Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 10

Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 10
10 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VERSLUNARMANNAHELGIN FJOLSKYLDAN OG FJÖLBREYTNI f FYRIRRIJMI Skipulagðar hátíðir eru í boði víða um landið um versl- unarmannahelgina. Hátíðahöldin standa misjafnlega lengi og eru með misjöfnu sniði en víðast virðist gert ráð fyrir að fjölskyldan geti skemmt sér saman. Ymist eru skemmtikraftar, náttúruskoðun, íþróttir eða mannrækt í aðalhlutverki og sumstaðar er þessu blandað saman að einhverju eða öllu leyti eins og sjá má á samantektinni sem hérgefurað líta. SkipulögcS hátíðarSiðld um verslunarmannaii @Bgina « m Siglufjörður. .rX C Skagaströnd V T ' in StaðarfelL,-? ■ { 'VV' j! AkureyfÍT\V>^\n Vopnafjörður V X ■ m. Hellnar Neskaupstaður C Avatnaskógur X Galtalækur XXY Kirkjulækjarkot A A Múlakot Kirkjubæjar- klaustur Vestmannaeyjar Vík Sæludagar í Vatnaskógi í Vatnaskógi standa Skógarmenn KFUM fyrii’ Sæludögum um verslunarmannahelg- ina. Sumarbúðimar í Vatnaskógi eru 75 ára á þessu ári og verður því sérstaklega vandað til dagskrárinnar. Meðal annars verða kvöld- vökur, varðeldur, bryggjupartí, miðnætur- sund, Sæludagaleikar, bænastundir, kodda- slagur á vatninu, gönguferðir, kassabílarallý, fótbolti og tónleikar. Á svæðinu er veitinga- og nestisaðstaða og fullbúið íþróttasvæði. Aðstandendur hátíðar- innar bjóða alla velkomna á hátíðina og leggja áherslu á skemmtun án áfengis. Að- gangseyrir á Sæludaga er 2.700 krónur en ókeypis er fyrir yngri en 13 ára og eldri en 67 ára. Hægt er að panta gistingu í svefnskálum hjá KFUM en greiða þarf sérstaklega fyrir hana. Sérleyfísbíll fer frá Reykjavík í Vatna- skóg 31. júlí og aftur til baka 3. ágúst. Snæfellsásmót Snæfellsás-samfélagið stendur fyrir mann- ræktarmóti um verslunarmannahelgina á Brekkubæ á Hellnum. Fólki með áhuga á sjálfsrækt og andlegri vinnu er boðið að safn- ast saman og fræðast um nýjar stefnur og strauma. Dagskráin byggist á fyrirlestrum um ýmis málefni. Meðal fyrirlesara má nefna Þorstein Njálsson heimilislækni, sem fjallar um ábyrgð einstaklingsins á eigin heilbrigði, og Guðrúnu Hjörleifsdóttúr miðil, sem verð- ur með fyrirlestur um Sai Baba. í öðrum fyr- irlestrum verður meðal annars fjallað um talnaspeki, listmeðferðarfræði, andlega tengt kynlíf, nokkur atriði úr jógaheimspeki, stjömuspeki, vemdarvættir Islands og vist- vænan hugsunarhátt. Boðið verður upp á fjölda námskeiða m.a. í samskiptum, líföndun og leiklist. Einnig verð- ur hægt að fá einkatíma í spilalestri, lestri í talnaspeki, lífóndun og komast í svitahof. Daglega verða heilunarvígslur og gönguferð- ir til grasatínslu og á kvöldin verða kvöldvök- ur með losunarathöfn, söng, leik og friðarat- höfn. Á sunnudeginum verður helgistund með séra Ólafi Jens Sigurðssyni við lífslind Hellnamanna, sem í daglegu tali er kölluð Maríulindin. Ymislegt er í boði fyrir bömin, m.a. jóga, ævintýraferð, leiklist fyrir böm og unglinga og hugleiðsluvinna með litum. Veitingasala verður á staðnum. Snæfellsásmótið er vímu- laust. Verð aðgöngumiða er 3.000 ki’ónur og frítt er fyrir börn yngri en 14 ára. Ef miðar em keyptir fyrir 25. júlí er veittur 10% af- sláttur. Miðar era seldir hjá Snæfellsás-sam- félaginu. Sérleyfisbílar fara milli Reykjavíkur og Hellna alla daga verslunarmannahelgar- innar nema sunnudag, mikilvægt er að bóka far frá Reykjavík að Hellnum. Mjólkurgleði SÁÁ og Dalamanna SÁÁ og Mjólkursamlagið í Búðardal halda saman vímuefnalausa útihátíð að Staðarfelli í Dölum um verslunarmannahelgina. Hátíðin ber heitið Mjólkurgleði SÁÁ og Dalamanna, boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og lögð áhersla á heilbrigða skemmtun og úti- vist. Tveir danspallar era á svæðinu og þar verða dansleikir, diskótek og harmónikuböll. íþróttamót verður hluti af hátíðinni og boð- ið verður upp á bátsferðir, sund og hestaferð- ir. Á laugardagskvöldinu verður brenna og flugeldasýning. Aðgangseyrir verður 3.000 krónur á mann en ókeypis fyrir böm 13 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Kántrýhátíð á Skagaströnd Kántrýhátíðin á Skagaströnd er fjölskyldu- hátíð og hefst með dagskrá fóstudaginn 31. júlí. Meðal þess sem boðið verður upp á eru myndlistarsýningar, kassabílarallý, krafta- keppni, marhnútaveiði, flugeldasýning, út- sýnisflug og gospelmessa. Keppt verður í línudansi en boðið verður upp á kennslu í kántrý- og greasedönsum alla helgina undir handleiðslu Jóhanns Amars Ólafssonar dans- kennara. Meðal þeirra sem koma fram á kántrýhátíð era Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Kjartan Valdimarsson og Viðar Jónsson. Hljómsveitirnar Lukkulákarnir, Lausir og liðugir og Dalton-bræður spila, að ógleymd- um Hallbimi Hjartarsyni. Dansleikir verða bæði í Kántrýbæ og Félagsheimilinu Fells- borg, aðgangseyrir verður að dansleikjunum en aðgangur að tjaldstæðum á Skagaströnd I s 51 L l I l I I » r i \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.