Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 26
26 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 27
~n
fKtorgtiitMiiW
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SKÝR ÞJÓÐARVILJI
NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar, sem Gallup hefur
gert um afstöðu fólks til kvótakerfisins koma ekki á
óvart. Samkvæmt þessari nýju könnun eru yfir 80%
þeirra, sem spurðir voru ósáttir við kvótakerfið og rúm-
lega 69% vilja breyta því. Um 20% vilja leggja það niður
og rúmlega 10% halda því óbreyttu. í sömu könnun kom í
ljós, að 68% þeirra, sem spurðir voru eru fylgjandi því að
lagt verði á veiðileyfagjald en andstæðingar þess eru ein-
ungis 23%.
Þessar niðurstöður koma ekki á óvart vegna þess, að
það fer ekki fram hjá nokkrum manni hver afstaða hins
almenna borgara er til fiskveiðistjórnunarkerfisins í
óbreyttri mynd. Almenningi ofbýður sú gífurlega eigna-
tilfærsla, sem fram hefur farið og fram fer í skjóli þessa
kerfís. Óhikað er hægt að fullyrða, að slík eignatilfærsla
hefur aldrei áður orðið í Islandssögunni. Nú þegar er
ljóst, að tugir milljarða ef ekki meir hafa streymt í vasa
þeirra, sem fengið hafa úthlutað kvóta og selt hann.
Mælistikan er ekki lengur milljónir, milljónatugir eða
hundruð milljóna heldur milljarðar.
í litlu þjóðfélagi eins og okkar getur slík eignatilfærsla
ekki farið fram án þess að eftir henni sé tekið. Hingað til
hefur fólk fyrst og fremst veitt athygli þeim milljónatug-
um, sem gengið hafa til smábátaeigenda, sem kosið hafa
að selja kvóta sinn eða kvótaaukninguna. Nú er athyglin
ekki síður farin að beinast að hinum stærri viðskiptum,
þar sem milljarðar skipta um hendur.
Þetta ótrúlega millifærslukerfi særir réttlætisvitund
fólks. Sumir talsmenn óbreytts kvótakerfis hafa á undan-
förnum árum gert lítið úr þeirri hlið þessa máls, sem snýr
að réttlæti. Það er misskilningur að tala á þann veg. Mik-
ill meirihluti fólks vill búa í sæmilega réttlátu samfélagi
og kann því ekki vel, að svo augljóst óréttlæti blasi við.
Vinsæl aðferð hjá talsmönnum óbreytts kvótakerfis er
að halda því fram, að öfund liggi að baki andstöðu þorra
fólks við þá stórfelldu eignatilfærslu, sem hér er á ferð-
inni. Málflutningur af því tagi er auðvitað ekki svara
verður. Hitt er alveg ljóst, að Islendingar hafa alltaf met-
ið og virt dugmikla skipstjóra og útgerðarmenn, sem hafa
byggt upp myndarleg og glæsileg útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki í krafti dugnaðar og útsjónarsemi. Þeir
menn eru öðrum fremur hetjur atvinnulífsins á Islandi og
hafa verið alla þessa öld. En þeir eru líka af allt öðrum
skóla en þeir, sem ganga frá borði með milljarða í vasan-
um, sem þeim hefur verið úthlutað í krafti kvótakerfisins.
Viðhorf þingmanna og útgerðarmanna hefur smátt og
smátt verið að breytast. Þetta hefur m.a. komið fram í
málflutningi Einars K. Guðfínnssonar, alþingismanns
Sjálfstæðisflokks í Vestfjarðakjördæmi. í ræðu, sem
þingmaðurinn flutti á fískiþingi í nóvember fyrir tæpum
tveimur árum sagði hann m.a.: „Þess eru ófá dæmi að á
síðustu tveimur árum hafi menn orðið handhafar gríðar-
legra verðmæta af þeirri ástæðu einni að hafa heimild
ríkisvaldsins til umsýslunar með réttinn til fiskveiða ...
