við fjölda fólks á umliðnum dögum langoftast rekist á hið gagnstæða. Menn sýna því yfirleitt skilning, virða það og viðurkenna að þegar umrótstímar ganga yfir í stjórn- málum er ekkert við því að segja og ekki nema við því að búast að menn komist að ólíkum niðurstöð- um. Menn meti innihald, aðstæður og aðferðir með ólíkum hætti. Þá gildir að menn sýni skilning og virði forsendur og ákvarðanir hvers og eins. Það er með öllu ástæðulaust að láta það valda vinslitum eða rýra þá virðingu sem menn bera fyrir samferðamönnum þótt þeir komist að annarri niður- stöðu en maður sjálfur. Hitt er auðvitað líka til að menn gangi í gegnum lífið og þá einnig hið pólitíska líf með það ok á bakinu að ætla samferðamönnunum engar ær- legar hvatir og útskýri afstöðu þeirra og öll viðbrögð við tilteknum atburðum út frá því. Það er hroða- leg byrði að bera í gegnum lífið. Gísli Gunnarsson á alla mína samúð. Höfudur er alþingismaður. Steingrímur J. Sigfússon Að vilja hvorki sjá né heyra HAUSTIÐ 1989 samdi ég við Skáís um að gera skoðanakönnun vegna orðróms um að miklum afla væri fleygt. Tilgangurinn var að fá marktækt sýnishorn af upplýsing- um til að vinna með. Send vora 900 bréf til sjómanna. Um 68% skrifleg svöran barst. Niðurstaðan var að fleygt væri þá 53 þús- und tonnum. Þar af um 28 þúsund tonnum af þorski. 70% aðspurðra töldu að mun meiru yrði hent af þroskkvót- inn yrði skorinn meira niður. Það var gert árlega og brottkast fór sí- fellt vaxandi. Menn sem reyndu að veiða aðrar tegundir fengu alltaf of mikinn þorsk sem oft var hent. Enginn kvóti, Tveir aðilar sýndu ábyrgð eftir að þessi könnun var birt í Mbl. 1990, Matthías Bjarna- son þingmaður sýndi áhuga af ábyrgð, Hlnn aðilinn var Morgun- blaðið sem er að mínu áliti ábyrg- asti Qöimiðil) iandsins. Morgun- blaðið hefur fjallað um þetta við- kvæma mál á faglegan hátt, Eftir að blaðið birti könnunina 1990, sneru ýmsir spjótum , sínum að mér, Hagfræðingur LÍÚ kvað mig „vera að ná mér niðri á kvótakerf- inu“. Ekki bað hann um að fá að lesa könn- unina frekar en aðrir sem höfðu skoðanir á því sem þeir höfðu ekki iesið. Annars vegar er fiski hent vegna þess hvata að fleygja ódýr- ari fiski fyrir dýrari - og hins vegar vegna þess að enginn kvóti er til vegna of mikils nið- urskurðar í veiði. Síðan ég gerði könn- un þessa í árslok 1989 er sjávarútvegsráð- herra búinn að skipa þrjár nefndir til að „gera tillögur" um brottkastið. Honum ferst vel að skipa nefndir. Efnisleg umfjöllun og meðferð þessa alvarlega máls, brottkast afla, er fyrir neðan allar hellur. Síðasta nefndin (til að gera tillögur varðandi brottkast afla) lagði Ul: Nr, 1. „Fara ber eftir tillögum flskifræðinga um aflahámark." Nr, 2, Herða eftirlit með afkró- uðu fólki (sem komst hvergi!) Hvort & að hlæja eða gráta yflr svona tUlögum? Sjávarútvegsráðherra hund- skammaði svo fufltrúa við setningu Fiskiþings haustið 1990 varðandi brottkast afla eins og þetta væri Ef einhver er að svíkja þjóðina, segir Kristinn Pétursson, er það ráð- herra sjálfur með að- gerðaleysi sínu. Fiskifélaginu að kenna. Kvað hann íslenska sjómenn vera að svíkja þjóðina með því að henda afla!! Nokkra áður hafði skipstjóri nokk- ur gerst svo djarfur að tala opin- skátt um brottkast afla. Hann fékk skilaboðin: Þeir sem