Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 31

Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 3 MINNINGAR GUÐRUN BRYNJÓLFSDÓTTIR + Guðrún Brynj- ólfsdóttir fædd- ist í Ólafsfirði 23. janúar 1948. Hún lést á Landspítalan- um 14. júlí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 21. júlí. Hún Gunna er dáin. Fregnin um andlátið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þrátt íyrir langvarandi erfið veikindi var fregnin áfall. Minningarnar þjóta gegn um hugann og af mörgu er að taka. Fyrstu kynni okkar Gunnu eru síð- an við sátum saman í þriðja bekk MA haustið 1964, en sá bekkur var hreinn stelpnabekkur og komum við flestar víðs vegar að af lands- byggðinni. Gunna kom frá Olafs- firði og fyrir okkur sem komum að vestan var sem hún talaði annað tungumál því hreinni norðlensku var varla hægt að finna. Við fórum flestar í máladeild veturinn eftir og tungumálin voru fimm fyrir utan ís- lenskuna þannig að mikið var að glósa. Þarna kom sterkt í ljós hve samviskusöm og dugleg Gunna var því um leið og hún kom heim úr skólanum byrjaði hún að glósa og lét ekki staðar numið fyn- en öll tungumálin höfðu verið glósuð. Þarna nutum við skólasystur henn- ar góðs af og aldrei stóð á Gunnu að lána okkur glósurnar sínar. Fljót- lega fórum við að lesa saman nokkrar í hóp og gaf það oft tilefni til frásagna úr tilveru hverrar ann- arrar og mikið var nú oft hlegið. Dönsku blöðin voru alltaf til hjá Gunnu og var það leiðin til að verða læs á það tungumálið. Við forfröm- uðumst svo og fluttum úr heima- vistinni út í bæ og þá varð aðalveru- staðurinn herbergið hennar Gunnu í Vanabyggðinni með rauðu þykku velúrgardínunum, blýantsteikning- in af Napóleon eftir pabba hennar og gömlu flottu veggljósin. Plötu- spilara átti Gunna á þessum á)*um og var slík eign ekki á allra færi og oft hljómaði lagið „Georgie Girl“ úr hljómtælg'unum. Gunnu hafði áskotnast úr heimahúsum gömul handsnúin saumavél og var það nú alls ekki ónýtt, því hjá okkur sem erum af ‘68 kynslóðinni var til siðs að ganga í stuttum pilsum á þessu tímabili og oft var labbað inn í verksmiðjuna hjá Gefjun og fjárfest í efnum og síðan var sest við saumavélina hjá Gunnu. Oft var farið í Borgarbíó og Gunna var sú duglegasta að standa í löngum bið- röðum og verða okkur út um bíómiða. Að loknu stúdentsprófi úr MA ‘68 fór Gunna í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi. Starfaði hún síð- an við kennslu og önnur störf tengd umönnun barna. Árið 1983 urðu tímamót í lífí Gunnu en þá varð hún móðir. Móð- urhlutverkið tók hún af eins mikilli ábyi-gð og allt annað og þar sem hún var einstæð lagði hún á sig kennslu úti á landsbyggðinni fyrstu árin til að geta komist yfir íbúð hér í Reykjavík og tryggt sér og Brynjólfi öruggt skjól. Þessi ár voi*u oft erfið einstæðri móður sem vildi geta gefið syninum allt það besta. Þó að Gunna byggi við þröngan fjárhag var helsta hugsun hennar að miðla öðrum og vera fær um að gefa. Snemma á ári hverju byrjaði hún að fara á útsölur og verða sér úti um tækifærisgjafir hugsaðar fyrii* Brynjólf og vini hans, einnig voru systkinabörn hennar alltaf ofarlega í huga henn- ar. Gunna átti safn góðra bóka og las alltaf mikið. Islenskt mál var ofar- lega á baugi á áhugasviði hennar og sjálf talaði hún ákaflega fallegt mál. Þegar ei*fiðleikar steðjuðu að og veikindi var það styi-kur Gunnu að eiga bróður sem stutt gat við bakið á henni. Það varð því mikið áfall þegar Denni bróðir hennar lenti í bflslysi fyrir þremur árum og lést frá eigin- konu og þremur börn- um. Gunnar var þá við eins árs nám í Kenn- araháskólanum og fyr- ir konu sem er eins viðkvæm og hún var varð henni þetta mikið áfall og gekk mjög illa ________ að ná jafnvægi á eftir. Vinátta