Það er þetta, sem særir réttlætiskennd fólks úti um allt
land.“
í grein, sem Einar K. Guðfínnsson skrifar í Vesturland,
blað vestfirzkra sjálfstæðismanna, sem nýlega er komið
út, segir hann m.a.: „Auðlindamálið er sannarlega örðugt
viðfangs. En þar standa menn einfaldlega frammi fyrir
því, að það gengur ekki til lengdar að um þau mál sé stöð-
ugur ófriður. Slíkt ástand stórspillir fyrir vexti og við-
gangi atvinnugreina eins og sjávarútvegs og eykur á
úlfúð í okkar litla þjóðfélagi, sem þarf á öllu öðru fremur
að halda.“
Og síðar í greininni segir þingmaðurinn: „Mönnum
svíður út um allt land þegar þessi verðmæti streyma út úr
atvinnugreininni; verðmæti, sem ekki hafa orðið til vegna
rekstrarárangurs heldur vegna þess, að viðkomandi voru
handhafar aflaheimildanna, þegar þær hækkuðu margfalt
í verði. Við þessu verða menn að bregðast og fínna skyn-
samlegar lausnir."
Þetta eru orð að sönnu. Niðurstaða hinnar nýju skoð-
anakönnunar Gallup endurspeglar þær tilfínningar al-
mennings, sem Einar K. Guðfinnsson lýsir í grein sinni í
Vesturlandi og fyrrnefndri ræðu á fiskiþingi. Slíkar nið-
urstöður hafa ítrekað komið fram í skoðanakönnunum á
undanförnum árum.
Vilji fólksins í landinu er skýr. Nú hlýtur verkefnið að
vera að fínna sáttaleið, sem tekur mið af þessum sterka
þjóðarvilja en virðir jafnframt réttmæta hagsmuni út-
gerðarmanna.
Skýrsla Landsbankans um íslenska bankakerfið í breyttu umhverfi
Þörf á verulegri liagræðingTi
til að mæta aukinni samkeppni
íslenska bankakerfíð stendur að flestu leyti
höllum fæti í samanburði við norræna banka.
Vaxtamunur eru verulega hærri, hlutfalls-
legur kostnaður meiri og íslenski fjármála-
markaðurinn er styttra kominn inn á braut
verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipta. Lands-
bankinn kynnti í gær úttekt sína á horfum í
bankakerfí þar sem bent er á nauðsyn hag-
ræðingar og samruna til að standast vaxandi
evrópska samkeppni.
LANDSBANKI Islands hf.
kynnti í gær skýrsluna
„Islenska bankakerfið í
breyttu umhverfi". Mark-
miðið með þeirri saman-
tekt er að varpa ljósi á breytingar á
fjármagnsmarkaði í löndunum í
kringum okkur og skoða stöðu ís-
lensku bankanna í samanburði við
banka á Norðurlöndum. í skýrslunni
segir að þar komi fram sjónarmið
stjórnenda bankans ásamt viðhorfum
sérfræðinga hans til þeirrar þróunar
sem óhjákvæmileg sé á íslenska
markaðnum.
Fram kemur að bankakerfið í Evr-
ópu hafi verið að breytast hratt und-
anfarin ár. Bankar hafi sameinast til
að mæta aukinni samkeppni, iækka
kostnað, efla dreifinet og laga sig að
breyttum aðstæðum á markaði. Arð-
semi evrópskra banka sé frekar lág á
alþjóðlegan mælikvarða sem eitt og
sér styðji nauðsyn áframhaldandi
umbóta á fjármálamarkaði. Arðsemi
eigin fjár fyrir skatta árið 1996 var
að meðaltali 14% í Evrópu. Sænskir
bankar sýndu þá mesta arðsemi,
24%, en franskir og ítalskir bankar
þá lægstu, eða 7%. Því er spáð að
samkeppni á fjármálamarkaði í Evr-
ópu muni aukast verulega á næst-
unni. Flest aðildarríki Evrópusam-
bandsins muni taka upp sameiginleg-
an gjaldmiðil í byrjun árs 1999. Áhrif
þessa verði veruleg á banka; markað-
ir verði einsleitari, sem auki stærðar-
hagkvæmni í vöruþróun og markaðs-
setningu. Bankarnir þurfi að breyt-
ast úr innláns- og útlánsstofnunum í
sérhæfð/alhliða þjónustufyrirtæki á
fj ármálamarkaði.