segja sannleik- ann sæta rannsóknarlögreglunni og fangelsi!! Sjálfur sjávarútvegsráð- herrann og dómsmálaráðherrann talar! Ráðherrann kann ekki að skammast sín! Virðist þess utan ekki gera sér grein fyrir sinni eigin ábyrgð. Ef einhver er að svíkja þjóðina er það hann sjálfur með að- gerðaleysi sínu og þvi að stinga höfðinu alltaf lengra niður í sand- inn, Dæmi, 1, Vill hvorki sjá nó heyra að vís- indin í þorskveiðiráðgjöflnni sóu í besta lagi vafasöm tiigáta sam- kvæmt sögulegum staðreyndum. 2, Viil hvorki sjá né heyra að fiski sé hent vegna of lítils þorskkvóta, 8. Vill hvorki sjá nó heyra að van- mat só í stofnstærð upp á 200 þús- und tonn vegna þess að fleygt er u.þ.b. 50 þús. tonnum árlega. (Vant- ar í aflabókhaldið.) 4. Vill hvorki sjá né heyra að gildi mælingarinnar „þorskafli á úthalds- dag“ hjá togurum hafi verið með vaxandi skekkju árlega vegna þess að allir forðast þorsk. Mælingin byrjaði við frjálsar veiðar. 5. Vill hvorki sjá né heyra að þorskstofninn hafi hranið við Kanada þegar beitt var 20% veiði- reglu - stofninn stækkaði fyrst mik- ið - en hætti svo að vaxa og hrundi úr hor, að öllum líkindum vegna þess að ekld var veitt. 6. Vill hvorki sjá né heyra að full- yrðingar um ofveiði í Barentshafi reyndust rangar 1990. 7. Vill hvorki sjá né heyra að þorskstofninn í Barentshafi hafi verið að horast niður undanfarin ár vegna fæðuskorts sem rekja má að öllum líkindum til of lítillar veiði. 8. Vill hvorki sjá né heyra að fisk- markaði erlendis vanti nú afurðir. 9. Vill hvorki sjá nó heyra að verðhækkun á afurðum um 10-30% síðustu mánuði geti leitt til þess að neytendur snúa sér að öðrum mat- vælum og við töpum mörkuðum vegna þess að ekki má veiða meiri þorsk. 10. Vill hvorki sjá né heyra að af- rakstur þorskstoftia í Norður Atl- antshafi hafl minnkað um 2/3 eftir að veiðistjórn hófst með friðun smá- Kristinn Pétursson fisks og „uppbyggingu" þorsk- stofna. Það sem gera þarf til að draga úr brottkasti afla er einkum tvennt. Auka þorskkvótann strax um þau 50-70 þúsund tonn sem hent er í dag. Áhrif þessarar aflaaukningar á stofninn geta ekki verið teljandi þar sem það sem hent er í dag kemur ekki inn í stofnstærðarmat. Hið síð- ara er að úthlutun kvóta og kvóta- notkun fiskiskipa taki mið af verð- gildi afla. Þá hverfur hvati til að henda ódýrari fiski í skiptum fyrir dýrari. Veiðiskip hafa verið látin eltast við fisktegundir sem finnst lítið af eins og t.d. ufsa, ýsu, karfa, kola o.fl. sem aldrei hefur náðst að veiða samkvæmt ráðgjöf. Það kom of mikið af þorski sem varð að fara fyrir borð. í sjö ár höfum við haft sjávarút- vegsráðherra seam vill hvorki sjá né heyra það sem aflaga fer við stjómun fiskveiða. Undir hans stjórn er búið að henda 3-400 þús- und tonnum af þorski að verðmæti um 50 milljarða miðað við unnar af- urðir. í stað þess að gera eitthvað raunhæft ástundar ráðherrann þann áróður í hvert skipti sem hann kemst í fjölmiðla, að hreykja sjálf- um sór af uppsveiflu sjávarskilyrða og tímabundinni stækkun þorsk- stoftisinB vegna auldns fæðufram- boðs, Verði veiði ekki aukin strax erum við að taka gífurlega áhættu samkvæmt reynslunni frá Kanada, Grænlandi og nú síðast úr Barents- haflnu. Höfundur er fíakverkandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.