Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 24

Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÍMI TÓNLISTAR SUMARIÐ ER orðið tími tónlistar hér á landi. Við eig- um því að venjast að menningarviðburðir eigi sér flest- ir stað á veturna; þá er jú mest líf í leikhúsunum, bókaút- gáfunni, Operunni og Sinfóníunni. En nú er svo komið að hreint ótrúlegur kraftur færist í íslenskt tónlistarlíf á sumrin, raunar svo mikill að menn vita vart hvaðan á sig stendur veðrið. Hér er vísað til allra þeirra tónlistarhátíða og tónleikar- aða sem standa landsmönnum til boða á sumrin og hljóta að teljast með merkilegri menningarfyrirbærum á okkar norðlæga bóli. AUar þessar hátíðir eru til komnar einungis fyrir elju og áhuga hins mergjaða tónlistarfólks okkar og iðulega að meira eða minna leyti kostaðar með sjálfsaflafé og framlögum úr atvinnulífinu. Elsta hátíðin er sennilega Sumartónleikar í Skálholts- kirkju sem standa nú yfir 24. árið í röð. Hátíðum sem þessum hefur svo fjölgað mjög síðustu ár, nægir þar að nefna Sumartónleika á Norðurlandi sem eiga sér nú tólf ára sögu, árlega kammertónleikahelgi á Kirkjubæjar- klaustri sem hóf göngu sína 1991 og í fyrrasumar var stofnað til tveggjá nýrra hátíða, Reykholtshátíðar, þar sem lögð er áhersla á að kynna framúrskarandi erlenda listamenn, og tónlistarhátíðarinnar „Bjartra sumarnótta" í Hveragerði. Og sömuleiðis mætti nefna fjölmargar tón- leikaraðir yfir sumartímann sem vakið hafa verðskuldaða athygli og allar eiga sér nokkurra ára sögu, svo sem Su- markvöld við orgelið í Hallgrímskirkju og sumartónleikar í Dómkirkjunni og Stykkishólmskirkju. Athygli vekur að flestar þessara hátíða eru haldnar utan Reykjavíkur og mynda þannig mjög gott mótvægi við vetrarstarfið þegar langflestir tónlistarviðburðir eiga sér stað innan marka borgarsvæðisins. Það leikur enginn vafi á því að hér er um geysilega mikilvægt starf að ræða sem ber margumtalaðri grósku í íslensku tónlistarlífí gott vitni. Um leið og þakkir eru færðar þeim sem hlut eiga að máli skulu landsmenn hvattir til þess að láta tóna sumarsins ekki fram hjá sér fara. KENNARALAUN OG FRAMMISTAÐA BREZKA ríkisstjórnin hefur hreyft hugmyndum um að tengja laun kennara við frammistöðu. Þessum hugmynd- um hefur verið illa tekið af kennarasamtökum þar í landi. Þegar kjaradeila kennara stóð sem hæst á síðasta ári voru viðraðar hugmyndir um það, m.a. hér í Morgunblaðinu, að æskilegt væri að samkeppni skapaðist á milli sveitarfélaga um beztu kennarana, sem um leið yrði til þess að hækka laun þeirra. Slíkum hugmyndum var heldur ekki vel tekið af tals- mönnum kennarasamtaka hér. Þessi afstaða er á misskilningi byggð. Kennarar eru mis- jafnir starfsmenn eins og allir aðrir. Sumir eru mjög góðir, aðrir slakari. Þennan mismun á starfsmönnum er að finna í öllum greinum atvinnulífsins og ekkert óeðlilegt við það. Almennari skilningur er á því en nokkru sinni fyrr hve mikilvægt starf kennara er. Það getur í mörgum tilvikum skipt sköpum um farsæld og framtíð nemenda. Fólk gleymir aldrei sínum beztu kennurum, hversu gamalt sem það verð- ur. Það hlýtur að vera kennarastéttinni til hagsbóta að tekið verði upp hvetjandi launakerfí, sem umbuni þeim, sem sýna bezta frammistöðu í starfi. Það er hinum beztu hvatning