Morgunblaðið - 22.07.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.07.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 29 < + Þórunn Guð- munda Kristins- dóttir fæddist í Ana- naustum í Reykjavfk 26. apríl 1921. Hún andaðist á hjarta- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur 11. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kristinn Jónsson, trésmiður, í Ana- naustum, f. 4.12. 1873, d. 31.7. 1939, og eiginkona hans, Anna Jónína Páls- dóttir, frá Neðra-Dal í Biskupstungum, f. 16.2. 1885, d. 7.6. 1945. Systur Þórunnar voru: 1) Halldóra Sigrún, f. 19.7. 1906, d. 13.9. 1993, eiginmaður hennar var Kaj Ólafsson matreiðslumað- ur, látinn, þau bjuggu í Reykjavík og eignuðust tvö börn; 2) Björg Páh'na, f. 7.3. 1910, d. 9.8. 1972, eftirlifandi eiginmaður hennar er Sölvi Guðlaugsson trésmiður, en þau bjuggu í Reykjavík og eign- uðust þijú börn; 3) Svandís Hulda, f. 15.2. 1920, en hún lést tæplega tveggja ára gömul eða 8.1.1922. Þórunn Guðmunda giftist hinn 11.8. 1945 Bjarna Þórar- inssyni eirsmið, úr Vesturbæn- um í Reykjavík, f. 12.7. 1915, d. 25.9. 1988. Foreldrar hans voru þau hjónin Þórarinn Bjarnason, skipstjóri og síðar fiskmatsmað- ur, f. 12.4. 1879, d. 19.9. 1955, og Guðrún Hansdóttir, f. 2.2. 1881, d. 2.11. 1975, en þau bjuggu öll sín hjúskaparár við Vesturgötuna í Reykjavík. Börn Þórunn Guðmunda hét hún. En fyrir mér var hún amma Lillý. Eg vissi ekki almennilega hvað hún hét fullu nafni fyrr en ég var 6-7 ára. Ég man stundimar sem við áttum saman er ég var yngri. Svo æst og glöð kom ég upp tröppumar á Nes- vegi 56. Ég var að fara til ömmu og j afa. Svo mikið gat ég sagt hvað á hugann minn dreif. Ég man hve þú hafðir gaman af því þegar ég söng og talaði inn á spólur. Eitt lag er mér í huga. „Frost er úti fuglinn minn“, söng ég af innlifun og svo falskt, en þér var sama. Og ferðalögin sem við fórum í öll saman. Þú hafðir svo gaman af því að veiða og fékkst alltaf fyrsta fiskinn og veiddir alltaf mest. En svo veiktist þú og gast ekki né treystir þér til að koma með. Eg gat hlustað á þig endalaust þegar við sátum við kaffiborðið og þú talaðir um gömlu dagana og hvemig þú kynntist afa. Það var gaman að bera saman þátíðina og nútíðina. Eg man eftir einni sögu, sem þú sagðir mér, þegar þú varst að synda í sjón- um í Örfirisey þegar þú varst ung, en ég sjálf gat ekki hugsað mér neitt annað heldur en að fara í sundlaug- ina. Hún var svo hissa á krökkum nú til dags hvað þau eru mikið inni að j leika sér heldur en að vera úti, eins og hún gerði í sínu ungdæmi. Nú ertu komin til hans afa eftir langa bið. Vertu sæl, elsku amma. Ég kveð með litlu ljóði. Er ég kom, opnaði hún faðminn, svo hlý og svo örugg, dvaldi ég þar um stund. En nú hefiir hann opnað faðm sinn, og nú dvelur hún þar, í faðmi hans að eihfu. Þitt barnabam. Þórunn Edda. I Fellur ört hin foma sveit. Fjúka silfurhárin. Hreiðra um sig í hljóðum reit harmarnir og tárin. Veiku hjarta verður rótt. Værðar þreyttur nýtur. Eftir allra nótta nótt næðingana þrýtur. Móðursystir mín Þórunn - Lillý - er látin, síðust þeirra fjögurra Þórunnar og Bjarna eru: 1) Jónína Unn- ur, f. 7.9. 1946. Hún býr á Seltjarnarnesi og er gift Björgvini Jónssyni, þau eiga þrjú börn: Bjarna Þór, Jón Björgvin og Þórunni Eddu; 2) Þórarinn, f. 13.11. 1949, hann býr í Reykjavík og er ókvæntur; 3) Guð- rún, f. 14.6. 