Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 36

Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÍAÐtR HANPLB66IRUI ' S'ÖMV ERMINNI Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk Erum við að Og við biðj- Þá það, það er þín Voff. Hefurðu einhvern tím- fara að hringja í um hann að hugmynd ... þú ann talað f sfma áður? Mikka Mús? senda okkur eðalvagn... talar við hann. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bið á heilsugæslu- stöð til skammar Frá Rafni Heiðari Ingólfssyni: MIG langar til að leggja orð í belg hvað varðar þær aðstæður sem því fólki sem þarf að leita til Heilsu- gæslustöðvarinnar í Hafnarfírði er boðið upp á. Eg varð fyrir því óláni að fá slæmt tak í bakið og þurfti því illu heilli að leita til læknis. Pegar á heilsugæslustöðina kom komst ég að því að aðeins einn læknir var á vakt og löng bið. Ég mátti hafa það að bíða í tvær klukkustundir og fjörutíu og fímm mínútur áður en ég svo mikið sem fékk samband við lækninn. Ég heyrði á tali fólksins í kring- um mig, að allir voru sammála um að full ástæða væri til að endur- skoða þessa nýju sparnaðarstefnu heilbrigðisyfirvalda, að hafa aðeins einn lækni á því tímabili þegar neyðarmóttaka á að fara fram. Neyðarmóttaka er frá 17 til 20 alla virka daga eða alls þrír tímar, það þykir mikið að borga 1.100 krónur fyrir að komast á vaktina en þá er það miðað við að komast að strax en ekki bíða næstum alla vaktina eins og komið hefur fram. Ég vissi til að kona sem beið þarna með mér fór heim, fékk sér að borða og gaf börnunum sínum í leiðinni, þvoði upp og kom svo aftur á heilsugæsluna og var, þegar ég komst inn, búin að bíða í 30 mínútur í viðbót og átti eftir að bíða enn lengur þegar ég gekk út. Við sem þama biðum máttum þakka guði fyrir að ekki var um meiriháttar meiðsl að ræða þannig að það þyrfti að sauma einhvem eða þá að útkall út í bæ kæmi, því að þá hefðum við, sem höfðum setið þarna næstum alla vaktina, fengið að dúsa enn lengur. Því að sami læknirinn á að sinna öllum tilfellum sem upp koma, á vaktinni og líka úti í bæ. Mér finnst að það séu takmörk fyrir öllu og það getur varla verið neinum til góðs að hafa svona stefnu í heilbrigðismálum. Þetta er allt of mikið vinnuálag á einn lækni og þjónustan við sjúklingana er til há- borinnar skammar, þetta þarf virki- lega að endurskoða. Ef litið er á þjóðfélagslegan sparnað, sem ætti að vera grundvallarforsendan fyrir þessari manneklu í læknastéttinni á heilsugæslustöðvunum, þá er hægt að reikna það út að ef við segjum að á landinu bíði á hverjum virkum degi 250 manns að meðaltali einn tíma (sem er vægt áætlað sam- kvæmt minni reynslu) geri það 1.250 vinnustundir á viku eða 65.000 vinnustundir á ári. Þama glatast framlegð og fólkið fær lægri laun sem því nemur og því gríðarlegt tap fyrir þjóðfélagið í heild. Þarna er svo sannarlega verið að spara aurinn og henda krónunni. RAFN HEIÐAR INGÓLFSSON, Hraunbrún 44, Hafnarfirði. Sérstaða Heilsu; stofnunar NLFÍ Frá Unni Þormóðsdóttur og Þresti Jóni Sigurðssyni: HEILSUSTOFNUN NLFÍ er að mörgu leyti frábrugðin öðrum sjúkrastofnunum. Hér er sérstök nudd- og baðdeild starfrækt, þá er nær eingöngu boðið upp á græn- metisfæði. Heilbrigðisyfirvöld og fagfólk innan heilbrigðisgeirans gera sér flest fulla grein fyrir mikil- vægi holls mataræðis ásamt gildi hitameðferðar og sjúkranudds. . Margvísleg meðferðarform eru í boði innan nudd- og baðdeildar, en sérstaða Heilsustofnunar felst að miklu leyti í þeim aðferðum sem þar er beitt. Þar ber fyrst að nefna sjúkranudd, sem er vaxandi þáttur í heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Hér eru starfandi sjö sjúkranuddarar sem allir hafa hlotið löggildingu frá heilbrigðisráðuneytinu, en til að hljóta löggildingu er krafist þriggja ára náms á háskólastigi sem einungis er kennt við erlenda sérskóla. Á deildinni eru einnig hin ein- stæðu leirböð sem svo margir þekkja, en leirinn í þeim er sóttur í íslenska náttúru, hann meðhöndlað- ur og blandaður á sérstakan lífræn- an hátt. Leirinn er hitaður í 38-39°C, en í honum liggur fólk í 15 mínútur og fer svo í góða slökun á eftir. Það hefur sýnt sig að leirinn er frábær hitameðferð auk þess að hafa góð áhrif á ýmiskonar húð- vandamál. Heilsuböð eru jafnframt hluti af starfsemi deildarinnar. Um er að ræða margvíslegar tegundir ilmol- íubaða sem blönduð eru eftir því hvað við á, t.d. kvefbað, slökunar- bað, gigtarbað, greninálabað og kamillubað svo eitthvað sé nefnt. HNLFÍ hefur frá stofnun nær eingöngu verið með grænmetisfæði á boðstólum. Á stofnuninni er rekin gróðrarstöð þar sem grænmeti er ræktað á lífrænan hátt. Framleiðsla stöðvarinnar sér mötuneytinu að hluta til fyrir hráefni til matseldar. Náttúrulækningar njóta síauk- inna vinsælda á meðal almennings og fagfólks innan heilbrigðiskerfis- ins, jafnt innan lands sem utan. ís- lendingar hafa þó verið fremur sein- ir að tileinka sér þær „óhefð- bundnu“ en viðurkenndu aðferðir sem aðrar þjóðir hafa tekið opnum öi-mum. Hæfileg samsetning nátt- úrulækninga og hefðbundinna að- ferða, þar sem hin vestrænu lækna- vísindi eru höfð að leiðarljósi, er að okkar áliti vænlegust til árangurs. UNNUR ÞORMÓÐSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur á HNLFÍ, ÞRÓSTUR JÓN SIGURÐSSON; formaður SNFI yfirmaður göngudeildar HNLFÍ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.