og örvar aðra til þess að bæta sig í starfi. Ætla má að að það sé engin tilviljun að hugmyndir á borð við þessar kvikni bæði í Bretlandi og á íslandi og vafalaust víða annars staðar. Kenn- arasamtökin eiga ekki að standa gegn slíkum umbótum held- ur taka þátt í að hrinda þeim í framkvæmd. Áform Hringrásar um brotajárnsvinnslu í Hvalfirði mæta andstöðu ÞETTA er sú mynd sem margir hafa af brotajárnsvinnslu, en framkvæmdastjóri Hringrásar segir að unnið brotajárn sé minna umfangs og ekki eins ljótt ásýndar. S veitarstj órnin andvíg áformum Hringrásar Hugmyndir Hringrásar um brotajárns- vinnslu á Grundartanga hafa vakið hörð við- brögð Samtaka um óspillt land í Hvalfírði. Sveitarstjórn Hvalfjarðarstrandarhrepps er sömuleiðis frekar andvíg því að fyrirtækið fái að setja upp starfsemi á Grundartanga. Egill Ólafsson fjallar um ágreining um brotajárnsvinnslu á Grundartanga. FORM um brotajárns- vinnslu á Grundartanga eru á frumstigi. Hringrás ehf. hefur sótt um lóð undir starf- semina, en lóðin er í eigu ríkisins og sér fjármálaráðuneytið um að ráðstafa henni. Ráðuneytið hefur veitt fyrir- tækinu vilyrði fyrir lóðinni ef það fær tilskilin leyfi frá heilbrigðiseftirliti og sveitarstjóm. Ekki hefur reynt á það enn hvort þessi leyfi fást. Málið er ekki komið á það stig að það hafi verið lagt fyrir sveitarstjórn Hvalfjarðarstrandarhrepps. Jón Val- garðsson, oddviti hreppsins, sagði að samkvæmt svæðisskipulagi væri þarna iðnaðarsvæði, en ekki hefði ver- ið gert deiliskipulag fyi’ir svæðið. „Vinna við gerð deiliskipulags er ekki hafin, en við höfum ákveðnar hugmyndir um hvernig við viljum nýta þetta land. Við höfum hugsað okkur að þarna verði léttur og þrifalegur iðnað- ur og þjónustuiðnaður sem myndi jafnvel tengjast stóriðjunni. Brota- jámsvinnsla Hringrásar fellur ekki að okkar hugmyndum um nýtingu á þessu landi. Þetta er að okkar mati ekki góður staður undir svona starf- semi. Við gerum okkur grein fyrir því að þessari starfsemi fylgir mengun, al- veg sama hvað menn standa vel að verki. Þessu fylgir ljót ásýnd sem við óskum ekki eftir,“ sagði Jón. Jón sagði að málið hefði verið rætt óformlega innan hreppsnefndarinnar og menn væru almennt sammála um þessa afstöðu. Hann sagði að það væri mat hreppsnefndarinnar að hún hefði það í hendi sér hvort Hringrás yrði leyft að setja þarna upp starfsemi þar sem það væri hlutverk sveitarstjórnar að deiliskipuleggja og kosta gerð deiliskipulags. Ef ekki yrði gert ráð fyrir starfsemi á deiliskipulagi eins og Hringrás er með yrði ekkert úr áform- um um brotajárnvinnslu á Grundar- tanga. Sambærileg starfsemi er víðar á landinu Einar Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Hringrásar, sagði að Hringrás áform- aði að koma á fót aðstöðu á Grundar- tanga til að taka á móti brotajárni af Vesturlandi, vinna það þannig að það sé hæft til útflutnings og flytja það út frá Grundartangahöfn. Ekki væri víst að Hringrás sæktist eftir að hafa alla vinnslu á brotajárni fyrir Vesturland á Grundartanga. Hagkvæmast væri að vinna sem mest af brotajárninu í þeim sveitarfélögum þar sem það félli til og flytja það síðan unnið á Grundartanga þar sem því yrði skipað út. Einar sagði að áhugi Hringrásar snerist um að koma upp sambærilegri aðstöðu á Grundartanga