Morgunblaðið - 22.07.1998, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
ANNE Lambert lék skólastúlku í myndinni Piciiic At
Hnnging Rock frá árinu 1975;
PETER Weir ásamt leikaranum Mel Gibson við tökur á
myndinni The Year Of Living Dangerously sem var gerð
árið 1982.
HARRISON Ford lék lögreglumann í myndinni Vitnið frá
árinu 1985 sem fjallaði um Amish-fólkið.
PETER
WEIR
ROBIN Williams fór á kostum í myndinni Dead Poets Society sem
Weir gerði árið 1989.
UNDIR lok sjöunda áratugarins
fóru augu manna að beinast að
ástralskri kvikmyndagerð, sem
hafði ekki þótt sérlega merkileg
fram til þess tíma. Leikstjórar
eins og Bruce Beresford, Fred
Schepisi, Gillian Armstrong, og
ekki síst Peter Weir, komu álfunni
sinni á kortið með nokkrum
góðum myndum sem vöktu
heimsathygli. Þessir ágætu menn
voru því komnir til Hollywood
fyrr en varði, en kveiktu áður
slíkt bál meðal ástralskra
kvikmyndagerðarmanna, að það
logar enn glatt - líkt og við fáum
af og til staðfestingu á í bíóum og
í sjónvarpi.
Itjóminn settist að í Kaliformu,
þar sem gengi Ástralanna hefur
verið skrykkjótt en yfir höfuð
affarasælt. í fararbroddi þeirra
var og er Sydney-búinn Peter
Weir, (1944-), sérstæðastur þeirra
allra, og sótti gjaman myndefni
sitt til sagna frumbyggjanna, en
hann hefur alla tíð borið málefni
þeirra og menningu fyrir btjósti.
Weir byrjaði með miklum látum á
Kyrrahafsströnd, gerði hveija
ágætismyndina á eftir annarri, allt
fram á þennan áratug. Þá kom
lægð og aðgerðarleysi, en nýjustu
fréttir af þessum snjalla listamanni
eru einkar uppörvandi. Ekki alls
fyrir Iöngu var frumsýnd The
Truman Show, nýjasta myndin
hans vestra, og í stuttu máli sló
hún rækilega í gegn hjá
áhorfendum, enda aðalpersónan
leikin af Jim Carrey, jafnt sem
gagnrýnendum. Vafamál hvort
nokkur mynd hafi fengið jafn
almenna frábæra dóma á þessu ári.
Kunnáttumenn spá henni fjölda
Óskarsverðlaunatilnefninga og
skjótfengnum sess meðal sígildra
mynda. Efni hennar er óvenju
nýstárlegt. Truman (Carrey) er
e.k. dýr í búri. Býr á eyju sem er í
rauninni risavaxinn tökustaður og
hljóðver fyrir sjónvarpsþáttinn
sem myndin dregur nafn sitt af. Líf
hans hefur verið skráð af
tökuvélum frá fæðingu, án hans
vitundar, og notið feikilegra
vinsælda. Upp komast svik um
síðir. Truman, þó barnalegur sé,
fer að gruna margt...
Höldum okkur við fortíðina.
Weir vakti strax athygli með
annarri mynd sinni, The Cars That
Ate Pasris, (‘74), gamanmynd sem
gerði lukku heimafyrir og vakti
nokkra eftirtekt erlendis. Sú
þriðja, Picnic at Hanging Rock,
(‘75), hlaut hins vegar
heimsathygli. I kjölfarið fylgdi
The Last Wave, (‘77), seiðandi og
dularfull, báðar myndimar sækja
efnið í dulúðugar bannhelgar
frumbyggja. Gallipoli, (‘81), sem
segir frá sögulegum atburðum úr
fyrri heimsstyijöld, er litlu síðri
mynd, og Hollywood beið handan
við homið.
Weir byijaði með glæsibrag á
nýjum slóðum. The Year of Living
Dangerously, (‘89), hlaut góða
aðsókn og dóma. Komst þó ekki i
því sambandi með tærnar þar sem
næsta mynd hans, Vitnið -
Witness, (85), hafði hælana.
