Morgunblaðið - 25.07.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Pétur Björn Ólason var fæddur í Galtanesi í Víðidal 31. október 1915. Hann lést á Héraðssjúkrahús- inu Blönduósi að morgni laugardags- ins 18. júlí síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Óli Jóhannes- son, f. 18.10. 1884, d. 1927, og Sigur- laug Jónsdóttir, f. 18.3. 1877, d. 14.9. 1937. Systkini hans voru, Olafía Stein- unn, f. 6.1. 1898, og Jóhannes, f. 19.4. 1903, sammæðra en faðir þeirra var Pétur Jóhannesson, fyrri maður Sigurlaugar en hann var bróðir Óla. Albróðir Péturs var tvíburabróðir hans Ingvi, hann lést 12.11. 1995. Hinn 31.10. 1942 kvæntist Pétur Sigurborgu Fanneyju Daníelsdóttur frá Bergsstöðum á Vatnsnesi, f. 3.12. 1913, d. 2.10. 1968, foreldrar hennar voru Daníel Teitsson, bóndi á Bergsstöðum, og kona hans Vil- borg Árnadóttir. Börn Péturs og Fanneyjar eru Ólafía Sigur- Iaug, f. 8.4. 1942, maður hennar er Guðmundur Ásgrímsson, f. 29.12. 1934. Eru þau búsett á Blönduósi en áður bændur á Ás- brekku í Vatnsdal, eiga þau þijú í dag kveðjum við mág minn, Pét- ur Bjöm Ólason, bónda í Miðhús- um, Vatnsdal. Hann var góður og heilsteyptur vinur og mjög farsæll í lífí sínu og störfum. Hann var greindur vel og las mikið þegar tími var til. Hann hafði gott minni, fylgdist vel með og var glöggur og fróður um margt. Hann var forsjáll og gætti þess vel að stíga ekki þau skref sem mikil áhætta gat fylgt. Hann var mikill reglumaður og ábyrgur fyrir fjölskyldu sinni og hugsaði um hag hennar í hvívetna. Hann var mikill öðlingur í öllu við- móti, hjálpsamur og greiðvikinn, traustur og orðheldinn og mátti ekki vamm sitt vita. Árið 1942, 31. október, kvongaðist hann systur minni, Fanneyju, og hófu þau þá búskap í Miðhúsum. Fanney lauk námi frá Kvennaskól- anum á Blönduósi og hafði búið sig vel undir það að geta staðið fyrir heimili og það gerði hún af miklum myndarskap. Við urðum fyrir því að missa föður okkar þegar Fanney var á 10. ári, elst fímm systkina. Hún þurfti því snemma að fara að vinna ýmis störf bæði innan húss og utan. Það fór saman að hún var harðdug- leg, verklagin og velvirk. Þau Fanney og Pétur voru um margt l£k og mjög samhent um að byggja upp heimili sitt og framtíð barna sinna. Alltaf var eitthvað að gerast hjá þeim hjónum sem til framfara horfði. Túnið stækkaði, byggingar voru endurnýjaðar og auknar og vélakostur varð fullkomn- ari. Bæði voru þau hjónin hlý í við- móti og tóku vel á móti fólki. Og ekki var þeim vísað frá garði sem minnst máttu sín og umkomulaus- astir voru. Fanney og Pétur eignuð- ust fimm böm sem öll lifa foreldra sína. Lögð var áhersla á að búa þau sem best undir lífsstarfíð. Þótt barnahópurinn væri stór tóku þau, börn. Magnús, f. 5.11. 1944, bóndi Miðhúsum í Vatns- dal, sambýliskona hans var Erla Njáls- dóttir, f.15.7. 1937 frá Sandi í Aðaldal, þau slitu samvistum, eiga þau þrjú böm, auk þess ólust upp hjá þeim þijú böra Erlu frá fyrra hjónabandi. Vil- borg, f. 5.11. 1944, kennari, maður hennar er Valgarð- ur Hilmarsson, f. 29.8. 1947 bóndi á Fremstagili í Langadal, eiga þau þijú böra. Hjalti, f. 12.1. 1952, múrari í Reykjavík, kona hans er Sigríð- ur Gísladóttir, f. 7.8. 1952, eiga þau íjögur böra. Ðaníel Ingi, f. 4.10. 