Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 33

Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 33 ATVIIMINIU- AUGLÝSINGAR SKÓGRÆKT RÍKISINS Rannsóknamaður Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá auglýsir eftir rannsóknamanni á sviði trjámæl- inga. Starfið felst í, að vinna undir leiðsögn sérfræðinga, að rannsóknaverkefnum vegna bindingar koltvísýrings í skógi og úttektar á skógræktarskilyrðum ásamt öðrum skógfræði- legum verkefnum. Lágmarkskröfur um mennt- un er skógtæknifræðimenntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi grunnkunnáttu í notkun LUK-kerfa. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur ertil 29.júlí nk. Nánari upp- lýsingar veitir Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stöðumaður í síma: 566 6014 eða 898 7862. EIUBRIC3ÐIBSTQFNUNIIM IsAFJARÐARBÆ Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis er hér með auglýst laus til umsóknar við Heilsugæslustöðina á ísafirði. Æskilegt er að umsækjandi sé sérfræðingur í heimilislækningum. Umsóknarfrestur ertil 15. ágúst 1998 og óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf í byrjun september eða skv. nánara samkomulagi. í boði er ágætur læknisbústaður og góð vinnu- aðstaða. Nánari upplýsingar veitir Friðný Jóhannes- dóttir, yfirlæknir, og Guðjón S. Brjánsson, framkvæmdastjóri, í vs. 450 4500. Vélfræðingur með meistarapróf í vélsmíði Reyklaus og reglusamur fjölskyldumaður óskar eftirfjölbreyttu og vellaunuðu starfi í landi. Er með mikla alhliða reynslu sem vélstjóri til sjós og vanur viðhaldi og viðgerðum á kæli- kerfum. Vanur suðumaður og járnsmíði, hef meiraprófsréttindi. Tilboð merkt: „V — 17276" sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 1. ágúst 1998. Intersport auglýsir Langar þig ad vinna í einni stærstu sport- vöruverslun landsins? Erum að bæta við okkur fólki og vildum gjarn- an finna lífsglaðar og reyklausar manneskjur á aldrinum 20—35 ára. Heilsdags framtíðar- starf í boði á skemmtilegum vinnustað. Áhugasamir fylli út umsóknir á skrifstofu fimmtudaginn 23. júlí. Álsmíði Fyrirtæki í málmsmíði, aðallega álgluggum og -hurðum, óskar eftir laghentum, röskum og stundvísum starfsmönnum. Mikil vinna. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer merkt: „Álsmíði 10" fyrir 25. júlí. Öllum um- sóknum svarað. TIL SÖLU Til sölu jörð Til sölu er ca 600 ha jörð í Skaftárhreppi, V-Skaftafellssýslu. íbúðarhús byggt 1933, fjár- hús byggt 1955, hlöður byggðar 1954 og 1967 og hesthús byggt 1989. Ræktað land er um 40 ha. Kjarrlendi ca 35 ha. Sauðfjárkvóti fyrir um 200 fjár. Verð: Tilboð óskast. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi, í síma 482 2849. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Geitafell, Kirkjuhvammshreppi, þingl. eig. Jarðeignir rikisins, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudaginn 28. júlí 1998 kl. 14.00. Skúlabraut 39, Blönduósi, þingl. eig. Blönduósbær, stjórn verka- mannabústaða, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðju-, daginn 28. júli 1998 kl. 11.30. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 21. júlí 1998. TILKYNNINGAR Menntamálaráðuneytið Verkleg sveinspróf Lokafrestur til 1. ágúst 1998 Samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 1996 getur menntamálaráðherra fram til 1. ágúst 1998 veitt heimild til að umsækjandi gangist undir verklegt sveinspróf í löggiltri iðngrein án undangengins skólanáms. Hér með er vakin athygli þeirra, sem telja sig uppfylla skilyrði laganna á því, að lokafresturtil að nýta sér þennan rétt rennur út 1. ágúst 1998. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir þann dag. Þeir sem öðlast heimild til próftöku munu gangast undir próf næst þegar prófað verður. Umsókn (iðnskýrslu) skal fylgja vottorð meistara um að umsækjandi hafi unnið við iðnina í tíu ár undir stjórn meistara, vottorð iðnmeistara um að hann telji umsækjanda hæfan til að gangast undir sveinspróf og um- sagnir viðkomandi sveinafélags og starfs- greinaráðs. Uppfylli umsækjandi að mati ráðu- neytisins skilyrði til próftöku er honum heim- ilað að sækja um sveinspróf. Standist hann sveinsprófið er gefið út honum til handa sveinsbréf er veitir honum rétt til að starfa í viðkomandi iðngrein, en ekki rétt til inngöngu í meistaraskóla. Menntamálaráðuneytið, 20. júlí 1998. '#rSkipulags stofnun Mislæg gatnamót Miklu- brautar og Skeiðarvogs Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 22. júlí til 26. ágúst 1998 á eftirtöldum stöðum: Hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, í Bústaðasafni Bústaðakirkju, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Allir hafa rétttil að kynna sérframkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. ágúst 1998 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavík- ur 1996-2016, þar sem athafnasvæði og al- mennu útivistarsvæði er breytt í veghelgunar- svæði, er auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á sama tíma. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, mál- verk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósa- krónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og eldri húsgögn stór og smá. Upplýsingar í símum 555 1925 og 898 9475. Geymið auglýsinguna. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Skeiðarvogur - Miklabraut, gatnamót, breyting á aðalskipulagi. Auglýst er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, þar sem athafnasvæði og almennu útivistarsvæði er breytt í veghelg- unarsvæði, skv. 18 gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgar- túni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:15 og stendurtil 21. ágúst 1998. Ábendingum og athugasemdum vegna ofan- greindrar kynningar, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 4. september 1998. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Borgarskipulag Reykjavíkur Auglýsing um útgáfu at- vinnuleyfa fyrir útlendinga Þann 1. ágúst 1998 mun afgreiðsla og útgáfa atvinnuleyfa fyrir útlendinga færast frá félags- málaráðuneytinu til Vinnumálastofnunar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 133/1994, um atvinnurétt- indi útlendinga. Aðsetur Vinnumálastofnunar er í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 3. hæð, sími 511 2500. Skrif- stofa stofnunarinnar er opin virka daga kl. 8.30-16.00. Félagsmálaráðuneytið, 21. júlí 1998. BÁTAR SKIP Aflamark/þorskaflahámark Til leigu í aflamarki, þorskur 10 tonn, steinbítur 2 tonn, ufsi 5 tonn, leigt saman. Til sölu rækja 30 tonn. Þorskaflahámark til leigu 40 tonn. Þorskaflahámark til sölu 15tonn. Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, sími 562 2554, fax 552 6726. ÞJÓNUSTA 3D Studio MAX Auglýsingastofur, arkitektar, verkfræðingar Græna gáttin hefur notað tölvur við framleiðslu á teiknuðum auglýsingamyndum í 10 ár, m.a. 9 myndir fyrir kókómjólk og 22 mín. um rek meginlandanna. Með 3D Studio MAX getum við teiknað hvað sem er fyrir hvern sem er. Sími 581 4680. Fax 581 4689. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 22/7 kl. 20.00 Straumssel — Gjásei Síðasta kvöldgangan til kynning- ar á Straumsvíkursvæðinu. Verð 500 kr. Brottför frá BSl, austan- megin og Mörkinni 6. Einnig frá Krýsuvikurvegi. (Sjá fréttatil- kynningu og textavarp bls. 619). SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Sr. GuðmundurÓli Ólafs- son flytur þátt um Ísraelsríki og hefur hugleiðingu. Allir hjartanlega velkomnir. Flóamarkaður verður í herkastalaportinu Kirkju- stræti 2. Opið verður frá kl. 13— 18. Athugið að gengið er inn frá Tjarnargötu. Fyrstur kemur, fyrstur fær!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.