okkar Gunnu hefur varað frá fyrstu kynn- um og hef ég og öll mín fjölskylda notið vináttu hennar og gjafmildi. Öllu skyldi muna eftir og engu gleyma. Þegar barnabörnin komu skyldi gleðjast og þá var tækifæri til gjafa. Gunna lagði áherslu á að halda upp á hátíðir eins og jól og páska og eldhúsglugginn hennar og útidyrahurðin báru þess merld. Löngu fyrir þessar hátíðir var hún farin að fbndra og undirbúa. Þegar litið var til Gunnu var heimilið oft lagt undir barnaleiki, heilu bílalest- irnar lögðu undir sig þessa litlu íbúð í Eskihlíðinni, og oft var stungið að þér óvæntri gjöf. Ekki er hægt að minnast Gunnu án þess að tala um kaffi. Sérstakur kapítuli var að fá kaffi hjá Gunnu, hvort sem var hennar blanda okkar á milli kölluð „dýnamít" eða hinar ýmsu aðrar blöndur. Síðastliðið ár greindist Gunna með bráðahvítblæði. Fannst okkur nú skammturinn orðinn ansi stór sem henni var ætlaður í þessu lífi. En baráttuviljinn og krafturinn lét ekki á sér standa og Gunna fór í gegnum þessa meðferð ásamt því að fara til Svíþjóðar sl. sumar f mergígræðslu. I svartnættinu var samt tilefni til að gleðjast, þegar eitt ár var liðið frá því að sjúkdóm- urinn greindist fannst Gunnu tilefni til að halda upp á árið sem hún hafði þraukað með þvi að gefa nokkrum sem voru í kringum hana stjaka fyrir teljós. Þegar hvfld var milli meðferða var Gunna sæmilega hress og fór- um við stundum í ökuferðir, þá kom greinilega í ljós samviskusemin í Gunnu, því hún skammaðist sín ef hún myndi hitta fólk sem hún þekkti ef það sæi hana á ferli og vera ekki í vinnunni. Lagði hún mikla áherslu á að fá að vinna sem fyrst og byrjaði hún meira að segja mánuði fyrr en henni var leyft og vann þá launalaust. Snemma í júní lét sjúkdómurinn aftur á sér kræla og fréttirnar um það fékk Gunna sama daginn og halda skyldi upp á 30 ára stúdents- afmæli á Kirkjubæjarklaustri. Hún lét sig hafa það að fara og sagði það skárri kost heldur en að liggja í þunglyndi heima. Mánudaginn eftir var fundað og tók hún þá ákvörðun að gangast undir erfiða meðferð sem óvíst var hvernig færi. Bar- áttuviljinn og krafturinn voru ekki þeir sömu og í fyrri meðferðinni og Gunna lést 14. júlí sl. Kæra Gunna, sámfylgdinni er lokið. Okkur var báðum orðið ljóst hversu vináttan var mikils virði í lífinu og það hvað fólk gefur hvað öðru af sjálfu sér. Sýn okkar á til- veruna var samt oft á skjön og sl. vetur ræddum við mikið um frávik - hvers vegna sumir væru með- höndlaðir sem frávik og aðrir ekki og hver ætti rétt til að tilgreina ákveðin frávik. Aldraðri móður þinni, systrum, mágkonu, systkinabömum og sér- staklega Brynjólfi votta ég samúð mína og bið Guð um að styrkja þau. Kristín Ólafs. Þótt Guðrún hafi lengi barist við alvarlegan sjúkdóm kom það samt á óvart að hann skyldi hafa yfir- höndina. Og það er erfitt til þess að hugsa að símtölin verði ekki fleiri, bíóferðirnar verði ekki fleiri og samverustundirnar verði ekki fleiri. Við vorum saman að halda upp á 30 ára stúdentsafmæli á Kirkjubæj- arklaustri fyrir skömmu, í skugga yfirvofandi sjúkrahúsvistar hennar. Þetta verður sumarfríið mitt, sagði hún. Þegar ég fór kvaddi hún mig á hlaðinu, óskaði mér góðrar ferðar og bað mig að fara varlega. Ég kveð hana nú eftir áratuga vináttu með söknuði og eftirsjá en eftir lifa minningar um margar og góðar samverustundir. Takk fyrir samfylgdina, Gunna. Brynjólfí syni hennar, móður og systrum og öðrum ættingjum votta ég dýpstu samúð. Kristín Pálsdóttir. Kveðja frá Háteigsskóla Guðrún Brynjólfsdóttir, for- stöðumaður skólasels Háteigsskóla, var til grafai* borinn þriðjudaginn 21. júlí. Dauðinn er óumflýjanlegur og við þurfum öll að lúta í lægra haldi fyrir honum að lokum. Stund- um kemur hann fyrr en hans var vænst og