og fyrirtæki væru með í öðrum landshlutum. Hr- ingrás er með móttökustöðvar og út- flutning í Reykjavík, Akureyri og Sauðárkróki. Fyrirtækið er einnig með starfsemi á ísafirði og í Mývatns- sveit, sem fyrirhugað er að flytja til Húsavíkur. Þá hefur Hringrás gert samning við héraðsnefnd A-Húnvetn- inga um útflutning á brotajárni frá Blönduósi. Ný færanleg endurvinnslustöð Árið 1996 keypti Hringrás til lands- ins færanlega endui’vinnslustöð. Hún samanstendur af brotajárnspressu og tveimur beltagröfum, önnur er með brotajárnsskærum og hin er með krabba og segli. Þessi endui-vinnslu- stöð getur fullunnið brotajárn og gert það útflutningshæft frá þeim stað þar sem það fellur til. „Markmið okkar er að vinna efnið þar sem það fellur til og eiga það í nægjanlega miklu magni til að það sé hagkvæmt að skipa því út. Þegar búið er að renna efninu í gegnum endur- vinnslustöðina er birgðahald orðið allt annað. Þá er þetta ekki lengur fyrir- ferðarmikið illa útlítandi efni heldur flokkað og pressað hráefni, hagkvæmt til útflutnings. Við vinnslu minnkar umfang brotajárnsins margfalt. Það sem hefur háð út- flutningi á brotajárni frá landsbyggðinni er að óunn- ið brotajárn er fyrirferðar- mikið og óhagkvæmt í flutningi. Áður var brota- jái’nið flutt óunnið til Reykjavíkur, en kostnaður við flutn- inginn var það mikill að útflutningur- inn svaraði oft ekki kostnaði. Með til- komu þessarar færanlegu einingar er hægt að pressa efnið og ná fram há- marksþyngd per rúmmetra og þar með er þessi útflutningur af lands- byggðinni orðinn hagkvæmur,“ sagði Einar. Einar sagðist hafa orðið var við mik- inn áhuga hjá sveitarfélögum á að nýta sér þessa nýju starfsemi Hringrásar. Það væri því ljóst að mun meira yrði flutt út af brotajárni af landsbyggðinni en verið hefði. í fyrra flutti Hringrás um 15 þúsund tonn af brotajámi úr landi. Fyrirsjáanleg aukning verður á þessu ári m.a. vegna útflutnings á brotajárni úr Víkurtindi, sem strand- aði á Háfsfjöru. Mengunin var grafín í jörðu Einar sagði að þau tæpu 50 ár sem Hringrás hefur starfað hefði fyrirtæk- ið átt í harðri samkeppni við hið opin- bera sem kosið hefði að leysa mengun- arvandamál tengd brotajárni með því að urða það. Nú hefði hið opinbera breytt afstöðu sinni og vildu stuðla að útflutningi á brotajárni. „í gegnum árin er búið að grafa gríðarlega mikið magn af brotajárni og ekki var alltaf passað að fjarlægja rafgeyma, olíur eða kælivökva áður en mokað var yfir. I Gufunesi var t.d. urð- að brotajárn í þúsundum tonna. Þar eru bílflök og rafgeymar. Þar var einn pyttur fyrir olíur og annar fyrir lífræn leysiefni. Nú er búið að þekja yfir þetta og tyrfa og menn virðast standa í þeirri trú að þetta sé allt í stakasta lagi. Svo eru menn undrandi á því að laxagengd í Elliðaám hefur minnkað. Við viljum ekki benda á aðra þegar gagnrýni beinist að okkur, en menn verða að átta sig á við hvaða aðstæður við höfum verið að glíma á þessum markaði. Við erum stöðugt að reyna að bæta vinnsluferilinn hjá okkur,“ sagði Einar. Hörð andstaða Sólar í Hvalfirði Samtökin Sól í Hvalfírði hafa brugðist mjög hart við áformum Hringrásar og mótmælt þeim kröftuglega. Stjóm Sólar gekk sl. mánudag á fund umhvei’fisráðhen’a þar sem þess var krafist að ekki yrðu gefín út starfsleyfi