Morgunblaðið - 22.07.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 39
I DAG
BRIDS
llmsjón (iuóniuniliir
Páll Arnarson
ÖLL höfum við reynslu af
biðröðum. Stundum er bara
ein og þá er að taka sér
stöðu þar og bíða síns tíma.
En víða er um margar
biðraðir að ræða; í bönkum,
á flugstöðvum, í stórmörk-
uðum o.sv.frv. Við slíkar að-
stæður skiptist fólk í tvo
hópa: t>að eru þeir sem velja
eina og þrauka þar, þótt illa
gangi; og svo hinir sem
stökkva á milli eins og fjalla-
geitur, ef þeir halda að bet-
ur gangi í næstu röð. Eitt-
hvað í þessum dúr er for-
máli Tonys Forresters að
spilinu hér að neðan, sem er
að finna í bók hans Vintage
Forrester (Batsford 1998).
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
* D76
¥ KG4
* KD103
* 1097
Vcstur Austur
* G95 || A K83
¥ 1032 ¥ D875
♦ G854 I ♦ 976
+ ÁKG + 653
Suður
+ Á1042
¥ Á96
* Á2
* D842
En hvað kemur þessi hug-
leiðing brids við? „Jú,“ segir
Forrester, „þessi eiginleiki
manna kemur líka fram við
spilaborðið, einkanlega í
vörninni. Sumir spilarar eru
nefnilega alltaf að hoppa yfir
í annan lit í von um betri ár-
angur þar.“
Suður opnar á 12-14
punkta grandi, norður
hækkar í tvö og suður í þrjú.
Vestur kemur út með fjórða
hæsta tígulinn og sér strax
að hann hefur valið langa
biðröð!
Sagnhafi tekur fyrsta
slaginn á tiu blinds og lætur
lauftíuna fara yfir til vesturs.
Ef vestur er „hoppari", þá
skiptir hann snarlega yfir i
spaða, sem gefur sagnhafa
fyrirhafnarlaust níunda slag-
inn. Hér borgar sig að halda
sig við fyrstu röð: Spila tígli
áfram, og aftur og aftur,
hvenær sem vestur kemst
inn. Á endanum fríar sagn-
hafi einn slag á lauf, en það
er aðeins sá áttundi. Hann
mun væntanlega spila spaða
á tíuna í fyllingu tímans,
reyna síðan að fella spaða-
kónginn, og svína svo hjarta-
gosa þegar ekkert gengur
með spaðann. Og þá tapast
spilið.
Við erum auðvitað að fjalla
hér um eitt erfiðasta svið
varnarinnar: Hvort taka eigi
áhættu með ágengri vörn,
eða fara varlega og bíða eftir
að slagirnir skili sér.
Forrester telur að algildar
reglur gagnist hér lítt og
menn verði einfaldlega að
spila eftir eyranu. Nokkuð til
í því, en þó má benda á að
„passífa" vörnin á einna helst
við gegn hörðum geimum,
þar sem sagnhafi á ekki lang-
an lit, sem getur orðið honum
drjúg slagauppspretta. Hér
gengu sagnir eitt, tvö og þrjú
grönd, sem þýðir að skipting-
in er jöfn og styrkurinn í lág-
marki, en slíkt kallar oftast á
varfærna vörn.
Arnað heilla
/?rVÁRA brúðkaupsaf-
Ov/mæli. Demantsbrúð-
kaup áttu hinn 16. júlí sl.
Stefanía P. Ólafsson og
Ólafur J. Ólafsson. Þau
voru gefin saman í hjóna-
band af séra Óskari J. Þor-
lákssyni á Siglufirði fyrir 60
árum. í tilefni afmælisins
fóru þau í smáferð norður í
land og heimsóttu þá m.a.
Siglufjörð.
Ljósmyndastofa Þóris.
BRÚÐKAUP Gefin voru
saman 25. apríl sl. í Hjalla-
kirkju af sr. Hirti Hjartar-
syni Samphad Saengruang
og Víðir Jóhannesson.
Heimili þeirra er á Tún-
braut 11, Skagaströnd.
Ljósmyndastofa Póris.
BRÚÐKAUP Gefin voru
saman 13. júní sl. í Kópa-
vogskirkju af sr. Ægi Fr.
Sigurgeirssyni Hanna
Björk Kristinsdóttir og
Helgi Vattnes Þrastarson.
Heimili þeirra er á Mar-
bakkabraut 17, Kópavogi.
Ljósmyndastofan Mynd
Hafnarflrði.
