Morgunblaðið - 22.07.1998, Page 48
Drögum næst
24. í£h
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
MOROUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF S691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Tillaga um byggingu fjölnota íþróttahúss við hlið
Laugardalshallar samþykkt í borgarráði
-Leitað samvinnu
við fjárfesta
TILLÖGUR þriggja manna vinnu-
hóps sem íþrótta- og tómstunda-
ráð skipaði um undirbúning að
byggingu fjölnota íþróttahúss voru
samþykktar í borgarráði í gær.
Tillögurnar fela í sér að fjölnota
íþróttahús rísi við hlið Laugardals-
hallar og í því verði knattspymu-
-ítvöllur, aðstaða fyi-ir frjálsar íþróttii-
og að húsið nýtist einnig fyrir sýn-
ingar í tengslum við Laugardals-
höllina. I samræmi við tillögu
vinnuhópsins verður skipuð þriggja
manna nefnd sem starfar ásamt
framkvæmdastjóra ITR að því að
gera tillögur til borgarráðs um á
hvern hátt sé hægt að standa að
fjármögnun framkvæmda við húsið
og hvort aðrir aðilar en borgarsjóð-
ur geti komið að framkvæmdum og
rekstri slíks mannvirkis.
Steinunn V. Óskarsdóttir, for-
maður ITR, sem var formaður
vinnuhópsins, segir að fundað hafi
verið með forystumönnum íþrótta-
hreyfingarinnar og skilaði hópur-
inn af sér skýrslu um málið. „Við
leggjum til að núna sé það í hönd-
um borgarstjóra að skipa þriggja
manna nefnd sem hafi það verkefni
að koma með hugmyndir að því
hvemig hægt verði að fjármagna
framkvæmdina. Við leitum eftir að-
ilum innan iðnaðarins eða fjárfest-
um sem hugsanlega geta komið
með hlutafé þannig að Reykjavík-
urborg þurfi ekki að fjármagna
framkvæmdina að öllu leyti sjálf,“
segir Steinunn. Lagt er til að
nefndin Ijúki störfum fyrir 1. nóv-
ember nk.
Kostnaður líklega
400-500 milljónir króna
Gert er ráð fyrir tiltölulega ein-
földu mannvirki sem þó þarf að
uppfylla ákveðnar kröfur. Þar
verði æfingaaðstaða fyrir knatt-
spymumenn og aðstaða fyrir
frjálsar íþróttir. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er líklegt
talið að húsið muni kosta um 400-
500 milljónir króna.
Akveðið verður á seinni stigum
hvort gólfflöturinn verði lagður
gervigrasi, sandgrasi eða öðru
gólflagi.
Lausaganga búfjár víða vandamál
Tryggingafé-
lög greiða millj-
ónir árlega
ÓFREMDARÁSTAND er víða á
þjóðvegum landsins vegna lausa-
göngu búfjár og eru þá engir lands-
hlutar undanskildir. Verði ökumaður
fyrir því óhappi að aka á sauðkind,
þar sem ekki er girt beggja vegna
vegar, er viðkomandi skaðabóta-
skyldur og skiptir þá engu um tildrög
slyssins. Arlega greiða tryggingafé-
lögin milljónir króna til búfjáreig-
enda sem missa sauðfé eða hesta í
veg fyrir bifreiðar landsmanna en
það er þó aðeins lítil hluti af tjóna-
kostnaði. Stærstur hluti tjónsins
liggur hjá ökumönnum sjálfum en
auk þess að bera fullan kostnað af
eigin tjóni þá þurfa þeir oft að gi-eiða
búfjáreigendum bætur fyrir skaðann.
I könnun sem gerð var á síðasta
ári hjá lögregluembættum landsins
kom í ljós að árlega aka um 140 öku-
menn á skepnur en flest þessara
slysa eiga sér stað á bundnu slitlagi
á þjóðvegi 1 að sumarlagi. Þetta eru
þó aðeins skráð tilvik og er talið að
fjöldinn kunni að vera töluvert hærri
þar sem margir láta hjá líða að til-
kynna óhappið. Til viðbótar veldur
búfé oft slysum án þess að það komi
fram í skýrslum. Þar eru ökumenn
að reyna að forða slysi, oft með
hörmulegum afleiðingum eins og
gerðist um síðustu helgi.
Nýlega var skipuð nefnd sem
fjalla á um leiðir til að halda búfé frá
helstu þjóðvegum landsins en það er
eindregin stefna landbúnaðarráðu-
neytisins að gera úrbætur í þeim
málum. Stefnt er að þvi að banna
lausagöngu á helstu þjóðvegum en
talið er óraunhæft að losna við fé af
öllum þjóðvegum landsins. Hinni ný-
skipuðu nefnd er gert að Ijúka störf-
um fyrir 1. október næstkomandi.