stundum þarf að reyna að hvetja hann til að koma síðar og helst ekki fyrr en í fyllingu tímans. Þeir sem ekki standa í því að berjast fyrir lífi sínu vita ekki og skilja ekki hvers konar hetjuskap þarf til að beijast við dauðann, fyrir lífinu sem er okkur öllum svo dýr- mætt. Jafnvel við samstarfsmenn Guðrúnai* áttuðum okkur ekki al- veg á hvað þurfti í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Fráfall Guðiúnar kom okkur kannski einmitt þess vegna svo á óvart því að barátta hennar hafði verið svo hetjuleg. Fyrir rúmu ári tókst hún á við sjúkdóm sinn og hafði betur og kom aftur til starfa í janúar á þessu ári full löngunar og lífsþrár en í júní hófst baráttan á ný. Við þökkum henni samstarfið og gott starf í þágu skólans og yngstu barnanna í lengdu viðverunni okkar sem við kjósum að kalla skólasel í Háteigsskóla. Við þökkum henni lærdóminn um hvunndagshetjuna sem við geymum með okkur. Sam- starfmenn Háteigsskóla votta nán- um ættingjum og vinum dýpstu samúð. Skolastjori. MARGRET HJORDIS PÁLSDÓTTIR + Margrét Iljördís Pálsdóttir fæddist á Ölduhrygg í Svarfaðardal 5. mars 1919. Hún lést á heimili sínu 9. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. júlí. Mig langar að minnast Margrétar eða Möggu tengdó eins og við köll- uðum hana alltaf okkar á milli, en hún var tengdamóðir elstu systur okkar. Það er margt sem ég vil segja við þig, Magga mln, en fyrst og fremst viljum við systkinin og móðir okkar þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér og þær voru ófá- ar. Alltaf var gleðin ríkjandi þar sem þú varst og því gleymum við aldrei. Þú skipaðir stóran sess í okkar fjöl- skyldu, þú varst ein af okkur og verður alltaf. Elsku Magga, nú ert þú farin til fundar við eiginmann þinn og son, Birgi Runólfsson og Palla, og þeir taka vel á móti þér. Við biðjum góð- an Guð að geyma þig, elsku Magga, og við þökkum þér fyrir allt. Börn- um, tengdabörnum og öðrum ætt- ingjum sendum við samúðarkveðjur. Fyi’ir hönd móður okkar og systk- ina. Birna Gunnlaugsdóttir. t Minningarathöfn um SIGURÐ ÓSKAR SIGVALDASON frá Gilsbakka í Öxarfirði, fyrrverandi leigubifreiðarstjóra, Fellsmúla 14, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. júlíkl. 15.00. Jarðsett verður að Skinnastað, Öxarfirði, laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Sesselja Sigvaldadóttir, Rakel Sigvaldadóttir, Ari Jóhannesson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS M. KRISTJÁNSSONAR fyrrverandi kaupmanns, Borgarholtsbraut 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir fyrir heimahjúkrun og til starfsfólks Vífilsstaðaspítala fyrir einstaklega góða umönnun. Reinholde Konrad Kristjánsson, Hans Konrad Kristjánsson, Kristján Brynjólfur Kristjánsson, Brynhildur Kristjánsdóttir, Kristbjörg Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ANDRÉSAR ERLENDSSONAR, Heiðarbraut 8, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans, deildar 11E, fyrir hlýhug og góða umönnun. Hjördís Guðmundsdóttir, Birna Andrésdóttir, Kristinn Kristinsson, Magndís Andrésdóttir, Einar Hannesson, Oddný María Kristinsdóttir og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eiginmanns míns, SVEINBJÖRNS GUÐMUNDSSONAR, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar. Ingibjörg Kristjánsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARS SKJALDAR JÚLÍUSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar, Dal- vík, fyrir góða umönnun. Systkini og aðrir vandamenn. Lokað Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Suðurlandi verður lokuð eftir hádegi í dag, miðvikudag, vegna jarðarfarar HELGU EIRIKSDÓTTUR, frá Bóli. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Suðurlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.