Hagræðing til að
viðhalda arðsemi
Fram kemur að Landsbanki Is-
lands hafi sérstöðu á íslenskum
markaði, bæði vegna sögulegs hlut-
verks og sem stærsti íslenski bank-
inn, mælt á grundvelli heildarfjár-
magns "(mynd 1). Markaðshlutdeild
hans hafi þó farið minnkandi (mynd
2). Miðað við eigið fé fyrirtækjanna
sé myndin nokkuð önnur. Fjárfest-
ingarbanki atvinnulífsins (FBA) sé
með mest eigið fé, rúma 8 milljarða
króna, sparisjóðirnir með samtals 7,4
milljarða og Landsbankinn með rúm-
lega 7 milljarða króna. Þetta þýði að
eiginfjárhlutfall FBA og sparisjóð-
anna, mælt samkvæmt CAD-reglum
um áhættugrunn fjármálastofnana,
sé óþægilega hátt. Stærsta upp-
spretta tekna hjá bönkum sé vaxta-
munurinn sem þeir hafí milli inn- og
útlána. Hann hafi farið minnkandi
síðustu ár. Hann sé nú minnstur hjá
Landsbankanum (mynd 3). Gera
megi ráð fyrir að þessi þróun haldi
áfram. Þess vegna þurfi hagræðing
til að koma í bankakerfinu til þess að
viðhalda arðsemi bankanna. Úndan-
farin ár hafi vaxtamunur verið mun
hærri hér á landi heldur en í Svíþjóð,
Noregi og Danmörku. Vaxtamunur
sé lægstur í Svíþjóð sem skýrist
meðal annars af hai’ðri samkeppni og
ört vaxandi sparnaði í verðbréfasjóð-
um.
Vaxtarbroddur í
verðbréfaviðskiptum
Fram kemur að vaxtarbroddur á
íslenskum bankamarkaði hafi verið
starfsemi tengd verðbréfaviðskipt-
um, fýrirtækjaþjónustu og fjárfest-
ingarbankastarfsemi (myndir 4-6).
Veruleg samkeppni sé á þessum
markaði um ávöxtun og útlán til
stærri aðila, nýjar útgáfur verðbréfa,
sölutryggingar, vöruþróun o.fl. Þró-
un afleiðuviðskipta hafi orðið mögu-
leg og eigi sá hluti markaðarins eftir
að eflast verulega. Enn eigi íslenski
markaðurinn að þessu leyti þó langt í
land með að ná hinum Norðurlanda-
mörkuðunum hvað varðar hlutfalls-
lega veltu (tafia 1).
Tekjusamsetning íslensku bank-
anna er mjög svipuð hjá öllum þrem-
ur (mynd 7). „Vaxtatekjur eru
60-65%, hreinar þóknunartekjur
24-28% og gengishagnaður af fjár-
málastarfsemi 5-9%. Gengishagnað-
ur bankanna hefur verið að aukast
undanfarin ár með aukinni þátttöku
á verðbréfa- og gjaldeyrismarkaði
sem hefur að einhverju leyti komið á
móti minnkandi vaxtamun bank-
anna.“ Fram kemur að í norrænum
samanburði séu hreinar þóknunar-
tekjur hlutfallslega hæstar á Islandi,
en aðrar tekjur lægstar. Það sé áber-
andi að vaxtamunurinn skili sænsku
bönkunum hlutfallslega minni tekj-
um en hinum bönkunum. Á móti hafi
þeir hæst hlutfall út úr verðbréfavið-
skiptum og öðrum tekjum.
Þrátt fyrir mun meiri vaxtamun á
Islandi en á hinum Norðurlöndunum
er hlutfall kostnaðar af tekjum
einnig mun hæiTa hérlendis. Meðal-
kostnaður viðskiptabankanna sem
hlutfall af tekjum hafí þó lækkað úr
tæpum 80% í um 70% frá 1994. „Það
er því ljóst að á sama tíma og vaxta-
munur er að lækka þarf kostnaður
bankanna að lækka. Kostnaðarhlut-
fallið þarf að lækka til að íslensku
bankarnir verði samkeppnishæfari,
en til þess þarf verulega hagræðingu
í bankakerfinu. Hjá íslensku bönkun-
um er kostnaðarhlutfallið lægst hjá
Islandsbanka árið 1997, um 67% en
um 72% hjá Landsbanka og Búnað-
arbanka. Til samanburðar hafi
kostnaðarhlutfall sparisjóðanna í
heild verið um 79%.“
Afskriftarframlög ekki lækkað
jafn hratt og annars staðar
Upphaf 10. áratugarins var erfitt
fyi’ir íslenska banka, segir í skýrsl-
unni. Efnahagslífið var í lægð og út-
lánatöp mikil. Eigi þetta ekki síst við
um Landsbankann vegna þess
hversu hátt hlutfall fyrirtækja í fisk-
eldi og loðdýrarækt var í viðskiptum
við bankann auk þess sem Samband
íslenskra samvinnufélaga, sem þá
var stærsta fyrirtæki landsins, lenti í
miklum erfiðleikum og var leyst upp.