BRÚÐKAUP Gefin voru
saman 12. júní sl. í Bessa-
staðakirkju af sr. Hans
Markúsi Hafsteinssyni
Cecilía Magnúsdóttir og
Friðrik Brynjarsson. Heim-
ili þeirra er á Kársnesbraut
84, Kópavogi.
Ljósmyndast. Sigriðar
Bachmann.
BRÚÐKAUP Gefin voru
saman 30. maí sl. í Árbæjai--
safnskirkju af sr. Guðmundi
Þorsteinssyni Dagbjört
Bjarnadóttir og Magnús
Halldórsson. Heimili þehra
er í Lönguhlíð 29, Bíldudal.
Ljósmyndastofan Mynd
Hafnarfirði.
BRÚÐKAUP Gefin voru
saman 20. júní sl. í Garða-
kirkju af sr. Sigurði Arnar-
syni Guðbjörg Torfadóttir
og Kristinn Sigursveinsson
Heimili þeirra er að Móa-
barði 36, Hafnarfirði.
HÖGNI HREKKVISI
STJÖRIVUSPA
Afmælisbarn dngsins: Þú
ferð þér hægt í að kynnast
fólki og heldur þig til hlés
þangað til þú sérð hvern
mann aðrir hafa að geyma.
Hrútur _
(21. mars -19. apríl)
Þér hættir til að byrgja
hlutina um of innra með þér.
Reyndu að ræða málin við
aðra og þá mun allt leysast
farsællega.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Taktu til hendinni og ljúktu
við þau verkefni sem þú hef-
ur látið danka að undan-
fornu. Farðu þér hægt
gagnvart þínum nánustu.
Tvíburar
(21. maí -20. júní) oA
Þú ert óvenju geðríkur
þessa dagana. Gættu þess
að stökkva ekki upp á nef
þér þegar þú verður fyrir
gagnrýni annarra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Nú er réttur tími til þess að
gera upp hug sinn til manna
og málefna. Þú átt ekki að
skilja nein mál útundan.
Ljón
(23. júli - 22. ágúst) 7W
Þér finnst sem öll spjót
standi á þér og langar mest
til að stinga höfðinu í sand-
inn. Hertu upp hugann og
brynjaðu þig gegn umheim-
inum.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (feíL
Nú er kominn tími til að láta
gamlan draum rætast.
Taktu þér allan þann tíma
sem til þarf og vertu ekki
hræddur við afleiðingarnar.
(23. sept. - 22. október) &
Þú færð ráðgjöf í mjög erf-
iðu og viðkvæmu máli.
Nýttu þér hana og vertu
óhræddur við að leita frek-
ari aðstoðar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það verða umskipti í lífi
þínu á þann veginn að þú
mátt vel við una og einnig
þeir sem þér standa næst.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) Síh'
Þú hefur látið of margt reka
á reiðanum og kemst nú
ekki hjá því að gera hreint
fyrir þínum dyrum.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) alf
Einbeittu þér að þeim verk-
efnum sem að máli skipta og
gættu þess að láta ekki
áhugamálið hafa áhrif á
vinnuna.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) CSÍl
Þú heldur ekki nógu fast um
budduna og þarft að breyta
um. Mundu að þú þarft að
sjá fyrir þér sjálfur.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú þarft að finna þér félags-
skap þar sem þú getur verið
öruggur eins og þú varst í
bernsku með þínum bestu
vinum.
Stjörnuspám i «ð lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vfsindalegra staðreynda.
Innilegar þakkir fceri ég öllum ættingjum og
vinum sem glöddu mig á níræðisafmæli mínu
þann 12. júlí. Guð blessi ykkur öll.
Unnur Sigurðardóttir frá Svœði, Dalvík.
Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig á
80 ára afinælinu.
Guð blessi ykkur öll.
Jóna Vilhjálmsdóttir,
Ægisgrund 2,
Skagaströnd.
Stór-
í fullum gangi
Tískuverslun Kringlunni
I Afmælisveislur • Útskriftarveislur • Fermingarveislur • Ráðstefnur • Árshátíðir
I Erfidrykkjur • Fundahöld • Brúðkaupsveislur • Vörukynningar • Starfsmannapartý...
|H^^ífoa D Oáfí®L
I Fjölbreytt úrval matsedla.
4ÓTEL ÍSLANDI
iími 5331100.-Fax 5331H0. ' >
Veitumpersónulega HÓTEL ÍSLANDI
ráðgjöfvib undirbúning. Sími 5331100. - Fax 5331TI0.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Barnatískusandalar
Verð kr. 2.890
Litir: Svart og brúnt, stærðir 31 —35
5% staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs
STEINAR WAAGE
SKÓVERStUN
Slmi 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSIUN
Slmi 568 9212 4