fyrir frekari meng- andi starfsemi í Hvalfirði fyiT en fyrir lægju niðurstöður rannsókna og mat á áhrifum þeirrar starfsemi sem íyrir er á lífríki Hvalfjarðar. Jafnframt óskaði stjórnin eftir að allar umsóknir um starfsleyfi á þessu svæði yrðu sendar ráðgjafamefnd um umhverfisvöktun í Hvalfirði til umsagnar. Þá vai- þess krafist að fyrirhuguð starfsemi Hr- ingrásar færi í lögformlegt umhverfis- mat. Mál þetta er ekki komið inn á borð umhverfisráðherra og því liggur ekk- ert fyrir um hvemig ráðuneytið kemur til með að taka á málinu. „Við geram okkur alveg grein fyrir að starfsemi Hringrásar er í sjálfri sér umhverfisvæn, en við teljum að meng- unarálag á Grundartanga sé þegar mikið. Þama er álver að rísa og ekki ljóst hvað það verður stórt í endan- legri mynd. Það er verið að stækka Járnblendiverksmiðjuna og nú nýlega var opnaður þama þjóðvegur með miklum umferðarþunga. Þetta hefur breytt framtíðarhorfum hjá fólki sem býr á þessu svæði og í sumum tilvikum hefur þetta kippt fótum undan vonum þess. Við viljum að menn staldri við og meti hvemig mengun er á svæðinu eft- ir að öll þessi mikla starfsemi er komin í fullan gang og hvort umhverfið er í stakk búið að taka við meiru. Við telj- um þetta sanngjarna og eðlilega kröfu,“ sagði Ólafur Magnússon, for- maður Sólar. Þess má geta að Hringrás hefur ekki þurft að fara í umhverfismat með þá starfsemi sem fyrirtækið hefur sett upp annars staðar á landinu. Mengandi starfsemi Ólafur minnti á að PCB-mengun hefði fundist á svæði Hringrásar í Sundahöfn. „Við teljum að þetta gefi okkur tilefni til að varast þessa stai-f- semi. Hringrás er á malarplani með engar olíugildrur eða annað sem gæti tekið við efnum sem leka frá brota- járninu. Hvernig ætla menn sem haga sér svona í aðalstöðvum sínum að haga sér í útibúunum? Varla verða gerðar meh'i ki’öfur þar. Þessi lóð sem þeir sækjast eftir er við sjávai’mál og ef PCB-mengun berst í lífkeðjuna í Hval- firði þá er það stóralvarlegt mál.“ Einar sagði að sú PCB-mengun sem varð í Sundahöfn fyrir fáum áram hefði komið til vegna mistaka. Hring- rás hefði tekið við rafspennum frá Raf- magnsveitum ríkisins og í þeim hefði ekki átt að vera neitt PCB samkvæmt bréf- um sem fylgdu þeim. Það hefði ekki reynst rétt. Skuldinni hefði hins vegar verið skellt á Hringi’ás. Ólafur sagði ennfremur að það vekti tortryggni að Hringrás skuli vera að óska eftir að fá aðstöðu á Grundartanga á sama tíma og fyrir- tækið væri að sækja um nýtt starfs- leyfi fyrh' starfsemina í Sundahöfn. Einar vísaði því alfarið á bug að nokk- urt samhengi væri þarna á milli. Hr- ingrás væri að vinna að endurbótum á aðstöðunni í Sundahöfn. Gerð hefði verið fjögurra ára framkvæmdaáætl- un fyrir fyrirtækið og væri markmið þess að byggja upp steypt plön undir starfsemina og ganga frá olíuskiljum fyrir 50 ára afmæli Hringrásar árið 2000. Unnið væri að þessu í góðu sam- ráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- urborgar. Sól segir að starfsemin verði meng- andi Hringrás hefur samið við mörg sveitar- félög MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 25 'r Ný skýrsla lögð fram um ástand umhverfísmála í Evrópu Vandi Islendinga minni en annara Evrópuþjóða Ný skýrsla frá Evrópsku umhverfisstofnuninni um ástand umhverfismála