„Sama þróun varð hjá bönkum á
Norðurlöndunum á fyrri hluta ára-
Morgunblaðið/Kristinn
HALLDOR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Islands hf., kynnir nýja skýrslu bankans um framtíð íslenska
bankakerfisins. Segir hann að verði hagræðingarmöguleikar nýttir ættu bankarnir að geta orðið öflug og arð-
söm fyrirtæki.
„Landsbanki
íslands hf. hefur
fullan hug á aö
nýta þau tækifæri
til hagræðingar
sem bjóðast á
markaðnum.“
tugarins, en þar hafa afskriftarfram-
lögin lækkað fyrr og hraðar. Norð-
menn hafa t.a.m. verið að innheimta
áður afskrifuð lán, þannig að nettó
færast áður afskrifuð lán til tekna hjá
þeim.“ Fram kemur að það sé mat
Landsbankans að framlög á af-
skriftareikning sem hlutfall af útlán-
um eigi eftir að lækka áfram hér á
landi. Eðlileg viðmiðun liggi nálægt
0,5% af heildarútlánum. Ef bornir
eru saman efnahagsreikningar bank-
anna hérlendis og á Norðurlöndunum
(tafla 2) sést að fjármagnsskipan er
mjög svipuð, það sem helst greinir á
milli er hlutfallslega mikið fjáimagn í
sjóði á Islandi og hátt hlutfall mark-
aðsverðbréfa í Danmörku.
„Arðsemi bankanna hefur ekki ver-
ið nægjanleg undanfarin ár, þrátt fyr-
ir háan vaxtamun. Hér er vaxtamun-
ur um tveimur prósentustigum hærri
en á Norðurlöndunum og kostnaðar-
hlutfallið á sama tíma mun hærra.
Hér á landi eru greiðslumiðlunin og
útibúakerfíð mjög kostnaðarsöm fyrii’
bankana. Mun hærra hlutfall fjár-
muna er bundið í húsnæði og búnaði
hér á landi heldur en á hinum Norð-
urlöndunum. Hérlendis er þetta hlut-
fall tæp 4% af fjármunum, sem svarar
til tæplega helmings eiginfjár bank-
anna. Á Norðurlöndunum er þetta
hlutfall 0,6-1,57% af fjármagni og
13-22% af eigin fé. Fjöldi útibúa hef-
ur nokkurn veginn staðið í stað hér á
landi þennan áratug en þeim hefur á
sama tíma fækkað nokkuð á Norður-
löndum, mest í Finnlandi um 30%.
Aukin innlend og erlend samkeppni
mun þrýsta vaxtamun bankanna
áfram niður, á sama tíma og kostnað-
arhlutfall bankanna þarf að lækka,
sem aftur kallar á verulega hagræð-
ingu í rekstri bankakerfisins."
Þá segir að sparisjóðii'nir geti ekki
eignarformsins vegna lagað eigið fé
sitt að þörfum. Þetta geti hlutafélög í
almenningseign gert, auk þess sem
meiri hvati sé fyrir þau að hagræða í
rekstri sínum, sem sé nauðsynlegt
samkeppninnar vegna. Áætlað hafi
verið að hagræðingarmöguleikar inn-
an bankakerfisins óbreytts séu á bil-
Tafia 1: Velta og markaðsvirði hlutabréfa og skulda-
bréfa á Norðurlöndum 1. ársfjórðung 1998
Fjöldi skráðra félaga
Markaðs- Velta/
Kaupmannahöfn 1.217,7 8.998,1 13,5% 250 238 12
Helsinki 790,5 6.893,0 11,5% 127 1 25 2
Osló 863,5 5.717,6 15,1% 220 198 22
Reykjavík 2,0 155,0 1,3% 52 52 0
Stokkhólmur 4.113,7 23.164,4 17,8% 255 239 16
Samtals 6.987,4 44.928,1 15,6% 904 852 52
SKULDABRÉF Velta Markaðs- virði Velta/ Markaðsv. Markaðsvirði skr. skuldab.
