Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 19
Rabarbari er
til margs nýtur
Rabarbari er líklega algengasta matjurt sem
ræktuð er hér á landi og er einnig með þeim
allra harðgerðustu. Uppskeran í ár lítur út
fyrir að verða ríkuleg og því líklegt að
margir klóri sér í kollinum og velti fyrir sér
hvað gera eigi við uppskeruna. Brynja
Tomer er ein þeirra sem ekki nennir að
gera mikið af sultu og grautum. Hún fór $
því á stúfana og leitaði annarra leiða til
að nýta rabarbarann.
RABARBARI er, sam-
kvæmt grasafræðum,
grænmeti en ekki ávöxtur
þótt við notum hann nær
undantekningarlaust eins og um
ávöxt væri að ræða, í sultu, graut og
bökur. I sjálfu sér skiptir litlu máli
hvernig rabarbari er flokkaður,
meiru skiptir að hægt sé að nýta
hann á fjölbreyttan hátt. Rabarbari
er líklega með harðgerðustu mat-
jurtum sem ræktaðar eru hér á
landi, enda eru víða myndarlegir
rabarbarahnausar í görðum þótt
þeir séu í örgustu órækt. Hann er
fjölær, sem þýðir að hann kemur
upp á hverju vori og stækkar með
árunum. Sé óskað eftir kraftmikilli
uppskeru er mælt með því að hnaus-
um sé skipt að vori og með afar lítilli
íyrirhöfn er hægt að koma upp heilu
rabarbaraekrunum á fáum árum
með því að skipta hnausum og fjölga
þar með plöntum.
Þeir eru ófáir garðeigendur sem
vita ekki lengur hvað þeir eiga að
gera við uppskeruna, orðnir leiðir á
að safna sultukrukkum í geymsluna
og horfa á hálffulla frystikistu af nið-
urskomum rabarbara í plastpokum.
Leita þá sumir á náðir ættingja og
vina og biðja þá vinsamlegast taka
upp grænmetið og nýta það, enda
sárt að horfa á matvæli fara til spillis.
Krydd í tilveruna
Ýmsar uppskriftir eru til að
rabarbarasultum, bökum og graut-
um, en rabarbari verður þó að telj-
ast fremur erfiður viðureignar þar
sem hann er afar súr, óætur hrár, og
nota þarf mikinn sykur til að hægt
sé að borða hann. Hafa má í huga að
baraseyðið drap allan maðk í fyrstu
atrennu, en nauðsynlegt reyndist að
úða tvisvar gegn lús áður en árangur
varð viðunandi.
10-12 blöð af rabarbara
4 msk. grænsápa eða önnur vistvæn sápa
5 I vatn
Blöðin eru soðin í vatni, í lokuðum
potti við vægan hita í þrjár klukku-
stundir. Þá era þau síuð frá og græn-
sápu blandað saman við vökvann
meðan hann er heitur. Hrært í svo
sápan leysist upp. Vökvinn er iátinn
kólna áður en úðað er, en einnig er
hægt að tappa honum á flöskur og
geyma í nokkrar vikur þar sem óvit-
ar ná ekki til.
Úðað er beint á meindýrin
og laufum flett í sundur til
að ná til sem flestra
kvikinda. Best er að
úða í logni. Sé mildð af
meindýrum má gera
ráð fyrir að eitthvað
af þeim lifl áfram og
er þá ákvörðun
hvers og eins hvort
hann úðar aftur eða læt-
ur nægja að fækka þeim.
Þeir sem aðhyllast náttúralegar
aðferðir hafa væntanlega hugfast að
rjúfa fæðukeðju ekki alveg, enda
sækja fúglar til dæmis ekki í tré þar
sem enga næringu er að fá. Þessi að-
ferð hentar einkum þar sem gróður
er lágvaxinn og maðkur eða lús hafa
ekki náð sér á strik.
Fín sósa á ísinn
Sé rabarbara blandað við ávexti
eins og ferskan ananas eða jarðar-
ber er hægt að gera góða sósu út á
ís, rétt eins og sultu. I bókinni Sós-
ur, sem Almenna bókafélagið gaf út
fyrir nokkrum áram, er til dæmis
uppskrift að rabarbara-berjasósu. f
uppskriftinni er miðað við 2V& dl af
sósu.