1956, hún býr í Reykjavík og er gift Gísla Ofeigssyni, þau eiga tvo syni, Guðmund Þór og Ólaf. Eftir skólagöngu í Miðbæjar- barnaskólanum stundaði Þór- unn nám í þrjá vetur í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Að skóla- göngu lokinni hóf hún störf í bakaríi við Tjarnargötu og síð- an vann hún hjá Sveini Hjartar- syni í Sveinsbakaríi, Bræðra- borgarstíg 1 í Reykjavik eða þar til hún gifti sig. Fyrstu þrjú hjúskaparár sín bjuggu Þórunn og Bjarni í Ánanaustum, en í september 1948 fluttu þau í nýtt einbýlishús, sem þau höfðu byggt sér á Nesvegi 56 í Reykjavík. Eftir að Bjarni lést flutti Þórunn í fjölbýlishús, ætl- að eldri borgurum, á Granda- vegi 47, þar sem hún hafði fest kaup á yndislegri íbúð, og þar undi hún sér vel síðustu æviárin eða í tæp níu ár. Utför Þórunnar Guðmundu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. systra, sem voru dætur Kristins Jónssonar og Önnu Jónínu Páls- dóttur úr Ánanaustum. Lillý, eins og hún var ævinlega kölluð, var yngsta systir móður minnar, en á milli þeirra voru 15 ár. Lillý var því aðeins unglingsstúlka þegar móðir mín var gift kona með heim- ili og tvö börn. I mínum huga var Lillý þess vegna alltaf ung og þannig tengdumst við systkinin henni. Hún var líka tenging okkar við Vesturbæinn í Reykjavík, þar sem við vorum bæði fædd og upp- alin. í Vesturbænum átti hún heima alla tíð og gat ekki hugsað sér neinn annan stað. Eftir að Kristinn afi minn í Ánanaustum var látinn bjó Lillý ein með ömmu minni þar til amma dó 7. júní 1945 þá aðeins 60 ára. Lillý var þá að- eins 24 ára gömul og búin að missá báða foreldra sína. Hún var trúlof- uð Bjarna Þórarinssyni og giftust þau í ágúst 1945. Hún bjó á bernskuheimili sínu í Ánanaustum sín fyrstu hjúskaparár og síðar á Nesveginum þar sem þau hjónin byggðu sér hús, og loks á Granda- vegi þar sem hún keypti sér íbúð eftir að Bjarni maður hennar var látinn. Á þeim árum þegar Lillý og amma bjuggu í Ánanaustum var ég aðeins lítil telpa, en ég kom oft í heimsókn til ömmu og Lillýar, því í Ánanaustum var margt sem heillaði káta, glaða krakka. Hægt var að leika sér innan um baldursbrámar og sóleyjarnar, tína skeljar í fjör- unni eða jafnvel stelast út í eyju - Örfunsey. Vesturbærinn og Lillý vom því samtengd í mínum huga. Hún hélt líka vel tengslum við skyldmenni okkar í Vesturbænum og kunni vel skil á öllum okkar ætt- arböndum. Eftir að hún og Bjarni fluttu í hús sitt á Nesveginum var alltaf farið í afmæli til Lillýar, því þar hittust frænkur á öllum aldri, sem ef til vill sáust ekki oft að öðr- um kosti. Lillý var ættrækin og ætt- fróð og hafði gott minni svo hún gat ævinlega rakið skyldleikabönd og sagt frá frændfólki okkar. Hún hafði mikið yndi af bóklestri og þannig gat hún m.a. sótt sér upplýs- ingar í ættfræðirit. Hún hélt utan um þá þræði, sem verða manni mik- ilvægari þegar líða tekur á ævina, minningaþræðina, sem tengja okk- ur saman skyldleika- og tilfinninga- böndum. Blessuð sé minning hennar. Anna Hulda. Nú er komið að kveðjustund Þór- unnar eða Lillýjar eins og við köll- uðum hana. Ég kynntist Lillý fyrir 44 árum þegar við hjónin hófum búskap, en okkar fyrsta heimUi var undir vemdarvæng Lillýjar. Nánar til tekið í kjallara hússins sem hún og maður hennar, Bjarni Þórðarson, voru þá nýbúin að byggja við Nes- veg 56. Ég fann strax að það var henni mikils virði að fá systurson sinn, Kristin (eiginmann minn), í nábýli við sig, en hann var í miklu uppáhaldi hjá henni. Frá upphafi tókst með okkur innilegur vinskap- ur sem aldrei bar skugga á. Við tókum strax eftir því hvað það ríkti mikil virðing og ást á milli þeirra Lillýjar og Bjarna. Þau eignuðust þrjú börn (Jónínu, Þórarin og Guðrúnu), sem voru þeim mikils virði. Á upphafsárum hjúskapar okkar var það ómetan- legt að fá tækifæri til að kynnast því hvernig þeim hafði tekist að byggja upp hamingjuríkt heimili. Heimili sem var grundvallað á öllu sem gefur lífinu gildi. Þau gerðu ekki miklar kröfur um veraldleg gæði, en lögðu sig þeim mun meira