Mosquito Coast, (86), olli
almenningi hins vegar nokkmm
vonbrigðum, jafnvel þótt Harrison
Ford léki betur en nokkm sinni
fyrr og síðar. Gagnrýnendur
lofuðu hana óspart. Sigurganga
leikstjórans náði síðan
hápunktinum með
Bekkjarfélaginu - Ded Poets
Society, (‘89), margfaldri
verðlauna- og metaðsóknarmynd.
Adam var ekki lengi í Paradís.
Eftir linnulausa sigra í tæp 15 ár,
kom Græna kortið - The Green
Card, (‘89), gamanmynd um
fransmann sem giftist bandarískri
stúlku til að fá atvinnuleyfi í
Guðseiginlandi, olli aðdáendum
Weirs vonbrigðum, þó Depardieu
stæði vel fyrir sínu í
aðalhlutverkinu. Ekki tók betra
við. Weir hægði á sér um hríð,
þrem árum síðar kom Ottalaus -
Fearless, (‘93), glórulaus mynd um
eftirhreytur iðugslyss.
Weirjátaði mistök sin og safnaði
kröftum í fimm ár. Sú hvúd hefur
borið tilætlaðan árangur, sem fyrr
greinir. Kvikmyndaaðdáendur
geta því hiklaust átt von á góðu í
framtíðinni, frá þessum
hæfíleikaríka listamanni, sem á
manna auðveldast með að flétta
saman listrænu handbragði og
úrvals afþreyingu.
Stirðbusalegur
grautur
TOM.IST
>---------------------------------
Geisladiskur
CARMEN NEGRA
Diskur með tönlist og söngvum úr Carmen Negra,
söngleik sem saminn af Stewart Trotter og Callum
McLeod upp úr Carmen eftir Bizet. Tónlistarstjóri
er Gunnar Þórðarson en söngvarar eru Caron Bar-
ncs-Berg, Garðar Thór Cortes, Egill Ólafsson, Val-
gerður Guðnadóttir, Helgi Björnsson, Jón Jóscp
Snæbjömsson, Bubbi Morthens, Vilborg Halldórs-
dóttir; Bergþór Pálsson og Bjartmar Þórðarson.
Kjartan Valdimarsson leikur á hljómborð, Gunn-
laugur Briem á slagverk og Gunnar Þórðarson á
gítar. íslenska óperan gefur út, Skífan dreifir.
60,36 min.
SÖNGLEIKURINN Carmen Negra hefur ver-
ið á fjölunum hjá Islensku óperunni í sumar, en
eins og kemur fram í kynningartexta er verkið
söngleikur byggður á Carmen eftir Bizet. Mikið
mannval kemur að flutningnum, bæði í söng og
hljóðfæraleik. Söngvarar fara víða á kostum og
hijómsveitin stendur sig vel að frátöldum gervileg-
um hljóðgervahljóðum. Gaman er að heyra í Gunn-
ari Þórðarsyni á gítar, smekklegur að vanda, og
mennimir sem hann hefur með sér eru marg-
reyndir að fimi og smekkvísi.
Mikið mæðir á söngkonunni Caron Barnes-Berg
sem syngur Carmen, og hún stendur sig og með
prýði, þó ekki sé flutningur hennar gallalaus.
Garðar Thór Cortes syngur frábærlega og Val-
gerður Guðnadóttir stendur sig einnig afburðavel
að vanda. Jón Jósep Snæbjörnsson hefur dægilega
rödd, en framburðurinn þvælist fyrir honum, til að
mynda er efitt að greina hvað hann er að syngja í
Theories on the Poor. Egill Ólafsson syngur frá-
bærlega og knattspyrnumaðurinn Escamillo
sprettur fullskapaður af disknum. Helgi Björnsson
nýtur leikþjálfunar sinnar og kemst langt í að
skila sinni persónu á plasti, en Bubbi Morthens á
ekki nema hluta úr lögum á plötunni og því erfitt
að meta hans framlag.