250 g rabarbari
Morgunblaðið/Þorkell
RABARBARI er svo súr að hann er óætur beint úr garðinum. Vín úr
rabarbara er sagt bragðgott, fallegt og gleðigjafi.
250 g jarðarber
125 g sykur
safi úr 1 sítrónu
ágætt er að nota hrásykur eða púð-
ursykur í stað hvíta sykursins og
einnig er hægt að auka á fjölbreytni
í sultugerð með því að bæta
nokkrum grænum og rauðum
tómötum saman við rabarbarann,
eða kryddi eins og fersk- ________
um engifer eða kanil. Ef
notaður er ferskur engi-
fer er hann rifinn á
rifjárni og soðinn með
rabarbaranum. .........
Sé ferskum ananas eða jarðar-
berjum blandað við rabarbara er
hægt að gera prýðisgóða sultu.
Hlutföll eru þá 100 g af jarðarberj-
um eða ananas á móti 100 g af
rabarbara. Má þá draga örh'tið úr
sykri, en í flestum uppskriftum er
gert ráð fyrir 100 g af sykri á móti
Hægt er að
nota blöðin í
skordýraeitur
100 g af rabarbara. Betra er að setja
fyrst minna af sykri en meira og
smakka hana síðan til.
Eitur fyrir skordýr
Fækka má möðkum og lúsum á
________ trjám og öðram garða-
gróðri með heimatilbúnu
eitri, sem búið er til úr
blöðum af rabarbara, sem
annars fara í raslið. Sjálf
■~““~ hef ég úðað trjágróður,
rósir og ranna, sem óboðnir gestir
hafa reynt að gera sér mat úr í garði
mínum, með heimatilbúnu seyði.
Hefúr árangur verið nægilega góður
til þess að ég get mælt með aðferð-
inni við þá sem hafa áhuga á að reyna
að losna við meindýr án þess að kalla
til utanaðkomandi aðstoð. Rabar-
1 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur
Rabarbari er skorinn í 'Acm bita
og soðinn í vatni við miðlungshita í
10 mínútur eða þar til hann er meyr.
Sigtað og soðinu hent. Nokkur
jarðarber era geymd til skrauts, en
önnur afhýdd og sett ásamt rabar-
bara, sykri, sítrónusafa og sítrónu-
berki í matvinnsluvél. Maukið er
pressað gegnum fínt sigti og fræjum
úr jarðarberjum er hent ásamt
strengjum úr rabarbara. Sósan er
þá sett í lokað ílát og kæld. Henni er
síðan hellt í sósuskál og skreytt með
jarðarberjasneiðum. Sósan er borin
fram með rjómaís eða pönnukökum.
Rabarbaravín
Rabarbaravín er talsvert braggað
í Færeyjum og einhverjir munu
einnig hafa reynt fyrir sér í víngerð
hér á landi. Uppskriftin sem hér
birtist er frá Færeyjum og er sögð
ævagömul, úr klaustri kaþólskra
nunna í eyjunum. Miðað er við 20
htra af víni og ekki þarf endilega að
nota svokallaðan vínrabarbara, sem
hefur rauða stilka. Er vínið sagt fal-
legt á lit, bragðgott og prýðilegur
gleðigjafi.
6 kg rabarbari
1 kg rúsínur
rifið hýði af 2 appelsínum
4 kg sykur
1 kg púðursykur
15 g af pressugeri
12 blöð matarlim ef þarf
Rabarbari er afhýddur og skorinn
í litla bita. Hann er hakkaður í
hakkavél ásamt rúsínum og appel-
sínuhýði. Ekki er við hæfi að nota
matvinnsluvél, enda rétt að halda í
eldri vinnuaðferðir þegar notast er
við gamla uppskrift, auk þess sem
hætta er á að ávextir verði of fín-
saxaðir í matvinnsluvél. Avaxta-
mauki er komið fyrir í gerjunarkút
og 12-15 lítrum af um 25 gráðu heitu
vatni hellt yfir. Geri er bætt saman
við og innihald kútsins hrist vel eða
hrært upp í því. Vatnslás er þá sett-
ur á kútinn og honum komið fyrir í
heitu herbergi, við 20-25 gráðu hita.
Ágætt er að vefja ullarteppi eða ull-
arflík utan um kútinn til að tryggja
hita, sem nauðsynlegur er til að
gerjun verði öflug.