setur íslenskar aðstæður í evrópskt samhengi. Sigrún Davíðsdóttir kynnti sér skýrsluna þar sem fram kemur að þótt margvíslegur slæmur umhverfisvandi, sem önnur Evrópulönd glíma við, sé óþekktur á Is- landi þá sé ekki þar með ---------y-------------- sagt að Islendingar séu lausir við allan vanda. SKYRSLA Umhverfisstofnun- ar Evrópu (European En- vironmental Agency) í Kaup- mannahöfn gefur áhugaverð- ar vísbendingar um íslenskar um- hverfisaðstæður í evrópsku sam- hengi. Hún var kynnt á fundi evr- ópskra umhverfisráðherra í Árósum 23.-25. júní og er önnur skýrslan sem reynir að gefa heildaryfirlit um ástand umhverfismála í Evrópu og meta hvert stefnir. Fyrri skýrslan, svokölluð Dobris skýrsla, kom út 1995 og er þegar orðin miðlægt verk í umræðum og kennslu í umhverfis- málum Evrópu. Gert hefur verið ís- lenskt ágrip af skýrslunni eins og gefur að líta á heimasíðu stofnunar- innar (www.eea.eu.int). Umhveifissstofnun Evrópu var sett á laggirnar til að stuðla að betra umhverfi og sjálfbærri þróun aðild- arríkjanna, sem era aðildarlönd Evr- ópusambandsins, ESB og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, þar á með- al Island. Stofnunin á að safna saman áreiðanlegum og sambærilegum gögnum um umhverfismál aðildar- ríkjanna, þannig að þau séu bæði að- gengileg til stefnumótunar í um- hverfismálum og almenningi til upp- lýsingar. Þar sem umhverfismál eru lykilatriði í stækkun ESB þjónar stofnunin veigamiklu hlutverki í því ferli með úttekt sinni á ástandi og þróun umhverfismála í umsækjenda- löndunum. ísland í evrópsku lagaumhverfi Islendingar eru í evrópsku lagaumhverfi hvað snertir umhverf- ismál og ná u.þ.b. 70 prósent af gerð- um ESB á umhverfissviðinu inn á ís- lensk lög og reglugerðir, að sögn Huga Ólafssonar, deildarstjóra í um- hverfisráðuneytinu og fulltrúa Islands í stjórn stofnunarinnar. Það eru einkum gerðir sem lúta að mengunarvörnum, hættu- legum efnum og matvæl- um sem Islendingum ber að lögfesta skv. EES-samningnum, en undan- skildar eru gerðir ESB á sviði hefð- bundinnar náttúruvemdar. Að sögn Huga hefur ekkert ráðu- neyti fengið fleiri nýjar ESB-gerðir til lögfestingar en umhverfisráðu- neytið frá því að EES-samningurinn gekk í gildi. Þar sem lagaumhverfið í umhverf- ismálum er að stórum hluta mótað í ESB þarf að gæta þess að þar sé þekking á íslenskum aðstæðum til staðar. Því er þátttaka í Evrópsku umhverfisstofnuninni Islendingum nauðsynleg, segir Hugi, en hún nýt- * ‘ útfjólublarrar 1980-1991 Gróðureyðing mikið áhyggju- efni hér á landi ÞRÁTT fyrir að ástand mála sé betra má margt betur fara. Strandlengjan ist einnig í auknu samstai-fi íslenskra vísindamanna við starfssystkini sín í öðrum Evrópuríkjum. Tólf vandamál í kastljósi í skýrslunni er athyglinni beint sérstaklega að tólf umhverfisvanda- málum, sem snerta Island mismikið. Hugi segir að skýrslan beri þess merki að mikið af umhverfis- vandamálum Islendinga sé af öðrum toga en í hinum Evrópulöndunum. Þegar litið er á hér á landi en víðast hvar í Evrópu, við höfuðborgina er dæmi um það. innar náttúru landsins og sjálfbær nýting fiskistofnanna, að sögn Huga. Hjá Evrópsku umhverfisstofnuninni líti margir á jarðvegseyðingu fyrst og fremst sem vanda Miðjarðarhafs- landa og sumir eiga erfitt með að