Carmen Bizets er mikið meistaraverk og ekki
ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar
reynt er að færa verkið til í tíma og rúmi. Það
tekst og ekki nema miðlungi vel hjá þeim félögum
Trotter og Mcleod, textainnlegg Trotters er
óspennandi og gamaldags klúrheit og tilgerðar-
legt orðbragð spilla fyrir frekar en að gæða verk-
ið lífið. Útsetningar Mcleods eru líka stirðbusa-
- -• ‘ . íf,\
ÚR UPPFÆRSLU íslensku óperunnar á
Carmen Negra. Egill Ólafsson sem Escamillo
og Caron Barnes-Berg sem Carmen.
legur grautur, hvorki fugl né fiskur. Diskur með
tónlistinni úr Carmen Negra er sjálfsagt
skemmtileg minning fyrir þá fjölmörgu sem séð
hafa sýninguna, en þeir sem heima sátu fá lítið
fyrir sinn snúð.
Árni Matthíasson
Sígild myndbönd
BEKKJARFÉLAGIÐ - („DEAD
POETS SOCIETY“, 1989)
irkirk
Bókmenntakennari við banda-
rískan einkaskóla hefur afdrifarík
áhrif á líf nemenda sinna með
óvenjulegum kennsluháttum og
þeir stofna leynifélag um ljóða-
lestur. Úrvalsmynd sem fjallar
ekki aðeins um kúgun, heldur, og
ekki síður, að leysa andann úr
læðingi. Full af bjartsýni og trú á
lífið og því grimmari og sorglegri í
lokin. Óskarsverðlaunahandrit
Toms Schulman er firnagott og
Weir tekst einkar vel í lýsingu á
drengjunum, tilfinningum þeirra
og þrá, og kitlandi spennunni í
andrúmsloftinu. Williams er stór-
kostlegur en ekki yfirgnæfandi því
myndin er drengjanna fyrst og
fremst. Lokaatriðið framkallar tár
í augu. „0 kapteinn, minn
kapteinn...“
VITNIÐ - („WITNESS“, 1985)
kirk'k
Lítill Amish-drengur (Lucas Ha-
as), á ferðalagi með móður sinni
(Kelly McGillis) í stórborginni,
verður vitni að morði á lestarstöð.
Þegar lögreglumaðurinn (Harrison
Ford) sem rannsakar málið, kemst
að því að félagar hans standa að
baki, flýr hann ásamt mæðginun-
um til fólksins þeirra í sveitinni.
Dúndurgóður þriller í bland við
ástarsögu McGillis og Fords og
árekstur tveggja menningarheima
(efni hugstætt leikstjóranum úr
heimahögum), í forvitnilegu um-
hverfi Amishanna. Weir fjallar af
tilfinningu um siði þeirra og hefðir,
stillir friðsælu lífi þeirra upp gegn
dekkri siðmenningu stórborgarinn-
ar. Leikararnir afbragð (takið eftir
staffírugum Alexander Godunov -
þetta var toppurinn á sorglegum
ferli hins landflótta ballettdansara
í Vesturheimi). Hlöðudans Fords
og McGillis undir ljúfum tónum
Sams Cooke, er með eftirminnileg-
ustu atriðum myndarinnar. Frá-
bær mynd, listileg með magnað
skemmtigildi.
PICNIC AT HANGING ROCK
(1975)
kirkV'i
Þrjár stúlkur hverfa við Gálga-
klett í Ástralíu um síðustu alda-
mót, án þess að nokkur skýring
finnist. Ein af fyrstu og forvitni-
legustu myndum leikstjórans og
áströlsku nýbylgjunnar. Weir
skapar meistaralega dimmt og
drungalegt andrúmsloft og ógn-
andi dulúð framandi menningar
frumbyggjanna gagnvart kristn-
um, hvítum innflytjendum. Tekur
á einu af sínum huglægustu við-
fangsefnum, sambandi mannsins
við náttúruna, af eftirminnilegri
reisn.
Sæbjörn Valdimarsson