Innl. Önnur nkis. innl. Erl.
Kaupmannahöfn 22.434,8 21.514,7 104,3% 7.904,9 12.857,0 752,9
Helsinki * 3,3 3.339,4 0,1% 2.778,7 560,7 0
Osló* 2.669,8 3.808,5 70,1% 1.495,7 2.287,8 25,0
Reykjavík 96,8 325,9 29,7% 116,1 204,4 5,4
Stokkhólmur ** 32.673,9 10.177,3 321,0% 6.699,6 3.477,7 0
Samtals 57.878.6 39.165,8 147,8% 18.994,9 19.387,6 783,3
* Nafnverð skráðra bréfa í stað markðsverðs, velta er á markaðsvirði
** Velta inniheldur endurkaupasamninga Heimild: The Nordic Securities Market, 1/98.
Tafia 2: Samanburður á efnahagsreikningum
banka á Norðurlöndum í árslok 1997
EIGNIR
Lands- fslands- Búnaðar-
Noregur Svíþjóð Danmörk
Sjóður 5,49% 3,17% 5,06% 0,83% * 1,34%
Kröfur á lánastofnanir 5,21 % 3,39% 4,69% 5,00% 14,66% 18,25%
Markaðsverðbréf 8,69% 9,98% 11,76% 8,02% 7,79% 22,93%
Útlán 75,12% 77,75% 72,11% 79,09% 63,82% 49,84%
Rekstrarfjármunir 3,51% 3,25% 4,26% 3,25% 2,41% 1,68%
Ýmsir eignarliðir 1,98% 2,46% 2,12% 3,81% 11,36% 5,96%
SKULDIR
Innlán 51,83% 48,30% 60,01% 44,78% 26,96% 52,27%
Lánastofnanir 22,03% 31,14% 25,62% 20,57% 22,56% 25,52%
Bankabréf og -víxlar 13,85% 10,30% 5,54% 20,12% 29,49% 6,95%
Víkjandi lán 1,73% 1,79% 0,00% 3,40% 3,10% 2,74%
Eigið fé 5,65% 6,97% 6,54% 5,99% 4,01% 6,19%
Aðrar skuldir 4,92% 1,51% 2,30% 5,14% 13,87% 6,03%
* Er innifalið í markaðsverðbréfum
inu 8-9% af kostnaði. Gera megi ráð
fyrir að sparnaðarmöguleikar með
samruna viðskiptabanka séu að
minnsta kosti annað eins og í
óbreyttu kerfi eða samtals 16-18%. I
erlendum rannsóknum hafi komið
fram að um 30-35% kostnaðarspör-
un (af kostnaði minni einingarinnar)
megi ná fram með samruna tveggja
banka. Stærsti hluti samlegðaráhrif-
anna felist í hagræðingu í útibúa-
neti, þ.m.t. starfsmannahaldi, kostn-
aði við greiðslumiðlun auk stærðar-
hagkvæmni af rekstri.
Mynd 1: Heildareignir banka og sparisjóða
í árslok 1996 og 1997
Landsbanki
íslandsbanki
Sparisjóðirnir
Búnaðarbanki
FBA
\ 1997
j r^íSS
~ 1 ww Æ)j
__11996
Milljarðar kr. q
20
60
100
140
Mynd 2: Þróun markaðs-
hlutdeildar útlána
á íslandi 1990-1997
35 --i---1--1-
% :
30 —Landsbanki
20
15
Erlendir bankai
Islandsbanki
Bt
Sparisjóði r
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
Mynd 3: Þróun vaxtamunar hjá bönkum
og sparisjóðum frá 1994 til 1997,
vaxtamunur sem hlutfall af vaxtaberandi eignum í lok árs
6% -
1994
1995
1996
1997
Mynd 4: Markaðshlutdeild
verðbréfasjóða stærstu
verðbréfafyrirtækjanna
k 'aupþin 9
i \>
\T|
VÍB
\iFjárvangL r
Búnaðarbanku?