Sólarhring síðar ætti gerjun að
hefjast og fljóta ávextir þá upp á yf-
irborð. Kúturinn er hristur
nokkrum sinnum á dag næstu þrjá
sólarhringa, en að þeim tíma liðnum
ættu ávextir að sökkva til botns.
Vökvinn er síaður gegnum fínof-
inn dúk eða sigti og færður i annan
kút. Sykri er þá bætt saman við og
séu ekki 20 lítrar í kútnum er 25-30
gráðu heitu vatni hellt gegnum
sigti yfir ávaxtamaukið, þar til 20
lítrar af vökva eru í kútnum.
Daglega þarf að hrista kútinn,
svo sykurinn leysist örugglega upp
í vökvanum. Gerjun tekur að öllu
jöfnu 6-8 vikur, en þegar loftbólur
hætta að myndast í vatnslási er
gerjun lokið.
Áð gerjun lokinni er kúturinn
látinn standa óhreyfður í 2-3 daga.
Þá er vökvinn færður í annan kút
með sérstakri slöngu og þess gætt
að ekkert botnfall fylgi. Vökvinn
er látinn standa óhreyfður í kútn-
um við stofuhita í einn til tvo mán-
uði. Þá ætti vínið að vera tilbúið til
átöppunar. Sé það ekki tært er það
flutt í annan kút með slöngunni og
þess gætt að ekkert botnfall fylgi.
Matarlím er brætt í einum lítra
af víninu, í vatnsbaði, og síðan
hellt út í vínið. Þá þarf að hrista
kútinn hressilega. Að svo búnu er
kúturinn látinn standa óhreyfður í
viku og er vínið þá tilbúið til átöpp-
unar.
NYTT
Lúxus
vanillu-
íspinni
KJÖRÍS hefur sett á markað Lúxus
vanilluíspinna með Opal appel-
sínusúkkulaði. Appelsínusúkkulaðið
er mjólkursúkkulaði eins og notað
er í Opal súkkulaðihnappa og katt-
artungur.
Súper-hlunkur
Þá er einnig farið að selja frostpinn-
ann Súper Hlunk frá Kjörís. Hann
er rauður og gulur með súkkulaði-
topp. Kjörís framleiðir núna sex mis-
munandi bragðtegundir af hlunkum.
Sprengipinni
Sprengipinninn er nýjung frá Kjör-
ís. Það er rauð frostpinnaflaug með
sprengisúkkulaði. Þegar súkkulaðið
bráðnar í munni springa sprengi-
kúlurnar.
LÚXUS vanillufspinni.
SÚPER-hlunkur.
Morgunblaðið/Arnaldur
SPRENGIPINNI.
Ný
Hattings-
smábrauð
HEILDVERSLUN Daníels Ólafs-
sonar hf. hefur sett á markað sikil-
eysk hveitismábrauð og oreganosmá-
brauð frá Hatting-brauðgerðinni í
Danmörku. Brauðin eru seld frosin, 8
saman í poka, og hituð í ofni rétt fyrir
framreiðslu. Sérkenni brauðanna er
stökk skorpa umhverfis mjúkt og
ferskt innihaldið. Uppskriftinn bygg-
ist á hefðbundinni ítalskri brauðgerð.
Brauðin era tilvalin í samlokur eða
sem meðlæti með mat og drykk.
fjn S n ")T|I
gönguskór
IVleindl Island herra- og dömuskór
Gönguskór úr hágæða leðri. Gore-tex (innra
byrði og góð útöndun. Vibram Multigriff sóli.
-góðir i lengrí göngulerðir.
HIV-gosdrykkur
SÓL Víking hefur sett á markað gos-
drykkinn HIV, Help Innocent Victims, og
fylgir smokkur með hverri dós. í fréttatil-
kynningu kemur fram að HIV sé fram-
leiddur í Austurríki og fari hluti söluhagn-
aðarins til alnæmissamtaka. Sól Víking
muni láta íslensku Alnæmissamtökin njóta
hluta ágóðans af sölu HIV. Fram kemur
að drykkurinn sé úr safa úr blóðappelsín-
um og því um hreina náttúruafurð að
ræða. Safinn sé jafnframt grunnurinn að
góðu bragði drykkjarins.