sjá fyrir sér að eyðimerkurmyndun eigi sér stað þar sem er kalt og blautt, en ekki heitt og þurrt. Það __________ er þó kannski táknrænt að alþjóðadagur Samein- uðu þjóðanna gegn eyði- merkurmyndun er 17. júní. 7-8% 6-7% 5-6% 4-5% 3-4% 2-3% Ástand sorp- mála fer batn- andi hérlendis listann yfir helstu vandamálin koma í ljós vandamál, sem eru framandi í ís- lenskum augum, svo sem þöranga- blómi af völdum skólps og áburðar, súrt regn og ósonmengun í veðra- hvolfínu. Hið síðastnefnda virðist kannski framandlegt í ljósi umræðu um eyðingu ósonlagsins, en óson- vandinn er tvíþættur: Annars vegar eyðing ósons í heiðhvolfinu og hins vegar of mikið óson í veðrahvolfinu. Helstu viðfangsefnin í umhverfís- málum á Islandi era hins vegar bar- áttan gegn uppblæstri og gróðureyð- ingu, vemd sérstæðrar og lítt snort- Eiturefni ljarri fslandi en þó áhyggjuefni Eiturefni era mikill vandi í Evr- ópu, en þó að meginlandið sé fjarri bendir Hugi á að þessi mengun gæti ógnað íslendingum í framtíðinni, enda berjist þeir á alþjóðavettvangi gegn losun eiturefna, einkum í hafið. „Mörg strandhöf og innhöf eru þegar illa menguð og óttast er að náist ekki samstaða á þessu sviði geti eins farið fyrir úthöfunum á næstu áratugum, til dæmis vegna mengunar af völdum skordýraeiturs og annarra þrávmkra lífrænna efna. íslendingar veiða heilbrigðan fisk og þótt sum þessara efna finnist í ís- lenskum fiski eru þau enn langt und- ir hættumörkum. Það þarf hins veg- ar að komast fyrir rót vandans sem fyrst og stöðva losun þrávirkra líf- rænna efna, eins og tekist hefur að mestu varðandi ósoneyðandi efni. Samt er talið að það muni taka hálfa öld áður en ósonlagið kemst í samt horf. Það væri slæmt að leyfa ástandinu í úthöfunum að komast í svipað óefni áður en gripið er til að- gerða.“ Önnur áhersluatriði, sem um er getið í skýrslunni snerta Islendinga mismikið. Eyðing ósons í heiðhvolf- inu snertir Islendinga eins og aðrar þjóðir, en í skýrslunni kemur fram að ástandið fer batnandi hvað varðar losun ósoneyðandi efna. Súmun sök- um brennisteinsútstreymis af manna völdum gætir ekki á Islandi. í Evr- ópu búa milljónir manna við óson í veðrahvolfinu, svokallaða sumar- mengun og vegna þess að hún er yf- irleitt bundin við þá árstíð, sem er oft langt yfir hættumörkum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, en þetta fyrirbæri er að mestu óþekkt á Islandi. Þjórsá er ekki Rín Ástand í sorpmálum fer versnandi í Evrópu, en hefur farið batnandi íslandi, að sögn Huga. Fækkun teg- ________ unda dýra og jurta er vandi, sem öll Evrópulönd- in standa frammi fyrir. Þjórsá er ekki eins og Rín, þótt báðar geti verið gruggugar. Mengun áa og vatna er stór vandi í Evrópu, en ekki á Islandi og sama á við um höf og strendur. Víða í Evrópu era eiturefni í jarðvegi hrikalegt vandamál og talið að í álfunni séu þúsundir slíkra svæða. Borgarumhverfi er víða mengað, ekki síst vegna loftmengun- & ar. Hennar gætir reyndar einnig í Reykjavík, einkum á kyrrum vetrar- dögum, en í heild segir skýrsla Evr- ópsku umhverfisstofnunarinnar okk- ur að íslendingar búa við eitthvert minnst mengaða umhverfi álfunnar, þó að því fari fjarri að við eigum ekki við alvarleg umhverfisvandamál að glíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.