fram við að efla og styrkja fjöl- skylduna. Þeirra dýrmætasti tími var þegar fjölskyldan var saman og þá sérstaklega á ferðalögum um landið. Lillý var greind kona, einstaklega minnug, bókhneigð og víðlesin. Hún hafði gaman af ættfræði og lagði mikla áherslu á að fræða yngri með- limi fjölskyldunnar um uppruna sinn og ætt. Hún var einstaklega næm og berdreymin og bar hag sinna nánustu alltaf fyrir brjósti. Við Lillý vorum frá upphafi kynna okkar alltaf í nánu sambandi með reglulegu millibili, enda höfð- um við mörg sameiginleg áhugamál sem okkur þótti gaman að ræða. Það var mikið áfall fyrir Lillý að missa eiginmann sinn, en þá var hún sjálf orðin heilsuveil. I þeim erfiðleikum sem á eftir fylgdu fann hún fyrir dyggum stuðningi barna sinna, en þau sýndu henni skilyrðis- lausa umhyggju. Fyrir rúmum mánuði kom Lillý fram í útvarpsþætti, sem fjallaði um hjartasjúkdóma. Þar kom glöggt fram hennar staðfasta trú að hún væri að fara að hitta manninn sinn, foreldra og systur, en einnig að hún var ekki kvíðin og gætti jafnvel eftirvæntingar í fari hennar. Lillý hélt alltaf fullri reisn og var ætíð stutt í húmorinn hjá henni, jafnvel þegar mest á reyndi. Hún var afar þakklát börnunum sínum fyrir alla þá umhyggju sem þau sýndu henni og einnig hjúkrunar- fólki á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavfkur, sem var orðið hennar bestu vinir. Elsku Nína, Guðrún og Doddi minn. Ættmóðir ykkar sagði alltaf að þið væruð það dýrmætasta sem hún ætti og barnabörnin voru hennar sólargeisla oggóðir tengda- synir hennar stoðir. Eg sendi ykk- ur hugheilar kveðjur við upphaf þess nýja kafla sem nú er að hefjast í lífinu, sem guð mun vel fyrir sjá. Blessuð sé minning göfugrar móð- ur. Súsanna Kristinsdóttir. Sérfræöingar í blóniaskrevtingum við öll tækifæri I blómaverkstæði I IHlNNA I Skóhnöróustig 12. á horni Bergstaðastrætis. sími 551 9090 | ÞORUNN GUÐMUNDA KRIS TINSDÓTTIR + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÞORGERÐUR GÍSLADÓTTIR frá Presthvammi, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 20. júlí. Bjöm Jónatansson, Gísli Jónatansson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Guðlaug Jónatansdóttir. c_ + Eiginmaður minn, faðir og afi, MAGNÚS JÓNSSON, Borgarholtsbraut 52, Kópavogi, lést mánudaginn 20. júlí. Helga Gísladóttir, böm og barnabörn. + Faðir okkar, GUNNAR JÓHANN GUÐMUNDSSON frá Másstöðum, dvalarheimilinu Jaðri Ólafsvfk, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 18. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Gunnarsdóttir, Baldur H. Baldursson, Guðjón B. Gunnarsson, María Magnúsdóttir og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN JÓNSSON frá Hallgilsstöðum í Hörgárdal, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 24. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður á Möðruvöllum í Flörgárdal sama dag. Jósefína Stefánsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Finnur Magnússon, Birgir Stefánsson, Sigrún Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR PÓRARINSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavtk, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, fimmtudaginn 16. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 24. júlí, kl. 10.30. Þórarinn Hallgrímsson, Björg Jónasdóttir, Jón Hallgrímsson, Liija Guðbjarnadóttir, Helgi Hallgrímsson, Margrét Gunnarsdóttir Schram, barnabörn og barnabarnabörn. * + Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug og veittu okkur ómetanlegan stuðning vegna fráfalls og út- farar ástkærs sonar og bróður, GUNNARS FREYSTEINSONAR. Freysteinn Sigurðsson, Ingibjörg S. Sveinsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.