1992 1993 1994 1995 1996 1997
Mynd 5: Þróun heildareigna í
verðbréfa- og hlutabréfasjóðum
10%
1992 1993 1994 1995 1996 1997
Mynd 6: Samanburður
á milli Norðurlanda
á heildareign í
verðbréfasjóðum
_ þús.kr.á
' mannjsúiur)
Hlutfall af 30%
landsframleiðslu
(lína)
Tölurnarer m.v. 30.
. júní 1997. nema
Island 31. des. 1997
25
Svíþjóð Island Finnland
Noregur Danmörk
Mynd 7: Skipting
rekstrartekna
bankanna 1997
Aðrartekjur
Tekjur af
hlutabréfum
og gengis-
munur
Hreinar
þóknunar-
tekjur
Mynd 8: Samanburður
V/l hlutfalla
á milli íslandsbanka,
Norðurlanda og annarra
Evrópulanda
4,0-————
slands- Norður- Onnur
banki lönd Evrópulönd
„Landsbanki, Búnaðarbanki og
Islandsbanki eru í svipuðum rekstri
og mætti ná fram verulegri hagræð-
ingu með sameiningu einhverra
tveggja þeirra. Mest skörun er þó
hugsanlega á milli Islandsbanka og
Landsbanka. Það sem hugsanlega
skekkir myndina er að sá viðskipta-
bankanna sem eftir stæði við sam-
einingu tveggja viðskiptabanka ætti
erfitt með að ná sömu hagræðingu,
og þar með samkeppnisstöðu, og
sameinaði bankinn." Þá segir að
vegna eignarfyrirkomulags spari-
sjóðanna tuttugu og sjö sé með öllu
óljóst hvernig þeir geti tekið virkan
þátt í hagræðingarferlinu. En megin-
forsenda þess að hægt sé að skapa
tvo öfluga viðskiptabanka hér á landi
sem keppi á jafnréttisgrundvelli sé
að sparisjóðirnir verði þar inni í
myndinni.
Bankarnir á hluta-
bréfamarkað sem fyrst
Að lokum segir að rekstrarkostn-
aður banka og sparisjóða árið 1997
hafi verið um 15,3 milljarðar króna.
Miðað við framangreindar forsendur
þýði þetta sparnað í óbreyttu banka-
kerfi upp á 1,2 til 1,4 milljarða króna
árlega. Sá sparnaður aukist í 2,4-2,8
milljarða á ári ef verði af sameiningu
fjármálastofnana. Þá hafi ekki verið
tekið tillit til endurráðstöfunar eigna
og betri nýtingar eiginfjárgrunns,
sem skapa muni viðbótarvirði í
bankakerfinu. „Það er ljóst að þessar
upphæðir skipta verulegu máli í sam-
keppni bankanna. Landsbanki Is-
lands hf. hefur fullan hug á að nýta
þau tækifæri til hagræðingar sem
bjóðast á markaðnum. Hins vegar er
nauðsynleg forsenda fyrir breyting-
um á fjármálamarkaði að bankarnir
fari á hlutabréfamarkað sem fyrst,
þar sem fjárfestar vilja sjá og styðja
hagræðingu."
Islandsbanki er eini íslenski bank-
inn sem skráður hefur verið á hluta-
bréfamarkaði. í skýrslunni er verð
hans borið saman við norræna og
evrópska banka (mynd 8) en algeng-
ur mælikvarði á verð er markaðsvirði
sem hlutfall af bókfærðu virði (V/I). í
Ijós kemur að evrópsku bankarnir
eru almennt mun hærra verðlagðir
en þeir norrænu og Islandsbanki er
heldur fyrir neðan non’ænt meðaltal.
Þá segir að hlutfall nkisins í hús-
næðisfjármögnun sé mjög hátt hér á
landi. Ekki hafi verið tekið á hagræð-
ingarmöguleikum húsnæðiskerfisins _
í skýrslunni, ljóst sé þó að hagræða'
megi verulega í þeim hluta fjármála-
kerfisins með því að færa hana yfir í
bankakerfið, sem sé vel í stakk búið
til að annast þau viðskipti með hag-
kvæmum hætti. Ef hagræðingar-
möguleikar bankakerfisins verði
nýttir og markaðir hérlendis þróast í
takt við það sem er að gerast í Evr-ét
ópu ættu íslensku bankarnir að geta
orðið öflug og arðsöm fyrirtæki.