■ Ráðuneytið hyggst/10
• Gott sumar
fyrir geit-
ungana
MIKIÐ er um geitungabú nú í
sumar, segir Erling Olafsson,
skordýrafræðingnr hjá Náttúru-
fræðistofnun Islands. Erling seg-
ir fyrri hluta sumars skipta sköp-
um fyrir geitunga og þar sem
það hafi verið mjög gott á höfuð-
borgarsvæði og Vesturlandi sé
mikið um geitunga þar, mun
meira en siðustu tvö sumur en
svipað og fyrir þremur árum.
*■ „f júní voru geitungabú í trjám
það lítil að ég gat gefið þeim,
sem treystu sér til að fjarlægja
sjálfir búin, leiðbeiningar í gegn-
um síma. Nú eru búin hins vegar
orðin svo stór að ég ráðlegg fólki
ekki sjálfu að fjarlægja þau,
heldur kalla til sérfræðinga."
Þrjár tegundir geitunga finn-
ast hér á landi, ein sem gerir bú í
tijám og tvær sem gera sér bú í
jörðu og í holum í húsveggjum,
undir þakskeggi og þess háttar
stöðum. Að sögn Erlings eru
þannig bú að koma í Ijós núna,
þau séu orðin það stór að garð-
eigendur taki eftir flugnastraumi
inn og út úr þeim.
* Erling segir stungur geitunga
misalvarlegar, sumir hafi ofnæmi
fyrir eitri þeirra og þeir geti
þurft að leita til læknis.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GEITUNGABU era algengari í
austurborg en vestur, m.a.
* vegna þess að þar er skjólsælla.
.. Morgunblaðið/Arnaldur
OKUMAÐUR á leið frá Flateyri slapp með skrekkinn í gær þegar sauðfé hljóp í veg fyrir bifreið hans.
Minna um kvótaviðskipti nú en áður
V erð á kvóta
aldrei hærra
MINNI hreyfing hefur nú verið á
kvótamarkaði samanborið við fyrri
ár þegar liðlega mánuður er eftir
af yfirstandandi fiskveiðiári enda
mun verð á kvóta nú vera hærra en
nokkru sinni fyrr.
Að sögn Hilmars A. Kristjáns-
sonar, framkvæmdastjóra KM-
Kvóta, er eftirspurnin eftir kvóta
greinilega minni en verið hefur
undanfarin ár. Lítið er eftir af
þorskkvótanum og leiguverð á
þorski nú komið í um 90 krónur á
kg.
„Ég hef orðið var við að menn
treysta sér ekki til að halda áfram
á þessu háa verði. Engu að síður er
þó talsverð eftirspurn eftir þorski
og eins karfa, grálúðu og humri.
Hins vegar er mikið framhoð af
ýsu, ufsa, kola og reyndar flestum
öðrum tegundum.“
Hilmar segir einnig gífurlega
eftirspurn vera eftir varanlegum
kvóta, sérstaklega þorski. Lægsta
sölutilboð í varanlegan þorskkvóta
er nú 880 krónur á kílóið og hefur
aldrei verið jafnhátt. „Það era ein-
hverjir sem eru tilbúnir að kaupa
þorskkvóta núna á 870 krónur og
maður veit að kílóið hefur verið
selt á 850 krónur."
Að sögn Hilmars er verð á rækju
mjög lágt um þessar mundir. Mikið
er eftir af rækjukvótanum, leigu-
verðið hefur gersamlega hrunið og
verð á varanlegum rækjukvóta er
nú komið niður í 285 krónur. Ekki
er langt síðan það var í 480 krón-
um.
■ Minni eftirspurn/Bl
Hagleiksfólk
skreyti veggi
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
tillögu uin að hagleiksfólki verði
falið að spreyta sig á veggskreyt-
ingum. Vinnuskólinn sem stend-
ur fyrir átaki um hreinsun
veggjakrots hefur ráðið tvo lista-
menn til aðstoðar við undirbún-
ing og framkvæmdir. Lagt er til
að borgarráð styrki verkefnið
með 350 þús. krónum.
Bent er á átta veggi til að
skreyta en þeir eru undirgöngin
við Valsheimilið, undii'göngin við
hús Landsvirkjunar við Bústaða-
veg, undirgöngin undir Reykja-
nesbraut við Fáksheimilið, undir-
göngin við Austurberg við
Hraunberg, bakveggur undir
stúku við Leiknisvöll í Efra
Breiðholti, undirgöng við Fjall-
konuveg, undirgöng milli Rima-
hverfis og Borgarholts og vegg-
ur við Austurbæjarskóla.