Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 9
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
Gras í stað malar
STARFSMENN Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma eru
hér að tyrfa yfír inalargangstíg í
kirkjugarðinum í Gufunesi. Segir
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
kirkjugarðanna, það vera til að
fá samfelldari grasflöt á þessum
bletti en áfram verður hægt að
aka um á þessu svæði í sérstök-
um tilvikum.
Flogaveiki hefur ekki
áhrif á frjósemi
FRJÓSEMI flogaveikra er eðlileg, en
ekki minni en hjá heilbrigðum, eins
og áður hefur verið talið. Þetta kemur
fram í rannsókn dr. Elíasar Ólafsson-
ar taugasjúkdómalæknis sem birtist í
júlíhefti tímaritsins Neurology.
Rannsóknin byggist á rannsókn-
um dr. Gunnars Guðmundssonar
sem hann gerði á árunum 1960 til
1964, en þá fann hann alla Islendinga
sem greindust med flogaveiki á því
tímabili. I rannsókn Elíasar er síðan
ákvarðaður fjöldi barna flogaveikra
og hann borinn saman við barna-
fjölda viðmiðunarhóps, sem tekur til-
lit til aldurs og kynferðis. Niðurstöð-
ur rannsóknarinnar leiða í ljós að
meðalbarnafjöldi hvers flogaveiks
einstaklings er tvö börn sem er það
sama og hjá viðmiðunarhópi. Fyllstu
nafnleyndar er gætt og nöfn viðkom-
andi koma hvergi fram við úrvinnslu
gagna.
Að sögn Elíasar hefur frjósemi
flogaveikra lítið verið rannsökuð áður,
og fyrri rannsóknir erlendis hafa bent
til þess að flogaveikir ættu færri börn
en heilbrigðir. Elías segir að þessar
niðurstöður séu því líklegar til þess að
breyta þeim viðhorfum almennt.
Rannsóknin hefur þegar verið
kynnt í Bandaríkjunum og vakið at-
hygli meðal þeirra sem láta sig mál-
efni flogaveikra varða. Tímaritið Ne-
urology, sem er eitt virtasta tímarit
á sviði taugasjúkdóma, birtir niður-
stöðurnar og sá til dæmis ástæðu til
þess að senda út sérstaka fréttatil-
kynningu um niðurstöður rannsókn-
arinnar. Samstarfsmenn Elíasar við
rannsóknina eru Gunnar Guðmunds-
son fyrrum prófessor og W. Allen
Hauser prófessor í taugasjúkdómum
við Columbia háskóla í New York.
Sérstakt að geta
rannsakað heila þjóð
„Þessi rannsókn getur svarað mik-
ilvægri spurningu þar sem hún er
gerð hjá heilli þjóð. Með þessari að-
ferð er m.a. hægt að taka tillit til
allra þeirra sem hafa sjúkdóminn, en
ekki bara þeirra sem eru med erfið-
an sjúkdóm. Það er alltaf ánægjulegt
ad geta stuðlað að aukinni þekkingu
á flogaveiki, sérstaklega þegar nið-
urstöðurnai- eru til þess fallnar að
minnka fordóma gegn flogaveikum,
eins og hér er. Þess er skemmst að
minnast að bæði á Islandi og víðar á
Vesturlöndum var flogaveikum
bannað að ganga í hjónaband lengi
fram eftir öldinni, þótt nú þyki slík
bönn fráleit,“ segir Elías. Hann er
prófessor í taugasjúkdómafræði við
Háskóla Islands og yfirlæknir tauga-
lækningadeildar Landspítalans.
Umrædd rannsókn tengist viðamik-
illi rannsókn sem verið hefur í gangi
hér á landi undanfarin ár. Hún mun
standa í alls fimm ár og miðar bæði að
því að ákvarða tíðni flogaveiki og
finna áhættuþætti hennar. Sú rann-
sókn er einnig gerð í samvinnu við
læknana W. Allen Hauser og Gunnar
Guðmundsson, auk Péturs Lúdvígs-
sonar læknis, og er hún kostuð af
bandarískum heilbrigðisyfirvöldum.
Engin leiktæki við
Grafarvogslaugina
Ekki á
fjárlögum
þessa árs
NOKKUÐ hefur borið á óánægju
meðal barna í Grafarvogshverfi
með að engin leiktæki séu komin
að nýju sundlauginni sem þar var
opnuð í maí sl. Omar Einarsson,
framkvæmdastjóri Iþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur, segir
leiktæki ekki vera á fjárlögum
þessa árs.
„Við heyrum það á fólki að það
saknar leiktækja fyrir börnin,“
segir AJfreð Alfreðsson, starfs-
maður Iþróttamiðstöðvar Grafar-
vogs. Að sögn Omars er verið að
vinna við innilaug sem gert er ráð
fyrir að verði tilbúin fyrir haustið,
svo að skólasund geti fengið þar
inni. Þá er eftir að koma fyrir eim-
baði og útisturtum, auk leiktækja
fyrir yngi'i sundlaugargesti, en
það er ekki á fjárlögum þessa árs,
svo Omar segir það allt verða rætt
við gerð fjárhagsáætlunar næsta
árs.
--------------
Stolið úr
golfskálanum
á Höfn
BROTIST var inn í golfskálann á
Höfn í fyrrinótt. Stolið var bæði
peningum og vamingi.
Lögreglan á Höfn rannsakar
málið en lítil ummerki sáust um
þjófnaðinn. Peningakassa golfskál-
ans var stolið en hann hafði nýlega
verið tæmdur og talið að í honum
hefðu verið milli 6 og 10 þúsund
krónur. Einnig var stolið sælgæti
og bjór.
------♦“♦“♦---
Sjúklingar sótt-
ir í skemmti-
ferðaskip
TVEIR sjúklingar voru sóttir um
borð í skemmtiferðaskipið Queen
Elisabeth II, sem lá á ytri
höfninni í Reykjavík á fimmtudag.
Voru þeir fluttir á spítala í
borginni.
Sjúkraflutningamenn fóru um
borð í skipið með hafnsögubáti og
fluttu sjúklingana í land. Var óskað
liðsinnis úr landi eftir
bráðaveikindi þeirra.
ÁLFELGUR - HEILSÁRSDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI
BALENO SEDAN
NU GETUM VIÐ BOÐIÐ TAKMARKAÐAN FJOLDA
baleno
Vökva/veltistýri • Rafmagn í rúðum og speglum
2 loftpúðar • Aflmikil 16 ventla vél • Dagljósabúnaður
Styrktarbitar í hurðum • Samlitaðir stuðarar
Hæðarstillanleg kippibelti • Upphituð framsæti
1 sdmar/
vinv'ú't'
$ SUZUKI
BALENO
SEDAN EXCLUSIVE
frá 1.265.000 kr.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, siml 462 63 00. Egllsstaðir: Bila- og biivélasalan hf.,
Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf.Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG
bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og buvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.