1957, hann dvelur erlendis. Eru barnaböra Péturs því orðin 13 og bamabarnabömin 12. Faðir Péturs lést þegar hann var 12 ára, en hann ólst upp í Víðidal og Vesturhópi fram að 14 ára aldri er hann flutti með móður sinni að Miðhúsum í Vatnsdal, sem var hans heimiii til æviloka. Síðustu árin dvaldi hann á dvalarheimili Héraðs- sjúkrahúsins á Blönduósi. Útför Péturs fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. um mörg ár, böm til sumardvalar og mynduðust þannig góð tengsl við fólk í þéttbýlinu. Það var mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni þegar Fanney féll frá 2. október 1968. Pétur hélt þá áfram búskap í samvinnu við Magnús, son sinn. Hin síðari ár vann hann við sláturvinnu á Blönduósi samhliða búskapnum. Árið 1993 hætti Pétur búskap og fór á Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi og dvaldi þar til ævi- loka. Hann ferðaðist talsvert innan- lands og naut þess að kynnast landi og þjóð. Pétur naut virðingar og vinsælda meðal samferðafólks á lífsleiðinni. Hann talaði ávallt vel um fólk. Mat mikils hreinskilni, heiðarleika og traust. Hann var alinn upp við að virða hinar góðu dyggðir, trúnað, samviskusemi og umburðarlyndi við samferðafólkið og á þeim vegi villt- ist hann aldrei. Minningarnar um slíkan samferðamann eru góðar og kærar. Pétur var ávallt til fyrir- myndar og farsællar eftirbreytni. Við eigum honum því mikið að þakka. Kynnin við hann hafa létt mörgum lífsgönguna. Hann var góð- ur, heill og skemmtilegur félagi. Við kveðjum ágætan dreng með söknuð í huga, þökkum samfylgdina og biðj- um honum blessunar á nýjum veg- um. Börnum hans og fjölskyldum þeirra flytjum við innilegar samúð- arkveðjur. Páll V. Daníelsson. Eins og fram hefur komið missti Pétur foreldra sína ungur að aldri og varð því snemma að vinna fyrir sér sjálfíir. Þegar hann flutti að Miðhúsum með móður sinni, þá 14 ára að aldri, til Magnúsar Halldórs- sonar bónda þar hóf hann þegar að vinna við bústörf í Miðhúsum, þá vann hann snemma við landbúnað- arstörf á nágrannabæjum, lengst á Hnjúki. Pétur var glöggur á fé og natinn og góður skepnuhirðir. Magnús bóndi í Miðhúsum tók snemma ástfóstri við Pétur sem varð til þess að hann trúði honum fyrir jörðinni þegar hann hætti að treysta sér að standa fyrir bú- rekstri. Pétur hóf búskap í Miðhús- um 1941 og var bóndi þar allt til þess að Magnús sonur hans tók við búrekstri 1968 en dvaldi þar áfram og tók virkan þátt í búrekstri sonar síns allt til þess að hann flutti á dval- arheimilið 1995. Á yngri árum stundaði Pétur vinnu við vegagerð í sýslunni og vann lengi á haustin í sláturhúsinu á Blönduósi. Þótti hann eftirsóttur starfskraftur fyrir trúmennsku og ósérhlífni og var hann alltaf sérstak- lega vinsæll meðal samstarfsmanna og eignaðist marga góða vini á þess- um árum sem sýnt hafa honum mikla tryggð allt til dauðadags. Pét- ur var traustur og góður vinur og kom það meðal annars fram þegar hann flutti á dvalardeildina og var óþreytandi að stytta öldruðum sjúk- lingum á sjúkrahúsinu stundir með heimsóknum. Pétur var mikill áhugamaður um gömul fræði og þá sérstaklega ætt- fræði og grúskaði hann mikið í henni. Hann var sérstaklega minn- ugur og gat rakið ættir langt aftur án þess fletta þyrfti upp í bókum. Pétur tók þátt í ýmsum félagsstörf- um og var meðal annars markavörð- ur fyrir Austur-Húnvetninga um langt ára bil. Leiðir okkar Péturs lágu fyrst saman á sláturhúsinu á Blönduósi og mynduðust þá þegar góð kynni og vinskapur sem urðu enn nánari þegar við Vilborg gengum í hjóna- band og hefur hann verið okkur og bömum okkar einstaklega tryggur og góður faðir og afi. Pétur var mjög bamgóður og böm hændust mjög að honum og hafði hann mikla ánægju af að víkja góðu að þeim, bæði í orð- um og gjörðum. Með Pétri í Miðhús- um er genginn traustur maður sem vildi láta gott af sér leiða og hafði tileinkað sér að sælla væri að gefa en þiggja, tilbúinn að gefa af sér til þeirra sem stóðu einhverra hluta vegna höllum fæti. Hann hafði alist upp við nægjusemi og gerði ekki kröfur til annarra en sjálfs sín. Hann var glaðlyndur og hafði gam- an af græskulausu gamni og sagði sérlega vel frá og var þá oft glettinn, hafði gaman af vísum og kunni ógrynni af þeim. Pétur var skemmti- legur og naut sín vel í góðra vina hópi. Að lokum vil ég þakka fyrir all- ar stundimar sem við áttum saman og þau góðu áhrif sem ég varð að- njótandi í smvistum við tengdaföður minn og allt það sem hann hefur verið okkur hjónunum og bömum okkar. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Valgarður Hilmarsson. Elsku afi okkar. Við kveðjum þig nú með söknuði en minnumst jafn- framt góðu stundanna í gegnum árin með þér. Við systkinin minnumst þess vel hve tilhlökkunin hjá okkur var alltaf mikil þegar við voram lítil og vissum að Pétur afi í Miðhúsum væri á leið- inni í heimsókn til okkar. Þú varst alltaf svo hlýr og góður við okkur og þú hafðir alltaf nógan tíma til þess að spjalla við okkur um heima og geima og síðan sagðirðu okkur margar skemmtilegar sögur frá því hvemig lífið var þegar þú varst lítill strákur. Þú nenntir líka alltaf að spila við okkur og spiluðum við þá oftast nær „svarta Pétur“, sem var þá í miklu uppáhaldi hjá okkur, og skemmtum við okkur konunglega yfir honum. Elsku góði afi okkar, við viljum kveðja þig og þakka þér samfylgd- ina með þessari bæn. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Hilmar Pétur, Óli Reimar og Fanney Hanna. + Gestur Karl Karlsson fædd- ist á Stokkseyri 14. júní 1933. Hann lést 19. júlí síðastliðinn á Sjúkrahúsi Suður- lands. Foreldrar Gests voru Aðal- heiður Gestsdóttir, húsmóðir, f. 15. október 1907, d. 8. apríl 1997, og Karl Jónasson, véla- og rennismiður, f. 19. febrúar 1909, d. 14. apríl 1980. Gestur var þriðji í hópi tíu barna Áðalheiður og Karls. Systkini Gests voru: Margrét, d. 29. mars 1987, eftirlifandi maki Bogi Þórir Guðjónsson, Ársæll, sambýliskona Einara Sigurðar- dóttir. Jónas, f. 13. október 1934, d. 18. október 1934. Krist- inn, maki Bryndís Sigurðardótt- ir. Óskírður drengur, f. 13. jan- úar 1938, d. 16. janúar 1938. Magnús, maki Jenný Gestsdótt- ir. Agnes, maki Hörður Jó- hannsson. Gunnar, maki Þóra Gísladóttir. Jón Ólafur, maki Ásgerður Jónsdóttir. Gestur kvæntist Hafdísi Ingv- arsdóttur, d. 26. janúar 1997, og átti með henni tvö börn, Hafþór, f. 21.5. 1954, og Aðalheiði, f. 20.10. 1963. Hafþór er kvæntur Emmu G. Eiríksdóttur. Dætur í dag verður borin til grafar afi okkar systra, Gestur Karlsson. Það var sorgarfrétt sem pabbi færði okkur systranum snemma morguns 19. júlí sl. Afi Gestur hafði látist þá um nóttina aðeins 65 ára gamall. Áfi háði stutta en hetjulega baráttu við hinn skæða sjúkdóm krabbamein, en varð því miður að lúta í lægra haldi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að elsku afi okkar sé farinn frá okkur. Þó að við höfum kannski ekki eytt með honum löngum samveru- stundum hefur hann alltaf verið fastur punktur í tilvera okkar systra. Þegar við voram yngri var hann um tíma búsettur í Danmörku og þá var nú spennandi að fá jóla- pakkana frá afa í útlöndum og var þeirra alltaf beðið með mikilli eftir- væntingu. Síðar flutti afi aftur til Islands og var þá alltaf í nágrenni við okkur systurnar heima á Eyrarbakka. Afi Gestur var ákaflega hjartahlýr og góður maður. Hann vildi allt fyrir okkur gera og vildi helst gefa meira en hann gat. Það er sárt til þess að hugsa að afi sé farinn frá okkur, og það virðist óréttlátt að hann sé tek- inn frá okkur nú aðeins 65 ára gam- all. Þessar hugsanir víkja þó fyrir þeirri vissu að nú hefur hann öðlast frið og er laus við þær þjáningar sem fylgdu þeim sjúkdómi sem hann barðist við. Við kveðjum elsku afa okkar með miklum söknuði og minningin um hann mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Fel þú Guð, í faðminn þinn fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K) Hinsta kveðja frá sonardætram. Sandra Dís, Eyrún og Karen Dröfn. Ég man vel fyrstu kynni mín af Gesti. Konan mín fór þá með mig austur á Eyrarbakka til að kynna mig fyrir verðandi tengdapabba og Nínu sambýliskonu hans. Það era liðin átta ár. Við höfum átt margar samverastundir síðan og meðal ann- ars höfum við farið saman nokkrum sinnum í veiðitúr. Það að vera úti í náttúranni með veiðistöng var eitt hans helsta áhugamál. Ein veiðiferð- in var mér sérstaklega minnisstæð. Þá var Finni, yngsti sonur hans, með í for, þá nýfluttur til íslands frá þeirra eru þijár og auk þeirra átti Haf- þór eina dóttur fyr- ir. Aðalheiður er gift Sigurði Þór Sig- urðssyni. Þau eiga tvo syni og fyrir átti Aðalheiður tvo syni. Gestur kvæntist síð- ar Þórlaugu Finn- laugsdóttur og átti með henni einn son, Finnlaug Pétur, f. 23.1. 1971. Finn- laugur er kvæntur Ditte Poulsen og eiga þau einn son. Gestur og Þórlaug slitu samvist- um. Eftirlifandi sambýliskona Gests er Jónfna Kjartansdóttir, f. 13.5. 1939. Gestur og Jónína hafa búið saman á Háeyri á Eyrarbakka frá 1983. Börn Jónfnu eru: Brynja Matthías- dóttir, gift Steinari Áraasyni. Þau eiga tvö börn. Aldfs Mar- teinsdóttir. Hún á fjögur börn. Guðmundur Marteinsson, kvæntur Ararúnu Sigurmunds- dóttur. Þau eiga eitt bara. Elva Marteinsdóttir sem á tvo syni og Helena Marteinsdóttir sem á einn son. Sambýlismaður Hel- enu er Brynjólfur Stefánsson. Útför Gests fer fram frá Eyr- arbakkakirkju í dag og hefst at- höfnin klukk an 13.30. Danmörku. Gestur lagði sig allan fram um að kynnast syni sínum upp á nýtt eftir margra ára aðskilnað. Honum tókst líka að vinna hug hans á tiltölulega skömmum tíma. A sama hátt tókst Gesti að vinna hug og hjarta allra bama sem kynntust honum. Hann var óþreytandi við að sinna börnum. Ailtaf að búa eitthvað til handa þeim í höndunum eða að segja þeim alveg magnaðar „lyga- sögur“. Hjálpsemi og greiðvikni hans var takmarkalaus. Síðustu árin, eftir að heilsu hans tók að hraka, átti hann oft bágt með að sætta sig við að geta ekki hjálpað til við eitthvað sem þurfti að gera. Hann kunni líka vel til verka, hvort sem það vora bflavið- gerðir, málningarvinna, smíðar eða eldamennska. Hann vandaði alltaf til þess sem hann gerði og sætti sig ekki við annað, en að gera hlutina vel. Málningarvinnan hjá OLÍS er til vitnis um það, en þar starfaði Gestur síðustu árin sem hann lifði. Hann hjálpaði okkur hjónunum oft og sér- staklega í sambandi við að byggja okkur hús. Þegar starfsþrek hans var þrotið gat hann samt veitt okkur hjálp með ráðleggingum hvemig út- færa ætti eitt og annað. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Gesti. Hann var einstaklega hlýr og tilfinningai-íkur. Hann átti enga óvildarmenn og tal- aði hlýlega um alla sem hann þekkti. Efst í huga hans vora þó án efa kon- an hans, „hún Nína mín“ eins og hann sagði alltaf, bömin hans þrjú og Amar. Amar ólst að miklu leyti upp hjá Nínu og Gesti og þótt Arnar hafi alltaf kallað hann afa, má segja að Gestur hafi verið Amari miklu heldur sem faðir. Gestur talaði oft um það við okkur hvað þau væra heppin með strákinn og hvað Araar væri góður við sig. Ég vil votta Nínu og Arnari, böm- um Gests og öðram aðstandendum mína innilegustu samúð. Sigurður Þór. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.Í8) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Crfíéryííji Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 | IIOIII lOt lillOIR § ' « C 1 t A ■■ '■ Glæsileg KAFFIHLAÐBORÐ FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA * « « n o t 1 t s PETUR BJORN ÓLASON GESTUR K. KARLSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.